Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Blaðsíða 7

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Blaðsíða 7
tillögur kjararáðs yrðu lagðar fyrir samninganefnd ríkisins. Stjóm Póstmannafélags íslands tók ekki af- stöðu til málsins og stjóm Félags forstjóra pósts og síma tók neikvæða afstöðu. Með bréfi kjararáðs, dags. 22. nóvember 1962, voru samninganefnd ríkisins sendar tillögur kjararáðs um launastiga og röðun í launaflokka sem samningsgrund- völlur um launakjör ríkisstarfsmanna. Var jafnframt áskilinn réttur til þess að leggja fram síðar breyt- ingatillögur, ef ástæða þætti til, skýra ýmis atriði frekar og leggja fram sérstakar tillögur um önnur atriði ef þurfa þætti. Síðar voru svo lagðar fram tillögur kjararáðs um vinnutíma, yfirvinnu og fleira. Samningaviðræður. Fyrsti samningafundur við samninganefnd ríkisins var hinn 4. janúar 1963. Samkvæmt kjarasamninga- lögunum átti sáttasemjari ríkisins að taka kjaradeil- una til meðferðar, ef ekki hefðu náðst samningar innan mánaðar frá því að kröfurnar voru lagðar fram. Á þessum fyrsta viðræðufundi var þess farið á leit við sáttasemjara, að aðilar fengju að ræðast við án hans milligöngu fram til næstu mánaðamóta. Féllst sáttasemjari á að verða við þeirri ósk. Á fyrstu viðræðufundunum var rætt um fyrirkomu- lag viðræðnanna. Kjararáð hélt því fram, að eðlilegast væri, að fyrst yrði ræddur sjálfur launastiginn, fjöldi launaflokka og launafjárhæð í hverjum flokki. Þegar því væri lokið færu fram umræður um skipun starfs- manna í launaflokkana. Sjónarmið samninganefndar ríkisins var á hinn bóg- inn það, að fyrst skyldi ræða skipun í launaflokka, því næst yrði rætt um launastigann, fjölda launa- flokka og fjárhæð launa í hverjum flokki. Um þetta náðist ekki samkomulag. Hinn 7. febrúar lagði samninganefnd ríkisins fram tillögur um skipan starfsmanna 1 launaflokka miðað við 25 launaflokka. Auk þess að vera miðað við 25 launaflokka fólu þessar tillögur í sér mjög miklar breytingar frá til- lögum kjararáðs. Kom strax fram hörð og almenn and- staða gegn þessum fyrstu tillögum samninganefndar ríkisins. Varð sú andstaða til þess að samninganefndin lagði hinn 28. febrúar 1963 fram breytingatillögur við tillögu ríkisstjórnarinnar um launaflokkun ríkisstarfs- manna, en með breytingatillögum þessum var gengið nokkuð til móts við upphaflegar tillögur kjararáðs. Þegar hér var komið, hafði enn ekkert samkomulag náðst um málsmeðferð, en málið átti að ganga til kjaradóms lögum samkvæmt 1. marz. Kjararáð vildi ekki hvika frá sinni afstöðu um málsmeðferðina fyrr en séð væri, að samkomulag um þetta atriði væri útilokað. Á síðustu stundu, áður en málið í heild skyldi ganga til kjaradóms án nokkurs samkomulags, tók kjararáð þá ákvörðun að leggja til við samninganefnd ríkisins, að tilraun yrði gerð til þess að kanna möguleika á samkomulagi um skipun starfsmanna í launaflokka og fjölda launaflokka, þótt ekki væri gengið inn á það meginsjónarmið banda- lagsins að fyrst yrði reynt að ná samkomulagi um launastigann. Lagði kjararáð jafnframt til, að samn- ingsaðilar færu þess á leit við fjármálaráðherra að hann notaði heimild kjarasamningalaganna til þess að fresta því, að málið gengi til kjaradóms. Var á þetta fallizt og þegar hafizt handa um að reyna að semja um fjölda launaflokka, og náðist sam- komulag um að fjöldi þeirra yrði 28. Næstu vikur voru stöðugir viðræðufundir um skipun starfsmanna í launaflokka er lauk með samkomulagi um þessa hlið kjaramálanna. En þrátt fyrir ítarlegar tilraunir reyndist ekki unnt að semja um önnur atriði. Gekk því málið að öðru leyti til kjaradóms. Höfðu þá verið haldnir 50 samningafundir, og þar af 44 með sáttasemjara ríkisins. Kröfur og málflutningur fyrir kjaradómi. Kjararáð, sem lögum samkvæmt fer með málið af hálfu B.S.R.B., tilnefndi sem málflytjendur þá Kristján Thorlacius, Guðjón B. Baldvinsson og Harald Stein- þórsson. Auk þess unnu að málinu þeir Guðmundur Ingvi Sigurðsson, sem lögfræðilegur ráðunautur, og þeir Hrólfur Ásvaldsson og Ólafur Vilhjálmsson, sem hagfræðilegir ráðunautar. Þann 6. maí 1963 lögðu málflytjendur fram kröfu- gerð og greinargerð sóknaraðila ásamt dómsskjölum. Hinn 16. maí lagði svo málflytjandi ríkisstjórnarinnar Jón Þorsteinsson fram kröfugerð og greinargerð varn- araðila. Fengu málflytjendur B.S.R.B. viku frest til þess að skila athugasemdum sínum, sem reyndust löng greinargerð og var lögð fram 23. maí. Varnaraðila var síðan gefinn kostur á að skila athugasemdum sínum og gerði hann það 30. maí. Var þar með lokið hinum skriflega málflutningi sem var all umfangsmikill. Greinargerðir voru um 200 vélritaðar síður, og hafa öll bandalagsfélög fengið afrit af þeim. Dómsskjöl, sem lögð voru fram, voru um 80. Þar sem öll bandalagsfélögin hafa fengið afrit af greinargerðum þeim, sem lagðar voru fyrir Kjara- dóm, þykir ekki ástæða til að rekja efni greinar- gerðanna í þessari skýrslu. Dómur Kjaradóms. Kjaradómur kvað upp dóm sinn 3. júlí 1963. Dómur- inn kveður á um launafjárhæð 1 hverjum launaflokki, aldurshækkanir, vinnutíma, kaup fyrir yfirvinnu, vaktaálag og fleira. Áður höfðu tekizt samningar um, að fjöldi launaflokka skuli vera 28 í stað 15 áður, og einnig um hvaða stöður skuli vera í hverjum launa- flokki. Sá samningur og dómsúrskurður, er að framan grein- ir, öðlaðist gildi 1. júlí 1963, og þá voru launalögin úr sögunnl og önnur ákvæði í lögum um laun starfs- manna ríkisins, vinnutíma og yfirvinnukaup. Það var almennt viðurkennt, er samningsrétturinn var staðfestur, að kjör opinberra starfsmanna hefðu dregizt aftur úr um alllangt skeið, og þyrftu gagn- gerðrar endurskoðunar við, m. a. vegna endurmats á störfum. Samkomulag Kjararáðs B.S.R.B. við samninganefnd ríkisins og dómur Kjaradóms frá 3. júlí 1963 færðu opinberum starfsmönnum talsverða ávinninga þótt kröfur samtakanna næðust ekki fram í heild. Meðal þess sem vannst var þetta: 1. Hin gífurlega lágu byrjunarlaun í launaflokkunum skv. gömlu launalögunum voru afnumin. ÁSGARÐUR 7

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.