Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Blaðsíða 8

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Blaðsíða 8
2. Með fjölgun launaflokka í 28 flokka var unnt að taka meira tillit til ábyrgðar, menntunar og sér- hæfni í starfi. 3. Kröfur B.S.R.B. um fjölda aldurshækkana voru viðurkenndar og fékkst m. a. viðurkenning á ald- urshækkununum eftir 10 og 15 ára starf. 4. Launahækkun var að vísu mjög mismunandi.. en yfirleitt veruleg, þar sem kaup opinberra starfs- manna var fært til samræmis við sambærilega starfshópa. Var hækkun tiltölulega mest hjá þeim, sem höfðu að baki langt skólanám og einnig fékkst talsverð lagfæring í allra lægstu flokkunum og hjá fjölmennum kvennahópum. 5. Viðurkenning fékkst á ýmsum hlunnindum og sér- ákvæðum, sem aðrar starfsgreinar höfðu haft um- fram opinbera starfsmenn. 6. Lagfæring fékkst á vinnutíma sumra starfshópa og ýmsum starfskjörum. Samningar bæjarstarfsmanna. Stjórn B.S.R.B. samþykkti að kalla saman ráðstefnu félaga bæjarstarfsmanna til þess að undirbúa samninga félaganna við hlutaðeigandi bæjarstjórnir. Var talin höfuðnauðsyn á, að kröfur félaga bæjar- starfsmanna yrðu samræmdar, svo sem kostur væri. í samræmi við þessa ákvörðun bandalagsstjórnar voru haldnar þrjár ráðstefnur bæjarstarfsmanna. Hin fyrsta var haldin dagana 18. til 20. janúar 1963. Önnur ráðstefnan var haldin 10. og 11. maí, og hin þriðja dagana 20. til 22. september 1963. Allar þessar ráðstefnur voru haldnar í Reykjavík. Þær voru vel sóttar. Auk fulltrúa frá hverju félagi mættu á þeim fulltrúar frá stjóm B.S.R.B. þeir Kristján Thorlacius, Júlíus Björnsson, Haraldur Steinþórsson, Guðjón B. Baldvinsson, Magnús Eggertsson og Anna Loftsdóttir. Samningar tókust fyrst milli starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Lögreglufélags Reykjavíkur og Hjúkrunarfélags íslands annars vegar og Reykjavíkur- borgar hins vegar. Þar á eftir fóru svo samningsgerðir hjá öðrum bæjarfélögum. Alls staðar var samið um launastiga þann, sem Kjaradómur dæmdi. Á hinn bóginn eru samningar um skipan starfsmanna í launaflokka í ýmsum atriðum frábrugðnir samningum um það atriði við ríkisstjórn- lna. Auk þess var samið um ýmis mikilsverð kjaraatriði, sem bundin eru í lögum varðandi ríkisstarfsmenn. Fulltrúar frá stjórn B.S.R.B. voru við samningsgerð- ina hjá Starfsmannafélagi Hafnarfjarðar (Guðjón B. Baldvinsson), Starfsmannafélagi Keflavíkur (Guðjón B. Baldvinsson) og Starfsmannafélagi Kópavogs (Har- aldur Steinþórsson). Framkvæmdin. Vegna undirbúnings kröfugerðar kjararáðs, um skip- un einstaklinga í launaflokka, var óskað eftir tillögum frá félögunum. Var farið yfir þessar tillögur af kjara- ráði og kröfur síðan sendar samninganefnd ríkisins jafnóðum og því starfi miðaði áfram. Bárust síðan gagntillögur samninganefndar ríkisins ■eftir því sem nefndinni vannst sitt starf. Ætlunin hafði verið að samningsaðilar ræddu jafn- óðum um ágreiningsatriði varðandi skipun einstaklinga í launaflokka, en reynslan sýndi, að tími var ekki til þess, ef útborgun launa samkvæmt dómi Kjaradóms ætti að geta hafizt 1. september 1963. Utborgun launa ríkisstarfsmanna samkvæmt dómi Kjaradóms hófst almennt 1. september. Þó varð á því meiri töf hjá nokkrum starfshópum. Stafaði þetta 1 sumum tilfellum af ágreiningi, sem reis milli Kjara- ráðs og samninganefndar ríkisins um, hvort hlutaðeig- andi starfsmenn heyrðu undir kjarasamningalögin. Var svo til dæmis um starfsmenn Landssímans á I. fl. B-stöðvum og tók það alllangan tíma að fá samninga- nefnd ríkisins til þess að viðurkenna þá sem fasta starfsmenn ríkisins, en þetta tókst þó að lokum. A síðastliðnu hausti fóru fram miklar viðræður um skipun þeirra starfsmanna í launaflokka, sem ágrein- ingur var um. Lagði Kjararáð fram ítarlegar greinar- gerðir um störf þessara starfsmanna, og voru þessar greinargerðir grundvöllurinn undir þeim viðræðum, sem fram fóru. Það verður að teljast alvarlegur ágalli í sambandi við þessar samningaviðræður, að samninganefnd ríkis- ins hefur aldrei lagt fram greinargerðir um störf ein- stakra starfsmanna. Synjanir ríkisvaldsins á kröfum Kjararáðs hafa því svo til aldrei verið studdar rökum. Verður að vænta þess, að í þeim efnum verði breyting á í framtíðinni, því að vissulega hlýtur það að vera tilgangur beggja samningsaðila að leita réttlátrar nið- urstöðu í hverju máli og hafa þar sem fæsta sleggju- dóma. í viðræðunum um skipun einstaklinga í launaflokka varð ágreiningur jafnaður í ýmsum málum. Samkomu- lag náðist þó ekki um skipun fjölmargra einstaklinga í launaflokka. Allmörg mál hafa verið leyst með ein- hliða ákvörðun ríkisstjórnarinnar og nokkur bíða enn úrlausnar. Starf kjaranefndar: Samkvæmt lögum nr. 55/1962, um kjarasamninga opinberra starfsmanna, er hlutverk kjaranefndar að skera til fullnaðar úr ágreiningi samningsaðila um: 1) skipun einstakra manna í launaflokka kjarasamn- ings, 2) hver aukastörf rétt sé að telja til aðalstarfs og hver beri að launa sérstaklega. 3) vinnutíma, yfirvinnu og yfirvinnukaup, einstakra starfsmanna. Málarekstur fyrir Kjaranefnd fer þannig fram, að málflutningsmenn kjararáðs leggja fram skriflega kröfugerð ásamt greinargerð fyrir kröfunum. Síðan fær varnaraðili (ríkið) málið til athugunar og gerir gagnkröfur. Þar á eftir skiptast aðilar á greinargerð- um og athugasemdum eftir því sem ástæða þykir til. Dómur kjaranefndar er fullnaðarúrskurður í málinu. Kjararáð samþykkti að fela þeim Guðjóni B. Bald- vinssyni og Haraldi Steinþórssyni að annast málflutn- ing fyrir kjaranefnd. Fyrir kjaranefnd hafa verið lögð 370 mál og höfðu verið kveðnir upp úrskurðir í 314 málum, þegar skýrsla þessi var tekin saman. Af þeim töpuðust 128 mál en nokkur hækkun fékkst í 186 málum, þar af vannst 8 ÁSGARÐUR

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.