Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Blaðsíða 19

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 01.12.1964, Blaðsíða 19
Dómur um vaktavinnuólag og yfirvinnu. Eins og skýrt er frá í skýrslu stjórnar B.S.R.B. fjallaði Félagsdómur um ágreining varðandi vaktavinnuálag í matartíma og yfirvinnukaup á dagvinnutímabili. Málið er höfðað af B.S.R.B. vegna Hauks Jóhannessonar gegn fjármálaráð- herra f. h. ríkissjóðs. Málflytjandi bandalagsins var Guðmundur Ingvi Sigurðsson. Dómkröfur voru þessar: 1) Að dæmt verði, að Haukur Jóhannesson eigi þegar hann vinnur vökuvinnu í þágu radíó- flugþjónustunnar, rétt til 33% álagsgreiðslu á kaup sitt fyrir matartímann kl. 12.00—13.00. 2) Að dæmt verði, að nefndur Haukur eigi, er hann vinnur yfirvinnu í þágu radíóflugþjón- ustunnar, rétt til næturvinnugreiðslu fyrir þann tíma, sem fer fram úr 2 klst., þótt yfir- vinna sé unnin á tímabilinu milli kl. 08.00 og 19.00 Þá krafðist stefnandi og málskostnaðar úr hendi stefnda eftir mati dómsins. Félagsdómur kvað upp dóm sinn 1. október s.l. og var dómsorð hans svohljóðandi: 1. Stefndi, fjármálaráðherra f. h. ríkissjóðs, á að vera sýkn af kröfu stefnanda, Bandalags starfs- starfsmanna ríkis og bæja, vegna Hauks Jó- hannessonar, um 33% álagsgreiðslu fyrir vinnu á því tímabili, er greinir í framangreindum 1. kröfulið hans. 2. Stefnda er skylt að greiða Hauki Jóhannes- syni næturvinnukaup fyrir yfirvinnu, er hann leysir af hendi umfram 2 klukkustundir frá lokum tilskilins vökutímabils. Málskostnaður fellur niður. Allsherjaratkvœðagreiðsla eftir áramót. Samkvæmt lögum B.S.R.B. og í samræmi við lögin um kjarasamninga opinberra starfsmanna fer fram í byrjun næsta árs allsherj aratkvæða- greiðsla um uppsögn kjarasamninga. Skal henni vera lokið 28. febrúar. Stjórn bandalagsins hefur kosið þessa í yfir- kjörstjórn, sem skal undirbúa atkvæðagreiðsluna, tilnefna undirkjörstjórnir og annast talningu at- kvæða ríkisstarfsmanna: Einar Ólafsson, formaður, Hörður Bjarnason og Hrefna Sigvaldadóttir. Varamenn: Þorsteinn Óskarsson, Bergmundur Guðlaugsson og Ólafur Timóteusson. Starfsmannafélög bæjastarfsmanna þurfa hvert á sínum stað að annast allsherjaratkvæðagreiðslu starfsmanna sveitarfélags þeirra um uppsögn k j arasamnings. Kjararáð kosið. Stjórn B.S.R.B. kaus á fundi 30. okt. s.l. Kjara- ráð til næstu tveggja ára. Er það þannig skipað: Kristján Thorlacius, formaður, Guðjón B. Baldvinsson, ritari, Inga Jóhannesdóttir, Teitur Þorleifsson og Þórir Einarsson. Varamenn voru kjörnir: Anna Loftsdóttir, Björn Bjarman, Jón Kárason, Páll Hafstað og Valdimar Ólafsson. Er Kjararáð skipað sömu mönnum og síðasta kjörtímabil að því undanteknu, að Magnús Torfa- son, prófessor og Flosi Hrafn Sigurðsson, deild- arstjóri skoruðust undan endurkjöri og koma þeir Þórir Einarsson, viðskiptafræðingur og Björn Bjarman gagnfræðaskólakennari í þeirra stað. Kjararáð hefur skrifað bandalagsfélögunum og óskað eftir tillögum þeirra um breytingar frá núverandi ákvæðum kjarasamnings um röðun starfsheita svo og tillögur um ný starfsheiti, ef þörf krefur. Einnig sendi bandalagsfélögin tillögur sínar um breytingar á dómi Kjaradóms um vinnu- tíma, yfirvinnu o. fl. Tillögur þessar ásamt rökstuðningi (greinar- gerð og starfslýsingu, ef þurfa þykir) verða að hafa borizt Kjararáði fyrir 7. des. n.k. Mun Kjararáð síðan fjalla um tillögurnar og stefna að því, að kröfurnar í heild geti legið fyrir, þegar allsherjaratkvæðagreiðslu um uppsögn samninga lýkur (28. febrúar). ÁSGARÐUR 19

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.