Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.10.1981, Síða 7

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.10.1981, Síða 7
7 reynsla eru lágt metnir þættir þegar um ,.kvennastörf“ er að ræða. Ragnhildur Guð- mundsdóttir, starfs- maður Félags ís- lenskra símamanna Þær verða að líta á útivinnu sína sem aðalstarf Mér eru jafnréttismálin efst í huga. ég er síður en svo ánægð með hlut kvenna innan míns félags eða bandalagsins yfirleitt. Stærsti hópurinn. talsímakonur, er í 7. lfl. Þær eru nú farnar að finna verulega fyrir uppsögnum. Skrifstofukonurnar eru líka stór hópur sem kemst hæst i 10. Ifl. og það eru þær sem vinna hjá póst- og símamála- stjóra og þurfa að kunna ensku, dönsku og frönsku. Hvað veldur uppsögnum í þínu félagi? Vegna sjálfvirkninnar er verið að fækka fólki og það eru aðallega talsímakonurnar sem fá að fara. Maður er líka farinn að eygja uppsagnir á skrifstofum vegna tölvu- væðingar og þar verður byrjað á konum í hlutastörfum. Hvað vilt þú leggja áherslu á við næstu kjarasamninga. Líklega eru það launaliðirnir sem ber að leggja áherslu á að þessu sinni. Lágmarks- krafan er að hver einstaklingur geti lifað af föstum launum sínum, að engin kona neyðist til þess að vera í sambúð vegna framfærslunnar. En til að grundvöllur skapist til að vinna að réttindum kvenna verða þær að fara að líta á útivinnu sína sem aðalstarf. Af félagslegum réttindum finnst mér einna brýnust nánari ákvæði um leyfi fyrir foreldra að vera heima vegna veikinda barna sinna. Eins og málin standa núna taka konur yfirleitt af sumarfríi sínu þegar böm veikjast eða segjast sjálfar vera veikar. Þetta veikir stöðu þeirra á vinnumarkaðn- um. Þórir Maronsson, lögregluþjónn í Keflavík, með- stjómandi í Lands- samhandi lögreglu- manna. Þrettán mánaða samningagerð má ekki endurtaka sig Á hvað vilja lögreglumenn leggja áherslu við næstu samninga? Við teljum okkur of lágt flokkaða, en allur obbinn í liðinu er í 11. og 12. lfl. eftir að hafa stundað nám í Lögregluskólanum í sjö mánuði. Á sínum tíma var áhættuþátturinn tekinn af okkur og hann viljum við fá metinn aftur. Það er alltaf að koma betur og betur í Ijós hvað vaktavinna er erfið, og erlendis er álitið að vaktavinnufyrirkomulagið sé þjóðfélaginu dýrt af félagslegum ástæðum. Við bíðum eftir því að lögin um vinnuvernd gangi í gildi. því hjá okkur er ntikið um yfirvinnu þar sem mannafla er haldið í lág- marki. Það er ekkert grín, skal ég segja þér, að vinna á jöfnum vöktum allan ársins hring. Menn koma heim t.d. klukkan 8 að morgni og þurfa að sofa næstu 8—10 tím- ana meðan heimilið gengur af fullunt krafti. Þessir menn standa á einhvern hátt utan við lífið í fjölskyldu sinni. Hvað viltu segja um þá meginstefnu sent forniannaráðstefnan vill leggja áherslu á við næstu kjarasantninga? Það virðist vera opinber stefna laun- þegasamtakanna að miða kaupmátt við sólstöðusamningana 1977. í dag er kaup- máttur of lítill enda er rætt um töluverða grunnkaupshækkun. Ég er mjög fylgjandi nteiri aldurshækk- unum milli flokka. Við verðum að reyna að finna okkur samanburð við þessi launa- hvetjandi kerfi úti á frjálsa vinnumarkaðn- um. Bónusinn er greiddur fyrir meiri afköst en þau konta með verkþjálfun sem rnenn öðlast við reynslu í starfi. Sama grund- vallarhugsun er á bak við það að fólk kom- ist upp eftir launaskalanum i réttu hlutfalli við áunninn starfsaldur. Annars tel ég meginmál að samningarnir taki skemmri títna en síðast. Þrettán mán- aða samningagerð má ekki endurtaka sig. sama hátt munu öll félög bæjarstarfs- manna hafa sagt upp sínum kjarasamn- ingum frá sama tíma. Starfsáætlun um frágang kröfugerðar. Lögin um kjarasamninga mæla svo fyrir, að samtímis uppsögn eigi að senda gagnaðila kröfugerð og megintillögur um nýjan aðalkjarasamning og skulu samningaviðræður þá þegar upp teknar. — Þetta fyrirkomulag er leifar frá því, að kjaradómur átti að dæma aðalkjara- samning, ef ekki hefði tekist samkomu- lag. En nú hafa BSRB og bæjarstarfs- mannafélögin verkfallsrétt um aðal- kjarasamning. Til að fullnægja formi laganna var samþykkt að senda ályktun formanna- ráðstefnu BSRB sem fylgiskjal með til- kynningu um uppsögn. Kröfugerð yrði afgreidd síðar eftir að drög að henni hafa verið kynnt og rædd af félags- mönnum á fundum. Samninganefndin samþykkti síðan starfsáætlun vegna undirbúnings og af- greiðslu kröfugerðar. Rétt þótti að birta hana hér í heild, þótt hluti hennar verði væntanlega þegar framkvæmdur er lesendum berst þetta blað. 28. sept. — 8. okt.: Bandalagsfélögin fjalli um kjaramálaályktun formannaráðstefnu BSRB og væntanlega kröfugerð. Skili hugmyndum sínum skriflega til skrifstofu BSRB. Álit félaganna fjölfölduð og send samninganefndarmönnum fyrir 14. október. Mánudag 19. október komi samninganefnd til fundar til að forma drög að kröfugerð. Fundahöld verði frá 23. Okt. til mánaðamóta um kjaramál, og jafnframt efnt til skoðanakönnunar. Mánudag 2. nóvember hefji samninganefnd endanlegan frágang kröfu- gerðar. Samningum BSRB og félag- anna hefur verið sagt upp frá næstu áramótum. Sameiginlegur fundur stjórnar BSRB og nýkjörinnar samninganefndar var haldinn í framhaldi af formannaráð- stefnunni 24. sept. s.l. Kristján Thorlacius var að nýju kjörinn formaður samninganefndar ríkisstarfs- manna og Haraldur Steinþórsson vara- formaður. Samþykkt var einróma að segja upp gildandi kjarasamningi milli ríkisins og bandalagsins frá 31. des. 1981. — Hefur ákvörðun þessi verið tilkynnt fjármála- ráðherra og þeim sveitarstjórnum og stofnunum, sem BSRB hefur gert form- legan aðalkjarasamning við vegna ein- staklingsmeðlima í bandalaginu. — Á

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.