Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.10.1981, Page 17

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja - 15.10.1981, Page 17
17 Súlurit I nær yfir alla félaga í SFR. sem samkvæmt launaskrá 183.1981 stunduðu skrifstofustörf. Súlurit II a og b ná yfir þann hluta starfsmanna á skrífstofum sem bera heitið „skrifstofumenn“ annars vegar og „fulltrúar" hins vegar. Þannig taka súluritin II a og b til verulegs hluta þess fólks sem rit I nær yfir. Ritin þrjú sýna hve stór hundraðshluti kvenna og karla taka laun eftir 10. Ifl. og lægri, eftir 11.—15. Ifl. og eftir 16. Ifl. og hærri. Konur eru láglaunaður meirihluti Þeir sem skrifstofustörf stunda bera ólík stöðuheiti, en auk þess er fólki með sama stöðuheiti oft skipað í marga mis- munandi launaftokka. Skrifstofustörf eru miklum mun meira stunduð af konum en körlum, eins og al- kunna er. Samkvœmt launaskrá 18.3,- 1981 gegndu alls 1498 fe'lagar í Starfs- mannafe'lagi ríkisstofnana (SFR) skrif- stofustörfum af ýmsu tagi, og af þeim voru 1108 konur, en mjög margar þeirra raunar aðeins í hlutastarfi. Þau súlurit sem hér birtast sýna hundraðshluta kvenna og karla í mis- munandi launaflokkum, sem fólki við skrifstofustörf er skipað í. öll skrifstofustörf. Það sem við blasir í þessu súluriti er að súla kvenna er eins og öfugmæli við súlu karla. í miðflokkunum er rúmlega þriðj- ungur beggja kynja, en meira en helmingur kvenna er í lægstu flokkunum samtímis því að meira en helmingur karla er í hæstu flokkunum. „Skrifstofumenn" og „fulltrúar" Ef litið er á II a er raunhæft að bera saman tvær fremstu súlurnar (1.—15. lfl.) þar eð skrifstofumenn fá sjaldan borgað yfir 15. lfl. Á riti II b er þessu öfugt farið, þar sem óal gengt er að fulltrúar séu launaðir neðan en samkv. 10. lfl. Yfir 80% kvennanna sem II a og b taka til eru í lægstu mögulegu flokkunum fyrir við- komandi starfsheiti en aðeins helmingur karla. Menntun ekki viðurkennd. „Skrifstofumenn" og „fulltrúar“ eru starfshópar sem stunda óskilgreind skrif- stofustörf. Þegar ráðið er til þessara starfa er frekar krafist almennrar menntunar en sér- hæfðar þekkingar á einhverju sviði. Sann- leikurinn er þó sá að skrifstofumenn þurfa oft á tíðum að búa yfir góðri íslenskukunn- áttu og jafnframt kunnáttu í öðrum tungu- málum ásamt færni í vélritun og notkun annarra skrifstofuvéla. 65% kvenna í skrif- stofustörfum eru „skrifstofumenn", og allur obbi þeirra er launaður í 10 lfl. og lægra, en aðeins 13% karla eru „skrifstofumenn". Aftur á móti eru aðeins 13% kvenna í störf- um fulltrúa en 39% karla. Þeir eru jafnframt yfirgnæfandi í ennþá æðri skrifstofustörf- um svo sem í stöðum deildarstjóra og skrif- stofustjóra. Skyld störf — ólík laun „Fulltrúar“ eru oftast næstu yfirmenn „skrifstofumanna“, og sjálfsagt er töluvert almennt að „skrifstofumenn“ hækki i „fulltrúa", sérstaklega ef þeir eru karlar. Ekki þarf þó að vera mikill eðlismunur á þessum tveim störfum. Dæmi eru þess að „skrifstofumaður" kona og „fulltrúi" karl sitji saman á skrifstofu og vinni sömu störf fyrir ójöfn laun. Enginn vafi leikur á því að hjá því opin- bera starfar fjöldi kvenna við vandasöm verk sem þarfnast mikillar færni undir því óskilgreinda og víðfeðma starfsheiti „skrif- stofumaður" og er gróflega haldið niðri í launum. í einkarekstri er greitt fyrir þessi störf því aðeins fyrsta flokks vinnukraftur getur innt þau af hendi. Á það hefur margsinnis verið bent með réttu að dæmigerð kvennastörf, þ.e.a.s. störf sem konur hafa gegnt einvörðungu eða að mestu, eru jafnframt láglaunastörf. Mennt- un. reynsla og ábyrgð er allt minna metið í þessum störfum en þegar karlar eiga í hlut. Skrifstofustörf eru sérstök að því leyti að þau spanna í raun og veru yfir allan launa- stigann, og innan þeirra eru ekki aðeins stöðuheiti, lieldur einnig launaflokkar. not- aðir til þess að mismuna kynjunum gróf- lega. Þetta blasir við í þeim súluritum sem hér eru birt. Helga Ólafsdóttir skrifar:

x

Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ásgarður : blað starfsmanna ríkis og bæja
https://timarit.is/publication/1581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.