Fréttablaðið - 15.09.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 15.09.2021, Blaðsíða 8
helgivifill@frettabladid.is Starfsmönnum Olís hefur fækkað um 100, í 470, og stöðugildum um 70 það sem af er ári. Þetta staðfestir Frosti Ólafsson, forstjóri fyrirtækis- ins. „Eins og gefur að skilja hafði Covid-19 faraldurinn veruleg áhrif á eldsneytis- og þægindavörumark- aðinn. Þar munaði mestu um sam- drátt í fjölda ferðamanna, en því til viðbótar leiddu sóttvarnaaðgerðir til minni umsvifa og ferðalaga inn- lendra aðila, einkum framan af,“ segir hann. Olís hafi brugðist við þessum aðstæðum í byrjun árs í kjölfar heildstæðrar yfirferðar á rekstri félagsins. „Til að mæta tímabundn- um samdrætti vegna Covid-19 og gera félagið betur í stakk búið til að mæta þeim áskorunum sem fylgja orkuskiptum á eldsneytismarkaði fór fram umtalsverð endurskipu- lagning á starfseminni, sér í lagi á smásölusviðinu. Verslun Stórkaupa var af lögð, opnunartími ýmissa þjónustustöðva var endurskoðaður, veitingaframboð aðlagað og tveim- ur þjónustustöðvum var breytt í sjálfsafgreiðslustöðvar,“ segir Frosti. Hann segir að breytingarnar séu krefjandi fyrir Olís en þær hafa skilað umtalsverðum rekstrarbata nú þegar. „Það er ljóst að Olís þarf áfram að tryggja skilvirkni í rekstri til að mæta framtíðarþróun á elds- neytismarkaði. Í því kemur til með að felast stöðug rýni á skipulag starfseminnar og þjónustuframboð. Á endanum er lykilmarkmiðið að þjóna viðskiptavinum okkar með sem bestum hætti en samhliða tryggja að rekstrarskipulag félags- ins standist samkeppni og tímans tönn.“ n Sjónmælingar eru okkar fag Tímapantanir á opticalstudio.is og í síma 511 5800 SMÁRALIND • HAFNARTORG • KEFLAVÍK Glæpamenn hafa í ár nýtt gömul fyrirtæki og húsfélög sem ekki eru lengur í starf- semi til að svíkja út vörur frá fyrirtækjum. Undanfarið ár hafa mörg fyrirtæki hér á landi orðið fyrir tjóni vegna svikastarfsemi sem felur í sér að sótt er um reikningsviðskipti hjá fyrirtækjum í nafni fyrirtækja eða jafnvel húsfélaga með gott láns- hæfismat. Þetta segir Guðný Hjalta- dóttir, lögfræðingur Félags atvinnu- rekenda. „Oft er um að ræða fyrirtæki með gamlar kennitölur og í ein- hverjum tilvikum hafa verið búnar til heimasíður og síður á samfélags- miðlum þannig að fyrirtækið lítur út fyrir að vera með virka starf- semi. Umsóknir virðast koma frá starfsmanni þess fyrirtækis sem er í einhverjum tilvikum skráður framkvæmdastjóri eða eigandi. Vörur eru sóttar til fyrirtækja af aðilum á vegum umsóknarfyrir- tækis en þegar kemur að skulda- dögum eru reikningar ekki greidd- ir,“ segir hún. Guðný segir að það kunni að líta út eins og vanskil vegna ógjaldfærni en þegar betur sé að gáð komi í ljós að velta fyrirtækis sem um ræðir sé engin, engin starfsemi sé fyrir hendi og netföng séu tilbúningur. „Við enn frekari eftirgrennslan kemur í ljós að umsóknarfyrirtæki hefur tekið út vörur hjá tugum fyrirtækja án þess að greiða fyrir þær,“ segir hún og nefnir að því sé ekki um ósak- næm vanskil að ræða heldur brot gegn fjársvikaákvæði almennra hegningarlaga þar sem blekk- ingum sé beitt til að hafa fjármuni af öðrum. „Öfugt við net- og tölvupósts- svindl, sem hefur kannski verið mest áberandi að undanförnu, þá er þetta ekki tæknivædd svika- leið heldur er verið að misnota það traust í viðskiptalífi í litlu landi, sem hefur valdið því að það hefur verið tiltölulega auðvelt að fá heimild til reikningsviðskipta,“ segir hún. Aðspurð segir Guðný að það geti verið erfitt að hafa hendur í hári glæpamannanna. „Í einhverjum til- vikum hafa aðilar gert þetta undir raunverulegu nafni en oftar eru þetta tilbúin nöfn. Þá fer sönnun að verða snúin. Það er oft ungt fólk sem sækir vörurnar sem telur sig vera í vinnu,“ segir hún. Guðný segir aðspurð að refsi- rammi laganna sé sex ár en líkleg refsing yrði styttri. Það fari eftir fjár- hæðum og brotavilja, tvö til fjögur ár væri líklegt ef sakir eru miklar. n Glæpamenn nýta gott lánshæfismat fyrirtækja til að svíkja út vörur Hægt er að fá allt að sex ára dóm fyrir að svíkja út vörur með því að nýta til dæmis fyrirtæki með gott lánshæfi. Ef sakir eru miklar er þó líklegast að dómurinn yrði tvö til fjögur ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM Viðvörunarbjöllur Guðný segir að ef fyrirtæki vilji forðast tjón vegna svika sem tengjast gömlum kenni- tölum sé ekki nóg að líta til jákvæðs lánshæfismats. Það þurfi að kanna hvort fyrir- tækið hafi einhver umsvif, samkvæmt ársreikningum. Gæta skuli varúðar ef í ljós hafi komið að fyrirtækið hafi engan veltu, nafni þess hafi verið breytt og/eða ef tiltekin kaup samræmist illa tilgangi félagsins. Hún ráðleggur fyrirtækjum að gera kröfu um framvísun skilríkja þegar vörur eru af- hentar og jafnvel fara fram á staðgreiðslu við fyrstu kaup. Við enn frekari eftir- grennslan kemur í ljós að umsóknarfyrirtæki hefur tekið út vörur hjá tugum fyrirtækja án þess að greiða fyrir þær. Guðný Hjalta- dóttir, lög- fræðingur Félags atvinnurekenda Frosti Ólafsson, forstjóri Olís Helgi Vífill Júlíusson helgivifill @frettabladid.is Starfsfólki Olís fækkaði um 100 helgivifill@frettabladid.is Vinna við grænbók um kjarasamn- inga og vinnumarkaðsmál tekur lengri tíma en til stóð. Upphaflega átti að skila tillögum til forsætisráð- herra í lok apríl í því skyni að hægt yrði að taka hana til umfjöllunar fyrir þinglok. Róbert Marshall, upplýsinga- fulltrúi ríkisstjórnarinnar, segir að verkefnið hafi reynst umfangsmeira en áætlað var og þarfnist lengri tíma og meira samráðs. „Vinnunni miðar vel en ekki liggur fyrir að svo stöddu hvenær henni lýkur,“ segir hann við Markaðinn. Henny Hinz, fyrrverandi aðal- hagfræðingur ASÍ, er formaður nefndar um ritun grænbókarinnar. Aðrir í nefndinni eru Vilhjálmur Egilsson, hagfræðingur og fyrrver- andi þingmaður, og Elín Blöndal, aðjunkt við lagadeild Háskólans á Bifröst. Í yf ir lýs ingu um aðgerðir til Grænbók um kjarasamninga seinkar Henný Hinz, for- maður nefndar um ritun græn- bókarinnar. stuðnings Lífs kjara samn ing un um kom fram að stjórn völd og heild- ar sam tök á vinnu markaði myndu vinna að gerð græn bók ar um framtíðar um hverfi kjara samn inga og vinnu markaðsmá la. Mark miðið er að kort leggja nú- ver andi stöðu, varpa ljósi á reynsl- una af nú gild andi fyr ir komu lagi og leggja fram skýrslu sem get ur orðið grund völl ur að frek ari umræðu og stefnu mörk un, að því er fram hefur komið í fréttum. n helgivifill@frettabladid.is Hagnaður húsgagna- og gjafavöru- verslunarinnar Epal jókst úr 16 milljónum árið 2019 í 53 milljónir árið 2020. Tekjurnar jukust um 21 prósent á milli ára og námu 1,8 milljörðum króna í fyrra. Þekkt er að Íslendingar lögðu í ýmsar endur- bætur á heimilum sínum í Covid-19. Arðsemi eiginfjár var 12 prósent í fyrra og eiginfjárhlutfallið 64 pró- sent við árslok. Eigið fé Epal var 471 milljón við árslok en sjóður og bankainnstæður námu 238 millj- ónum króna í fyrra. n Epal hagnaðist um 53 milljónir 15. september 2021 MIÐVIKUDAGURMARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.