Fréttablaðið - 15.09.2021, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 15.09.2021, Blaðsíða 6
Samstarfið við Fram- faraflokkinn gæti hafa reynst henni dýrt, að mínu mati. Þóra Tómas- dóttir, upp- lýsingafulltrúi Advania benediktboas@frettablaid.is SAMFÉLAG Tékkar ákváðu á mánu- dag að færa klukkuna áfram um einn klukkutíma yfir sumartímann og til baka yfir veturinn. Tilraunin á að standa í fimm ár. Jana Maláčová félagsmálaráð- herra sagði að ákvörðunin væri í raun ekkert sérlega flókin. Tékkar væru að feta í fótspor f lestra Evr- ópulanda sem hafa gert þetta síðan 1970 með góðum árangri. Það væru jú aðeins Íslendingar, Rússar, Hvít- Rússar og Grænlendingar sem gerðu þetta ekki. Tékkar ætla að færa klukkuna síð- asta sunnudag í mars og færa hana aftur í fyrra horf síðasta sunnudag í október. n Klukkan færð áfram í Tékklandi Klukkan færist síðasta sunnudag í mars og sama vikudag í lok október. svavamarin@frettabladid.is STJÓRNSÝSLA Dómsmálaráðuneytið hefur ekki svarað fyrirspurn Félags atvinnurekenda um hvort sala áfengis í gegnum netverslanir sé heimil hér á landi eða ekki. Dóms- málaráðherra segir það sína skoðun að jafna þurfi leikinn. „Ég lagði þá leið til að leggja fram frumvarp sem breytti lögum og gerði íslenska netsölu löglega,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, eftir ríkisstjórnarfund í gær. „Það var talin sú leið sem væri þörf á enda er hér einokunarversl- un með áfengi. Það náði því miður ekki fram að ganga en það er mín einarða skoðun að við ættum að jafna leik íslenskra vefverslana við erlendar.“  n Jafna þarf leikinn Áslaug Arna gerði netsölu löglega með frumvarpi en vill gera meira. Brautirnar eru fáanlegar með mjúklokun Mikið úrval rennihurðabrauta frá Þýsk gæðavara. Skútuvogi 1h - Sími 585 8900 www.jarngler.is Stjórnarmyndunarviðræður vinstriflokka í Noregi eru hafnar. Íslendingur var í fyrsta sinn kjörinn á Stórþingið. hjorvaro@frettabladid.is NOREGUR Vinstrif lokkar Noregs náðu bestu niðurstöðu úr þing- kosningum til norska Stórþingsins síðan í kosningunum eftir seinni heimsstyrjöld um síðastliðna helgi. Þrír f lokkar á vinstrivængnum, Verkamannaflokkurinn, Senterpar- tiet og Sósíalíski vinstriflokkurinn, fengu 100 þingsæti og eru með fjög- urra sæta meirihluta í Stórþinginu. Ríkisstjórn Ernu Solberg fer því frá völdum eftir átta ára valdatíð. Þóra Tómasdóttir, upplýsinga- fulltrúi Advania, hefur starfað sem fréttaritari fyrir TV2 og norska rík- isútvarpið. Hún fylgdist grannt með kosningunum og segir niðurstöður þeirra stórmerkilegar. „Það er svo sem ekkert nýtt að völdin sveif list í Noregi þar sem í gegnum söguna hafa hægri- og vinstrivængurinn ekki setið lengi í einu við stjórnvölinn. Það sem er hins vegar merkilegt er hversu góða kosningu Verkamannaflokkurinn fær, 26 prósent, og hvað sveiflan er mikil til vinstri,“ segir Þóra. „Það voru meðal annars umhverf- ismál sem voru efst á baugi í þess- um kosningum en Norðmenn eru að átta sig á því að það er þörf á því að leita að öðrum lausnum við atvinnusköpun en í olíufram- leiðslu. Þá vill þorri landsmanna stíga stærri og hraðari skref í átt að sjálfbærara og vistvænna samfélagi. Erna Solberg er vinsæll stjórn- málamaður í Noregi og það er heilt yfir mikil sátt um hennar störf. Þannig að það er ekki óánægja með hana persónulega sem skýrir fylgis- tap hægriflokkanna. Samstarfið við Framfaraf lokk- inn gæti hafa reynst henni dýrt, að mínu mati. Framfaraflokkurinn er kannski það sem mætti kalla óróa- f lokkur í anda hinna popúlísku flokka víða um heim. Hann hefur sýnt mikinn mótþróa við aðgerðir í loftslagsmálum, berst fyrir ódýrara bensíni og er með harða og umdeilda stefnu í útlend- ingamálamálum. Hvert hneykslismálið á fætur öðru hefur komið upp hjá Framfara- flokknum á kjörtímabilinu sem ýtti undir óánægu með stjórnarsam- starfið og bitnaði á vinsældum Ernu og félaga hennar,“ segir hún. „Verkamannaflokkurinn er svo að ná vopnum sínum að nýju eftir erfið ár. Flokkurinn hefur til dæmis þurft tíma til að jafna sig á brott- hvarfi Jens Stoltenberg sem var sameiningartákn í Noregi og naut virðingar þvert á flokka líkt og Erna Solberg,“ segir Þóra. „Fjölmargir Norðmenn kalla nú eftir meiri jöfnuði í landinu og telja að fráfarandi ríkisstjórn hafi með aðgerðum sínum aukið bilið milli ríkra og lágtekjufólks í landinu. Verkamannaf lokkurinn hefur ávallt talað fyrir jöfnuði og fær því aukið fylgi nú eða 26 prósent. Það telst sigur þó það þyki ekki mikið fylgi í sögu f lokksins. Það verður samt sem áður í höndum Stöhre að mynda nýja ríkisstjórn og að öllum líkindum verður hann forsætisráð- herra. Minni sveitarfélögum og fólki sem vinnur í landbúnaði í dreif- býliskjörnum hefur svo fundist það hafa verið skilin út undan í stjórnartíð borgaraf lokkanna. Þegar kórónu veiran skall á var fólk sem býr utan stóru borganna ræki- lega minnt á mikilvægi sjálf bærni svo sem með rafmagn og matvæla- framleiðslu. Senterpartiet hefur talað málstað landsbyggðarinnar fyrir öf lugri byggðastefnu og uppskar glæsilegan kosningasigur í þetta sinn. Flokkur- inn verður því sá næststærsti í ríkis- stjórn vinstrimanna,“ segir Þóra. Mímir Kristjánsson er fyrsti Íslendingurinn til þess að setjast inn á norska Stórþingið. Flokkur hans, Sósíalistaflokkurinn, fékk átta þing- menn kjörna en ætlar að standa utan stjórnarmyndunarviðræðna þrátt fyrir að styðja stefnu vinstri- flokkanna í megindráttum. „Norðmenn eru komnir með nóg af aukinni misskiptingu auðs í landinu. Staðreyndin er sú að auðurinn er að færast yfir á sífellt færri hendur og fátækt er að aukast á sama tíma. Ég held að stefna vinstri- manna um jöfnuð hafi fengið aukið fylgi þar sem Norðmönnum finnst nóg komið í þessum efnum,“ segir Mímir. „Þar að auki er aukin einkavæð- ing orkufyrirtækja þyrnir í augum margra hér í Noregi og sú stað- reynd að ríkir einstaklingar græði á nýtingu þjóðarauðlinda í stað þess að auðurinn dreifist jafnar og betur út í samfélagið,“ segir hann einnig. „Láglauna- og millistéttarfólk hefur síðan orðið fyrr vonbrigðum með störf Framfaraf lokksins en f lokkurinn hefur, að ég held, ekki náð að uppfylla væntingar þeirra um að auka hag þeirra. Þess í stað hefur flokkurinn staðið fyrir skatta- lækkunum fyrir þá tekjuhæstu og aukið misskiptingu,“ segir Mímir. „Við Rauðliðar erum mjög ánægð- ir með okkar kosningu en við erum lengra til vinstri en þeir flokkar sem munu fara í stjórnarmyndunarvið- ræður. Þrátt fyrir góða kosningu er atkvæðavægi okkar ekki nógu sterkt að okkar mati til þess að við myndum ná stefnumálum okkar til framkvæmda. Við munum styðja væntanlega vinstristjórn en teljum heillavænlegast að standa utan stjórnarinnar,“ segir þingmaðurinn. Mímir segist ekki sjá að neinn ágreiningur standi í vegi fyrir myndun vinstristjórnar. Það sé aðallega munur á milli f lokk- anna hversu hratt eigi að ganga í að breyta málum og koma stefnu- málum flokkanna í framkvæmd. n Þorri almennings kominn með nóg af aukinni misskiptingu auðsins Jonas Gahr Störe verður líklega næsti forsætisráðherra Noregs. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Mímir Kristjáns- son, þingmaður á Stórþinginu bth@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Lögreglan hefur ekki haft samband við forsetafrúna þannig að embættið veit ekki hvort nafn hennar er á einhverjum vitna- lista. Þetta kemur fram í svari frá Sif Gunnarsdóttur forsetaritara vegna fyrirspurnar Fréttablaðsins. Eftir að Fréttablaðið skýrði frá því í síðustu viku að fyrrverandi starfsmaður embættisins hefði í júlí síðastliðnum kært samstarfsmann sinn vegna kynferðisbrots kom fram í DV að Eliza Reid forsetafrú væri á vitnalista vegna málsins. Meintur þolandi sem bjó á Bessa- stöðum, líkt og hinn kærði, bar í Fréttablaðinu brigður á að embættið hefði brugðist sem skyldi við vanda í starfsmannahaldi um árabil. Það hefði komið honum í opna skjöldu að manninum hefði verið leyft að snúa aftur til starfa að loknu leyfi eftir örlagaríka skemmtiferð starfs- manna forsetaembættisins til Par- ísar 2018, þar sem atvik urðu sem leiddu til þess að embættið sendi manninn í leyfi og veitti honum skriflega áminningu. Forsetaembættið sagði í svari við fyrirspurn blaðsins í liðinni viku að vegna skipulagsbreytinga yrðu störf tveggja starfsmanna sem hafa haft búsetu á Bessastöðum lögð niður. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gefur á þessu stigi ekkert upp um kæruna. n Lögreglan ekki haft samband við forsetafrúna um Bessastaðamálið Vegna skipulagsbreyt- inga verða störf starfs- mannanna tveggja sem hafa búsetu á Bessa- stöðum lögð niður. 6 Fréttir 15. september 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.