Fréttablaðið - 15.09.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.09.2021, Blaðsíða 10
FJÁRFESTING Í SJÓÐUM ER GÓÐUR VALKOSTUR TIL AÐ ÁVAXTA PENINGA TIL SKEMMRI OG LENGRI TÍMA Kynntu þér árangur og úrval ÍV sjóða á WWW.IV.IS n Skotsilfur Icelandair hefur ráðið Hákon Dav íð Hall- dórsson sem forstöðumann f r a m l í n u á sölu- og þjón- ustusviði f lug- félagsins. Hákon D av í ð s t a r f- aði við þróun neytendaupplifunar (e. customer experience development) hjá Ice- landair fram á mitt árið 2020 þegar hann tók við starfi forstöðumanns ferlaumbóta hjá Sýn. Hákon er með B.Sc. gráðu í alþjóðamarkaðsfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur starfað lengst af sínum starfs- ferli í tækni- og fjarskiptageiranum, sem markaðsstjóri og í f leiri störf- um hjá Opnum kerfum, sem sér- fræðingur í CRM hjá Símanum og nú síðast í stafrænni umbreytingu hjá Sýn. n Hákon aftur til Icelandair thorsteinn@frettabladid.is Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birtir ekki lengur lista yfir innherja í skráðum félögum en það má rekja til nýrra laga sem tóku gildi í byrjun september. Samkvæmt svari frá Fjármálaeftir- litinu er um að ræða Evrópureglu- gerð um markaðssvik (MAR) en með gildistöku hennar varð sú breyting að flokkun innherja og heitið inn- herji er ekki lengur að finna í lögum. Skylda útgefanda til reglubundinna skila á innherjalistum er því fallin niður. Þá er ákvæði um að Fjármála- eftirlitið skuli gera umræddar upp- lýsingar opinberar ekki að finna í hinum nýju lögum um aðgerðir gegn markaðssvikum. Það útskýrir af hverju umræddir listar eru ekki lengur á heimasíðu stofnunarinnar. Magnús Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segist líta þessar breytingar jákvæðum augum. „Allt sem minnkar óþarfa skrif- finnsku sem fylgir því að vera almenningshlutafélag dregur úr hindrunum við skráningu á mark- að og er því til þess fallið að auka gagnsæi í atvinnulífinu og gefa f leirum kost á að taka þátt í fjár- festingum,“ segir Magnús. „Sú staðreynd að fjárfestar og aðrir hagaðilar hafi gjarnan notað inn- herjalistana til að fá yfirsýn um lykil- starfsmenn og aðra en geti það ekki lengur er kannski ákveðin áskorun til félaganna um að hafa skýrar og góðar upplýsingar um þennan hóp á vefsíðum sínum,“ bætir hann við. n Innherjalistar Fjármálaeftirlits Seðlabankans heyra sögunni til Ákveðin áskorun til félaganna um að hafa skýrar og góðar upp- lýsingar um þennan hóp á vefsíðum sínum. Magnús Harð- arsson, forstjóri Kauphallarinnar Frá ársbyrjun 2020 hefur Verne Global varið yfir tíu milljörðum króna í viðskipt- um við íslensk fyrirtæki. helgivifill@frettabladid.is Gagnaverið Verne Global á Reykja- nesi horfir til þess að vaxa að jafnaði um 30 prósent á ári byggt á núverandi viðskiptavinum. Auk þess er stefnt að því að fá nýja við- skiptavini. Þetta segir Dominic Ward, forstjóri fyrirtækisins, í sam- tali við Markaðinn. Frá ársbyrjun 2020 hefur Verne Global varið yfir tíu milljörðum króna í viðskiptum við íslensk fyrirtæki. Fram hefur komið í Markaðnum að gagnaverið hafi á dögunum verið selt fyrir jafnvirði 40,5 milljarða króna og þar af hafi lífeyrissjóðir fengið um tíu milljarða fyrir til- stilli framtakssjóðsins SF VI sem Stefnir, sjóðastýring Arion banka, hefur umsjón með. Kaupandinn var innviðasjóðurinn Digital 9 Infra- structures sem stýrt er af Triple Point. Ward segir aðspurður að stjórn- endur innviðasjóðsins hafi fullan hug á og burði til að styðja við áframhaldandi vöxt Verne Global. Ward segir að Verne Global hafi verið selt vegna þess að það hafi fjölda stórfyrirtækja í viðskiptum á borð við BMW og Volkswagen sem hafi þörf fyrir mikla reikni- getu. Fyrirtæki þurf i að huga að umhverfinu en kolefnisspor íslenskra gagnavera sé 95 prósent- um minna en gagnavera í f lestum öðrum löndum í Vestur-Evrópu, nefna megi þýsk gagnaver sem dæmi. Litið til annarra Norður- landa sé vert að nefna að kjarn- orkuver framleiði helminginn af orkunni í Svíþjóð, orkuframleiðsla í Noregi sé 95 prósent endurnýjan- leg en á Íslandi sé hlutfallið 100 prósent. „Þess vegna er Ísland afar spennandi,“ segir hann. Aðspurður segir Ward að langflest gagnaver í heiminum séu knúin með orku sem sé ekki endurnýjanleg. Aðspurður hvers vegna Íslend- ingar ættu að taka gagnaversiðnaði fagnandi segir Ward að gagnavers- iðnaður sé ein af þeim atvinnu- greinum sem vaxi hvað hraðast. Á næstu áratugum muni stafrænir innviðir skipa æ stærri sess í hag- kerfinu. Takist að byggja ofan á þá þjónustu sé hægt að leggja grunn að þróuðu hagkerfi sem hafi þörf fyrir vel menntað vinnuaf l og ýmsar aðrar atvinnugreinar muni spretta upp í kjölfarið. Verne Global hefur einungis hýst þá sem grafa eftir rafmyntum í litlum mæli. Samhliða því að unnið sé að því að stækka gagnaverið umtalsvert er verið að breyta um helmingi af því plássi sem áður fór undir rafmyntir í rými til að hýsa tölvubúnað fyrir stórfyrirtæki. Á næsta ári verður ekkert rými helgað rafmyntum. Ward segir að Ísland hafi tækifæri til að skapa sér sérstöðu á vettvangi rekstrar gagnavera. Kaup Digital 9 Infrastructures sé staðfesting á því. Ísland búi yfir endurnýjanlega orku sem sé hægt að reiða sig á en gagna- ver eins og álver þurfi að vera í gangi allan sólarhringinn. Auk þess henti loftslagið vel til að kæla tækjabúnað og í því felist sparnaður. Tæknifólk og aðrir sem komi að málum sé enn fremur afar fært á sínu sviði. „Við- skiptavinir hrósa okkur fyrir það,“ segir Ward. Hann segir að sérstaða Verne Glo- bal felist auk þess í langtíma samn- ingum við Landsvirkjun um kaup á raforku. Sá fyrirsjáanleiki sé mikil lyftistöng fyrir erlenda fjárfestingu hérlendis því hann geri viðskipta- vinum kleift að ráðast í umtals- verðar fjárfestingar í tengslum við gagnaverið hér á landi. Væri þessi vissa ekki til staðar myndu við- skiptavinir halda að sér höndum í meira mæli. Fram hefur komið í Markaðnum að erlend gagnaver eiga erfitt með að bjóða viðskiptavinum langtíma- samninga um verð því annars stað- ar í heiminum sveiflist verð á raf- magni eftir aðstæðum á markaði. n Stefna á að vaxa um 30 prósent á ári Dominic Ward, forstjóri Verne Global Gagnaverið Verne Global var á dögunum selt til fjáfestinga- sjóðs fyrir 40,5 milljarða króna. MYND/AÐSEND Vestast af Norðurlönd- unum með nýjum streng Fyrirhugaður fjarskiptasæ- strengur á milli Íslands og Írlands sem á að komast í gagnið við árslok 2020 mun gera það að verkum að fleiri viðskiptavinir horfi til þess að hýsa gögnin sín á Íslandi. Ward segir að hann liðki fyrir samtölum við hugsanlega viðskiptavina. Strengurinn geri það að verkum að Ísland verði nær Írlandi þar sem stærsti klasi af gagnaverum í Evrópu sé. „Ísland verður það gagnaver sem er vestast af gagnaverunum á Norður- löndunum. Öll hin verða austar. Strengurinn gerir það að verkum að sambandið verður hraðara frá Banda- ríkjunum til Íslands en hinna Norðurlandanna,“ segir hann. Íslandsstofa vinnur að herferð Íslandsstofa er að leggja drög að markaðsherferð til að laða gagnaver og erlenda viðskipta- vini gagnavera til Íslands. „Inn- viðir á borð við gagnaver eru hluti af fjórðu iðnbyltingunni,“ segir Einar Hansen Tómasson, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu. Um er að ræða samstarfs- verkefni Íslandsstofu, Lands- virkjunar, Farice, Orku náttúr- unnar og Samtaka gagnavera. „Við verðum að vinna saman sem ein heild,“ segir Einar í samtali við Markaðinn. Horft er til þess að markaðs- herferðin hefjist samhliða stórri ráðstefnu sem haldin verður um miðjan nóvember í St. Louis í Bandaríkjunum. Hún ber nafnið SC21 og hverfist um tölvur með mikla reikni- getu. Samhliða mun almanna- tengslastofa dreifa „grænum sögum“. Einar bendir á að gagnaverin séu knúin með grænni orku og noti kalt lofts- lag til að kæla tölvubúnaðinn í stað raforku. Unnið er að því að leggja fjar- skipta-sæstreng frá Íslandi til Írlands en þar er fjöldi gagna- vera. Íslandsstofa fékk PwC í Belgíu til að kortleggja írska markaðinn til að finna tæki- færin sem felast í nýjum gagna- streng til að geta hafist handa við að markaðssetja gagnaver á Íslandi þegar strengurinn er kominn í gagnið. „Við verðum tilbúin,“ segir Einar og nefnir að fyrirtæki á Ír- landi geti þá flutt til Íslands þá starfsemi sem krefst mikillar reiknigetu. Í stað þess að leita að óvinum til að ber jast við er oft heil- brigt að líta í eigin barm. VR með R ag na r Þór Ingólfs- son í st a f n i sendi bönkum ný ver ið pil lu um óhóf legan vaxtamun. Miðað við útreikninga VR ætti arðsemi bankanna að vera nokkur hund- ruð prósent sem er ekki raunin. Auk þess leiðir bankaskattur til meiri vaxtamunar en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Hvað um það. Frá þjóðarsáttinni fyrir um þremur áratugum hafa laun hérlendis hækkað ríf lega tvöfalt á við hin Norðurlöndin og verð- bólgan sömuleiðis. Það kallar á hátt vaxtastig. Óskandi væri að verka- lýðshreyfingin viðurkenndi sinn þátt í því. n Líti í eigin barm 10 Fréttir 15. september 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐMARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 15. september 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.