Fréttablaðið - 15.09.2021, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 15.09.2021, Blaðsíða 48
frettabladid.is 550 5000RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf.DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is Láru G. Sigurðardóttur n Bakþankar Hvern einasta dag rata um átta milljónir plasthluta í sjóinn og áætlað hefur verið að plast þeki 1,6 milljónir ferkílómetra á sjávar- botni. Það samsvarar að Þýskaland, Frakkland, Ítalía og Spánn væru alþakin plasti. Plast er orðið svo útbreitt að það var nýlega uppgötv- að inni í jöklum Norður-Íshafs. Ár hvert eru framleidd um 400 milljónir tonna af dauðagildru, en plast drepur um 100 milljónir sjávardýra – það eru 30-falt fleiri líf- verur en látist hafa af völdum Covid á ársgrundvelli. Plast herjar líka á manns- líkamann. Við öndum því að okkur, berum það á húðina með snyrti- vörum, étum það með matnum og drekkum það. Þarmar skelfisks innihalda til dæmis plast og þegar fæða er pökkuð í plast færðu plast- agnir í kaupbæti. Sýnt hefur verið að plastagnir finnast í blóði, svita og þvagi. Fyrir ári síðan kynnti umhverfis- og auðlindaráðherra áætlunina Úr viðjum plastsins, til að sporna gegn plastmengun, en við þurfum öll að taka þátt. Þegar þú þværð polýester- flík sendirðu plastagnir í vistkerfið. Þegar þú drekkur úr plastflösku rennur plast í líkamann. Þegar þú hendir plasti leggurðu dauðagildru. Plast er allsstaðar og það er átak að hætta að nota það, en með aðgerða- leysi erum við að menga allt lífríkið. Plastlaus september ætti að vera alla daga. Sjálf er ég farin að nota glerílát og glerrör í stað plasts, sem ég vaska upp. Ég hætti að kaupa vatn í plastflösku og drekk heldur vatn úr krana eða sodastream- tæki. Ég set ekki plastpoka utan um grænmetið og næsta skref er að kaupa ekki matvöru í plast- umbúðum. Best væri að geta sótt matvöru með eigin íláti, eða fengið hana í pappírsumbúðum. Þó þetta kosti smá vesen þá er það vel þess virði. Bæði fyrir okkar eigið líf og lífríki jarðar. n Plöstuð tilvera SKANNAÐU KÓÐANN NÝR BÆKLINGUR Askja býður glæsilegt úrval 100% rafbíla, tvinn- og tengiltvinnbíla frá Mercedes-Benz, Kia og Honda. Við erum sérfræðingar í rafbílum og svörum öllum þínum spurningum um allt sem þeim tengist. Kíktu í heimsókn — við tökum vel á móti þér. Yfir 30 gerðir rafmagnaðra bíla Skoðaðu úrvalið á syningarsalur.askja.is Straumurinn er í Öskju! Askja • Krókhálsi 11-13, 110 Reykjavík • 590 2100 • askja.is Sýningarsalur nýrra bíla Öskju á vefnum er alltaf opinn. Þar má sjá bíla sem eru til á lager eða eru væntanlegir. KAUPTU ARMBANDIÐ STYÐJUM STÚLKUR Á FLÓTTA LÍNA OKKAR TÍMA Skannaðu QR kóðann og fáðu upplýsingarnar beint í símann.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.