Fréttablaðið - 15.09.2021, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 15.09.2021, Blaðsíða 34
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Sveinbjörnsson prófessor emeritus, Ártúnsbrekku við Elliðaár, sem lést 1. september, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 16. september kl. 13.00. Einnig verður streymt frá athöfninni. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Guðrún Magnúsdóttir Sveinbjörn Jónsson Sigrún Kristjánsdóttir Þórunn Bergþóra Jónsdóttir Birgir Bachmann Magnús Bjarni Jónsson Lucia Amoros Ribera Halldór Jónsson Anna Dóra Helgadóttir Ingibjörg Jónsdóttir Richard Fraser Yeo afa- og langafabörn. Elsku systir okkar, mágkona og frænka, Gígja Guðfinna Thoroddsen Starengi 6, Reykjavík, sem lést 8. september, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 21. september kl. 15. Ásta St. Thoroddsen Bolli Héðinsson Einar Gunnar Guðmundsson Sverrir Bollason Atli Bollason Brynhildur Bolladóttir Ólafur E. Thóroddsen Ólöf Jónína Thoroddsen Hrafnhildur Thoroddsen Faðir okkar, Einar Guðlaugsson lést á heimili sínu þann 30. ágúst. Útför fer fram frá Bústaðakirkju, fimmtudaginn 16. september kl. 13.00. Athöfninni verður streymt frá www.streyma.is Margrét Bóthildardóttir og Guðlaug Einarsdóttir Ástkær sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, Bjarni Guðmundsson frá Brekku í Dýrafirði, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Eyri, Ísafirði, sunnudaginn 12. september. Útför verður auglýst síðar. Kristín Gunnarsdóttir, systkini hins látna og fjölskyldur þeirra. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Kristján Ólafsson (1928) áður til heimilis að Hraunbraut 43 í Kópavogi, andaðist á hjúkrunarheimilinu Grund 7. september. Þökkum hlýhug og vinsemd og sérstakar þakkir til starfsfólks V3 á Grund. Útförin fer fram í kyrrþey. Edda Bergmann Guðmundsdóttir Gróa Kristjánsdóttir Þorvaldur Þorvaldsson Kristján og Helena Sif – Edda Sif og Guðmundur Hreinn Gróa Mjöll, Róbert Ingi, Gísli Þór og Óliver Ingi Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Haraldur Ólafsson Víðilundi 20, Akureyri, lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 12. september. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 20. september kl. 10.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri. Hermann Haraldsson Elín Guðmundsdóttir Ólafur Örn Haraldsson Sigríður Björnsdóttir Guðrún María Haraldsdóttir Ólafur Sigurðsson afa- og langafabörn. Þökkum af alhug auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Sigtryggs Sveins Bragasonar Elísabet Jóhannsdóttir Ragnheiður Valgerður Sigtryggsdóttir Ágúst Loftsson Ingibjörg Sigtryggsdóttir Niclas Jessen Vilhjálmur, Kjartan, Loftur, Nói, Leó, Rúrik og Dagbjört Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Ingimundur Magnússon ljósmyndari, lést sunnudaginn 12. september síðastliðinn. Útför verður auglýst síðar. Magnús Ingimundarson Brynhildur Ingvarsdóttir Gunnar Ingimundarson Hrund Sch. Thorsteinsson Bolli Þór Bollason Hrefna Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar yndislegi og ástkæri Grettir Grettisson rafiðnfræðingur, Ólafsgeisla 20a, lést í faðmi fjölskyldunnar mánudaginn 6. september á líknardeildinni í Kópavogi. Útförin fer fram fimmtudaginn 16. september frá Langholtskirkju, kl. 13. Jenný Stefanía Jensdóttir Jens Grettisson Kolbrún Eva Sigurðardóttir Íris Rut Grettisdóttir Mosi Jenný Stefanía Jensdóttir og Benjamín Darri Jensson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sigurrós Unnur Sigurbergsdóttir (Rósa) Lindargötu 57, áður Laugarásvegi 60, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þann 6. september síðastliðinn. Alúðarþakkir færum við starfsfólki Vitatorgs, Múlabæjar og bráðaöldrunarlækningadeildar B4 á Landspítalanum í Fossvogi, fyrir kærleika, stuðning og umönnun. Útförin fer fram frá Áskirkju, fimmtudaginn 16. september klukkan 13.00. Guðmundur Gunnarsson Margrét María Þórðard. Oddný Sigurborg Gunnarsdóttir Gunnar Steinn Gunnarsson Berit Solvang Einar Örn Gunnarsson Margrét Stefánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Landmælingar Íslands og Stofnun Árna Magnússonar standa fyrir átaki um afmörkun og skráningu örnefna um land allt. arnartomas@frettabladid.is Í dag hefst landsátakið Hvar er? á vegum Landmælinga Íslands og Stofnunar Árna Magnússonar. Um er að ræða átak um afmörkun og skráningu örnefna um landið. „Við erum að reyna að fá sem flesta sem eru kunnugir staðháttum til að aðstoða okkur við að staðsetja örnefni,“ segir Eydís Líndal Finnbogadóttir for- stjóri Landmælinga Íslands. „Í dag er um hálf milljón örnefna skráð í svoköll- uðum örnefnalýsingum sem hafa verið gerðar aðgengilegar á Stofnun Árna Magnússonar.“ Átakið hefst í Borgarbyggð í dag þar sem Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, mun skrá örnefni í sinni heimabyggð, Brúar- landi. „Um 1930 var gert átak í að skrá örnefni á jörðum landsins og sá listi hefur verið gerður stafrænn. Það sem við höfum gert núna er að tengja þetta saman við kortagrunninn okkar,“ útskýrir Eydís. „Það þýðir að ef þú eða afi þinn þekkið eitthvert svæði getið þið staðsett örnefni úr þessu örnefnasafni og sagt okkur hvar það er.“ Skírnarfontur þúfnanna Þannig bar það til að það boð kom, að skrásetja skyldi alla landsbyggðina. En hvar dregur maður mörkin um hvað sé örnefni? „Við ætlum sko aldeilis að fara niður í minnstu þúfur, en í þessu átaki erum við að einbeita okkur að því að staðsetja þau örnefni sem þegar hafa þegar verið skráð,“ segir Eydís. „Ef fólk hins vegar þekkir fleiri örnefni sem eru ekki á list- anum þá má bæta þeim við, og þá skiptir ekki máli hversu stórt kennileitið er. Ef einhver steinn heitir eitthvað, þá heitir hann það.“ Aðspurð segir Eydís að jarðir landsins séu misjafnlega nafnríkar. „Það er eitthvað af svæðum þar sem ekki er búið að skrá mikið af örnefnum. Það er búið að skrá um tvö þúsund jarðir nú þegar en það eru um fimm þúsund jarðir eftir sem á eftir að staðsetja örnefni á,“ segir hún. „Við vitum líka að hálendið er ekki jafn nafnríkt og mörg láglendissvæði þar sem fólk hefur búið lengi.“ Athöfnin í Borgarbyggð hefst klukkan 17.30 í dag í félagsheimilinu Lyngbrekku. Allir sem hafa góða staðbundna þekk- ingu á örnefnum eru velkomnir í hóp skráningaraðila og skiptir þá engu hversu tölvufær viðkomandi er. n Hvað á fjallið að heita? Láglendið, þar sem fólk hefur búið um aldaraðir, er öllu nafnríkara en hálendið. FRÉTTABLAÐIÐ/ VILHELM Við erum að reyna að fá sem flesta sem eru kunn- ugir staðháttum til að aðstoða okkur við að staðsetja örnefni. Eydís Líndal Finn- bogadóttir, for- stjóri Landmælinga Íslands. TÍMAMÓT FRÉTTABLAÐIÐ 15. september 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.