Fréttablaðið - 15.09.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 15.09.2021, Blaðsíða 24
Sportís er rótgróið fjölskyldufyrir- tæki sem hefur frá upphafi verið eitt öflugasta fyrirtæki landsins í innflutningi og sölu á íþrótta- og útivistarfatnaði og tengdum vörum. Fyrirtækið var stofnað árið 1983 og var í byrjun heildsala sem seldi þekkt vörumerki í íþrótta- vörum, skófatnaði og barnafatnaði til helstu verslana á Íslandi að sögn Skúla Jóhanns Björnssonar, sem er annar eigandi Sportís ásamt konu sinni Önnu Sigríði Garðarsdóttur. „Á þessum tæplega 40 árum höfum við því byggt upp mikla þekkingu sem viðskiptavinir okkar njóta góðs af. Við byrjuðum mjög smátt en höfum unnið að því að byggja upp fyrirtækið með góðri þekk- ingu og topp þjónustu. Fyrirtækið hefur alla tíð lagt mikla áherslu á að vera með vönduð vörumerki sem við vitum að hægt er að stóla á. Við seljum því aðeins vörur sem við höfum tröllatrú á.“ Miklu stærri verslun Undanfarin ár rak Sportís litla verslun í Mörkinni 6 í Reykjavík þar sem skrifstofur voru einnig til húsa. „Í vor fluttum við í sjöfalt stærra húsnæði í Skeifunni 11 þar sem vöruúrvalið fær að njóta sín mun betur. Á nýja staðnum höfum við opnað stóra deild sem ber nafnið Kuldi, þar sem við seljum meðal annars hjól frá Giant og Liv. Bæði merkin eru þekkt fyrir mikil gæðin en Giant er stærsti hjóla- framleiðandi heims. Þar seljum við einnig Nitro snjóbretti og allt sem tengist þeim, Sweet Protection hjólafatnað, hjálma og aukahluti, Ride Concept hjólaskó og ýmsan búnað og fatnað sem fylgir jaðar- sporti.“ Mun betra úrval Helstu vörumerki Sportís eru meðal annars Hoka One One, Asics, Reima, Kari Traa, Casall og Björn Dæhli sem er hágæða hlaupa fatnaður fyrir karla og konur, Canada Goose sem er eitt eftirsóttasta merki heims á sínu sviði og Marmot sem er þekkt útivistarmerki. „Auk þess má líka nefna Stance sem býður meðal ananrs upp á mjög vinsæla hlaupa- og göngusokka og Ultraspire en það merki er til dæmis þekkt fyrir hlaupavesti sem eru algjör staðal- búnaður fyrir lengri utanvega- hlaup. Einnig seljum við úrvals vörur frá merkjum á borð við GoPro, Volcom, Vans, Nitro og svo auðvitað hjólin frá Giant og Liv.“ Skúli segir að við flutninginn í Skeifuna í stærra húsnæði hafi úrvalið aukist í f lestum merkjum þeirra. „Við höfum líka bætt við okkur nýjum vörumerkjum á borð við Marmot auk nýrra vara á borð við gönguskíði og ýmissa spenn- andi fylgihluta sem við fáum fljót- lega í vetur.“ Hágæða vörumerki Það sem einkennir helst Sportís umfram aðrar sambærilegar verslanir að sögn Skúla er að hún er fyrst og fremst sérverslun með hágæða vörumerki. „Við erum með mjög gott úrval af bæði fatnaði og skóm fyrir útihlaup, bæði sumar- og vetrarhlaup og veitum topp- þjónustu við val á slíkum búnaði. Fyrir vikið erum við með stóran fastakúnnahóp sem þekkir gæðin í vörum okkar og koma til okkar aftur og aftur.“ Einnig er lögð mikil áhersla á að bjóða gott úrval af skóm að hans sögn. „Við vitum hversu mikil- vægt það er að vera í góðum skóm í allri útivist og hlaupum. Þeir eru grunnurinn að því að líða vel á hlaupum og ná lengra því ekki er hægt að hlaupa langt í lélegum skóm.“ Hann nefnir sérstaklega skóna Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit- stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@frettabladid.is s. 550 5766 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s. 550 5762 | Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is, s. 550 5767 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Björn Víglundsson Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103. Elva Rósa (t.v.) og Sigrún Kristín Skúladætur við úrval af CANADA GOOSE vörum. FRÉTTABLAÐIÐ/ EYÞÓR Hlynur Skúli Skúlason, verslunarstjóri Kulda, með hin geysivinsælu GIANT hjól. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR KARI TRAA er eingöngu fyrir konur, topp gæði og gott úrval. MYND/AÐSEND Björn Dæhlie gönguskíðafatnaður fyrir dömur og herra. MYND/AÐSEND frá Hoka One One sem eru einir vinsælustu hlaupaskórnir í dag. „Hoka var stofnað árið 2009 og þýðir nafnið „Svífðu yfir jörðina“. Það er einmitt upplifun fólks sem hleypur í skónum að betri og léttari hlaupaskór séu vand- fundnir. Við erum með marga þekkta hlaupara og hlaupahópa í Hoka-teyminu okkar.“ Einnig má nefna að Hoka SpeedGoat eru líklega langvinsælustu utanvega- skórnir í dag en skórnir eru nefndir í höfuðið á Karl Meltzer sem ber þetta viðurnefnið og er rómaður á meðal utanvegahlaupara. „Elísa- bet Margeirsdóttir var í þessum skóm þegar hún hljóp 400 km í Góbíeyðimörkinni. Hoka býður einnig upp á frábært úrval af innanbæjar hlaupskóm og Asics býður upp á mjög öfluga línu af skóm sem byggja á gelpúðum sem gefa mikla dempun og endingu.“ Netverslun eykst Netverslun Sportís margfaldaðist í Covid-faraldrinum eins og hjá mörgum öðrum verslunum. „Hún er orðin stór hluti af rekstrinum okkar og gaman að sjá hvað fólk er orðið vant því að versla á netinu. Stór hluti viðskiptavina sem verslar í gegnum netverslun okkar er úti á landi og það er mjög gaman að ná vel til þeirra í gegnum netverslunina. Við væntum þess að netverslunin muni bara aukast jafnt og þétt á næstu árum.“ n Nánari upplýsingar á sportis.is. HOKA SpeedGoat teknir til kostanna. MYND/AÐSEND 2 kynningarblað A L LT 15. september 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.