Fréttablaðið - 15.09.2021, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.09.2021, Blaðsíða 4
67 prósent einstæðra foreldra komast ekki í árlegt frí og 52 pró- sent geta ekki keypt nauðsynlegan fatnað á börnin. birnadrofn@frettablad.is HEILBRIGISMÁL Biðtími eftir þjón- ustu ADHD-teymis Landspítalans hefur lengst töluvert samkvæmt bréfi sem skjólstæðingur teymisins fékk sent í gær og Fréttablaðið hefur undir höndum. Í bréfinu segir að skortur sé á fag- fólki í teyminu og að framtíð þess og staðsetning innan heilbrigðis- kerfisins sé óljós. „Unnið er að því að finna lausn.“ Star fsmaður tey misins sem Fréttablaðið ræddi við í gær vildi ekki tjá sig um innihald bréfsins og ekki teymisstjóri heldur. Óskað var eftir því að samskiptin færu í gegnum samskiptastjóra spítalans. Ekki hafði fengist svar við fyrir- spurn Fréttablaðsins þegar blaðið fór í prentun í gær. n Lengri bið eftir ADHD-greiningu Hvorki teymisstjóri né starfsmaður teymis vildi tjá sig um efni bréfsins. Frumsýning á morgun borgarleikhus.is Tryggðu þér miða Eftir Dóra DNA Samkvæmt nýrri skýrslu Vörðu eiga 80 prósent öryrkja erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman. Frétta- blaðið ræddi við þrjár konur í þessari stöðu. Þær segja meðal annars sárt að eiga ekki mat fyrir börnin sín og að þær neiti sér um félagslíf. lovisa@frettabladid.is SAMFÉLAG Þrjár konur, sem eru öryrkjar, segja að þrátt fyrir erf- iðar aðstæður og skort, þá gefist þær aldrei upp. Það sé ekki í boði. Samkvæmt nýrri skýrslu Vörðu, r a nnsók na r stof nu na r v innu- markaðarins, eiga um 80 prósent öryrkja erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman. Sérstaklega er í skýrslu Vörðu fjallað um stöðu einstæðra for- eldra á meðal öryrkja eða fatl- aðra og samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar eiga 58 prósent einstæðra foreldra erfitt með að ná endum saman, 29 prósent ein- stæðra foreldra voru í vanskilum með leigu eða lán, 67 prósent ein- stæðra foreldra komust ekki í árlegt frí, 81 prósent gat ekki mætt óvæntum gjöldum, 44 prósent gátu ekki staðið undir kostnaði vegna skipulagðra tómstunda og 52 pró- sent gátu ekki keypt nauðsynlegan fatnað á börn sín. Þær segja sárt að eiga ekki mat fyrir börnin sín en þær geri það sem þurfi eins og að neita sér um heil- brigðisþjónustu og félagslíf. Þær eiga það allar sameiginlegt að glíma við mikinn fjárskort og eru afleið- ingarnar þær að börnin skortir klæðnað og geta ekki stundað tóm- stundir og þær sjálfar neita sér um læknisþjónustu og að kaupa nauð- synleg lyf. n Nánar á frettabladid.is Gefast ekki upp þrátt fyrir erfiðleika Skiptir peningum í umslög Helga er einstæður öryrki sem á eina 15 ára dóttur. Hún vill ekki koma fram undir sínu raunveru- lega nafni en segir að flest sem fram komi í skýrslunni þekki hún vel. „Ég hef reyndar aldrei verið í vanskilum, samviskan leyfir mér það ekki. En ég hef staðið við allar mínar skuldbindingar og átt þá eftir 40 þúsund krónur til að lifa út mánuðinn,“ segir Helga. Hún segir að hún hafi þurft að neita barninu sínu um tóm- stundir eða ekki getað keypt nýjasta íþróttagallann. Helga fær á mánuði, eftir skatt, 329 þúsund krónur. Inni í því er lífeyririnn, meðlagið og húsnæðisbæturnar. Föst greiðsla húsnæðisleigu og lána er 240 þúsund og þá er ekki talið internet, fjarskiptakostnaður og hússjóður en eftir standa um 89 þúsund. Hún segir að reikningsdæmið gangi illa upp þegar það eru kannski 20 þúsund krónur eftir í matarinnkaup út mánuðinn. Hún hafi stundað það að skipta peningunum í umslög fyrir vikurnar en það þurfi ekki meira en að þvottaefnið klárist eða klósettpappírinn til að planið fari úr skorðum. Helga segir að hún hafi aldrei efni á því að fara í leikhús, bíó eða á aðra slíka viðburði en fari þó ef hún fær boðsmiða. „Það er erfitt að hitta vinkonur á kaffihúsi eða fara með þeim út að borða. Þetta veldur kvíða og svo kemur lygin í kringum það um að ég sé þreytt eða eitthvað slíkt því maður hefur ekki efni á þessum aukakostnaði. Mörgum finnst ekkert mál að borga fimm þúsund á veitingastað fyrir mat og drykk, en fyrir mér er þetta heil vika af mat,“ segir Helga. Hún segir að hærri örorkulíf- eyrir myndi að sjálfsögðu hjálpa en svo séu aðrir hlutir eins og niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu sem myndi breyta mjög miklu, bæði fyrir fullorðna og fyrir börn. Veit ég er að svindla en ég þarf á þessu að halda Lilly Aletta varð öryrki þegar hún greindist skyndilega með slæma sykursýki. Hún býr í eigin hús- næði og er að greiða af lánum. Hún er einstæð móðir og á þrjú börn. „Áður en ég varð öryrki var ég með eigin fyrirtæki, hafði safnað mér fyrir útborgun fyrir íbúð, hafði menntað mig og hafði engar fjárhagsáhyggjur. Allt í einu varð ég öryrki en það var alls ekki mín áætlun fyrir líf mitt, eða barnanna minna. Lífið tók allt aðra stefnu en ég hafði ætlað mér. Húsnæði er ekki ódýrt í dag. Með hússjóði og rafmagni og öllu sem fylgir á ég um 130 þús- und til að lifa út mánuðinn. Það er allt sem ég fæ frá Trygginga- stofnun, barnalífeyrir og meðlag með þremur börnum. Ég fékk frístundastyrk fyrir annan son minn í september, en borgaði fullt gjald fyrir þann yngri út árið og á núna 30 þúsund krónur til að lifa út mánuðinn.“ Lilly segir að hún nýti ýmsar leiðir til að lifa af. Hún hafi sem dæmi stundað það að fá gefins hluti hjá fólki og selt þá svo. „Ég hef fengið gefins dót og þegar ég er komin með slatta þá leigi ég bás í Barnaloppunni og fæ kannski 50 eða 60 þúsund krónur út úr því. Ég veit ég er að svindla, að taka gefins hluti, en ég hugsa þetta líka þannig að ég þarf á þessu að halda.“ Sárt að eiga ekki mat fyrir börnin sín Vala á fjögur börn. Hún er ein- stæð og hefur búið á Íslandi í 26 ár. Hún segir að hún hafi oft hugsað um að fara frá Íslandi en börnin hennar vilji ekki sjá það, þau vilji vera hér. „Ég er löngu búin að venjast því að eiga ekki fyrir öllu, að eiga varla fyrir mat út mánuðinn.“ Vala segist vel þekkja það sem kemur fram í skýrslu Öryrkja- bandalagsins. Hún hafi ekki efni á að kaupa ný föt fyrir börnin sín, greiða fyrir sálfræðiaðstoð og núna hafi bíllinn hennar verið bilaður í marga mánuði og því noti hún strætó. Vala fær um 387 þúsund út- borgað eftir skatt og eftir að hún er búin að borga leigu, frístund, tómstundir og matar áskrift fyrir börnin eru um 35 þúsund eftir fyrir mat og öðrum útgjöldum. Hún segir að utan þess að hækka lífeyri væri gott að finna ein- hverjar leiðir til að tryggja að einstæðar mæður og öryrkjar eigi alltaf fyrir mat. „Að eiga alltaf að borða út mánuðinn.“ Þetta hlýtur að valda þér áhyggjum? „Já, um miðjan mánuðinn. Þegar ég á ekkert fyrir börnin mín að borða, það er mjög sárt. Það er allt í klessu hjá mér en maður reynir alltaf að láta þetta ganga, það þýðir ekkert annað. Það þýðir ekki að gefast upp,“ segir Vala.  kristinnhaukur@frettabladid.is SAMFÉLAG Ísland heldur stöðu sinni sem besta land í heimi til að setjast í helgan stein í samkvæmt skýrslu fjárfestingafyrirtækisins Natixis, sem gert hefur slíka greiningu frá árinu 2012. Undanfarin þrjú ár hefur Ísland verið á toppi listans og í ár hækkar stuðullinn úr 82 í 83. Mat Natixis er byggt á ýmsum þáttum eins og tekjum, langlífi, stöðu heilbrigðiskerfisins og heil- brigðistryggingum, skattheimtu, verðbólgu, stöðu ríkissjóðs, vatns- og loftgæðum og hamingju. Þegar kemur að þjóðarhag er Ísland í 9. sæti en þar trónir Singa- púr á toppnum. Í heilbrigðisþætt- inum hrapar Ísland um þrjú sæti og endar í því 12. Ísland er hins vegar í 6. sæti þegar kemur að umhverfis- og hreinlætisþáttum og efst þegar kemur að fjárhag íbúanna. En inni í þeim tölum eru meðal annars tekjur, tekjujöfnuður og atvinnu- leysi. n Ísland mælist best fyrir starfslokin Fjárhagsstaða öryrkja er svört samkvæmt skýrslunni. FRÉTTABLAIÐ/GETTY 4 Fréttir 15. september 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.