Fréttablaðið - 15.09.2021, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 15.09.2021, Blaðsíða 23
KYNN INGARBLAÐ ALLT MIÐVIKUDAGUR 15. september 2021 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga stendur fyrir rafrænu málþingi. oddurfreyr@frettabladid.is  Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga heldur rafrænt málþing á morgun, fimmtudaginn 16. september. Mál- þingið ber yfirskriftina „Hjúkrun- arfræðingar í heimsfaraldri“ og þar verður hlutverk hjúkrunarfræð- inga á tímum kórónuveirunnar í brennidepli. Á málþinginu ætla sérfræðingar frá ýmsum sviðum heilbrigðis- þjónustunnar að flytja erindi um áskoranirnar sem heimsfaraldur- inn hefur skapað á sviðum þeirra. Áhersla á reynslusögur Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga, setur þingið klukkan 9 í fyrramálið og dagskránni er skipt í fjórar lotur. Frá klukkan 9.10 til 10.30 verður fjallað um Heilsugæslu höfuðborg- arsvæðisins og heimahjúkrun og frá klukkan 10.40 til 14.05 verður svo fjallað um reynslusögur hjúkr- unarfræðinga í tveimur lotum, en það verður hádegismatur á milli. Loks verður fjallað um hjúkrunar- heimili og Landakot frá klukkan 14.15 til 15.15, en svo taka við umræður. Málþinginu verður slitið klukkan 15.45. Það þarf ekki að skrá sig á þingið og því verður streymt á vef Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, hjukrun.is. Áhorfendur geta sent inn spurningar í gegnum vefinn, en fundarstjóri fer yfir fyrirkomu- lag þess í upphafi. n Rafrænt málþing HOKA ONE ONE býður upp á mikið úrval af hlaupa- og gönguskóm. Á myndinni er Skúli J. Björnsson framkvæmdastjóri. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Vandaðar vörur og topp þjónusta Íþróttavöruverslunin Sportís hefur á næstum fjórum áratugum byggt upp stóran viðskipta- vinahóp sem þekkir gæðin í vörum verslunarinnar og kemur aftur og aftur. 2 D4000iu vítamín – munnúði Miklu betra verð – Meira magn! Fæst í völdum apótekum, Hagkaup og Fjarðarkaup

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.