Fréttablaðið - 15.09.2021, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 15.09.2021, Blaðsíða 46
Trine er mjög spennt að koma og mun taka þátt í hátíðinni og kynnast kvik- mynda- gerðarfólki á Íslandi. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Upplýsi gatækni Upplýsingatækni ýmiskonar er orðin fastur punktur í tilveru okkar hvort sem hún kemur í gegnum símana okkar, tölvur eða sjónvörp. Þessu blaði er ætlað að kynna og fræða lesendur um alla kima þessarar spennandi deildar tækninnar og hvað er í boði fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki. Stefnir í stórt og flott blað. Tryggðu þér auglýsingapláss í mest lesna dagblaði landsins. Fimmtudaginn 23. september gefur Fréttablaðið út sérblaðið nánari upplýsingar um blaðið veitir Jóhann Waage sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5656 / johannwaage@frettabladid.is Danska stórstjarnan Trine Dyrholm verður heiðurs­ gestur á kvikmyndahátíð­ inni RIFF og formaður dóm nefndar í Vitranaflokki hátíðarinnar, sem verður haldin þann 30. september til 10. október. ingunnlara@frettabladid.is Trine Dyrholm leikur titilhlut­ verkið í kvikmyndinni Margrete den første, eða Margrét fyrsta, sem verður lokamynd Alþjóðlegu kvik­ myndahátíðarinnar í Reykjavík, RIFF, í ár. Leikkonan verður heiðursgestur hátíðarinnar, auk þess sem hún er formaður dómnefndar í Vitrana­ f lokki hátíðarinnar. Þar eru til­ nefndar níu myndir sem eru allar fyrsta eða annað verk ungra og upp­ rennandi leikstjóra og keppa um Gyllta lundann, aðalverðlaun RIFF. Með Trine í dómnefnd í ár sitja Gísli Örn Garðarsson leikari, leik­ stjóri og framleiðandi, Aníta Briem leikkona, Gagga Jónsdótttir, leik­ stjóri og handritshöfundur, og Yor­ gos Krassakopoulos, dagskrárstjóri Þessalónikuhátíðarinnar í Grikk­ landi. Margverðlaunuð leikdrottning Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, segir það mikinn heiður að fá leikkonuna til landsins. „Hún er tví­ mælalaust ein hæfileikaríkasta og virtasta leikkona Norðurlanda í dag og þótt víðar væri leitað enda marg­ Konunglegur kvikmyndagestur á RIFF Hin eina sanna Danadrottning, Margrét Þórhildur, heilsar upp á kvikmyndastjörnuna Trine Dyrholm sem leikur nöfnu hennar, Margréti fyrstu, í lokamynd Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík. MYNDIR/AÐSENDAR Halldóra Geir- harðsdóttir er ábúðarmikil í hlutverki sínu í Margrete den første. Tinna Hrafnsdóttir er einn fulltrúa Íslands í myndinni um Margréti fyrstu. verðlaunuð fyrir frammistöðu sína,“ segir Hrönn og bætir við: „Trine er mjög spennt að koma og mun taka þátt í hátíðinni og kynnast kvik­ myndagerðarfólki á Íslandi.“ Þá segist Hrönn upplifa það sterkt að fólk sé greinilega orðið mjög bíó­ þyrst og í ljósi tilslakana verði hægt að halda frábæra hátíð. Drottning í Paradís Heimsókn Trine gefur RIFF einn­ ig tilefni til að sýna kvikmyndina Drottningin frá 2019 þar sem Trine fer með aðalhlutverkið. Sú kvik­ mynd hlaut aðalverðlaunin á kvik­ myndahátíð Gautaborgar sama ár. Mun leikkonan spjalla við áhorf­ endur á pallborði í Bíó Paradís í tengslum við sýninguna. Lokamyndin fyrrnefnda fjallar um Margréti miklu drottningu, eina áhrifamestu konu í sögu Norður­ landanna sem stofnaði Kalmarsam­ bandið á 15. öld. Samsæri setur ævi­ starf Margrétar í hættu og þarf hún að beita öllum brögðum til þess að viðhalda stöðu sinni og ríkidæmi. Í slagtogi með Íslendingum Margrét fyrsta er sannkallað stór­ virki og ein dýrasta kvikmynd sem hefur verið framleidd á Norður­ löndum. Íslensku leikkonurnar Halldóra Geirharðsdóttir og Tinna Hrafnsdóttir fara með veigamikil hlutverk í myndinni og Kristinn Þórðarson hjá True North er með­ framleiðandi myndarinnar. Char­ lotte Sieling, ein fremsta leikstýra Norðurlanda sem er þekkt fyrir The Bridge, The Killing og Homeland, leikstýrir myndinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trine vinnur með Íslendingum en næsta verkefni hennar verður með Benedikt Erlingssyni sem mun leikstýra henni í sjónvarps­ seríunni Danska konan. Benedikt skrifar handritið ásamt Ólafi Agli Egilssyni. Margrét Þórhildur, r íkjandi Danadrottning, mætti á frumsýn­ ingu kvikmyndarinnar en vert er að nefna að hún er fyrsta drottning Danmerkur síðan Margrét fyrsta, sem kvikmyndin fjallar um, var og hét. Drottningin tók einmitt upp titilinn Margrét önnur til heiðurs Margréti miklu. n Ingunn Lára Kristjánsdóttir ingunnlara @frettabladid.is 30 Lífið 15. september 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.