Fréttablaðið - 15.09.2021, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 15.09.2021, Blaðsíða 44
Á mánudagskvöldið fór fram einn stærsti tískuviðburður ársins, Met-galakvöldið. Stjörnurnar skarta oft fram- sæknari flíkum þetta kvöld. Galakvöldið fer vanalega fram í maí ár hvert en var frestað vegna heimsfaraldursins. steingerdur@frettabladid.is Met-galakvöldið fór fram á mánu- dag en viðburðurinn er sann- kölluð tískuveisla. Galakvöldið er haldið á vegum bandaríska Vogue til styrktar Metropolitan-safninu í New York, þá sérstaklega deild sem varðveitir tískumuni. Miði á kvöldið kostar tæpar fjórar milljónir króna. Kim Kardashian vakti sérstaka athygli þar sem margir héldu að hún væri mætt með fyrrverandi eiginmanni sínum, Kanye West. Kom það af stað orðrómi um að þau hefðu sæst og tekið aftur saman. Síðar kom í ljós að Demna Gvasalia, hönnuður hjá Balenciaga, var í fylgd með Kardashian, en það er hefð að hönnuðir fari með stjörnum á galakvöldið sem klæðast þeirra hönnun. n Stærsti tískuviðburður ársins Billie Eilish var glæsileg í kjól Oscar de la Renta. FRÉTTABLÐIÐ/GETTY Tónlistarmaðurinn Lil Nas X lét sig ekki vanta, eftir að hafa slegið í gegn á VMA-verðlaununum á sunnudag. Raunveruleikastjarnarn Kim Kar- dashian var í fylgd gests sem margir töldu vera Kanye West, fyrrverandi eiginmann hennar. Í ljós kom að um var að ræða Demna Gvasalia, sem er hönnuður hjá Balenciaga. Natalia Bryant, dótti Kobe og Van- essu Bryant, klæddist þessum sér- staka kjól sem vakti mikla athygli. Frank Ocean tók með sér skemmtilega öðruvísi gest. Leikarinn Elliott Page mætti í jakka- fötum frá Balenciaga, skreyttum grænni rós. Justin Bieber mætti í jakka- fötum frá eigin merki, Drew House. Eiginkona hans Hailey Bieber mætti í kjól frá Saint Laurent. Leikkonan Rose Leslie geislaði í gulum kjól frá Oscar de la Renta. 28 Lífið 15. september 2021 MIÐVIKUDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 15. september 2021 MIÐVIKUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.