Fréttablaðið - 15.09.2021, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 15.09.2021, Blaðsíða 1
Félagið telur að með þessu sé verið að brjóta á neytendum og hagsmunum þeirra. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB 1 8 1 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s M I Ð V I K U D A G U R 1 5 . S E P T E M B E R 2 0 2 1 Bíódrottning heiðrar RIFF Nýjar smásögur Þórarins Lífið ➤ 30 Menning ➤ 25 SKANNAÐU KÓÐANN NÝR BÆKLINGUR Greinaskrif draga dilk á eftir sér. Tekist er á um hvað sé umræða um markað og hvað umræða um tryggingafélög. bth@frettabladid.is NEYTENDUR Félag íslenskra bif- reiðaeigenda (FÍB) hefur sent Fjár- málaeftirlitinu kvörtun vegna hagsmunagæslu Samtaka fjármála- fyrirtækja (SFF) fyrir hönd vátrygg- ingafélaganna. Þetta staðfestir Run- ólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Upphaf málsins megi rekja til þess að FÍB benti í grein á að trygg- ingafélögin, Sjóvá, VÍS, TM og Vörður, stæðu fyrir okri á bílatrygg- ingum. Framkvæmdastjóri SFF hafi gripið til varna í svargrein sem birtist á heimasíðu samtakanna, þar sem bornar voru brigður á mál- flutning FÍB og iðgjaldahækkunin skýrð með tilliti til ýmissa þátta. Félagið telur að með þessu sé verið að brjóta á neytendum og hags- munum þeirra. Runólfur vísar meðal annars í heimasíðu SFF þar sem segir: „SFF er óheimilt að fara með opinbert fyrirsvar varðandi verðlagningu og þjónustu aðildarfélaga sinna og getur slíkt falið í sér sjálfstætt brot á samkeppnislögum. Tekur þetta m.a. til umræðu á opinberum vettvangi, um verð og verðbreytingar aðildar- félaga og um kröfur viðskiptavina þeirra um lægra verð eða bætt við- skiptakjör.“ FÍB telur að Katrín Júlíusdóttir, fyrir hönd Samtaka fjármálafyrir- tækja, hafi brotið eigin reglur með inngripi sínu. Málið gæti endað á borði Samkeppniseftirlitsins. Fréttablaðið náði ekki í Katrínu Júlíusdóttur eftir að FÍB ákvað að senda kvörtunina. Áður hafði blaðið spurt hvort skrif hennar væru við- eigandi og svaraði Katrín að hún hefði með skrifum sínum verið að horfa á starfsumhverfið. Hún hefði verið að fjalla um vátrygginga- markaðinn en ekki félögin. n Kæra Samtök fjármálafyrirtækja fyrir hagsmunagæslu tryggingafélaga VIÐSKIPTI Mörg fyrirtæki hafa orðið fyrir tjóni vegna svika þar sem sótt er um reikningsviðskipti í nafni fyrir- tækja með gott lánshæfismat. „Oft er um að ræða fyrirtæki með gamlar kennitölur og í einhverjum tilvikum hafa verið búnar til heima- síður og síður á samfélagsmiðlum þannig að fyrirtækið lítur út fyrir að vera með virka starfsemi,“ segir Guðný Hjaltadóttir, lögfræðingur Félags atvinnurekenda. SJÁ SÍÐU 8 Svíkja út vörur með gömlum félögum Guðný Hjalta- dóttir, lögfræð- ingur Félags atvinnurekenda Það var létt yfir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra þar sem þær spjölluðu við blaðamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í gær. Þar upp- lýsti Svandís að almennar fjöldatakmarkanir færu úr 200 manns og upp í 500 og að opnunartími skemmtistaða lengdist um klukkutíma. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.