Morgunblaðið - 03.04.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021
STYRKUR -HAGKVÆMNI -HÖNNUN
LANDSHÚSLandshús - Sími 553 1550 - landshus.is
KLETTARHEILSÁRSHÚS
Klettareru sterkbyggðhús – sérhönnuðaf Efluverkfræðistofu.
Húsineruhefðbundin timburgrindarhús semeru Íslandi aðgóðukunn.
Húsinafhendastósamsett, aðhluta í forsmíðuðumeiningumogaðhluta
semforsniðiðefni.Hentug lausnviðþröngaraðstæður.
Uppsetninghúsannaerafarfljótleg.
Klettar erumeðrúmgóðusvefnlofti
(hæð2,1m) semeykurnotagildi
hússinsumtalsvert.
Klettar 65 –Grunnverð kr. 8.373.000,-
Klettar 80 –Grunnverð kr. 10.807.000,-
Ítarlegar upplýsingar og
afhendingarlýsingumá
finna á vefsíðu okkar.
Húsið ámyndinni er af
gerðinni Klettar 80 sem
reist var 2019 á Vesturlandi.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Veronika Steinunn Magnúsdóttir
veronika@mbl.is
Ómar R. Valdimarsson lögmaður hef-
ur sent Héraðsdómi Reykjavíkur
kröfu um að skjólstæðingur hans
skuli látinn laus úr sóttvarnahúsi. Um
er að ræða íslenskan ríkisborgara
sem kom til landsins frá Frankfurt í
fyrradag og hafði fengið fyrri bólu-
setningu við kórónuveirunni.
Allir sem eru skikkaðir til fimm
daga dvalar í sóttvarnahúsi sam-
kvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra
eiga rétt á að bera mál sitt undir dóm-
stóla, samkvæmt sóttvarnalögum.
Ómar sagði í samtali við mbl.is í
gær heldur hæpið að reglugerð ráð-
herrans ætti sér lagastoð:
„Ég á erfitt með að sjá að það sé
lagaheimild fyrir setningu [reglu-
gerðarinnar]. Að setja svona mikið
inngrip í líf fólks í reglugerð finnst
mér heldur hæpið,“ sagði hann.
„Ef dómari kemst að því í þessu
máli að þetta sé ólögmæt frelsissvipt-
ing þá er þessi reglugerð bara úr sög-
unni.“
Velferðarnefnd Alþingis kemur
saman eftir helgi til þess að ræða nýj-
ar ráðstafanir á landamærum, sem
fela í sér skyldudvöl á sóttkvíar-
hótelum fyrir ferðalanga frá háá-
hættusvæðum. „Mitt mat er að þær
heimildir sem eru í sóttvarnalögum
fyrir sóttvarnahúsunum dugi sem
lagagrundvöllur undir reglugerðina,“
segir Ólafur Þór Gunnarsson, þing-
maður VG og framsögumaður nefnd-
arinnar í samtali við blaðið.
Í 13. tl. 1.gr. sóttvarnalaga eru sótt-
varnahús skilgreind og segir þar að
sóttvarnahús séu fyrir einstaklinga
sem ekki eiga samastað á Íslandi.
Fer reglugerðin ekki út fyrir
ramma sem þarna er settur í lögum?
„Þarna segir að viðkomandi getur
dvalið í sóttvarnahúsi. Skilgreiningin
er þarna. Síðan eru fleiri lagagreinar
eins og til dæmis 10. gr. sóttvarna-
laga sem ber að skoða þetta í sam-
hengi við,“ segir Ólafur. Á hann við
heimild ráðherra til þess að kveða á
um í reglugerð að ferðamenn skuli
undirgangast ráðstafanir sem koma í
veg fyrir sjúkdóma, þ.m.t. einangrun,
sóttkví, vöktun og sjúkdómsskimun.
Efast um skýrar heimildir
Helga Vala Helgadóttir, þingmað-
ur Samfylkingar og formaður nefnd-
arinnar, efast um lagastoð fyrir
skyldudvöl á sóttkvíarhótelum: „Ég
gerði athugasemd við þetta um leið
og stjórnvöld lögðu þetta til. Ég tek
skýrt fram að ég styð sóttvarnareglur
og harðar aðgerðir á landamærunum
en fyrir slíkum reglum og íþyngjandi
aðgerðum verða að vera skýrar laga-
heimildir og ég efast um að svo sé,“
segir Helga Vala í samtali við Morg-
unblaðið. Hún telur að Alþingi þurfi
að skjóta lagastoð undir þær aðgerðir
sem gripið hefur verið til.
„Umræða í nefndinni um sótt-
varnahús hafi verið á einn veg –
tryggja ætti borgurunum samastað
ef á þá yrði lögð skylda til einangr-
unar, en ekki að skylda þá í sótt-
varnahús,“ segir Sigríður Andersen,
þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem sat
í velferðarnefnd þegar núgildandi
sóttvarnalög voru tekin til umfjöllun-
ar.
„Sóttvarnahús voru ekki tekin fyr-
ir sérstaklega í frumvarpi heilbrigð-
isráðherra til breytinga á sóttvarna-
lögum að öðru leyti en því að til þeirra
var vísað í þeim tilvikum er smitaðir
menn eru ekki samvinnuþýðir um
eigin sóttkví,“ segir hún. Þá hafi
frumvarpið kveðið á um að heimilt
væri að vista þá í sóttvarnahúsi.
Skorið úr um lögmæti dvalar
- Héraðsdómur tekur til flýtimeðferðar mál manns sem vill losna úr sóttvarnahúsi - Ómar R. Valdi-
marsson lögmaður væntir úrskurðar frá héraðsdómi í dag - Segir reglugerðina mögulega úr sögunni
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Veira Fosshótel er nú sóttvarnahús.
Oddur Þórðarson
oddurth@mbl.is
Ferðamálastofa hefur sett upp teljara
á miðri stikuðu leiðinni upp að gos-
stöðvunum í Geldingadal. Teljarinn
er sams konar búnaður og settur hef-
ur verið upp á öðrum vinsælum ferða-
mannastöðum á landinu síðustu ár og
gerir fólki kleift að fylgjast með að-
sókn á staðina.
Á vef Ferðamálastofu er fjöldi
gesta í Geldingadal uppfærður á
hverjum morgni og þegar Morgun-
blaðið fór í prentun höfðu rúmlega 30
þúsund manns farið að gosstöðvunum
síðan teljarinn var settur upp 24.
mars síðastliðinn.
Halldór Arinbjarnarson, upplýs-
ingafulltrúi Ferðamálastofu, segir við
Morgunblaðið að teljarinn sé mjög
nákvæmur og eigi að geta talið hvern
og einn gest við gosstöðvarnar, þótt
fólk gangi í hópum eða hlið við hlið.
Hagur björgunarsveita vænkast
Mikið hefur borið á því á sam-
félagsmiðlum síðustu daga að fólk
hvetji þá sem fara að gosstöðvunum
til að leggja björgunarsveitum lið
með litlum fjárframlögum. Bogi
Adolfsson, formaður Þorbjarnar,
björgunarsveitarinnar í Grindavík,
segir við Morgunblaðið að einhver
fjárframlög hafi borist en nákvæm
upphæð liggur ekki fyrir, að hans
sögn. Peningarnir nýtist einna helst
til tækja- og eldsneytiskaupa.
Yfir 30 þúsund séð gosið
- Ferðamálastofa setti upp teljara á stikuðu leiðinni að gos-
stöðvunum - Almenningur veitir björgunarsveitum stuðning
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Eldgos Fólk streymir að gosinu.
Morgunblaðið kemur næst út
þriðjudaginn 6. apríl. Frétta-
þjónusta verður um páskana á
mbl.is. Hægt er að koma
ábendingum um fréttir á net-
fangið netfrett@mbl.is.
Áskrifendaþjónusta er opin
í dag kl. 8-12. Lokað verður
páskadag og 2. í páskum. Opn-
að verður aftur á þriðjudag kl.
7. Auglýsingadeild er lokuð
um páska en netfang hennar
er augl@mbl.is.
Hægt er að bóka dánar-
tilkynningar á mbl.is. Síðustu
skil minningargreina til birt-
ingar þriðjudaginn 6. apríl og
miðvikudaginn 7. apríl eru kl.
12 á morgun, páskadag.
Fréttaþjónusta á
mbl.is um páskana
Frá og með fimmtudegi hafa allir
flugfarþegar fengið smáskilaboð í
síma við komu til landsins.
Í skilaboðunum kemur fram að
hægt sé að kynna sér nýjar reglur
við landamæri Íslands á ákveðinni
heimasíðu eða vefslóð. Upplýsing-
arnar eru á íslensku, ensku og
pólsku. Þetta kemur fram í tilkynn-
ingu frá almannavarnadeild rík-
islögreglustjóra.
Smáskilaboð upp-
lýsa komufarþega
Vilhelm Þorsteinsson EA-11 sigldi inn Eyjafjörð-
inn í fyrsta sinn í gær, á leið sinni frá skipa-
smíðastöðinni Karstensens í Skagen í Dan-
mörku. Formlegur komudagur skipsins til
landsins verður aftur á móti í dag, en þá hafa
skipverjar allir fengið niðurstöður úr seinni Co-
vid-19-sýnatöku. Í millitíðinni hefur áhöfn skips-
ins verið í góðu yfirlæti á Eyjafirðinum.
Vilhelm Þorsteinsson EA-11 er stórt, glæsilegt
og þykir fullkomið skip til uppsjávarveiða. Það
er 89 metrar að lengd og 16,6 metrar að breidd.
Burðargetan er vel yfir þrjú þúsund tonn.
Nýsmíði Samherja bætist í íslenska fiskiskipaflotann
Ljósmynd/Þórhallur Jónsson
Nýr Vilhelm Þorsteinsson til hafnar á Akureyri í dag