Morgunblaðið - 03.04.2021, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021
Inga María Hlíðar Thorsteinson,ljósmóðir og varaborgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, fjallaði um al-
menningssamgöngur í grein hér í
blaðinu í fyrradag.
- - -
Hún sagði flestaþeirrar skoð-
unar að bæta þyrfti
almennings-
samgöngur og að
ýmsar leiðir væru
til þess, „en til
stendur að ráðast í
ýktustu og dýrustu útfærslu hrað-
vagnakerfis, svokallaðs BRT (Bus
Rapid Transit), sem flestir þekkja
betur undir nafninu borgarlína.
Fagaðilar í umferðar- og skipulags-
málum hafa margir hverjir þagað
þunnu hljóði um borgarlínu vegna
hættu á að missa verkefni og störf
ef þeir gagnrýna hana. Þó hafa
eldri og reyndari fagaðilar, sem
eru komnir á eftirlaun og ekki
lengur í þeirri hættu, bent á að mun
skynsamlegra væri að ráðast í svo-
kallað BRT Lite-verkefni sem gæti
útlagst undir nafninu léttlína.“
- - -
Því miður er mikið til í þessu ogef til vill á þetta sinn þátt í því
að anað er áfram með borgarlín-
una, um 100 milljarða króna verk-
efni, í stað þess að skoða alvarlega
léttlínu sem myndi kosta 15-20
milljarða, eins og Inga María bend-
ir á.
- - -
Til viðbótar þessari yfirgengi-legu upphafsfjárfestingu bæt-
ast við tveir til þrír milljarðar
króna í árlegan rekstrarkostnað
borgarlínunnar.
- - -
Ávinningurinn af borgarlínunniumfram léttlínuna er í besta
falli óverulegur. Getur verið að
ástand allra mála í borginni sé svo
gott að ekki megi verja þeim fjár-
munum sem ætlaðir eru í þetta
gæluverkefni í þarfari hluti?
Inga María Hlíðar
Thorsteinsson
Ýktasta og dýrasta
hraðvagnakerfið
STAKSTEINAR
Réttar aðgerðir
skiluðu árangri
Ráðstöfunartekjur heimila
hækkuðu á árinu 2020
- þrátt fyrir Covid.
Sjá nánar á xd.is
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Björn G. Arnarson fuglafræðingur
hefur í nógu að snúast þessa dagana,
enda stendur koma farfugla hingað
til lands sem hæst. Björn er búsett-
ur á Höfn í Hornafirði, þar sem hann
heldur úti fuglaathugunarstöð
ásamt kollega sínum, Brynjúlfi
Brynjólfssyni.
Björn og Brynjúlfur eru því vel
staðsettir, farfuglarnir koma gjarn-
an fyrst að landi á suðaustanverðu
landinu frá Suður-Evrópu.
Björn segir í samtali við Morg-
unblaðið að hann standi nú í ströngu
við að fanga einn og einn fugl í net til
að merkja fuglana. Þannig er hægt
að fylgjast með ferðum þeirra suður
á bóginn þegar hausta tekur.
„Þeir eru kannski frekar í seinna
fallinu núna. Til dæmis í dag er búið
að vera töluvert gæsaflug, bæði
heiðargæs og grágæs. Svo hafa verið
að koma lóur og þrestir. Álftirnar
vorum við farnir að sjá í endaðan
febrúar og nú er líka allt orðið fullt
af tjaldi hérna,“ segir Björn.
Farfuglar ekkert
að drífa sig norður
- Stríður straumur um miðjan apríl
Morgunblaðið/Ómar
Farfuglar Tjaldurinn er kominn til landsins, að sögn Björns G. Arnarsonar.
Skipið Kvitnos kom til Íslands 1.
apríl og varð um leið það fyrsta sinn-
ar tegundar til að sigla með vörur til
og frá landinu. Skipið er svokallað
LNG-skip og gengur fyrir fljótandi
jarðgasi. Samskip búa yfir tveimur
skipum af þessari gerð og ber hitt
skipið nafnið Kvitbjørn. Skipin urðu
hluti af flota félagsins þegar það
festi kaup á Nor Lines árið 2017.
Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, for-
stöðumaður samskipta- og markaðs-
sviðs Samskipa, segir að töluverður
umhverfisávinningur fylgi fljótandi
jarðgasi og bendir á að við notkun
þessa orkugjafa fari ekkert köfn-
unarefnisoxíð út í andrúmsloftið, auk
þess sem losun brennisteinsdíoxíðs
sé lágmarkað og losun koltvísýrings
70% minni á hvert flutt tonn borið
saman við vöruflutningabifreiðar.
Hún segir skipin tvö bæði sinna
áætlunarsiglingum í Noregi en Kvit-
nos hafi verið fengið til Íslands í sér-
verkefni. Spurð hvort fleiri slík skip
séu væntanleg í flota Samskipa svar-
ar Þórunn Inga: „Tíminn mun leiða
það í ljós en við munum horfa til um-
hverfisvænustu kostanna þegar
kemur að endurnýjun.“ Þá séu Sam-
skip með öfluga umhverfisstefnu, en
fyrirtækið leiðir til að mynda „Seas-
huttle“-verkefnið þar sem þróuð er
næsta kynslóð sjálfbærra skipa-
flutninga með sjálfvirk gámaskip.
gso@mbl.is
Fyrsta gasskipið með vörur til Íslands
- Flutningaskipið Kvitnos, í eigu Samskipa, gengur fyrir fljótandi jarðgasi
Jarðgas Kvitnos siglir um höfin.