Morgunblaðið - 03.04.2021, Side 14

Morgunblaðið - 03.04.2021, Side 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Á síðasta fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds um framkvæmdaleyfi vegna upp- setninga á listaverkinu Sjávarnál. Það verður staðsett á Eiðsgranda til móts við Keilugranda, vestan megin við dælustöðina. Höfundar listaverksins, sem valið var úr 70 innsendum tillögum um nýtt útilistaverk í Vesturbæ Reykja- víkur, eru arkitektarnir Baldur Helgi Snorrason og David Hugo Cabo í samstarfi við Andra Snæ Magnason rithöfund. Úrslit í sam- keppninni voru tilkynnt í ágúst 2020. Niðurstaða dómnefndar var sú að verkið Sjávarmál sé einstakt verk sem skapi spennandi umhverfi og fjalli um aðkallandi viðfangsefni um leið og það uppfylli öll skilyrði sam- keppninnar um að auðga mannlíf í Vesturbænum. Verkinu er ætlaður staður á sjáv- arkambinum við Eiðsgranda og blasir við hafi. Ekkert útilistaverk er staðsett á þessu svæði og það muni auka notagildi og aðdráttarafl svæð- isins fyrir íbúa og þá sem þar eiga leið um. Fram kemur í greinargerð að listaverkið Sjávarmál snúi að sam- skiptum manna við náttúruna og þeim breytingum sem eru að verða á henni. Í listaverkinu sé gömul hljóð- mögnunaraðferð úr heimsstyrjöld- inni fyrri nýtt til þess að magna upp hljóðin í hafinu. „Hljóðspegillinn vísar með skálina í átt að sjóndeildarhringnum og þátttakandinn situr eða stendur fyr- ir framan verkið og hlustar. Á bak- hlið verksins eru greypt öll samheiti sem Íslendingar hafa notað yfir haf- ið og minnir okkur á 1000 ára sam- skipti okkar við útsæinn,“ segir í greinargerðinni, en í henni eru talin upp 65 heiti á hafinu. Á koparplötu á hljóðspeglinum segir m.a. að hann magni ölduhljóðin og hvetji fólk til að hlusta. Ef fram fer sem horfir muni sýrustig hafsins breytast meira á einni mannsævi en síðustu 50 milljónir ára. Sjávarmálið sett upp á Eiðsgranda - Sótt um fram- kvæmdaleyfi fyrir verðlaunalistaverk Eiðsgrandi Listaverkið Sjávarmál mun standa við hafið og fjalla um samskipti manna við náttúruna og þær hröðu breytingar sem eru að verða á henni nú. Alls voru skráðir 956 nýir fólks- bílar hér á landi í mars sem er 11,3% samdráttur frá því í sama mánuði í fyrra samkvæmt upplýs- ingum frá Bílgreinasambandinu. Í heildina hefur sala á nýjum bíl- um dregist saman um 15,8% á fyrstu 3 mánuðum ársins borið saman við sama tímabil í fyrra; 2.089 nýir fólksbílar hafa selst í ár en 2.481 í fyrra. Þar af hafa bíla- leigur keypt 300 bíla sem er 45,6% samdráttur milli ára. Nýorkubílar (rafmagns, tengil- tvinn, hybrid, metan) eru 67,4% allra seldra nýrra fólksbíla á árinu (rafmagn 25,7%, tengiltvinn 25,9% og hybrid 15,8%) en þetta hlutfall var 59,9% á sama tíma á síðasta ári. Mest selda tegundin er Toyota með 297 selda fólksbíla, þar á eftir kemur KIA með 275 selda bíla og þriðja mest selda tegundin í ár er Tesla með 140 fólksbíla skráða. Mest selda einstaka gerðin er Mod- el 3 með 133 bíla selda Nýorkubílar nærri 68% af seldum bílum á árinu AFP Selst vel Rafbílar af gerðinni Tesla hafa selst vel hér á landi það sem af er ári. Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann á fertugsaldri í 6 mánaða fangelsi, þar af 3 mánuði skilorðsbundið, fyrir líkamsárásir. Maðurinn sló sama mann í andlit- ið fyrst í maí 2019 og síðan aftur í mars 2020 og var dæmdur til að greiða honum 400 þúsund krónur í bætur auk málskostnaðar. Fram kemur í dómnum að mað- urinn hefur ítrekað gerst sekur um líkamsárásir og fleiri brot á síðustu tveimur áratugum. Fangelsi fyrir ítrek- aðar líkamsárásir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.