Morgunblaðið - 03.04.2021, Síða 25

Morgunblaðið - 03.04.2021, Síða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021 Asparteigur 18-22, 250 Garði Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Nýjar fullbúnar og vandaðar 3 og 4 herbergja íbúðir í raðhúsi á einni hæð, með sólpalli. ATH. Asparteigur 10-16 seldist upp á einni viku Berjateigur 33-39, sambærileg raðhús væntanleg í sölu í apríl. Asparteigur 18 (frátekin) Asparteigur 20 Asparteigur 22 Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Verð 34.900.00076,7 m2 Verð 41.900.00095,3 m2 SELD76,7 m2 Íbúðir sem uppfylla skilyrði um hlutdeildarlán G óð ljósmynd getur sagt meira en mörg þúsund orð. Greinarhöfundur var að blaða í nýútkominni bók Bandaríkjamannsins Johns Do- naldssons en titill hennar er: Bobby Fischer and his world og undirtitill: The man, the riddle, and the colorful characters who surrounded him. Þetta mikla verk er 644 blaðsíður í stóru broti og prýtt fjölda ljós- mynda. Þar sem Ísland leikur stórt hlutverk í lífshlaupi söguhetjunnar verður lesningin enn áhugaverðari. John Donaldsson, sem verið hefur liðsstjóri bandaríska ólympíuliðsins um áratuga skeið, fer út um víðan völl en rauði þráðurinn í skrifum hans er virðing fyrir viðfangsefninu. Kemur það þeim sem þekkja höfund- inn ekki á óvart. Persónulega finnst mér þetta ágæta verk benda í þá átt að afstaða Bandaríkjamanna til Fisc- hers sé að mildast en ímynd hans skaddaðist verulega eftir býsna stór- karlalegar yfirlýsingar í útvarps- viðtölum í kringum síðustu aldamót. Á bls. 203 í bókinni blasir við mynd sem á erindi við skáksögu okkar: Ingi R. Jóhannsson að tefla við Mikhael Tal á Ólympíumótinu í Ha- vana á Kúbu 1966. Fjær sést Boris Spasskí sem þennan dag tefldi á 1. borði fyrir Sovétmenn gegn Friðriki Ólafssyni. Ingi fékk ekki góða stöðu eftir byrjunina í skákinni við Tal og tapaði eftir 44 leiki en íslenska sveitin komst í A-úrslit og varð í 11. sæti, sem lengi vel var besti árangur ís- lensks liðs á ólympíumóti. Ingi R. hafði ekki teflt mikið í að- draganda skákhátíðarinnar í Ha- vana. Hann byrjaði vel og átti sinn þátt í því að Íslendingar náðu inn í A- úrslit. Í undanrásunum vann hann einn besta skákmann Mongólíu sem síðar vann sér það til frægðar að gera jafntefli við Bobby Fischer á millisvæðamótinu í Palma árið 1970: ÓL í Havana 1966; 3. umferð und- anrása: Tudev Ujtumen (Mongólía) – Ingi R. Jóhannsson Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 e6 5. Rc3 Dc7 6. g3 a6 7. Bg2 Rf6 8. 0-0 Be7 9. Be3 Uppstilling léttu mannanna í þessu afbrigði sikileyjarvarnar skiptir öllu máli. Sennilega er beitt- ara að leika 9. He1 eða 9. b3. 9. … 0-0 10. De2 d6 11. Had1 Bd7 12. h3 Hac8 13. a3 b5 14. f4 Rxd4 15. Hxd4 Bc6 16. Hd2 Db7 17. Bd4 Rd7 18. Kh2 Eftir varfærnislega byrjun missti hvítur af eina tækifærinu sem hann fékk í skákinni. Hér var18. Rd5 best sem tryggir a.m.k. jafnvægi því að 18. … Bd8 má svara með 19. Rb4. 18. … e5 19. fxe5 dxe5 20. Rd5 Of seinn! Nú kom þessi leikur en Ingi kunni að svara fyrir sig. 20. … Bxd5 21. exd5 Bd6 22. Be3 f5! Hann hefur náð að skorða peð hvíts á drottningarvæng en jafn- framt byggt upp sterka peðastöðu á kóngsvæng. 23. Kh1 Hce8 24. Dh5 g6 25. Dh4 Dc7 26. Bh6 Hf7 27. He2 e4 28. g4 Dc4! Snarplega leikið. Drottningin ryð- ur braut svörtu peðanna. 29. Hee1 f4 30. Df2 f3 31. Kg1 Dxd5 32. Bh1 32. …g5! 33. b4 Bc7 34. Hd1 De5 – og hvítur gafst upp. Lausn á skákdæmi Tveir riddarar eiga ekki að geta knúið fram mát nema peði eða peð- um andstæðingsins sé til að dreifa. Þetta skýrist vel í dæminu sem birt- ist í síðasta pistli. Hvítur leikur og mátar. Lausnin: 1. Rf5! a) 1. …Kf1 2. Re3+ Ke1 3. Kc2 f2 3. Kc1 f1 (D, H, B, R) 4. Rc2 mát. b) 1. …f2 2. Re3 f1 (D, H, B, R) 3. Rc2 mát. c) 1. …e3 2. Rxe3 f2 3. Rf4 f1 (D, H, B, R) 4. Rd3 mát. Eitt augnablik í skáksögunni Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Elskandi Guð! Takk fyrir sigur lífsins. Takk fyrir að vekja son þinn Jesú Krist upp frá dauðum og gera hann að frelsara okkar og eilífum líf- gjafa. Takk fyrir að deila sigrinum með okkur og velja okkur í hið vonarríka sig- urlið sem ekkert fær sigrað. Ekki einu sinni sjálfur dauðinn. Takk fyrir að opinbera þetta okkur smælingjunum en ekki endi- lega fyrst og fremst einhverjum hyggindamönnum sem telja sig al- veg vera með allt á þurru og hafa svörin við öllum gátum lífsins. Minntu okkur á hver við erum og að við erum þín. Hjálpaðu okk- ur að ganga fram í auðmýkt og einlægni með þakklæti og friðgef- andi hugarfari. Hjálpaðu okkur að halda í vonina og stefna ótrauð áfram þangað sem fyrirheitin er að finna og raunverulega huggun að sækja. Gef að þín vera, líf, ljós og fyrirheit verði okkur ljóslifandi svo við getum haldið göngunni áfram og komumst upp á veginn aftur þegar við kunnum að ráfa út af. Þú ert hið sanna eilífa lífsins skjól og ert okkur nálægur í mót- vindi ævinnar, í hvers kyns von- brigðum og óáran sem á okkur kann að sækja. Og veitir okkur þá björtu framtíðarsýn sem segir að okkur sé borgið þrátt fyrir allt. Þá sýn á núið og framtíðina sem við öll þurfum á að halda. Ævigangan getur oft og tíðum verið þyrnum stráður táradalur en þegar við vitum og skynjum að þú ert með okkur alltaf og yfirgefur okkur aldrei verður allt eitthvað svo fal- legt og spennandi þannig að við tökum að brosa í þakklæti í gegnum tárin og upp- lifa sólina hækka á lofti að nýju. Sólina þína sem yljar okkur svo fallega og vermir þannig að okkur tekur að líða bet- ur, jafnvel þrátt fyrir allt. Hefur heitið okkur eilífri samfylgd Þú höfundur og fullkomnari lífs- ins! Hjálpaðu okkur að lifa saman í kærleika og friði, sátt og sam- lyndi þar sem réttlæti mætti ríkja. Minntu okkur á að lifa í auðmýkt og fara vel með allar þínar góðu lífsins gjafir. Gef að hugvit og ný- sköpun fái blómstrað okkur öllum til heilla og blessunar án þess að skaða jörð, náttúru eða loftslag og hvert annað. Veit okkur þá náð að horfa í augu hvert annars og vera hvert öðru til blessunar. Hjálpaðu okkur einnig að horfa í þín lífgefandi og elskandi augu svo við fáum fundið og skynjað að við erum elskuð af þér út af lífinu. Hjálpaðu okkur að muna ávallt að ekkert fær okkur hrifið úr frelsarans fangi sem við höfum verið færð í af einskærri ást. Þú þekkir okkur með nafni og hefur skráð nöfn okkar í hina eilífu lífs- ins bók. Með himnesku letri sem ekki fæst afmáð og ekkert strok- leður fær þurrkað út. Þú sem hef- ur heitið okkur eilífri samfylgd í skjóli skaparans. Lof sé þér og dýrð. Í þakklæti fyrir frelsi þitt og hina eilífu lífgjöf. Í Jesú nafni. Amen. Með kærleikis- og friðarkveðju. – Lifi lífið! Takk fyrir sigur lífsins Eftir Sigurbjörn Þorkelsson »Hjálpaðu okkur að muna ávallt að ekkert fær okkur hrifið úr frelsarans fangi sem við höfum verið færð í af einskærri ást. Takk fyrir þína eilífu lífgjöf. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Eiríkur Guðnason fæddist 3. apríl 1945 í Keflavík og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Guðni Magnússon málara- meistari, f. 1904, d. 1996, og Hansína Kristjánsdóttir hús- móðir, f. 1911, d. 1997. Eiríkur var viðskiptafræð- ingur að mennt frá HÍ og hóf störf við hagfræðideild Seðla- bankans árið 1969. Hann var forstöðumaður peningadeildar 1977-1984, þegar hann var ráð- inn aðalhagfræðingur bankans. Eiríkur varð aðstoðarbanka- stjóri árið 1987 en var skipaður bankastjóri vorið 1994 og gegndi því starfi til 2009. Auk þess gegndi Eiríkur margs konar trúnaðarstörfum á fjármálamarkaði og var m.a. formaður stjórnar Verð- bréfaþings Íslands 1986-1999 og sat um árabil í stjórn Reiknistofu bankanna. Einnig átti Eiríkur sæti í stjórn Þjóðhátíðarsjóðs. Eftir Eirík liggur fjöldi ritgerða um pen- ingamál og fjármálakerfi. Eiríkur var virkur í fé- lagsstörfum, var m.a. félagi í Rótarý Miðborg og Árnes- ingakórnum í Reykjavík. Ekkja Eiríks er Þorgerður Lára Guðfinnsdóttir kennari, f. 1946, búsett í Kópavogi. Börn þeirra eru fjögur. Eiríkur lést 31.10. 2011. Merkir Íslendingar Eiríkur Guðnason Ljósmynd/Úr bók John Don. Toppslagur Ingi R. að tefla við Tal. Fjær sést Boris Spasskí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.