Morgunblaðið - 03.04.2021, Síða 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021
Jarðeldarnir
í Geld-
ingadölum eru
sjónarspil.
Fólk finnur til
smæðar sinnar,
þótt gosið sé
lítið. Það er
stórkostleg
náttúruprýði í
okkar augum.
Þegar maður gengur að
gosinu og virðir fyrir sér
rauðglóandi kvikuna spýtast
djúpt úr iðrum jarðar blasir
líka við gas sem streymir
burt. Hvað ætli eldgosið
mengi mikið? veltir maður
kannski fyrir sér.
Svarið kemur eflaust
mörgum á óvart.
Ár hvert losar mannkynið
um það bil 37 milljarða
tonna af koldíoxíði (CO2) út í
andrúmsloftið með því að
brenna kolum, olíu og gasi.
Af okkar völdum bætast ríf-
lega 100 milljónir tonna af
gróðurhúsalofttegundum við
andrúmsloftið dag hvern.
Mælingar benda til að í
Geldingadölum komi upp 5-
10 þúsund tonn af CO2 á
dag. Standi gosið yfir í eitt
ár mun losun frá því nema
frá 1,8 til 3,6 milljónum
tonna. (Sumar áætlanir gefa
raunar upp minna magn, 3-6
þúsund tonn, en gerum
samt ráð fyrir að hærri gild-
in séu réttari.)
Á einu ári nemur losun
Íslands, með landnotkun,
næstum 15 milljónum tonna.
Það gera rúmlega 40 þús-
und tonn af CO2 á dag. Án
landnotkunar er losunin
tæplega fimm milljónir
tonna.
Gosið í Geldingadölum
þyrfti því að standa yfir í
tvö til fjögur ár til að losa
jafn mikið af gróðurhúsa-
lofttegundum og við sjálf
gerum á aðeins einu ári. Við
erum miklu stærri en eld-
fjallið.
Er þetta lítið gos?
En hvernig lítur dæmið
þá út á heimsvísu? Er gosið
í Geldingadölum
ekki hvort eð er
svo lítið?
Mælingar
sýna að árleg
losun gróð-
urhúsaloftteg-
unda frá öllum
eldfjöllum
heims, gjósandi
og dormandi, er
að meðaltali um
300 milljónir
tonna (0,3 millj-
arðar tonna).
Mannkynið er því aðeins
þrjá sólarhringa að losa jafn
mikið af gróðurhúsaloftteg-
undum og öll eldfjöll jarðar
gera á heilu ári.
Að meðaltali eru um 45
misstór eldfjöll gjósandi um
plánetuna okkar á hverjum
tíma. Þegar þetta er skrifað
gýs til að mynda Etna á
Sikiley mun stærra gosi.
Samt er það bara dropi í
hafið. Þegar Eyjafjallajökull
gaus árið 2010 nam losunin
um 150 þúsund tonnum á
dag. Til að jafna mannkynið
þyrftu ríflega 600 Eyja-
fjallajökulsgos að standa yf-
ir dag hvern allt árið. Hefð-
um við áhyggjur af stöðu
mála ef það væru ríflega
600 eldgos stöðugt í gangi
samtímis ár eftir ár?
Eldgos standa oftast stutt
yfir. Bálið sem við brennum
til að knýja samfélagið er
risastórt og stendur stöðugt
yfir – dag eftir dag, ár eftir
ár, áratugum saman.
En hvað um brenni-
steinsdíoxíðið, SO2?
Áætlað er að í Geld-
ingadölum komi upp um
3.000 tonn af brennisteins-
díoxíði á dag. Það er gríð-
armikið magn. En brenni-
steinsdíoxíð er ekki
gróðurhúsalofttegund held-
ur loftmengunarefni. Sem
loftmengunarefni hefur það
öfug gróðurhúsaáhrif. Þegar
það streymir úr eldfjöllum
verða efnahvörf sem breyta
því í svifryk. Svifrykið end-
urvarpar sólarljósi eins og
spegill aftur út í geiminn.
Það þekkist enda að eftir
stór eldgos, þar sem gosefni
komast upp í heiðhvolfið í
meira en 10 km hæð, geta
gosefni svífið mánuðum og
árum saman og kælt jörðina
í nokkra mánuði – jafnvel
fáein ár.
Manngert brennisteins-
díoxíð er umhverfisvanda-
mál. Það losnar nefnilega
sem mengunarefni þegar við
brennum jarðefnaeldsneyti
eins og kolum og olíu, til
dæmis í skipum og álverum,
en líka þegar við vinnum
jarðvarma. (Á Hellisheiði er
hluta af brennisteinsdíox-
íðinu dælt ofan í jörðina
með Carbfix-aðferðinni þar
sem það breytist í glópa-
gull).
Fyrir nokkrum áratugum
lá brennisteinsmengaður
kola- og olíureykur yfir
borgum og bæjum víða um
heim. Reykjavík þar á með-
al. Mengunin leiddi til súrs
regns og loftmengunar sem
skerti lífsgæði fólks og
stytti ævi þess.
Hertar reglugerðir
Víðsvegar hefur verið tek-
ið á þessum umhverfisvanda
með hertum reglugerðum.
Því miður ekki alls staðar.
Loftgæði hafa aukist þar
sem ekki er lengur leyfilegt
að losa brennisteinsdíoxíð
óheft út í andrúmsloftið og
skipt hefur verið yfir í um-
hverfisvæna, endurnýj-
anlega orkugjafa. Loft- og
lífsgæði hafa aukist.
Eldgosin minna okkur á
hve tröllaukin áhrif okkar
manna eru á náttúruna.
Verkefni mannkynsins núna
er snúa frá villu síns vegar.
Draga hratt og verulega úr
losun gróðurhúsalofttegunda
og hætta að raska nátt-
úrulegri hringrás kolefnis
með öllum þeim hörmulegu
afleiðingum sem það hefur.
Við getum það og gerum
heiminn betri í leiðinni.
Eftir Sævar
Helga
Bragason
» Gosið í Geld-
ingadölum
þyrfti að standa yfir
í tvö til fjögur ár til
að losa jafn mikið af
gróðurhúsaloftteg-
undum og við
sjálf gerum á
aðeins einu ári.
Sævar Helgi Bragason
Höfundur er jarðfræðingur,
vísindamiðlari og starfar á
sviði loftgæða- og loftslags-
mála hjá Umhverfisstofnun.
Hvað mengar
eldgosið mikið?
Hið óþekkta vekur
gjarnan ótta. Það get-
ur verið óþægilegt að
vita ekki við hverju er
að búast. Innra með
okkur getur skapast
ákveðinn titringur, við
förum jafnvel upp á
afturlappirnar og setj-
um okkur í stellingar
með klærnar og krypp-
una úti eins og köttur í
viðbragðsstöðu. Sum
okkar mæta hinu óþekkta og nýj-
ungum sem fram koma með hvæsi
og vanþóknun.
En hið óþekkta er þó hliðið að
framtíðinni. Það er aðeins með því
að taka áhættu og stíga fyrsta skref-
ið að framfarir verða í samfélaginu.
Stundum er nauðsynlegt að halda
niðri í sér andanum og stökkva út í
djúpu laugina. Bæði í okkar per-
sónulega lífi, þar sem lykillinn að því
að vaxa sem mann-
eskjur er að stíga út
fyrir þægindaram-
mann, og svo sem sam-
félag – þar sem
framþróunin verður á
mörkum hins óþekkta
og reynslu liðinna
tíma.
Um þessar mundir
erum við að færa borg-
ina inn í 21. öldina með
stafrænni umbreytingu
og nútímavæðingu
þjónustu. Við ráð-
stöfum tíu milljörðum í
þetta verkefni næstu þrjú árin sem
er rúmlega þreföldun frá því sem
áður var. Mörg mæta þessari
framþróun með efasemdum í dag en
eins og áður hefur sést getur grát-
kór hins liðna á augabragði viljað
Lilju kveðið hafa. Oftar en ekki
kostar að fjárfesta í framtíðinni og
mikilvægum breytingum sem munu
gagnast okkur til lengri tíma svo við
sem heild getum tekið flugið.
Margt er að breytast en sumt
breytist aldrei. Þótt tækniframfarir
geti nýst okkur vel er hinn mannlegi
þáttur mikilvægari en nokkru sinni
fyrr. Til þess að vera reiðubúin und-
ir þær breytingar sem þegar eru
hafnar eru tilfinningagreind og sam-
skiptahæfileikar okkar öflugustu
vopn. Hér tala ég um hæfni til að
bregðast við hinu óþekkta. Ef ein-
hver hélt að hugvísindin og húm-
anisminn væru á leið út í skiptum
fyrir tæknikunnáttu þá er það mikill
misskilningur. Hugvísindi og sam-
félagsgreinarnar, þessi fagþekking
sem eflir skilning okkar á samfélag-
inu, stóra samhengi hlutanna og
styður við sveigjanlega og frjóa
hugsun, er stökkbretti framþróunar.
Borgarlínan er dæmi um
framþróun sem hefur raðað fólki í
fylkingar þar sem önnur hliðin virð-
ist eiga erfitt með að horfast í augu
við nýja tíma. Þetta er jafnvel óháð
staðreyndum máls og rökum með og
á móti. Stundum er þörfin að til-
heyra einfaldlega yfirsterkari stað-
reyndunum. En kannski eru örar
breytingar einmitt valdar að því er
jaðrar við örvæntingarfulla þörf ein-
staklinga til að stilla sér upp með
ákveðnu liði og sanna fyrir sjálfum
sér og öðrum að þeir tilheyri. Búi að
föstum og öruggum stað í ófyr-
irsjáanlegum hræringunum, eigi sér
vin í eyðimörkinni, geti fundið logn-
ið í storminum. Þetta getur reynst
lýðræðinu hættulegt. Aukin pól-
arísering er ekki til þess fallin að
ýta undir efnislega og málefnalega
umræðu sem grundvöll ákvarð-
anatöku.
Í umhverfi þar sem nágrannar
hafa mikið til umbreyst í ókunnugt
fólk, þar sem samfélög og samvistir
sem fólk sótti áður í, félagslegar ein-
ingar og trúfélög sem áttu sér fast-
an sess innan þorpsmenningarinnar
hafa breyst og jafnvel gufað upp, er
ekkert óeðlilegt að finna fyrir óör-
yggi og jafnvel hræðslu. Í umhverfi
þar sem samhliða þessu eiga sér
stað miklar breytingar með tækni-
framförum og áhrifum að utan í sím-
innkandi heimi er ekkert óeðlilegt
að finna fyrir óöryggi og jafnvel
hræðslu.
Viðbragð við slíku óöryggi getur
verið leit að nýjum sess til að
styrkja stoðir sjálfsmyndarinnar
með. Þann sess getur verið að finna
innan skautaðra fylkinga stjórnmál-
anna og samfélagsumræðunnar.
Mér finnst brýn ástæða til að reyna
að bjóða annan valkost, annan faðm
sem er síður til þess fallinn að grafa
undan málefnalegri umræðu og
skyggja á upplýsta niðurstöðu.
Þannig getum við fetað vegslóða
sem skartar öllu litrófinu, flokkað og
grúskað í sameiningu í stað störu-
keppni hins svarta og hvíta.
Í veröld framþróunar þar sem
breytingar eru örar þurfum við að
muna eftir mennskunni. Hvers virði
er þetta annars allt saman? Sýnum
hvert öðru hlýju og samkennd. Ver-
um til staðar. Þannig eigum við auð-
veldara með að flæða saman niður
fljót framþróunar og getum jafnvel
leyft okkur að njóta þess stund-
arkorn. Gleðilega páska.
Eftir Dóru Björt
Guðjónsdóttur »Hið óþekkta er hliðið
að framtíðinni. Það
er með því að taka
áhættu og stíga fyrsta
skrefið að framfarir
verða – í okkar eigin
lífi og í samfélaginu.
Dóra Björt
Guðjónsdóttir
Höfundur er borgarfulltrúi
Pírata og formaður
nýsköpunarráðs Reykjavíkur.
dorabjort@reykjavik.is
Fljót framþróunar
og óttinn við hið óþekkta
Viðreisn hefur
lagt fram á Al-
þingi tillögu um
að fela rík-
isstjórninni nú
þegar að taka
upp viðræður við
Evrópusam-
bandið um sam-
starf í gjaldeyr-
ismálum til þess
að styrkja stöð-
ugleika krónunnar og tryggja
að Ísland geti gripið til jafn
öflugra viðreisnaraðgerða og
helstu viðskiptalöndin.
Jafnframt þessu höfum við
kynnt tillögu sem felur í sér að
treysta þjóðinni til að ákveða
hvort halda eigi áfram við-
ræðum við Evrópusambandið.
Það er varfærið en eðlilegt
skref. Það kostar hins vegar
vandaðan undirbúning og
krefst lengri tíma.
Ný nálgun
Hér er á ferðinni ný nálgun.
Við leggjum höfuðáherslu á að
ná alþjóðlegu samstarfi um að
styrkja krónuna. Til þess að
geta notið kosta innri mark-
aðar Evrópusambandsins til
fulls þurfum við gjaldmiðil
sem stenst samanburð við
evruna eða samstarf sem nær
sama markmiði.
Viðreisn atvinnulífsins þolir
enga bið. Upptaka evru með
fullri aðild að Evrópusam-
bandinu tekur tíma. En við
getum á grundvelli EES-
samningsins farið fram á
gjaldmiðlasamstarf með sama
hætti og Danir. Það verkefni
viljum við nú setja í forgang.
Samkeppnishæfni Íslands er
undir.
Þjóðviljalummur
Ritstjórar Morgunblaðsins
rísa upp á afturlappirnar á
skírdag vegna þessarar nýju
nálgunar á þeim vanda sem
við hverjum manni blasir.
Þegar ég rýni í rökin þá minn-
ir það mig á þegar ég fletti
einhverju sinni í gömlum ein-
tökum af Þjóðviljanum. Hann
hamaðist gegn sérhverju
skrefi sem Ísland tók í átt til
aukinnar alþjóðasamvinnu
með nákvæmlega sama mál-
flutningi.
Auðvitað styrkjum við full-
veldi landsins
með aukinni
samvinnu við
Evrópuþjóð-
irnar. Við ger-
um það með
varnarsam-
starfi við þær
sömu þjóðir í
NATÓ. Það er
rökleysa að
halda því fram
að efnahags-
samstarf við
þessar þjóðir
ógni fullveldinu
en varnarsamstarfið styrki
það.
Með aðildinni að innri
markaði Evrópusambandsins
í gegnum EES-samninginn
tökum við sjálfkrafa upp
kjarnann í allri löggjöf þess.
Við sitjum hins vegar ekki við
borðið eins og í NATÓ. En
enginn hefur haldið því fram
að Ísland hafi glatað fullveld-
inu 1994 þegar EES-aðild var
ákveðin. Viðbótarskrefið til
fullrar aðildar er miklu minna.
Leiðarahöfundar
loka augunum
Hitt atriðið sem leiðarahöf-
undarnir nefna gegn tillög-
unum er staðhæfing þeirra
um að krónan hafi reynst
traustari gjaldmiðill en evran.
Hvernig rímar þetta nú við
veruleikann?
Evran haggaðist ekki þrátt
fyrir efnahagssamdrátt í kjöl-
far Covid-19. Íslenska krónan
hrundi. Ísland er eina landið á
Vesturlöndum þar sem efna-
hagssamdráttur hefur leitt til
aukinnar verðbólgu. Verð-
bólguþak Seðlabankans er
sprungið.
Mun alvarlegri staðreynd
blasir við. Krónuhagkerfið er
of lítið til þess að prenta pen-
inga fyrir ríkissjóð við þessar
aðstæður. Fyrir vikið er rík-
issjóður að taka innlend lán á
hærri vöxtum en grannþjóð-
irnar og erlend lán með mikilli
gengisáhættu.
Þetta gerir það að verkum
að svigrúm ríkissjóðs er
minna til björgunaraðgerða
en annarra þjóða, nema beita
eigi skattahækkunum eða nið-
urskurði eins og Samtök at-
vinnulífsins telja hættu á.
Fyrir utan þetta er mesta at-
vinnuleysi sögunnar stað-
reynd.
Fyrir öllu þessu loka leið-
arahöfundar augunum.
Léttúð
Fjármálaráðherra hefur nú
lagt fram frumvarp sem færir
Seðlabankanum völd til þess
að beita jafn umfangsmiklum
höftum og gert var eftir hrun.
Ísland er eina vestræna ríkið
sem er með gjaldmiðil sem
heldur ekki velli án þess að
Seðlabankinn fái varanlegar
heimildir af þessu tagi.
Viðskiptaráð líkti þessu
frumvarpi við léttúð. Rit-
stjórar Morgunblaðsins hafa
ekki fjallað mikið um þetta
frumvarp. En það er við-
urkenning Sjálfstæðisflokks-
ins á því að ekki er unnt að
stjórna krónunni án hafta.
Hvað veldur þögn ritstjóra
Morgunblaðsins um hafta-
frumvarp formanns Sjálf-
stæðisflokksins?
Morgunblaðið hefur spáð
dauða evrunnar á hverju ári í
meir en áratug. Samt er hún
annar sterkasti gjaldmiðill í
heimi.
Lítill skilningur
Kjarni málsins er að ís-
lenskt atvinnulíf þarf rekstr-
arumhverfi sem auðveldar því
að hlaupa hraðar.
Það gerist ekki með hærri
verðbólgu en í samkeppn-
islöndunum, ekki með hærri
vöxtum en í samkeppnislönd-
unum, ekki með óstöðugri
gjaldmiðli en í samkeppn-
islöndunum og ekki með vald-
framsali til Seðlabankans til
þess að beita umfangsmeiri
gjaldeyrishöftum en sam-
keppnislöndin.
Ég veit að Viðskiptaráð
notaði stórt orð þegar það
hakkaði niður haftafrumvarp
fjármálaráðherra og sagði það
bera vott um léttúð. En ég
finn ekki annað betra orð til
þess að lýsa skrifum ritstjór-
anna. Alltént lýsa þau ekki
ríkum skilningi á þeim vanda
sem við blasir í ríkisfjár-
málum og þeim miklu áskor-
unum sem atvinnulífið stend-
ur frammi fyrir.
Moggaléttúð
Eftir Þorgerði
Katrínu Gunn-
arsdóttur
» Það er rökleysa
að halda því
fram að efnahags-
samstarf við þessar
þjóðir ógni fullveld-
inu en varnarsam-
starfið styrki það
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Höfundur er formaður
Viðreisnar.