Morgunblaðið - 03.04.2021, Blaðsíða 31
DÆGRADVÖL 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021
„JA, SKO … ÞAÐ VAR ÞÁ. ÞÚ ERT EKKI
LENGUR HVOLPUR.“ „ÞÚ ÞARFT EKKI AÐ KLÁRA KJÚKLINGINN!“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að sofa á hlutunum.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
ÞAÐ ER EKKI EINS
OG ÉG SÉ Í SKÓLA …
ÞAÐ ER EKKI EINS
OG ÉG SÉ Í VINNU…
HEFJUM
HELGAR-
FRÍIÐ!
MIÐV. MIÐV. MIÐV.
JAH, ÞETTA VAR
ÓHEPPILEGT!
EKKI SVO MJÖG …
ENGAR LÝS EÐA FLÆR
LENGUR!
UMBOÐSMENN
STJARNANNA KJÚLLI
&
RIF
Dóttir Hauks og Svölu er 1) Svan-
hildur Ingibjörg, f. 26.12. 1954, mat-
ráður, gift Guðmundi Sigurjónssyni,
f. 27.9. 1946, verkstjóra. Þau eru bú-
sett á Selfossi. Börn: a) Heiðrún
Hödd, f. 1972 (barnsmóðir: Líney
Traustadóttir) í sambúð með Pól Eg-
holm. Barn: Nína Björk, f. 2011; b)
Sigurjón Vídalín, f. 1974, kvæntur
Helenu Sif Zophoníasdóttur. Börn:
Telma Sif (barnsmóðir: Maríanna
Rúnarsdóttir), f. 1999, sambýlis-
maður er Alex Orri Runólfsson, f.
1997. Þeirra barn er Tristan Sölvi, f.
2018; Henrika Sif, f. 2011, og Friðrika
Sif, f. 2014; c) Karen f. 1977, gift Ívari
Grétarssyni, f. 1984. Börn: Guð-
mundur Bjarni, f. 2003 (barnsfaðir:
Brynjólfur Bjarnason), og Rakel
Ingibjörg, f. 2011; d) Haukur, f. 1981,
kvæntur Sigríði Elínu Sveinsdóttur,
f. 1983. Börn: Sveinn Ísak, f. 2010,
Óliver Aron, f. 2015, og Hildur Svava,
f. 2017; e) Guðlaug Ingibjörg, f. 1993,
í sambúð með Helga Má Guðmunds-
syni, f. 1991. Synir Hauks og Grím-
hildar eru: 2) Bragi Leifur, f. 24.2.
1959, tölvunarfræðingur, búsettur í
Reykjavík; 3) Guðlaugur Ingi, f. 12.7.
1965, forritari, kvæntur Suphaphon
Tangwairam, f. 27.10. 1979, herberg-
isþernu. Þau eru búsett á Selfossi.
Börn: a) Eva, f. 1986 (barnsmóðir:
Katrín Guðlaugsdóttir). Sambýlis-
maður Evu er Pétur Óskar Pétursson,
f. 1986. Börn: Óliver Már, f. 2014
(barnsfaðir: Torfi Már Jónsson), og
Katrín Ósk, f. 2020. b) Nína, f. 2001
(kjörbarn af fyrra sambandi eigin-
konu). c) Daníel Ingi, f. 2008.
Systkini Hauks: Guðrún, f. 15.8.
1924 (samfeðra), skrifstofumaður, bú-
sett í Reykjavík; Ingveldur f. 31.1.
1928, d. 5.4. 2017, bankastarfsmaður,
búsett í Reykjavík; Jónas, f. 22.7.
1929, d. 29.11. 2019 atvinnurekandi,
búsettur í Reykjavík; Páll, f. 28.8.
1939, atvinnurekandi í Svíþjóð; Stein-
unn f. 9.5. 1942, verslunarmaður, bú-
sett í Reykjavík; Guðleif, f. 26.6. 1945,
verslunarmaður, lengst af búsett í
Reykjavík.
Foreldrar Hauks voru hjónin Guð-
laugur Ingvar Pálsson f. 20.2. 1896, d.
16.12. 1993, kaupmaður á Eyrarbakka
og Ingibjörg Jónasdóttir f. 22.3. 1905,
d. 4.11. 1984 húsfreyja og listakona á
Eyrarbakka.
Haukur
Guðlaugsson
Guðrún Jónsdóttir
húsfreyja í Kraga á Rangárvöllum
Gunnar Eyjólfsson
bóndi í Kraga
Guðleif Gunnarsdóttir
húsfreyja í Garðhúsum
Jónas Einarsson
sjómaður í Garðhúsum á Eyrarbakka
Ingibjörg Jónasdóttir
húsfreyja og listakona á Eyrarbakka
Sigþrúður Jónsdóttir
húsfreyja í Dvergasteinum
Einar Einarsson
bóndi í Dvergasteinum í Stokkseyrarsókn
Helga Jóhannsdóttir
húsfreyja í Þorgeirsbrekku á Höfðaströnd, Skag.
Ingólfur Ingólfsson
bóndi í Þorgeirsbrekku
Jóhanna Sesselja Ingólfsdóttir
húsfreyja, lengst af í Reykjavík
Páll Halldórsson
skósmiður, lengst af búsettur í Grimsby
Ingveldur Þorgilsdóttir
húsfreyja á Eyrarbakka
Halldór Guðmundsson
snikkari á Eyrarbakka
Úr frændgarði Hauks Guðlaugssonar
Guðlaugur Ingvar Pálsson
kaupmaður á Eyrarbakka
Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson:
Axlarskraut, sem ýtar bera.
Eru hjónin Gunna og Jón.
Stoðarbútur víst má vera.
Vættur dulin manna sjón.
Helgi Þorláksson á þessa lausn:
Djásn á öxlum dvergur er,
dvergsnafn Jón og Gunna fá,
dvergur ásinn uppi ber,
ekki kunnum dverg að sjá.
Knútur H. Ólafsson svarar:
Axlarskraut sem ýtar bera dvergur er.
Eru dvergar litla Gunna og litli Jón.
Dvergurinn litli mænisásinn uppi ber.
Einbúinn í Dvergasteini’ er hulinn sjón.
Helgi R. Einarsson á þessa lausn:
Axladvergar öxlum hjá.
Eru dvergar Gunna og Jón.
Dvergar standa stoðum á.
Í steini búa dvergahjón.
Sjálfur skýrir Guðmundur
gátuna þannig:
Dvergar skreyta axlir ýta.
Eru dvergar Gunna og Jón.
Dverg sem styrka stoð má nýta.
Í steini dvergur hulinn sjón.
Þá er limra:
Við Jón sterka barðist Bergur,
og þó Bergur sé smár eins og dvergur,
þá rotaði hann
þennan rammeflda mann,
og því var hann nefndur Þorbergur.
Og ný gáta eftir Guðmund:
Þó geisi hér veira og gjósi
og glóandi hraunstraumar frjósi,
ég gáturnar setja mun saman,
því sjálfum finnst mér það gaman:
x
Prúður á syllu hann situr.
Sálum hann boðskapinn flytur.
Höfuðið styrkir og styður.
Stefnuna sýnir hann yður.
Jónas Árnason orti:
Hinn meinhægi gamlingi Mundi
tróðst undir á Framsóknarfundi.
„þetta er nóg, þetta er nóg,
þetta er nóg, þetta er nóg,“
sagði meinhægi Mundi og stundi.
Og að lokum morgunvísa eftir
Kristján Karlsson:
Afbragðssól er undir gekk
aftur fer að skína:
sé ég undan borði og bekk
brydda á vini mína.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Á gulli verða
dvergarnir ginntir