Morgunblaðið - 03.04.2021, Síða 33
HANDBOLTI
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Línu- og varnarmaðurinn öflugi
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir tók á
dögunum fram skóna á ný og hóf að
æfa og spila með Val, þar sem hún
varð margsinnis Íslandsmeistari.
Anna Úrsúla hætti formlega hand-
boltaiðkun fyrir um ári, en hafði þó
ekkert leikið með Val tímabilið á
undan, 2019/2020.
Ekki nóg með það að hún sé ný-
byrjuð aftur í handboltanum eftir
tæplega tveggja ára fjarveru heldur
var hún sömuleiðis valin í æfingahóp
landsliðsins sem býr sig undir um-
spilsleiki gegn Slóveníu síðar í mán-
uðinum. Á hún 101 landsleik að baki,
þar sem hún hefur skorað 221 mark,
en spilaði síðast landsleik fyrir rúm-
um fimm árum.
Er allt of greiðagóð við fólk
Þegar blaðamaður sagðist vilja
spyrja hana út í þessa endurkomu
svaraði Anna Úrsúla um hæl: „End-
urkoma er svolítið sterkt orð!“ En
spurð um hvernig það væri að vera
byrjuð aftur sagði hún beiðni Ágústs
Jóhannssonar, þjálfara Vals og að-
stoðarþjálfara landsliðsins, um að
koma á æfingar hjá Val hafa undið
upp á sig.
„Þetta er bara ágætt. Þetta er
samt eins og maðurinn minn [Finnur
Ingi Stefánsson, leikmaður Vals]
segir, ég er allt of greiðagóð við fólk.
Það datt svolítið botninn úr liðinu
hjá Val og Gústi, sökudólgurinn,
höfðaði til mín með samviskunni að
gera þetta fyrir liðið og félagið. Að
dóttir mín væri nú í þessu félagi og
allt þetta. Ég ætlaði nú bara að
koma þarna, mæta á æfingar og að-
eins að hreyfa mig í þessu Covid-
drasli! Þau voru voða indæl að leyfa
mér það. Svo fór þetta alltaf aðeins
lengra og lengra,“ sagði Anna Úr-
súla í samtali við Morgunblaðið.
Þrjár á línunni óléttar
Henni þykir það skondið að hafa
aðeins náð að spila tvo leiki með Val í
Olísdeildinni áður en æfingar og
keppni voru bannaðar að nýju vegna
kórónuveirufaraldursins. „Þetta er
náttúrulega mjög súrrealískt en ég
ætlaði bara að redda þeim aðeins.
Ég veit ekki hversu margir leik-
menn hafa annaðhvort meiðst eða
orðið óléttar í Valsliðinu, ég held að
það séu þrír línumenn, sem ég held
að sé eitthvað sem enginn hefur
heyrt um áður!“
Hún kveðst því ekki fyllilega viss
um hvernig framhaldið verður, hvort
hún klári tímabilið með Val eður ei.
Það þurfi að koma í ljós. „Ég hugs-
aði bara að ég ætlaði að spila þetta
svolítið eftir eyranu og það hefur
eiginlega alltaf verið svoleiðis. Ég er
ekkert að gráta það ef eitthvað
gengur ekki upp, þetta var bara
fyrst og fremst hugsað sem hreyfing
fyrir mig.“
Fannst bara eðlilegt
að hringja í mig
Anna Úrsúla sagði það að vera
kölluð í æfingahóp landsliðsins
sömuleiðis hafa verið afar súrreal-
ískt. „En það er náttúrulega bara
leiðinlegt að greyin Steinunn
[Björnsdóttir] og Sunna [Jónsdóttir]
hafi meitt sig og séu úr leik. Þeim
fannst þá bara eðlilegt að hringja í
mig til að koma inn!
Þeir báðu mig um einhverja að-
stoð með reynslu og allt þetta. Ég
sagði nú að þeir væru ekki að fá 25
ára gamla mig, þeir væru að fá 36
ára þriggja barna móður! Það væri
því ekki hægt að fá mikið út úr mér.
En þeir voru til í einhvern peppara
þarna og ég sagðist nú alveg geta
gert það.“
Yrði endalaust gert grín að mér
Veit Anna Úrsúla hvort hún sé
einungis hugsuð sem hluti af æf-
ingahópi eða hvort hún eigi mögu-
leika á að taka þátt í leikjunum gegn
Slóveníu? „Ekki spyrja mig að því,
ég veit eiginlega ekki neitt, það yrði
endalaust gert grín að mér ef ég
segði eitthvað um það.
Ég veit bara hvenær næsta æfing
er og ég þarf að skipuleggja hvernig
ég kemst á þá æfingu. En nei, við
töluðum bara um það að ég myndi
koma og æfa og kannski aðeins
reyna að koma með smá karakter
eða eitthvað í þeim dúr. Bara svona
að hafa gaman. En þær eru ótrúlega
magnaðar þessar stelpur og vonandi
komast þær áfram í þessa loka-
keppni, ég hef fulla trú á því,“ sagði
hún.
Var alveg hætt
Anna Úrsúla er eins og hún nefnir
hér að ofan þriggja barna móðir og
hefur ávallt snúið aftur á völlinn eft-
ir barnsburð, þó að í þetta skiptið sé
það ögn seinna en í hin tvö skiptin.
„Þegar ég átti stelpuna mína fyrir
sex árum fór ég í bráðakeisara
þannig að ég sneri aftur sex vikum
eftir að ég átti. Svo með annan
strákinn minn var það aðeins
minna.“
Hún var þó endanlega hætt þegar
hún tilkynnti það formlega á síðasta
ári. „Þá leið mér þannig að ég væri
alveg hætt. Það var alveg rætt í fjöl-
skyldunni og þetta var bara komið
gott. Ég var ólétt af þessu þriðja
barni og fannst þetta bara fínn tíma-
punktur. Þannig að þetta er einhver
biluð greiðasemi sem ég held að ég
sé að gera fólki.“
Ég er bara að redda honum
„Þetta er mjög steikt og mér
finnst þetta ofboðslega kjánalegt en
svo er ég einmitt svo greiðagóð að ég
segi alltaf: „Ég er bara að redda
honum.“ Þannig að það er mjög mik-
ið hlegið að mér í fjölskyldunni.
Maður verður að fara að hætta
þessu greiðasemisdrasli, fara að
hugsa um sjálfan sig og fjölskyld-
una,“ sagði hún og hló.
Anna Úrsúla tekur þó jákvæða
hluti úr því að vera komin aftur á
handboltavöllinn.
„Sem betur fer í þessu Covid-
ástandi fær maður að fara og fá út-
rás og smá félagslega tengingu.
Maður kemur á æfingar og það gerir
rosalega mikið fyrir mig, þannig að
það var æðislegt að ég gat verið
með,“ sagði hún að lokum í samtali
við Morgunblaðið.
Ætlaði aðeins að hreyfa
sig en endaði í landsliðinu
- Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var hætt eftir að hafa eignast sitt þriðja barn
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Öflug Anna Úrsúla Guðmundsdóttir skorar fyrir Val gegn ÍBV í fyrsta leik sínum með liðinu í tæp tvö ár.
ÍÞRÓTTIR 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021
Íþróttafréttamenn áttu
heldur betur að eiga annríkt um
páskana, enda stóð til að spila
heilu umferðirnar á Íslands-
mótum í hand- og körfubolta,
bæði hjá körlum og konum. Und-
irritaður sá því fram á að vera
önnum kafinn þessa helgina.
Annað kom þó á daginn eftir
að yfirvöld boðuðu hertar að-
gerðir til að sporna við veirunni
góðu, sem nú hefur fylgt okkur í
meira en ár. Í staðinn fyrir er-
ilsama en ánægjulega páska,
stútfulla af spennandi íþrótta-
viðburðum, sit ég uppi með allt
of mikinn tíma til að skrifa þenn-
an Bakvörð.
Í stað þess að segja frá ár-
angri og afrekum íþróttafólks
okkar snúast flestar fréttir um
hver er í sóttkví og hver ekki.
Landslið karla í knattspyrnu,
U21, er búið að koma sér fyrir í
sóttkvíargúlaginu í Þórunnartúni
og verður þar yfir páska eftir að
hafa tekið þátt á Evrópumeist-
aramótinu í Ungverjalandi á dög-
unum. Engu máli skiptir að hóp-
urinn var í eins öruggu umhverfi
og mögulegt var miðað við að-
stæður.
Ég er löngu hættur að skilja
hvernig þessar ákvarðanir eru
teknar. Veitingastaðir eru opnir,
og líka hársnyrtistofur. Þá sækja
þúsundir manna eldgos á hverj-
um degi. Fyrir ekkert svo löngu
var stranglega bannað að fara í
klippingu vegna veirunnar, en
núna er það í lagi. Svo mátti alls
ekki horfa á nokkurn mann spila
körfubolta en að fara í leikhús
þótti ágæt og hættulaus af-
þreying.
Maður er ekki alltaf sam-
mála en það fær núverandi stöðu
víst ekki breytt. Nú er ég hættur
að tuða og farinn að líta hýru
auga til páskaeggsins á skrif-
borðinu, það er ekki búið að
banna það. Gleðilega páska.
BAKVÖRÐUR
Kristófer
Kristjánsson
kristoferk@mbl.isKnattspyrnudeild Selfoss hefur
fengið liðsstyrk fyrir komandi átök
á Íslandsmótinu en ástralska lands-
liðskonan Emma Checker hefur
samið við félagið og leikur með því
í sumar. Checker er 25 ára gamall
miðvörður sem lengst af hefur leik-
ið í heimalandinu en einnig hefur
hún spilað í Suður-Kóreu og í
Frakklandi. Hún á fimm A-
landsleiki að baki með Ástralíu og
er nú í leikmannahópi landsliðsins
sem mætir Þýskalandi í æfinga-
leikjum í apríl. Hún flýgur svo til Ís-
lands að því verkefni loknu.
Landsliðskona til
liðs við Selfoss
Ljósmynd/Selfoss
Ástralía Emma Checker skrifar
undir samning við Selfoss.
Júdómaðurinn Sveinbjörn Iura
greindist í gær með kórónuveiruna
og hefur því þurft að draga sig úr
keppni á móti í Tyrklandi.
Sveinbjörn náði góðum árangri
þegar hann komst í 16-manna úrslit
á sterku móti í Tbilisi, höfuðborg
Georgíu, í vikunni en Sveinbjörn
ætlar sér á Ólympíuleikana í Tók-
ýó. Hann sagði frá því á Facebook-
síðu sinni í gær að það séu gríð-
arleg vonbrigði að fá veiruna, enda
ætlaði hann sér að taka annað skref
í átt að Ólympíuleikunum með góð-
um árangri í Tyrklandi um helgina.
Sveinbjörn með
kórónuveiruna
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Jákvæður Sveinbjörn greindist með
veiruna og getur því ekki keppt.
Meistaradeild Evrópu
16-liða úrslit, L-riðill:
Zaragoza – Nymburk.......................... 90:71
- Tryggvi Snær Hlinason skoraði 2 stig
fyrir Zaragoza og tók 2 fráköst á þremur
mínútum.
_ Zaragoza og Nymburk eru bæði komin í
átta liða úrslit.
Þýskaland
Fraport Skyliners – Chemnitz........... 76:89
- Jón Axel Guðmundsson skoraði 13 stig
fyrir Fraport, átti 5 stoðsendingar og tók
eitt frákast á 35 mínútum. Fraport er í 12.
sæti af 18 liðum og á átta leiki eftir, en er
sex stigum frá áttunda sætinu.
Evrópudeildin
Alba Berlín – Valencia........................ 86:90
- Martin Hermannsson lék ekki með Val-
encia vegna meiðsla gegn sínu gamla félagi
í Þýskalandi.
NBA-deildin
Cleveland – Philadelphia ................... 94:114
Detroit – Washington......................... 120:91
Brooklyn – Charlotte ......................... 111:89
Miami – Golden State....................... 116:109
New Orleans – Orlando........... (frl.) 110:115
San Antonio – Atlanta ........... (2frl.) 129:134
LA Clippers – Denver........................ 94:101
Staðan í Austurdeild:
Brooklyn Nets 34/15, Philadelphia 33/15,
Milwaukee 30/17, Charlotte 24/23, Miami
25/24, New York 24/24, Atlanta 24/24, Bost-
on 23/25, Indiana 21/25, Chicago 19/27, To-
ronto 18/30, Washington 17/30, Orlando 17/
31, Cleveland 17/31, Detroit 14/34.
Staðan í Vesturdeild:
Utah Jazz 36/11, Phoenix 33/14, LA Clip-
pers 32/18, LA Lakers 30/18, Denver 30/18,
Portland 29/18, Dallas 25/21, San Antonio
24/22, Memphis 22/23, Golden State 23/25,
Sacramento 22/26, New Orleans 21/26,
Oklahoma City 20/27, Houston 13/34,
Minnesota 12/36.
4"5'*2)0-#