Morgunblaðið - 03.04.2021, Qupperneq 36
AF MYNDLIST
Anna Jóa
Á sýningunni Berangri, semnú stendur yfir í ListasafniÍslands, má sjá verk sem
Georg Guðni Hauksson málaði á
Berangri, Rangárvöllum, þar sem
hann bjó ásamt fjölskyldu sinni.
Þessi dáði listamaður, sem hefði
fagnað sextugsafmæli sínu í árs-
byrjun, varð bráðkvaddur sumarið
2011 er hann, einn á ferð, hneig
skyndilega niður í faðm landsins sem
hann hafði að sínu helsta viðfangs-
efni síðustu æviárin.
Um það leyti er Georg Guðni
hóf nám við málaradeild Myndlista-
og handíðaskólans ríkti mikill endur-
vakinn áhugi á málverkinu sem sam-
tímamiðli, ekki síst fyrir tilstilli nýja
málverksins svokallaða. Orkustigið
var hátt í kringum það og stundum
ólgusjór. Georg Guðni reyndi fyrir
sér á þeim slóðum en snemma bar þó
á rósamri íhygli hans gagnvart mál-
verkinu og áhuga á frumformunum.
Auk þess að vera í öflugum nem-
endahópi, naut hann leiðsagnar
margra góðra myndlistarmanna í
námi sínu við skólann þar sem hann
lagði grunninn að myndheimi sínum.
Í ljósi þess að verk hans eru ávallt
byggð á geómetrísku myndskipulagi
og einfölduðu myndmáli – ásamt afar
blæbrigðaríku og markvissu sam-
spili litatóna – má sérstaklega nefna
form- og litafræðikennslu Harðar
Ágústssonar sem bjó yfir yfirgrips-
mikilli þekkingu og víðsýni á sviði
sjónmennta er spannaði allt frá forn-
klassískum listhugmyndum til sam-
tímans (og tók einnig til arfs
íslenskrar byggingarlistar). Við upp-
haf ferils Harðar var hugmynda-
fræði hins geómetríska málverks,
eða konkretmyndlistar, í algleym-
ingi, og hann þekkti vel til hugmynda
um andlegan kraft lita og forma, sem
hann sagði sprottinn úr „þeirri til-
kenningu sem heitir að vera og finna
til.“ Á 8. áratugnum hafði hann feng-
ist við gerð óhlutbundinna verka í
anda naumhyggju eftir að hafa til-
einkað sér austræn áhrif og ljóðrænu
í náttúrutengdri afstraksjón. Í grein
um kynni sín af Herði segir Hildur
Hákonardóttir myndlistarmaður að
Hin djúpa nánd – Málaralist Georgs Guðna
Úr safneign Listasafns Íslands
Seiðmagn Frá sýningunni Berangur sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands, með verkum sem Georg Guðni málaði
á síðustu fimm árunum sem hann lifði. Í málverkum listamannsins „býr sterk skírskotun til náttúrureynslu“.
hún hafi smám saman áttað sig á því
hvernig áherslur Kurts Zier (fyrrv.
skólastjóra Myndlista- og hand-
íðaskólans) á „að frá náttúrunni
væru öll form komin og til hennar
yrði alltaf að leita“ hafi tengst form-
fræði Harðar, leitinni að „breyti-
möguleikum línu, hrings, þríhyrn-
ings og fernings“. Henni varð ljóst
að formfræðin „var skipuleg krufn-
ing á frumþáttum náttúrulögmál-
anna […]. Hún var klassískur grunn-
ur að formmenntun í okkar
menningarheimi en í eðli sínu var
hún zen-búddísk.“ Þessi lýsing Hild-
ar virðist eiga vel við um þau viðhorf
og kenndir sem eru að verki í
medítatífum, samhverfum og kyrr-
látum en jafnframt dulúðugum nátt-
úruheimi Georgs Guðna.
Landslag og hið andlega
Viðfangsefni Georgs Guðna –
landslagið – gerir að verkum að
myndir hans eru listsögulega iðulega
greind með hliðsjón af landslags-
málun fyrri tíma. Það er raunar at-
hyglisvert að í umfjöllun um verk
hans var fljótlega farið að vísa til
landslagsmyndlistar 19. aldar, og þá
sérstaklega verka sem kennd eru við
rómantík og síðrómantík við aldarlok.
Hið síðrómantíska landslagsmálverk
felur iðulega í sér andrúm draum-
kenndrar eða dulúðugrar kyrrðar
sem sköpuð er með myndbyggingu,
einföldun forma og litameðferðar í
þágu táknrænnar merkingar fremur
en raunsæislegri eftirlíkingu náttúr-
unnar. Í tengslum við listsögulegt
endurmat sem átti sér stað um það
leyti er ferill Guðna hófst, tóku æ fleiri
til skoðunar þá hugmynd að rætur 20.
aldar afstraktmyndlistar væri meðal
annars að finna í því hvernig andlegri
merkingu er miðlað á táknrænan hátt
í landslagsverkum 19. aldar. Nefna
má sérstaklega sýninguna The Spiri-
tual in Art: Abstract Painting 1890-
1985 og samnefnda bók sem kom út
1986 og vakti mikla athygli en þar var
gert út á tengsl afstraktlistar og hug-
myndastrauma er tengdust andlegum
víddum í Evrópu í kringum aldamótin
1900. Í því samhengi er vert að staldra
við snemmbæran áhuga Georgs
Guðna á geómetrískri einföldun
forma.
Í verkinu „Kögunarhóll“, einni
fjallamyndanna á fyrstu einkasýningu
Georgs Guðna í Nýlistasafninu árið
1985, birtist einfaldað form nafn-
greinds fjalls, sem fyllir að miklu leyti
út í myndflötinn, án sérstaks for-
grunns, nánast eins og um portrett-
mynd sé að ræða. Engu er líkara en
að dimmleitt og dularfullt fjallið horfi
á mann – eða sjáum við aftan á fjall
sem horfir inn á við? Það er ekki að-
eins formið, heldur efniskenndin og
fínleg tónablæbrigði olíulitarins – ein-
tóna eða tvítóna, gráir og bláir litir –
sem skapa í senn tilfinningu fyrir
jarðbundnu „fjalli“, kyrru andrúms-
lofti næturhúms, og jafnframt þann
huglæga andblæ sem gagnrýnendur
nefndu í umsögnum sínum um sýn-
inguna með vísun til 19. aldar róman-
tíkur. Hið þrönga myndrými – þar
sem áhorfandinn virðist svífa í lausu
lofti frammi fyrir hinu fremur flata
formi – leiða hugann að næturljóði
(„nocturne“) symbólistanna og þeirri
metafýsísku skírskotun til handan-
veruleika sem býr að baki táknmynd-
inni. Jöfnum höndum skapar Georg
Guðni sterka tilfinningu fyrir nær-
veru og dregur áhorfandann að „fjall-
inu“ og þar með inn í efnisveruleika
sjálfs málverksins.
Fjallið úr huganum
Á sýningunni í Nýlistasafninu
voru myndir af fleiri nafngreindum
fjöllum úr umhverfi listamannsins,
til að mynda Esjunni, og þegar
hann um haustið heldur til tveggja
ára framhaldsnáms við Jan van
Eyck-akademíuna í Maastricht í
hinu fjallalausa Hollandi, málar
hann áfram myndir af fjöllum. En
þótt fjöll móti ekki lengur umhverfi
listamannsins – þá snýr hann sér að
því að mála fjallið sem býr innra
með honum, „fjallið úr huganum“,
eins og hann kemst sjálfur að orði.
Það er þá sem Georg Guðni gerði
sér grein fyrir því að einmitt þannig
vildi hann hafa það, enda runnu þá
saman hughrif og kenndir tengdar
ýmsum fjöllum. Þessi uppgötvun
virðist hafa styrkt hugmyndalega
nálgun listamannsins og ef til vill
einnig veitt einhver svör við grund-
vallarspurningum eins og þeim sem
hann skrifar hjá sér á einum stað í
skissubók:
Af hverju að mála
Af hverju að mála landslag
Hvað er landslagsmálverk
Það er í Hollandi sem Georg
Guðni fer að þróa þá tækni að bæta
íblöndunarefnum eins og fernisolíu
út í olíulitinn, leggja hálfgagnsæjan
litinn hægt á flötinn og byggja þann-
ig upp myndir sínar með mörgum,
örþunnum lögum af olíulit. Með
þessari aðferð, og næmni á eiginleika
olíulita, náði hann að gæða myndir
sínar mikilli litadýpt og vissri innri
birtuglóð. Þessi aðferð þróaðist á
endurreisnartímanum og frum-
kvöðlar aðferðarinnar voru raunar
flæmsku og hollensku meistararnir –
Rembrandt, Vermeer og Van Eyck.
Þessi aðferð er jafnan notuð til að
skapa tilfinningu fyrir fjarlægð í
landslagsmálverki, svonefndri loft-
fjarvídd, á þann hátt að þunn litalög
mýkja útlínur forma og lýsa þau
þannig að þau virðast hverfa inn í
fjarlægðarmóðu, þar sem bláir tónar
hörfa mest. Því má ímynda sér að
dvölin í Hollandi hafi veitt Guðna
mikilvægan innblástur. Sjálfur sagð-
ist hann hafa kannað landslag í bak-
grunni trúarlegra mynda – þar sem
loftfjarvíddinni er einmitt beitt – og
eitthvað hlýtur flatt, einsleitt lands-
lag Hollands og áhersla hollensku 17.
aldar landslagsmeistaranna á sér-
kenni eigin landslags: sjóndeild-
arhringinn og víðáttumikinn himin –
og heildarandrúmsloft sem túlka átti
kraftbirtingu guðdómsins – að hafa
hreyft við honum eins og hún gerði í
tilviki Caspars Davids Friedrich,
Turners, Constable og fleiri 19. aldar
landslagsmálara. Þessir listamenn
voru í miklum metum hjá Guðna.
Hollendingarnir fyrrnefndu voru,
með nýjungum sínum í myndbygg-
ingu og tækni, brautryðjendur á
sviði landslagsmálunar.
Geómetrían og grindin
Meðan á Hollandsdvölinni stóð
varð vart geómetrískrar einföldunar
forma í verkum Georgs Guðna, auk
tilrauna með stærð og lögun mynda. Í
verkinu „Ernir“ nálgast hann mjög
hið óhlutbundna með því að skipta
myndfletinum í tvennt með mjúkri
skálínu sem listamaðurinn gaumgæfir
annars vegar sem mót himins og jarð-
ar, eða fjallshlíðar, og hins vegar sem
snertingu tveggja forma á myndfleti
málverksins. Hér er listamaðurinn
farinn að vinna á markvissan hátt með
vefnaðarkenndar, láréttar og lóð-
réttar pensilstrokur en í fjallshlíðinni
fylgja þær þó enn lögun hennar og
gefa til kynna að um landslagsform sé
að ræða. Þó er sem þetta form sé
byrjað að gufa upp í ljósu pensil-
strokunum sem túlka andrúmsloftið
umhverfis fjallið og virðast líkt og
gæla við það í eins konar mjúku
aðflugi listamannsins „inn í fjallið“.
Þannig tengir pensilfarið áhorfand-
ann á skynrænan hátt – í gegnum
bæði myndmál og hið málaða far –
einnig við líkama málarans. Það er
jafnframt túlkun hins efniskennda
andrúmslofts í málverkinu sem ljær
því dýpt og sterka skírskotun til hlut-
veruleikans og spornar gegn lestri
sem lýtur eingöngu að samspili óhlut-
bundinna lita og forma á ferhyrndum
fleti.
Ætla má að sú aðferð að mála
fjöll og landslag eftir minni, hafi
skerpt staðarkennd Georgs Guðna,
því hvað er það sem situr eftir annað
en tilfinning? En sú tilfinning á rætur
sínar í lifaðri reynslu. Í kjölfar mál-
verksins „Ernir“ tekur við um tveggja
»
Þótt listamaðurinn sé horfinn á braut – á vit
„buskans“, svo notað sé orðalag Guðna – á vit
hins óútskýrða, býr andi hans í efninu, í ummerkj-
um um nærveru hans í heimi málverksins – heimi
sem við eigum á einhvern hátt einnig hlutdeild í,
stödd á milli málverks og myndar, efnis og anda.
Úr safneign Listasafns Íslands
Kögunarhóll Verkið var á fyrstu
einkasýningu Georgs Guðna 1985.
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. APRÍL 2021
BRÚÐKAUPSBLAÐIÐ
Kemur út 16. apríl
Viðtöl viðBRÚÐHJÓN
Fatnaður, förðun og hárgreiðsla
Giftingahringir
BRÚÐKAUPSVEISLUR
Veisluþjónustur og salir
Dekur fyrir brúðhjón
Brúðkaupsferðir
ÁSTARSÖGUR
og margt fleira
PÖNTUN AUGLÝSINGA
til mánudagsins 12. apríl
Katrín Theódórsdóttir
S. 569 1105 kata@mbl.is - meira fyrir áskrifendur