Fréttablaðið - 23.09.2021, Side 3

Fréttablaðið - 23.09.2021, Side 3
1 8 7 . T Ö L U B L A Ð 2 1 . Á R G A N G U R f rettab lad id . i s F I M M T U D A G U R 2 3 . S E P T E M B E R 2 0 2 1 Fegurð og von í missi Flokkarnir setja nýsköpun á oddinn Lífið ➤ 26 Markaðurinn ➤ 8 Mmm ... Safarík kíví eru best núna! Pssst ... Vissir þú að kíví heitir líka loðber? 23. SEPTEMBER - 6. OKTÓBER 25% AFSLÁTTUR AF HEILSU- OG LÍFSSTÍLSVÖRU M ALLT AÐ HEILSUDAGAR Í NETTÓ Sjálfstæðisflokkurinn mælist nú með 20 prósenta fylgi tveimur dögum fyrir kosn- ingar. Samfylkingin er enn næststærsti flokkurinn, en Píratar bæta við sig einu og hálfu prósenti. bth@frettabladid.is KOSNINGAR Sjálfstæðisflokkurinn tapar enn fylgi og mælist nú með 20,1 prósent, samkvæmt könnun sem Prósent gerði fyrir Fréttablaðið. Tapar flokkurinn rúmu prósenti frá könnun síðustu viku. Samfylkingin er næststærsti stjórnmálaflokkur landsins og mælist með 14,7 pró- sent. Píratar mælast nú með 13,1 prósent í stað 11,5 prósenta í síðustu viku og bæta við sig rúmu einu og hálfu prósenti. Framsóknarf lokkurinn fær nú 12,2 prósent og VG 10,7 prósent. Ríkisstjórnin er því kolfallin sam- kvæmt könnuninni, þar sem sam- anlagt fylgi f lokkanna þriggja er aðeins 43 prósent. Viðreisn fær 9,3 prósent, Sósíal- istar 6,9 prósent, Miðf lokkurinn 6,6 prósent og Flokkur fólksins 5,2 prósent. Frjálslyndi lýðræðis- flokkurinn mælist með 1,1 prósent. Samkvæmt könnuninni koma níu framboð mönnum á þing, sem yrði einsdæmi í Íslandssögunni. Höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins er hjá formanninum í Kraganum, þar sem f lokkurinn fær 29,7 prósent. Samfylkingin er sterkust í Reykja- vík, hefur 22 prósent í Reykjavík norður og því f lýgur Jóhann Páll Jóhannsson á þing samkvæmt könnuninni og Rósa Björk Brynj- ólfsdóttir sem vermir 2. sætið í hinu Reykjavíkurkjördæminu líka, þar sem flokkurinn er með tæp 20 prósent. Kosninganóttin gæti orðið spennandi fyrir Guðmund Andra Thorsson sem vermir 2. sæti í Krag- anum, þar sem flokkurinn mælist með 12,2 prósenta fylgi. Oddný Harðardóttir fellur hins vegar af þingi samkvæmt könnuninni því f lokkurinn mælist aðeins með 5,4 prósent í Suðurkjördæmi. Eins og Samfylking eru Píratar sterkastir í Reykjavík. Flokkurinn er með rúm 19 prósent í báðum Reykjavíkurkjördæmunum en fylgið er mun lakara á landsbyggð- inni, þar sem eina þingmannsvonin virðist vera í Einari Brynjólfssyni í Norðausturkjördæmi. Tæpt er að ráðherra Framsóknar- flokksins, Ásmundur Einar Daða- son, fái þingsæti í Reykjavík norður og gæti hann þurft að treysta á jöfn- unarsæti samkvæmt könnuninni. Sósíalistar mælast með meira en 6 prósenta fylgi í öllum kjördæmum nema Kraganum. Fylgi Miðflokks- ins er undir þremur prósentum í Reykjavíkurkjördæmunum og því ekki útlit fyrir að leit f lokksins að kvenframbjóðendum í borginni skili sér í þingstyrk. Formaðurinn er hins vegar öruggur með þingsæti, en flokkurinn er með 12,5 prósent í hans kjördæmi fyrir norðan. Könnunin var framkvæmd dag- ana 17.-21. september. 2.500 ein- staklingar voru spurðir og svöruðu 1.244, eða um 50 prósent. ■ Píratar bæta í en Sjálfstæðismenn tapa áfram fylgi 0 5 10 15 20 25 Annað ■ Kosningar 2017 ■ Könnun 17. sept. 2021 ■ Könnun 22. sept. 2021 Hvaða flokk myndirðu kjósa ef gengið yrði til kosninga í dag? Gríms eyingar fylgdust með kirkjunni sinni brenna til kaldra kola í fyrrinótt. Kirkjan varð alelda skömmu eftir að eldurinn kom upp og ómögulegt reyndist að ráða við hann. Kirkjan var byggð úr rekaviði árið 1867. Miklar endurbætur voru gerðar á kirkjunni árið 1956 og var hún þá endurvígð. Kirkjan var friðuð árið 1990. Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, myndaði rústirnar fyrir Fréttablaðið. Hún segir brunann mikið tilfinningalegt tjón fyrir íbúa Grímseyjar, sem hittust í félagsheimili sínu í gærkvöldi til að ræða málin og framhaldið. MYND/KAREN NÓTT HALLDÓRSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.