Fréttablaðið - 23.09.2021, Side 10

Fréttablaðið - 23.09.2021, Side 10
Skattfrádráttur rannsókna- og þróunarverkefna Umsóknarfrestur er til og með 1. október Nánari upplýsingar rannis.is Nýsköpunarfyrirtæki, sem eru eigendur að rannsókna- og þróunarverkefnum og hlotið hafa staðfestingu Rannís, eiga samkvæmt lögum rétt á frádrætti gegnum skattkerfið. Stuðningur við verkefni getur numið allt að 35% af útlögðum kostnaði í tilviki lítilla og meðalstórra fyrirtækja, en 25% í tilviki stórra fyrirtækja.* *skattárin 2020 og 2021 (til endurgreiðslu 2021 og 2022) helgivifill@frettabladid.is Hagnaður Hofgarða, félags í eigu Helga Magnússonar, nam 420 millj- ónum króna árið 2020. Hofgarðar eru hluthafi í Torgi sem gefur út Fréttablaðið. Helgi er formaður stjórnar Torgs. Hofgarðar hafa fjárfest í skráð- um og óskráðum verðbréfum hér á landi og erlendis. Af koman af þessum viðskiptum hefur verið sveiflukennd. Árið 2018 nam hagn- aður félagsins 180 milljónum króna, hagnaður var rúmar 900 milljónir árið 2019 og 420 milljónir króna í fyrra. Bókfærð eiginfjárstaða félags- ins var um þrír milljarðar króna í árslok 2020. ■ Hofgarðar hagnast um 420 milljónir Helgi Magnús- son, stjórnarfor- maður Torgs Stjórnarflokkarnir segja að mikið hafi verið gert á kjörtímabilinu til að efla nýsköpun. Stjórnarandstaðan er þeirrar skoðunar að ekki hafi verið nóg að gert. magdalena@frettabladid.is Stjórnmálaf lokkarnir hafa fjöl- breytt áhersluatriði í nýsköpunar- málum. Núverandi stjórnarflokkar leggja áherslu á að tekið verði tillit til loftslagsmála og eflingar nýsköp- unar á landsbyggðinni. Þá vilja nokkrir stjórnarandstöðuflokkar meiri fyrirsjáanleika og einfaldara skattaumhverfi. Markaðurinn sendi fyrirspurnir til f lokkanna og bað þá um að lýsa nýsköpunarstefnu sinni. Í svari Vinstri grænna við fyrir- spurn Markaðarins segir að þau vilji leggja áherslu á grænar fjárfestingar og loftslagsvæna nýsköpun. Jafn- framt er tekið fram að mikið hafi áunnist í þessum málaf lokki á kjörtímabilinu og að framlög á fjár- lögum til nýsköpunar og rannsókna hafi aukist um ríflega 130 prósent á kjörtímabilinu. „Vinstri-græn vilja framlengja endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar og auka enn frekar við stuðning við Rannsóknasjóð og Tækniþróunarsjóð. Vinstri græn líta á skapandi greinar sem mikilvægan hluta þessa umhverfis og vilja gera fjölgun listamannalauna varanlega og hækka upphæð þeirra. Halda þarf áfram á þeirri braut að fram- lög til nýsköpunar nái að minnsta kosti 3 prósentum af vergri lands- framleiðslu árlega,“ segir í svarinu. Þá segir jafnframt að flokkurinn vilji skoða að lögfesta skyldur lífeyr- issjóða og fjármálastofnana um að fjárfestingar þeirra verði metnar út frá loftslagsáhrifum og samfélags- legum áhrifum. Einnig er tekið fram að veita þurfi svigrúm fyrir nýsköpun þegar kemur að almanna- þjónustu og að sérstök áhersla verði lögð á að styðja við nýsköpun í heil- brigðiskerfinu og velferðarþjónustu á næstu árum. Vinstri græn vilja aukinheldur tryggja að fjármagni til nýsköpunar sé dreift með sanngjörnum hætti milli landshluta og að aðgengi hópa og kynja til nýsköpunar skuli ef lt með markvissum aðgerðum. Sjálfstæðisf lokkurinn undir- strikar að margt gott hafi verið gert í þessum málaflokki á kjörtímabil- inu og nefnir meðal annars þróun og innleiðingu nýsköpunarstefnu og stofnun Kríu, sem er hvatasjóður vísisfjárfestinga. Það er markmið Sjálfstæðis- f lokksins að halda áfram innleið- ingu nýsköpunarstefnunnar, en í henni felst meðal annars að beina fjármagni til rannsókna og frum- kvöðla, fremur en í umsýslu og yfir- byggingu. Í nýsköpunarstefnunni felst meðal annars að koma á fót sér- stöku nýsköpunar- og frumkvöðla- ráði og auk þess stuðla að því að almenningur hafi skattalega hvata til að fjárfesta í skráðum nýsköp- unarfyrirtækjum eða taka þátt í sjóðum sem fjárfesta í nýsköpun. Þá vill f lokkurinn jafnframt leggja áherslu á þekkingu og færni í skólakerfinu sem líkleg er til að nýtast í framtíðinni svo sem STEM- greinar, hönnunar, tungumála og verklega þekkingu. Framsóknarf lokkurinn leggur áherslu á kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 og bætt skattaumhverfi nýsköpunarfyrirtækja. Flokkur- inn vill einnig styðja við atvinnu- u ppbyggingu og nýsköpun á lands- byggðinni. Í svari Framsóknar segir jafnframt að f lokkurinn vilji stórefla nýsköpun í matvælafram- leiðslu og landnýtingu. „Stefna ber að því að öll land- nýting og ræktun sé sjálf bær og stuðningur hins opinbera þarf í meira mæli að beinast að því að efla fjölbreytta ræktun og landnýtingu, þar með talið kolefnisbindingu. Efla þarf vetnisframleiðslu en eftirspurn eftir framleiðslu úr grænni orku og hreinu vatni fer hraðvaxandi um allan heim. Framsókn vill því nýta tækifæri til útflutnings á orkuþekk- ingu og orku í formi rafeldsneytis.“ Píratar vilja auka stuðning við uppbyggingu þróunarsetra og ein- falda skattaumhverfi nýsköpunar og rekstur fyrirtækja. „Það yrði til dæmis gert með því að skil- greina nýtt fyrirtækjaform, frum- kvöðlafélög, sem er skilvirkara og hagkvæmara að stofna og reka en einkahlutafélög. Þörf yrði þá á að hafa skýra leið til þess að umbreyta frumkvöðlafélögum í hlutafélög þegar þau vaxa,“ segir í svari við fyrirspurn blaðsins. Flokkurinn tekur jafnframt fram að hann vilji tryggja fjölbreytta nýsköpun og stafræn umbylting verði sett á odd- inn innan alþjóðlega geirans. Viðreisn dró sína nýsköpunar- stefnu saman í þrjú lykilorð: stöð- ugleika, fyrirsjáanleika og úthald. Segir í svari flokksins við fyrirspurn Markaðarins að í því felist stöðugt gengi, lágir vextir og lág verðbólga. Einnig að stuðningskerfi á borð við endurgreiðslur vegna rannsókna og þróunar og ýmis framlög og styrkir verði ákveðnir, til að minnsta kosti tíu ára í senn. Auk þess að trúa á og vinna að langtímasýn og fylgja henni eftir þó að illa ári. Sósíalistaf lokkurinn telur að núverandi nýsköpunarstefna gangi út á eftirlitslausar endurgreiðslur til atvinnulífsins, sem muni ekki endilega leiða til nýsköpunar og til að vinda ofan af því vill f lokkur- inn aukna aðkomu ríkisins. Í svari flokksins við fyrirspurn Markaðar- ins segir: „Menntastefnan okkar tæpir á nokkrum öðrum atriðum sem ýta undir nýsköpun. Þar má nefna öflugra námsstyrkjakerfi og virkjun rannsókna-, vísinda-, og fræðaumhverfisins.“ Ekki bárust svör frá Samfylk- ingunni, Flokki fólksins eða Mið- flokknum. ■ Flokkarnir setja nýsköpun á oddinn Ýmislegt er hægt að gera til að efla nýsköpun og hafa flokkarnir lagt fram sínar áherslur. FRÉTTABLADID/EYÞÓR Förum á mis við tækifæri Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segir að þegar kemur að áherslum stjórnvalda í málefnum nýsköpunar sé þrennt sem skipti mestu máli. „Í fyrsta lagi þurfa þær aðgerðir sem ráðist var í vegna Covid-19 heimsfaraldursins, svo sem þegar hvatar vegna rannsókna og þróunar voru hækkaðir, bæði hlutfall og þak, að vera gerðar ótímabundnar,“ segir hann og bætir við að um sé að ræða fjár- festingu í framtíðartekjum en ekki eyðslu. Auk þess nefnir hann að mikil- vægt sé að sérstakur ráðherra iðnaðar, nýsköpunar og erlendra fjárfestinga þurfi að sjá um málaflokkinn. „Þessi mál hafa ekki haft þann sess sem þau þurfa að fá til að það sé hægt að sækja öll þau tækifæri sem við stöndum frammi fyrir.“ Hann bætir við að þriðja atriðið sem skipti miklu máli snúi að mannauði. „Skortur á sérfræðiþekkingu hér á landi á ýmsum sviðum hefur reynst hindrun í vexti fyrirtækja í hug- verkaiðnaði. Tvennt þarf að koma til samtímis til að greiða úr þessum vanda. Annars vegar að breyta áherslum í mennta- kerfinu þannig að fleiri útskrifist úr tækni- og raungreinum, en einnig þarf að liðka verulega fyrir ráðningu sérfræðinga hingað til lands.“ Sigurður Hannesson, fram- kvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. MARKAÐURINN FRÉTTABLAÐIÐ 23. september 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.