Fréttablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 17
Sósíalistaforinginn Gunnar Smári Egilsson hefur ekki verið sósíalista- foringi allt sitt líf. Raunar var fátt sem benti til þess að hjarta hans slægi eitthvað sérstaklega í takt við hjörtu þeirra sem verst búa í samfélaginu þegar hann var í hópi helstu útrásarvíkinga landsins með ofurlaun og fór helst ekki milli landa nema í einkaþotu. Velgengni og útrás Fréttablaðið kom fyrst út árið 2001 og strax árið 2002 voru blikur á lofti með rekstrarstöðu þess. Gunnar Smári var þá annar rit- stjóra blaðsins. Baugur steig inn og tryggði áframhaldandi útgáfu Fréttablaðsins með því að leggja því til fjármuni. Árið 2003 eignað- ist Baugur Norðurljós (Stöð 2, Bylgj- an og f leira) ásamt f leirum. Gunnar Smári hvarf f ljótlega úr ritstjórastól á Fréttablaðinu og inn í Baugssam- steypuna, varð f ljótt stjórnandi fjölmiðlaarms félagsins þrátt fyrir að hafa enga reynslu af rekstri ljós- vakamiðla og í raun takmarkaða reynslu af árangursríkum blaða- rekstri, umfram blaðamennsku og ritstjórn. Eftir að Baugur kom að Frétta- blaðinu gekk rekstur þess vel og varð það f ljótt meira lesið en Morgunblaðið og mjög verðmætur auglýsingamiðill. Ásamt ljósvaka- miðlum, sem Baugur keypti 2003, var Fréttablaðið sett inn í nýtt félag, Dagsbrún, og Gunnar Smári gerður að forstjóra. Eins og fram hefur komið, meðal annars í Máls- vörn Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eftir Einar Kárason, skipti Jón sér lítið af Dagsbrún og fékk Gunnar Smári að leika lausum hala. Fyrr en varði var hann búinn að kaupa prentsmiðju í Bretlandi, stofna frí- blað í Danmörku og annað í Boston í Bandaríkjunum. Útrásarævintýri Gunnars Smára endaði í miklu tapi. Einnig varð mikið rekstrar- tap á ljósvakamiðlum Dagsbrúnar, meðal annars vegna NFS, rándýrr- ar fréttastöðvar í anda CNN. Sósíalistaforingi á ofurlaunum Þrátt fyrir tapreksturinn hér heima og glataðar fjárfestingar erlendis gerðu eigendur Dagsbrúnar vel við forstjórann. Gunnar Smári var í hópi tekjuhæstu forstjóra lands- ins. Samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar um tekjur ársins 2005, sem út kom í ágúst 2006, var Gunn- ar Smári með kr. 2.438.000,- í mán- aðarlaun árið 2005, sem var svipað og forstjórar Símans og Eignarhalds- félags VÍS voru með og hærra en for- stjórar Marels, Ísals, Olís og Heklu. Í febrúar 2019 fjallaði Hringbraut um laun Gunnars Smára og kom fram að reiknað til núvirðis, samkvæmt launavísitölu, væru þetta mánaðar- laun upp á 6 milljónir þá. Sé þetta reiknað enn fram til dagsins í dag var Gunnar Smári með sem svarar ríf lega 7,2 milljónir á mánuði árið 2005. Það jafngildir þreföldum ráð- herralaunum. Einn helsti útrásarvíkingurinn Útrásarvíkingurinn, sem nú er orðinn sósíalistaforingi, mun hafa samsamað sig vel lífi útrásarvík- ingsins, en verið f ljótur að láta sig hverfa þegar taprekstur og glataðar fjárfestingar lentu á þeim sem fjár- mögnuðu útrás hans. Í Málsvörn sinni segir Jón Ásgeir: „En Gunnar Smári var alveg að missa tökin, og það næsta sem var fundið uppá var að stofna Nyheds- avisen í Danmörku. (Sem var gefið út 2006–2008.) En það var engin heimavinna unnin. … Gunnar Smári lét sig á endanum hverfa og tapið var gígantískt, og líka á öðru fríblaði, Boston Now vestanhafs … Eftir hrun var Gunnar Smári síðan fljótur að byrja að drulla okkur út í sínum ummælum og skrifum. Og svo er hann sósíalistaforingi í dag, maður sem í þá daga nennti helst ekki til Danmerkur nema að fá undir sig einkaþotu.“ Föstudaginn 17. október 2008, rétt eftir hrun, birtist opna í DV með myndum og umfjöllun um helstu útrásarvíkinga þjóðarinnar. Þar voru Björgólfsfeðgar og Jón Ásgeir Jóhannesson, Pálmi Haralds- son og Bakkavararbræður, Bjarni Ármannsson og Sigurður Einarsson, Hannes Smárason og Gísli Gíslason – og þar var Gunnar Smári Egilsson. Viðskiptafélagi þekktra auðmanna eftir hrun Lítið fór fyrir Gunnari Smára fyrst eftir hrun. Í lok nóvember 2015 var tilkynnt að hann færi fyrir hópi sem keypt hefði allt hlutafé í Mið- opnu ehf., útgáfufélagi fríblaðsins Fréttatímans, sem kom út vikulega og var dreift í 82 þúsund eintökum – aðallega á höfuðborgarsvæðinu. Viðskiptafélagar hans voru í hópi mestu auðmanna Íslands, f jár- festarnir Árni Hauksson, Hallbjörn Karlsson, Sigurður Gísli Pálmason og fleiri. Gamanið var stutt í þetta sinn. Í apríl 2017 var útgáfu Frétta- tímans hætt og útgáfufélag hans varð gjaldþrota. Stundin f jallaði um málefni Fréttatímans og Gunnars Smára 28. apríl 2017 undir fyrirsögninni „Skuldaskil Gunnars Smára Egils- sonar við sósíalismann og Frétta- tímann“. Ingi Freyr Vilhjálmsson, sem þá var blaðamaður á Fréttatímanum, skrifaði í Stundina um „framkomu útgefanda blaðsins við starfsfólk á sama tíma og hann stofnar stjórn- málaflokk fyrir launþega.“ Greinin hefst svo: „Mánudaginn 3. apríl þegar Gunnar Smári Egilsson, þáverandi aðaleigandi, útgefandi og ritstjóri Fréttatímans, talaði um stofnun Sósíalistaflokks Íslands í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon hafði enginn starfsmaður fjölmið- ilsins sem hann hafði rekið og stýrt í tæpt eitt og hálft ár fengið greidd laun fyrir marsmánuð. Hluti starfs- manna fékk greidd laun dagana á eftir en tíu starfsmenn fengu engin laun, hafa ekki fengið þau og munu ekki fá þau nema að hluta til í gegn- um ábyrgðarsjóð launa.“ Starfsmenn skildir eftir launalausir Ingi Freyr gagnrýnir Gunnar Smára harðlega fyrir að koma ekki til dyr- anna eins og hann er klæddur: „Gunnar Smári hafði boðað for- föll í vinnu þennan mánudag án þess að skýra af hverju en sam- starfsfólk hans gat hlustað á hann á X-inu tala um sósíalisma á meðan það beið eftir laununum sínum sem hefðu átt að vera greidd út þremur dögum áður. Inntakið í viðtalinu í Harmageddon var meðal annars rökstuðningur Gunnars Smára fyrir því af hverju það þyrfti að stofna Sósíalistaflokk á Íslandi og sagði hann meðal annars: „Það er það sem vantar í samfélagið í dag; alvöru sósíalistaflokkur sem berst fyrir hagsmunum hinna verst settu, berst fyrir fátæka og berst fyrir rétt- indum venjulegs launafólks gegn sérhagsmunum.“ Tvísaga eða jafnvel þrísaga? Gunnar Smári er sagður hafa blekkt starfsfólk sitt og viðskiptafélaga og fullvissað um að framtíð fyrirtæk- isins væri tryggð þegar svo hafi alls ekki verið, ekki hafi einu sinni verið staðin skil á lífeyrissjóðsiðgjöldum starfsmanna. Ingi Freyr skrifar: „Um svipað leyti, í febrúar árið 2017, talaði hann líka starfsfólk á blaðinu af því að taka atvinnutil- boðum frá öðrum fyrirtækjum, hækkaði laun þess og sagði framtíð fjölmiðlafyrirtækisins vera tryggða. Nú í apríl, eftir að rekstrarerfiðleik- ar Fréttatímans urðu fjölmiðlaefni og blaðið hætti að koma út, sagði Gunnar Smári starfsmönnum hins vegar frá því að Fréttatíminn hefði verið „í nauðvörn“ rekstrarlega frá því í október á síðasta ári. Þá hefur einnig komið í ljós að um svipað leyti, síðla árs í fyrra, hætti Frétta- tíminn að greiða í lífeyrissjóð fyrir að minnsta kosti hluta af starfs- mönnum fyrirtækisins. Myndin sem starfsmenn Fréttatímans fengu af rekstrarstöðu blaðsins var því allt önnur en sú rétta.“ Ég um mig frá mér til mín …? Þegar Gunnar Smári var útrásar- víkingur taldi hann best fara á því að stjórnmálamenn gerðu sem minnst og þvældust ekki fyrir atvinnulífinu. Þeir sem fjárfest hafa í hugmyndum Gunnars Smára hafa tapað miklum fjármunum á því. Nú virðist enginn fáanlegur til að fjármagna frekari ævintýri hans á viðskiptasviðinu. Snýr hann þá við blaðinu og gerist baráttumaður öreiga, byltingarforingi og krefst þess að fyrirtæki verði þjóðnýtt, brotin upp og kapítalisminn kné- settur. Laun formanns stjórnmála- flokks sem situr á Alþingi slaga hátt upp í laun útrásarforstjóra 2005, reyndar ekki reiknuð til núvirðis. Því verður varla á móti mælt að þró- unarsaga Gunnars Smára sé vægast sagt forvitnileg. n Nennti ekki nema að fá undir sig einkaþotu Ólafur Arnarson hagfræðingur Val á ráðgjöfum á ráðstefnur sem eiga að vera landi og þjóð til gagns hafa oft vakið furðu og spurnir komið upp um tengsl og hagsmuni bjóðenda. Hver býður og hver borgar? Margir hafa sennilega hrokkið við þegar kanadískum embættis- manni var boðið að kynna umönn- unarkerfi fyrir eldri borgara Kanada og Danmerkur! (Hvar er Danmörk?). E m b æ t t i s m a ð u r i n n he f u r varla verið mikið í framlínunni í umönnun. Hann hefur aldrei vitað neinn óska eftir að vilja komast á hjúkrunarheimili. Hann hefur því aldrei heyrt þakklæti gamalmennis fyrir að finna fyrir öryggi þess að vera kominn í umönnun á hjúkr- unarheimili eftir erfiðar heimilis- aðstæður. Varla mun nokkur sem þekkir eitthvað til Kanada trúa því að fyrirvaralausri skyndiþjónustu verði ætíð komið við í þessu dreif- býla landi. Eitt er þó að minnsta kosti sér- stakt í kanadísku heilbrigðiskerfi eins og kom vel fram í fjölmiðlum á síðastliðnu ári. Þar geta einstakling- ar fengið aðstoð við að ganga fyrir ætternisstapa. Hver sem það kýs gerir það vissu- lega á sínum eigin forsendum en plássið losnar. Ekki ætla ég að vega að því að þetta hafi verið formlegt umræðuefni á ráðstefnunni en hlýt- ur að hafa verið öllum „óminnis- skertum“ vel kunnugt. Ég tel að heimsókn og lofgjörð þessa einstaklings um kanadíska kerfið hafi verið óviðeigandi og smekklaus. Ég er hneykslaður á því að hann skuli hafa náð eyrum æðstu ráða- manna þjóðarinnar. n Kanadískur ætternisstapi Birgir Guðjónsson var í mörg ár yfirlæknir á Hrafnistu í Hafnarfirði Ég tel að heimsókn og lofgjörð þessa einstakl- ings um kanadíska kerfið hafi verið óvið- eigandi og smekklaus. Nú virðist enginn fáanlegur til að fjár- magna frekari ævintýri hans á viðskipta- sviðinu. Snýr hann þá við blaðinu og gerist bar- áttumaður öreiga, byltingar- foringi … FIMMTUDAGUR 23. september 2021 Skoðun 15FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.