Fréttablaðið - 23.09.2021, Qupperneq 18
Starfshópur um þjóðarleik-
vang fyrir frjálsíþróttir hefur
skilað tillögum og greinargerð
til mennta- og menningar-
málaráðuneytis. Fyrir liggja
tillögur starfshóps um þjóðar-
leikvang fyrir inniíþróttir
og enn eru skoðaðar fjórar
sviðsmyndir um endurnýjun
Laugardalsvallar sem þjóðar-
leikvangs fyrir knattspyrnu.
benediktboas@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR „Nú held ég að við séum
komin með góðan efnivið og það sé
kominn tími til að hefja uppbygg-
ingu í Laugardalnum,“ segir Freyr
Ólafsson, formaður Frjálsíþrótta-
sambands Íslands (FRÍ), en hann
af henti Lilju Dögg Alfreðsdóttur
íþróttamálaráðherra skýrslu um
þjóðarleikvang í frjálsum íþróttum.
Segir Freyr meðal annars að eitt
af aðalstefjum skýrslunnar sé að
FRÍ vilji stjórna tímanum sem sam-
bandið fær, en eins og staðan er
núna ræður Knattspyrnusamband
Íslands í raun hvenær frjálsíþrótta-
fólk fær að æfa á Laugardalsvelli.
Hópurinn kemst að þeirri niður-
stöðu að ef þjóðarleikvangur í
knattspyrnu verður áfram á Laugar-
dalsvelli sé framtíð frjálsíþrótta-
starfs best borgið á nýjum leikvangi
fyrir norðan Suðurlandsbraut, aust-
an frjálsíþróttahallar við Engjaveg.
Mannvirkið myndi þannig tengj-
ast núverandi frjálsíþróttahöll,
öðrum íþróttamannvirkjum sem og
öðrum opnum svæðum í Laugardal.
Starfshópurinn sér fram á að mann-
virkið verði vel nýtt fyrir alþjóðlegt
keppnishald og stærri mót á vegum
Frjálsíþróttasambands Íslands og
Íþróttasambands fatlaðra, æfingar
afreksmanna, æfingar barna, ungl-
inga og annarra í hverfafélögum í
Reykjavík, en einnig sem möguleg
aðstaða fyrir afreksíþróttamiðstöð
í Laugardalnum, auk rannsókna,
þjálfunar og kennslu í skólum.
Frumáætlanir gera ráð fyrir að
stofnkostnaður vegna slíks þjóðar-
leikvangs sé um tveir milljarðar
króna.
„Það er gleðilegt að fram sé komin
þessi sameiginlega niðurstaða. Það
hefur sýnt sig undanfarin misseri
hvað það er mikilvægt að frjáls-
íþróttafólk geti æft og keppt, óháð
öðrum íþróttum og viðburðum.
Nú erum við með einstakt tæki-
færi til að tryggja það til framtíðar,“
segir Freyr og tekur fram að hann
sé þakklátur fyrir frumkvæði Lilju
í þessu máli.
Framtíðarsýn Laugardals er því
farin að taka á sig mynd, en eins og
trúlega flestir vita er margt sem þar
stendur komið á tíma. Frá því að
reglugerð um viðurkenningu þjóð-
arleikvanga í íþróttum var sett árið
2018 hefur fjölbreyttri greiningar-
vinnu verið hrundið af stað vegna
uppbyggingar slíkra innviða. Fyrir
liggja tillögur starfshóps um þjóðar-
leikvang fyrir inniíþróttir og unnið
er eftir fjórum sviðsmyndum um
nýjan Laugardalsvöll.
Lilja sjálf var hrifin af ástríðunni í
orðum Freys og benti á að til að eiga
íþróttafólk í fremstu röð á heims-
vísu verði að bæta úr aðstöðumál-
um. Fram undan sé að tryggja fjár-
mögnun, ráðast í hönnun og grípa
skófluna.
„Fólkið sem er að vinna við íþrótt-
ir brennur fyrir að bæta aðstöðu
og það er okkar hlutverk að vinna
með væntingar og hvað er raunhæft.
Núna erum við komin með heildar-
myndina um þjóðarleikvanga, bæði
inniíþróttir, frjálsar og knattspyrnu.
Nú verður þessi vinna tekin saman
og séð hvað er hagkvæmt og hvern-
ig við látum þetta ganga allt upp,“
segir Lilja. ■
Hugmyndir um þjóðarleikvanginn
komnar í hendur stjórnmálafólks
Frumáætlanir
starfshópsins
gera ráð fyrir að
stofnkostnaður
vegna þjóðar-
leikvangs fyrir
frjálsar íþróttir
séu um tveir
milljarðar. Fyrir
eru til skýrslur
um inniíþróttir
og áfram er
unnið að nýjum
Laugardalsvelli.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Núna erum við komin
með heildarmyndina
um þjóðarleikvanga,
bæði inniíþróttir,
frjálsar og knatt-
spyrnu.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir,
íþróttamálaráðherra
Það hefur sýnt sig
undanfarin misseri
hvað það er mikilvægi
að frjálsíþróttafólk geti
æft og keppt óháð
öðrum íþróttum og
viðburðum.
Freyr Ólafsson, formaður FRÍ
kristinnpall@frettabladid.is
KÖRFUBOLTI Í nýjasta tölublaði Vík-
urfrétta kemur fram að bæjaryfir-
völd í Reykjanesbæ hafi undirritað
verksamninga um næsta áfanga
Stapaskóla, sem mun um leið taka
við sem íþróttahús körfuknatt-
leiksdeildar Njarðvíkur. Með því er
ljóst að Njarðvíkingar munu yfir-
gefa Ljónagryfjuna, frægan heima-
völl liðsins, en stefnt er að því að
framkvæmdum ljúki öðru hvorum
megin við áramótin 2022-2023.
Kemur fram að nýr heimavöllur
Njarðvíkur komi til með að geta
hýst ellefu hundruð manns, eða
rúmlega helmingi f leiri en Ljóna-
gryfjan sem getur tekið f imm
hundruð manns. ■
Njarðvík kveður
Ljónagryfjuna
Eins og sést á þessari gömlu mynd er
oft þröngt um manninn í Ljónagryfj-
unni á leikjum Njarðvíkinga.
kristinnpall@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR Íþrótta- og Ólympíusam-
band Íslands, ÍSÍ, tilkynnti í gær
að Hafrún Kristjánsdóttir, Kjartan
Bjarni Björgvinsson og Rán Ingvars-
dóttir hefðu verið skipuð í nefnd
sem mun gera úttekt á viðbrögðum
og málsmeðferð KSÍ vegna kyn-
ferðisofbeldismála sem tengst hafa
leikmönnum í landsliðum Íslands.
KSÍ leitaði eftir því að ÍSÍ stofnaði
nefnd sem tæki út viðbrögð sam-
bandsins, eftir að það kom í ljós að
KSÍ hafði hylmt yfir of beldisbrot
landsliðsmanna karlalandsliðsins
í knattspyrnu.
Nefndin mun um leið leggja fram
tillögur um úrbætur á verklagi eða
um frekari viðbrögð.
Þá hefur KSÍ lofað því að nefndin
fái aðgang að öllum þeim gögnum
sem hún óskar eftir og er von á nið-
urstöðum til framkvæmdastjórnar
ÍSÍ í nóvember. ■
Rannsóknarnefnd
ÍSÍ hefur störf
16 Íþróttir 23. september 2021 FIMMTUDAGURÍÞRÓTTIR FRÉTTABLAÐIÐ 23. september 2021 FIMMTUDAGUR
hjorvaro@frettabladid.is
FÓTBOLTI Vanda Sigurgeirsdóttir,
lektor í tómstunda- og félags-
málafræði við menntavísindasvið
Háskóla Íslands og knattspyrnu-
þjálfari, greindi frá því í gær að hún
ætli að gefa kost á sér á aukaþingi
knattspyrnusambands Íslands, KSÍ,
sem haldið verður 2. október næst-
komandi.
„Ég hef á kveðið að bjóða mig
fram til formanns Knatt spyrnu-
sam bands Ís lands. Ég hef fengið
fjölda á skorana frá fjöl skyldu og
vinum, frá fjöl breyttum hópi fólks
í sam fé laginu og úr knatt spyrnu-
hreyfingunni sjálfri,“ segir Vanda
um ákvörðun sína.
Heimildir Fréttablaðsins herma
að Björn Einarsson, framkvæmda-
stjóri sölu og viðskiptastýringar-
sviðs Eimskips og formaður Víkings,
liggi undir feldi hvað formanns-
framboð varðar, en hann bauð sig
fram til formanns árið 2017.
Þá fór Guðni Bergsson, sem
sagði sig frá embættisstörfum um
mánaðamótin ágúst og september
í kjölfar gagnrýni á viðbrögð við
meintum og staðfestum of beldis-
brotum leikmanna íslenska karla-
landsliðsins, með sigur af hólmi í
framboðsslag.
Framboðsfrestur vegna stjórnar-
kjörs KSÍ rennur út 25. september.
Sá formaður sem verður kosinn á
þinginu 2. október mun sitja fram
að næsta ársþingi KSÍ sem hald-
ið verður í febrúar á næsta ári.
Fram undan hjá KSÍ er ársreikn-
ingsgerð fyrir komandi ársþing en á
sama tíma hefur sambandið boðað
breytta verkferla við meðhöndlun
ofbeldismála innan sinna vébanda.
Þannig hefur núverandi stjórn
KSÍ hefur farið þess á leit við
Íþrótta- og Óly mpíusamband
Íslands, ÍSÍ, að sett verði á stofn
nefnd til að gera úttekt á viðbrögð-
um og málsmeðferð KSÍ vegna kyn-
ferðisofbeldismála sem tengst hafa
leikmönnum í landsliðum Íslands.
Nefndinni er ætlað að fara yfir þá
atburðarás sem leiddi til afsagnar
formanns og stjórnar KSÍ og bregð-
ast við ásökunum um þöggun. Þá
á nefndin að taka sérstaklega til
athugunar hvort einhverjar þær
aðstæður séu uppi innan KSÍ sem
hamla þátttöku kvenna í starfi þess.
Tveir faghópar hafa þegar tekið
til starfa hjá ÍSÍ og KSÍ sem hafa það
hlutverk að skoða ferla, vinnubrögð
og heimildir til aðgerða hjá sam-
böndunum.
Leikmannahópur fyrir komandi
leiki íslenska karlalandsliðsins í
undankeppni HM 2022 verður til-
kynntur eftir slétta viku. Fram
kemur í fundargerðum stjórnar
KSÍ að stjórnin hafi tekið fram fyrir
hendurnar á þjálfara íslenska liðsins
og yfirmanni knattspyrnumála hjá
sambandinu varðandi val á Kol-
beini Sigþórssyni vegna of beldis-
brots hans.
Nú hefur félagslið Kolbeins,
Gautaborg, tilkynnt að félagið muni
standa við bakið á honum og hann
verði áfram í röðum félagsins. Ekki
liggur fyrir hver afstaða núverandi
stjórnar er til vals á Kolbeini í kom-
andi hóp.
Ómar Smárason, fjölmiðlafull-
trúi KSÍ, sagði í svari við fyrirspurn
Fréttablaðsins að ekki væri hægt
að svara því að svo stöddu hvort
einhverjir leikmenn komi ekki til
greina vegna meintra eða staðfestra
of beldisbrota fyrir komandi hóp
íslenska liðsins.
Arnar Þór lét hafa eftir sér í við-
tölum við fjölmiðla fyrr í þessum
mánuði að ljóst væri að hann gæti
ekki unnið í umhverfi þar sem hann
þyrfti að leggja þann landsliðshóp
sem hann vill velja fyrir stjórn, til
samþykkis um hverjir megi spila
fyrir Íslands hönd og hverjir ekki. ■
Óvíst hvort einhverjir leikmenn komi ekki til greina
Vanda
Sigurgeirsdóttir