Fréttablaðið - 23.09.2021, Síða 19

Fréttablaðið - 23.09.2021, Síða 19
K Y N N I NG A R B L A Ð ALLT FIMMTUDAGUR 23. september 2021 Fortnite-persónur í tískufatnaði frá Balenciaga. MYND/BALENCIAGA.COM thordisg@frettabladid.is Einn vinsælasti tölvuleikur heims, Fortnite, er þekktur fyrir vel klæddar tölvupersónur og hefur lengi lagt línur í klæðaburði ung- menna, danssporum og fleiru. Í vikunni tók Fortnite skrefið lengra til að útvíkka áhrif sín í raunheim- um með samstarfi við hátísku- risann Balenciaga sem selur nú sérhannaðan Fortnite-fatnað í takmörkuðu upplagi. Fortnite-lína Balenciaga kostar vissulega sitt fyrir þá sem vilja klæðast þessari eitursvölu hönnun. Þannig kostar Fortnite x Balenciaga hettupeysa um 95 þúsund íslenskar, stutt- ermabolur 65 þúsund og gallajakki um 170 þúsund krónur. Gefur tón fyrir framtíðina Með samstarfinu fá báðir aðilar nokkuð fyrir sinn snúð. Það markar fyrstu hátískuskinn Fortnite og fást fjögur Bal enci aga-dress á fjórar vinsælar persónur, þau Doggo, Ramirez, Knight og Banshee. Frá því í byrjun vikunnar hafa spilarar til dæmis getað unnið sér inn Balenciaga-góss í bakpoka og fengið frí sprey, en annað þarf að kaupa og er dýrasta flíkin í Balenciaga-verslun leiksins á 1.500 V-Bucks, eða um 1.600 krónur. Útspil Fortnite og Balenciaga gæti opnað flóðgáttir frekara tískusamstarfs og ekki ólíklegt að söguhetjur tölvuleikja klæðist ferskri hátísku í framtíðinni. ■ Balenciaga sýnir hátísku í Fortnite Íslensku TARAMAR húðvörurnar hafa unnið til átján alþjóðlegra verðlauna TARAMAR vörurnar eru þróaðar og framleiddar á Íslandi en þær byggja á þangi og lífrænt ræktuðum jurtum sem koma alls staðar að af landinu. Ár hvert er mikið magn jurta og þangs unnið með sérstökum aðferðum sem gera TARAMAR vörurnar óvenjuvirkar og hreinar. 2 Júlía Stefánsdóttir og Ragnhildur Einarsdóttir taka á móti jurtum frá Hæðarenda og undirbúa þær fyrir þurrkferlið. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.