Fréttablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 23.09.2021, Blaðsíða 25
CoreData hug- búnaðurinn upp- fyllir kröfur um ISO 27001 og fer í gegnum reglulegar öryggispróf- anir til að tryggja ströng- ustu öryggiskröfur. CoreData stafrænt vinnusvæði saman- stendur af nokkrum lausnum sem eru einföld í innleiðingu, hvort sem þú vilt lausn með raf- rænum undirritunum fyrir málaskráa- og skjalastjórnun, stjórnar- vefgátt, umsóknakerfi, gagnaherbergi eða samn- ingakerfi. CoreData Solution er hug- búnaðar- og þekkingarfyrir- tæki. Fyrirtækið sérhæfir sig í stjórnun og varðveislu upplýsinga og gagna. Í boði eru fjölbreyttar og notenda- vænar lausnir. „Öll fyrirtæki og stofnanir sem vilja vera skilvirkari og með öfluga verkefna- og upplýsinga- stjórnun geta nýtt sér CoreData, sem er í grunninn málaskráa- og skjalakerfi fyrir rafræna geymslu gagna og skjala. Við bjóðum upp á fjölbreyttar og notendavænar lausnir sem henta þeim sem vilja spara tíma og lækka kostnað. Stafrænt vinnusvæði CoreData samanstendur af lausnum sem eru einfaldar í innleiðingu,hvort sem leitað er eftir lausn fyrir mála- skráa- og skjalastjórnun, rafrænar undirritanir, stjórnarvefgátt, umsóknakerfi, gagnaherbergi eða samningakerfi. Hugbúnaðinn er auðvelt að aðlaga að öllum stærðum fyrir- tækja og hann er afar notenda- vænn,“ segir Kjartan Hrafn Kjartansson, vörustjóri CoreData Solutions. Lausnir CoreData gera viðskiptavinum kleift að hámarka afköst, sama af hvaða stærðar- flokki félögin eru. Á sama tíma eru þær einfaldar og þægilegar í notkun,“ segir Kjartan. Ekki þarf sérstakan búnað „Einn af kostum CoreData hugbúnaðarins er að ekki þarf sérstakan búnað við innleiðingu hans, en við rekum hugbúnaðinn alfarið fyrir viðskiptavini okkar. Með CoreData hugbúnaðinum fylgja samþættingar, eins og sýndardrif og tölvupóstur, ásamt samþættingu við aðra þjónustu- aðila líkt og þjóð- og héraðsskjala- söfn, Dokobit, Auðkenni, signet transfer og Teams, allt til að hjálpa viðskiptavinum okkar að varð- veita lokaeintak upplýsinga sinna í CoreData lausnum. Þar sem CoreData styður við margþætta og fjölbreytta starfsemi fyrirtækja, höfum við eflt vöru- þróun á API-lagi hugbúnaðarins til að einfalda viðskiptavinum okkar að samþætta við önnur kerfi hjá sér. Slík samþætting leiðir til sparnaðar í tíma og peningum, þar sem gögn flæða sjálfkrafa á milli kerfa, sem styður við hagræðingu í rekstri.“ Pappírslaus vinnustaður „Þeir sem vilja bæta umhverfið og verða pappírslaus vinnustaður ættu tvímælalaust að velja Core- Data hugbúnaðinn, þar sem hann uppfyllir kröfur þjóð- og héraðs- skjalasafna um rafræn skil og utan- umhald rafrænna gagna. Á sama tíma geta félög nýtt sér hugbúnað- inn til rafrænnar undirritunar, samninga og margs konar skjala. Eftir samþættingu félagsins við Dokobit geta alþjóðleg fyrirtæki nýtt hugbúnaðinn þar sem undir- ritun aðila frá fjölmörgum þjóðum geta notað fullgilda rafræna undir- ritun. Hvert rafrænt undirritað skjal sparar bílferðir, umstang, tíma og fyrirhöfn þeirra aðila sem eiga í hlut. Að saman skapi spara rafræn skjöl og umsóknir tíma starfsmanna við vinnslu, stytta afgreiðslutíma og stuðla að umhverfisvænni rekstri,“ segir Kjartan og bætir við að með Core- Data hafi félagið fullkomna stjórn á aðgangsstýringum upplýsinga og gagna, þar sem aðgangsstýringin er skipulögð og undirbúin í upphafi innleiðingar. „Öllum ytri aðilum sem þurfa aðgang að skjölum er gert það ein- falt með CoreData lausninni. Dæmi um ytri aðila eru viðskiptavinir, endurskoðendur eða birgjar. Þú sparar því ekki einungis dýrmætan tíma ytri aðila, þú tryggir öruggt aðgengi gagna í verkefninu með því að deila því með þeim með örugg- um hætti,“ segir Kjartan og bætir Einfaldar lausnir sem hámarka afköst Sérfræðingar hjá CoreData leggja sig fram um að aðstoða viðskiptavini á faglegan hátt til að auðvelda alla vinnslu skráa, skjala og gagna. MYND/AÐSEND við að viðskiptavinir CoreData séu af öllum stærðum og gerðum. „Við erum með opinbera aðila sem og fyrirtæki í einkageiranum,“ segir Kjartan og bætir við: „Viðskipta- vinir okkar eru meðal annars félög í innflutningi og útflutningi, heildverslanir, fasteignafélög, skólar, lífeyrissjóðir, dómstólar, lögfræðistofur, arkitektastofur og ríkisstofnanir,“ segir hann. „Hugbúnaðurinn er sérstaklega einfaldur og aðgengilegur í notkun og mikil vinna hefur verið lögð í það að tryggja góða upplifun not- enda. Við erum í nánu sambandi við viðskiptavini okkar sem eru sífellt að leita leiða til að einfalda og rafvæða viðskiptaferla hjá sér.“ Miklar framfarir og þróun „Helstu áskoranir sem ráðgjafar okkar standa frammi fyrir eru að vera með réttar lausnir, á réttum tíma og fyrir réttu viðskiptavinina. Tæknin breytist hratt og við þurfum að fylgja því eftir með því að vera ávallt til þjónustu reiðubú- in með ráðgjöf sem hentar hverju sinni. Þessu til stuðnings höfum við passað að hafa vel menntaða ráðgjafa sem og sérfræðinga með breiða þekkingu úr viðskipta- lífinu til stuðnings við síbreytileg verkefni þar sem viðskiptavinir CoreData Solutions eru úr ólíkum áttum. Viðskiptavinir CoreData Sol- utions sækja margvíslega þjónustu til okkar, hvort sem um ræðir kennslu á hugbúnaðinn eða ráðgjöf til að nýta lausnirnar sem best. Við veitum ráðgjöf í breytingastjórnun fyrir stýringu upplýsinga og gagna, ásamt ráðgjöf í tæknilega flóknum verkefnum, teymum og ferlum. Við erum til taks þegar viðskiptavinir okkar þurfa á okkur að halda en viljum á sama tíma gera viðskipta- vini okkar sjálfstæða í notkun á hugbúnaðinum,“ upplýsir Kjartan og bætir við: „Við bjóðum upp á kennslu fyrir alla notendur sem og að efla ofurnotendura sem geta þá annast almenna kennslu til ann- arra notenda kerfisins. Nýlega gekk Kristíanna Jessen, bókasafns- og upplýsingafræð- ingur til liðs við okkur og er hún með ráðgjöf til viðskiptavina okkar um skjalastýringu og meðhöndlun gagna í hugbúnaðinum. Nú geta viðskiptavinir okkar fengið aðgang að skjalastjóra, sem hentar sérlega vel fyrir minni félög sem þurfa ekki heilt stöðugildi í skjalastýringu. Það skiptir okkur máli að geta stutt við rekstur viðskiptavina okkar og hjálpað þeim að ná árangri í rekstri.“ Góð ráðgjöf í upphafi „Þegar viðskiptavinir okkar leita til okkar eftir ráðgjöf, byrjum við yfirleitt á vinnustofu með þeim. Lengd vinnustofunnar fer eftir eðli verkefnanna. Við tökum síðan saman kjarnateymi hjá okkur til að tryggja að rétt skráðar kröfur séu til staðar fyrir frekari vinnslu. Tilboð með umfangi er útbúið fyrir viðskiptavininn til samþykktar, áður en byrjað er á verkinu. Við vinnslu verkefna hjá okkur gætum við þess að vera ávallt í miklum samskiptum við viðskiptavininn til að tryggja að verkefnið sé rétt unnið og afhending verði sam- kvæmt væntingum,“ segir Kjartan og bendir á að fram undan séu krefjandi og skemmtileg verkefni með viðskiptavinum. „Einnig verður áframhaldandi þróun á lausnunum okkar. Helstu nýjungar okkar í vöruþróun snúa að samningakerfinu og forritunar- viðmóti (API-lagi) hugbúnaðarins til að styðja enn betur við samþætt- ingar við önnur kerfi. Þar sem tíma- sparnaður viðskiptavina er okkur hugleikinn viljum vera í nánu sam- starfi við notendur og læra af þeirra upplifun af kerfinu.“ n kynningarblað 3FIMMTUDAGUR 23. september 2021 UPPLÝSINGATÆKNI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.