Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.09.2021, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 23.09.2021, Qupperneq 32
Hugbúnaðarfyrirtækið Dokobit þróar hugbúnað fyrir rafrænar undirskriftir og hefur undan- farin ár verið í örum vexti. Í dag styður Dokobit rafræn skilríki frá 14 löndum í Evrópu og þjónustar fjölmörg íslensk fyrirtæki og ríkis- stofnanir. Stór hluti Íslendinga hefur notað Dokobit án þess að hafa vitneskju um það hvernig Dokobit kemur við sögu, meðal annars sem hluta af stafrænum ferlum hjá viðskipta- bönkum, tryggingafélögum, fjar- skiptaþjónustu, endurskoðendum, vegna bíla- eða fasteignaviðskipta. Meðal þeirra fyrirtækja sem Doko- bit þjónustar eru Íslandsbanki, Reykjavíkurborg, Landsvirkjun, KPMG, Vodafone, Stafrænt Ísland, Menntasjóður námsmanna, Origo og ótal fleiri. Nýlega sameinaði Dokobit krafta sína með norska fyrirtækinu Signicat sem er leiðandi í rafrænni traustþjónustu í Evrópu. Stærst á Íslandi „Fyrir tíu árum hófum við vegferð okkar í rafrænum undirskriftum og vildum breyta því hvernig fyrirtæki eiga viðskipti með undir- ritun skjala. Og það tókst! Í dag er Dokobit stærsti lausnaraðili rafrænna undirskrifta á Íslandi og í Eystrasaltslöndunum. Til þess að halda samkeppnishæfni í ört vaxandi umhverfi rafrænna undir- skrifta er sérstaklega mikilvægt að geta brugðist hratt við. Jafnvel með nauðsynlegri sérfræðiþekkingu og mannafli getur tíminn sem það tekur að koma nýjum lausnum á markað verið einn mikilvægasti þátturinn sem stýrir hvaða fyrirtæki ná árangri og framtíðar- horfum þeirra,“ segir Ólafur Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Dokobit á Íslandi. „Markmið okkar hefur alltaf verið að verða stærst í Evrópu á sviði rafrænna undirskrifta og með Signicat munum við ná því mun hraðar – með því að nýta hinn mikla fjölda auðkenningarlausna Signicat munum við geta einbeitt okkur að nýsköpun og þróun á lausnum fyrir rafrænar undir- skriftir.“ Signicat er eins og Dokobit einn af fáum fullgildum traustþjón- ustuveitendum sem eru skráðir á Traustlista Evrópusambandsins. „Í dag eru aðeins tveir aðilar á Íslandi, Auðkenni og Dokobit, sem hafa lokið eIDAS vottun sem fullgildir traustþjónustuveitendur, til staðfestingar um samræmi við lög nr. 55/2019 (eIDAS reglugerðin) sem gilda um rafrænar undir- skriftir og aðrar traustþjónustur. Í dag eru að minnsta kosti tvö dómsmál í vinnslu í íslenska réttar kerfinu sem tengjast raf- rænum undirskriftum og nýttu málsaðilar fullgilda staðfestingar- þjónustu Dokobit í þeim, til þess að sýna fram á hvort undirskrift- irnar mættu öllum viðeigandi kröfum eIDAS og væru þar með gildar eða ekki,“ upplýsir Ólafur og bætir við: „Í skilgreiningu á rafrænum undirskriftum, sam- kvæmt eIDAS-reglugerðinni, eru eingöngu fullgildar, rafrænar undirskriftir jafnar handrituðum undirskriftum og hafa þar af leiðandi óyggjandi réttaráhrif. Það getur þess vegna reynst dýrkeypt að veita afslátt af öryggi þegar rafrænar undirskriftir eru notaðar og dómafordæmi um að dóm- stólar hafi hafnað skjölum með rafrænum undirskriftum sem eru ekki útbúnar á fullnægjandi hátt,“ bendir hann á. Ný rafræn skilríki „Á þessu ári keypti Signicat einnig tvö önnur fyrirtæki, Encap Secu- rity í Noregi og Electronic IDen- tity frá Spáni, sem er leiðandi í heiminum á sviði myndgreininga (fyrir skilríkjaafhendingu) og mun það enn frekar styrkja stöðu okkar í Evrópu í fjártæknilausnum á RegTech-markaði. Það er tímafrekt verkefni að bæta við stuðningi við rafræn skilríki frá öllum löndum Evrópu og ein stærsta hindrunin fyrir áframhaldandi vexti. Lausnin fólst í að eignast okkar eigin raf- rænu skilríki með því að kaupa útgáfuaðila fyrir rafræn skilríki sem hafði þegar lokið eIDAS- vottun. Stefnan er alls ekki að fara í samkeppni við Auðkenni við útgáfu rafrænna skilríkja á Íslandi, heldur munum við áfram nota þau rafrænu skilríki sem við höfum nú þegar stuðning við. Hins vegar mun þetta þýða, í tilfellum þar sem til dæmis íslenskur aðili þarf að fá skjal undirritað á móti erlendum aðila sem er fyrir ekki með nein rafræn skilríki, að þá getum við leyst það á einfaldan og öruggan hátt,“ segir Ólafur. „Í sumar fór fram ríkisútboð fyrir rammasamning ríkis og sveitarfélaga í útboði um raf- rænar undirskriftir og traust- þjónustu, þar sem Dokobit var eini bjóðandinn sem gat mætt öllum kröfum ríkisins og fékk hæstu einkunn fyrir gæði lausnarinnar. Þegar kemur að því að velja lausn fyrir rafrænar undirskriftir, eru fjölmörg atriði sem hafa ber í huga eins og t.d. öryggi lausnarinnar og fylgni við kröfur eIDAS reglugerð- arinnar, til að tryggja að undir- skriftirnar hafi full réttaráhrif. Fyrir aðila sem hafa áhuga á að vita meira geta þeir haft samband við viðskiptastjóra í gegnum net- fangið: ragna@dokobit.is ■ Dokobit sameinast Signicat Ólafur Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Dokobit á Íslandi, segir notkun rafrænna undirskrifta hafa margfaldast á einu ári. Markmið okkar hefur alltaf verið að verða stærst í Evrópu á sviði rafrænna undir- skrifta og með Signicat munum við ná því mun hraðar. „If you want to go fast, go alone. If you want to go far, go toget- her.“ – Steve Jobs 10 kynningarblað 23. september 2021 FIMMTUDAGURUPPLÝSINGATÆKNI

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.