Fréttablaðið - 23.09.2021, Side 33

Fréttablaðið - 23.09.2021, Side 33
Covid-faraldurinn hefur gjörbreytt vinnulagi fólks og flýtt fyrir tæknilegri þróun og breytingum sem ann- ars hefðu tekið lengri tíma. Léttskýið er nýr kostur frá Origo sem hentar litlum og meðalstórum fyrirtækjum í tæknilegu rekstrarumhverfi. „Krafan um að fólk geti unnið hvar og hvenær sem er hefur aukist til muna og hefur sú þróun ýtt enn frekar undir stafrænt vöruframboð og sjálfvirknivæðingu,“ segir Ásta Guðmundsdóttir, forstöðumaður kerfisreksturs og framlínuþjónustu hjá Origo. „Við sjáum þessa þróun hjá Origo þar sem viðskipta- vinir vilja í miklum mæli hjálpa sér sjálfir. Notkun á sjálfvirkum lausnum hjá okkur hefur vaxið um allt að 70 prósent frá upphafi Covid-faraldursins,“ segir hún. Fyrirtækin fæðast í skýinu Ásta segir að faraldurinn hafi gjör- breytt afstöðu fólks til þeirrar sjálf- virkni og einfaldleika sem skýja- lausnir hafa yfir að ráða. „Í raun var þörfin ekki til staðar fyrr en fólk sat eitt heima í fjarvinnu. Það þurfti að gera breytingar á hugsunar- hætti, vinnulagi og læra nýja hluti. Þessi breyting hefur fylgt fólki nú þegar það snýr aftur á skrifstofuna í meira mæli en áður. Það vill klár- lega hafa tækifæri til þess að sækja lausnir þegar því hentar og án þess að þurfa að setja sig inn í flókin tæknimál eða bíða eftir aðstoð frá öðrum. Svo er það hin hliðin á peningnum. Mörg ný stafræn fyrirtæki, svo sem netverslanir af ýmsum toga, hafa litið dagsins ljós í faraldrinum í kjölfar breytingar á neyslumynstri. Þessi fyrirtæki hafa öll fæðst í skýinu og þau vilja geta bjargað sér sjálf með stafrænum en öruggum leiðum.“ Einfaldari lausn fyrir smærri fyrirtæki Ásta segir að þessi nýja afstaða fólks kalli á breytingar hjá tækni- fyrirtækjum eins og Origo. „Við erum á fullri ferð í að þróa einfaldar lausnir fyrir viðskiptavini okkar. Þar má nefna Léttskýið, sem hentar sérstaklega litlum og meðalstórum fyrirtækjum og ekki síst sprota- fyrirtækjum. Lausnin er sérsniðin að þeim fyrirtækjum sem nýta sér Microsoft 365 og vilja útvista utan- umhaldi á tölvubúnaði og skýja- þjónustu,“ segir Ásta. Hún bætir við að Léttskýið sé afrakstur djúps samtals við við- skiptavini þar sem einfaldleiki og öryggi séu í fyrirrúmi. „Við sjáum að fyrirtæki vilja í auknum mæli einbeita sér að því sem þau kunna best og láta aðra um tæknimálin. Þess vegna skiptir máli að hafa yfir að ráða hagkvæmum lausnum eins og Léttskýinu þar sem einfaldleiki, öryggi, hraði og góð þjónusta ræður ríkjum. Viðskiptavinir fá aðgang að sjálfsafgreiðslulausnum sem varan hefur yfir að ráða og geta í mörgum tilfellum leyst málin Fólk vill meiri sjálfvirkni Sara Sigurðar- dóttir, hópstjóri Viðskiptamiðju Origo, og Ásta Guðmunds- dóttir, for- stöðumaður kerfisreksturs og framlínu- þjónustu Origo. MYND/AÐSEND Nú geta símar og tölvur fengið framhaldslíf hjá Origo. Ef viðskiptavinir koma með gömlu tækin er hægt að endurnýta þau eða farga því sem ekki er hægt að nota með umhverfisvænni hætti. Hægt er að sjá hvort raftæki sé hæft til endurnýtingar og hversu mikið fæst fyrir það, hjá Origo. Endur- nýta má snjallsíma, spjaldtölvur, fartölvur, snjallúr og leikjatölvur. „Hægt er að koma gömlu tækj- unum til okkar og fólk getur fengið inneignarnótu fyrir andvirði tækisins hjá okkur,“ segir Sesselja Þórunn Jónsdóttir, forstöðumaður Búnaðarþjónustu hjá Origo. Rótaðu í raftækjaskúffunni „Það eiga allir gömul raftæki ofan í skúffu sem þeir hafa ekki hent ein- hverra hluta vegna. Það er einfalt að frelsa gamla tækið úr skúffunni og gefa því nýtt líf. Ef ekki er hægt að endurnýta tækið sjáum við til þess að því sé fargað á umhverfis- vænan hátt,“ segir Sesselja. Gömlu tækin fá framhaldslíf í Origo Muhammad Ahmad, Kristó- fer Björnsson, Hafdís Ragnars- dóttir og Sig- ríður Ásdís Þór- hallsdóttir, eru fólkið sem tekur við búnaðinum í Origo. MYND/AÐSEND þegar þeim hentar. Að öðrum kosti geta þeir fengið aðstoð sérfræðinga í Þjónustumiðju Origo. Origo er með fjölda skýjasérfræðinga sem geta brugðist hratt og örugglega við þegar kallið frá viðskipta- vini kemur. Við höfum stóraukið þjónustu- og gæðaeftirlit fyrir þessa viðskiptavini, þannig að þeir geta reitt sig á að við bregðumst hratt og örugglega við öllum þeirra ábend- ingum og óskum,“ segir Ásta. n Endurvinnsla Allur notaður búnaður er sendur til Foxway, sem er leiðandi fyrirtæki í förgun og endurnýjun á gömlum raftækjum. Gömlu raftækin taka þátt í hringrásarhagkerfinu með aðstoð Foxway, en markmið fyrir- tækisins er að minnka sóun og draga úr úrgangi með því að deila, gera við, endurnota, endurfram- leiða og endurvinna. Öll förgun hjá Foxway er umhverfisvæn og uppfyllir WEEE (Waste Electrical and Electronic Equipment) reglugerð frá Evrópu- sambandinu og öll meðhöndlun gagna er samkvæmt GDPR (Gene- ral Data Protection Regulation). n Það er einfalt að frelsa gamla tækið úr skúffunni og gefa því nýtt líf. Ef ekki er hægt að endurnýta tækið sjáum við til þess að því sé fargað á umhverfis- vænan hátt. Sesselja Þórunn kynningarblað 11FIMMTUDAGUR 23. september 2021 UPPLÝSINGATÆKNI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.