Morgunblaðið - 21.04.2021, Side 2

Morgunblaðið - 21.04.2021, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég fékk fljótt á tilfinninguna að Toyota væru bílar sem Íslendingum líkaði við og myndu seljast vel. Við- brögðin voru strax jákvæð og salan fór vel af stað,“ segir Páll Sam- úelsson, fyrrverandi forstjóri á Toyota á Íslandi, en í gær afhenti hann núverandi eigendum bílaum- boðsins fyrsta Toyota-bílinn sem kom til landsins og hann seldi. Það var árið 1965. Tilfinning Páls um að Toyota væru bílar Íslendingum að skapi reyndist rétt og brátt fór bolt- inn að rúlla. Toyota-umboðið var stofnað um 1970 og var í eigu Páls og fjölskyldu hans fram í desember 2005. Toyota-bílar á Íslandi eru í dag milli 50-60 þúsund. Fannst á Húsavík Fyrsta Toyotan á Íslandi er af gerðinni Crown, árgerð 1965, og aflið er 85 hestöfl. Fyrsti eigandi bílsins var tengdafaðir Páls Sam- úelssonar, Bogi Sigurðssson, sýn- ingarmaður í Háskólabíói. „Þegar tengdapabbi ók um Laugaveginn stoppuðu vegfarendur hann stund- um til að spyrja um bílinn og vildu skoða. Bíllinn þótti einstakur. Var svo seldur austur á land, en ég gleymdi gripnum aldrei. Bifreiða- eftirlitið, sem þá var, hjálpaði mér við að hafa uppi á bílnum sem ég keypti til baka norðan frá Húsavík árið 1988,“ segir Páll. Bíllinn hafði þegar hér var komið sögu nokkuð látið á sjá og viðgerð tók því sinn tíma. „Hagleiksmenn á verkstæði Toyota fóru í viðgerðir og end- ursmíðuðu það sem þurfti. Komu bílnum í lag og í dag er hann orðinn jafn góður og verða má. Nú fannst mér hins vegar tímabært losa mig við bílinn – og fjölskyldan var sam- mála um að best væri að Toyota- umboðið tæki við honum aftur.“ Brúðkaupsbíll Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, tók við bílnum af Páli í gær og sagði við það tilefni að ánægjulegt væri að fá þennan sögu- lega bíl. Í framtíðinni yrði hann stássgripur í sýningarsölum fyrir- tækisins í Kauptúni í Garðabæ. Einnig myndi hann bjóðast til út- láns við brúðkaup, því hefð er fyrir slíku enda er bíllinn afar glæsi- legur. Morgunblaðið/Arnþór Birkisson Afhending Úlfar Steindórsson, t.v., forstjóri Toyota, tekur við lyklunum að bílnum úr hendi Páls Samúelssonar Fyrsti Toyota-bíllinn á Íslandi til umboðsins - Páll Samúelsson kom í Kauptún á Crown, árgerð 1965 Glæsikerra Bíll í góðu standi og númerið er samkvæmt gamla kerfinu. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Sigurð Andrésson, fv. eiganda SA Verks, til að greiða LOB ehf. sam- tals yfir 100 milljónir, að teknu tilliti til dráttarvaxta og málskostnaðar, vegna vanefnda. Félagið LOB ehf. varð til við endurreisn Loftorku í Borgarnesi árið 2009 og er í eigu Byggingalausna ehf., félags feðganna Óla Jóns Gunnarsson- ar og Bergþórs Ólasonar alþingis- manns. SA Verk gerði í ársbyrjun 2015 samning við LOB ehf. um framleiðslu og uppsetningu á forsteyptum eining- um vegna hótelbyggingar á Hverfis- götu 103. Fyrir verkið skyldi SA Verk greiða rúmar 228 milljónir að meðtöld- um VSK. Í maí 2015 kom hins vegar upp ágreiningur milli verkkaupa og undir- verktaka sem leiddi til þess að fram- kvæmdir voru stöðvaðar. Forsvarsmenn LOB ehf. töldu reikninga hafa verið ógreidda en SA Verk lagði á móti fram kröfur, lýsti yf- ir skuldajöfnuði og rifti verksamningi 29. júní 2015. Aðeins nokkrum dögum áður, eða 25. júní 2015, keypti SA Verk alla hluti í einkahlutafélaginu H96 ehf. sem var kaupsamningshafi að norður- hluta lóðar að Laugavegi 77 í Reykja- vík en þar byggðu SA Byggingar síðar 38 íbúðir. Hinn 27. júlí 2015 féllst sýslumað- urinn í Reykjavík á beiðni LOB ehf. um kyrrsetningu á réttindum SA Verks yfir Hverfisgötu 103 og sömu- leiðis hlutabréfum í H96 ehf. Hinn 8. febrúar 2018 féll dómur í Héraðsdómi Vesturlands þar sem H96 ehf., sem kom í stað SA Verks eftir samruna félaganna, var dæmt til að greiða LOB ehf. tæpar 57 milljónir með vöxtum. Þá var kyrrsetning í hlutafé SA Verks í H96 staðfest. Hinn 5. febrúar 2020 var bú H96 ehf. tekið til gjaldþrotaskipta með úr- skurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Lýstar kröfur 111 milljónir Hafði LOB ehf. þá gert árangurs- laust fjárnám hjá H96 ehf. Lýstar kröfur námu tæplega 111 milljónum og þar af nam lýst krafa LOB ehf. rúmum 99 milljónum. Eigendur LOB ehf. höfðuðu þá mál á hendur Sigurði Andréssyni og féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á að hann bæri sem forsvarsmaður félaganna ábyrgð á þeim réttindum sem LOB hefðu verið dæmd í dómi Héraðsdóms Vesturlands. Héraðsdómur Reykjavíkur vísar í niðurstöðu sinni til viðskiptanna með lóðina norðan við Laugaveg 77. Virðist um sömu eign að ræða „Þann 31. október 2015 fékk félagið SA Verktakar ehf. (sem virðist vera sama félag og SA Byggingar ehf. og með sömu kennitölu) afsal fyrir bygg- ingarrétti á fasteigninni Laugavegi 77 […] Hér virðist um sömu eign að ræða og H96 ehf. hafði framselt til SA Bygginga ehf. með kaupsamningi þann 2. sama mánaðar, þ.e. hinn svo- nefnda Landsbankareit,“ segir í dómnum um viðskiptin. Niðurstaða héraðsdóms er að Sig- urður Andrésson hafi með ráðstöfun- um sínum, sem stjórnarmaður og eftir atvikum eigandi í SA Verki ehf. og H96 ehf., rýrt gildi kyrrsetningargerð- ar sem fór fram 27. júlí 2015. Henni hafi verið ætlað að „tryggja hagsmuni stefnanda [LOB ehf.] á meðan hann leitaði sér aðfararheimildar, þ.e. ann- ars vegar með samruna þessara félaga og sölu á svonefndum Landsbanka- reit, sem síðar fékk heitið Hverfisgata 94-96, Reykjavík, til tengds félags, og hins vegar með aðstoð sinni við Lands- bankann hf. í aðdraganda þess að bankinn gerði fjárnám í kyrrsettum fjármunum í október 2016. Stefndi hafi sömuleiðis brotið gegn 1. mgr. 51. gr. laga um einkahlutafélög með ráðstöfun Landsbankareitsins til félags í hans eigu á undirverði, á kostnað H96 ehf.,“ segir í niðurstöðu dómsins. Mismunur á söluandvirði, skv. matsgerð dómkvadds mats- manns, sé nærri 143 milljónir. „Hefði sú fjárhæð skilað sér inn í bú H96 ehf. hefði það nægt til að greiða allar skuldir félagsins, þ.m.t. kröfu stefn- anda,“ segir í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Verktakinn persónulega ábyrgur - Eigandi SA Verks dæmdur til að greiða undirverktaka rúmar 100 milljónir í bætur vegna hótels - Greiddi undirverktaka ekki fullt verð fyrir uppsteypu á Hótel Skugga á Hverfisgötu í Reykjavík Morgunblaðið/Styrmir Kári Skuggi Hótel Hverfisgata 103. Með frumvarpi um lögfestingu svonefndrar til- greindrar sér- eignar, sam- kvæmt kröfu ASÍ, eru algjör- lega virtar að vettugi athuga- semdir meiri- hluta hagsmuna- aðila, sem lögðu fram frumvarpsdrögin árið 2019. Þetta segir Arnaldur Loftsson, fram- kvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðs- ins, m.a. í grein sinni í Viðskipta- mogganum í dag. Arnaldur segir að með því að greiða iðgjöldin í tilgreinda séreign sé valfrelsi og sveigjanleiki sjóð- félaganna í útgreiðslum skert veru- lega. Telur Arnaldur að ráðstöfun 3,5% iðgjalds í viðbótarsparnað, í stað til- greindrar séreignar, væri betri fyrir sjóðfélaga, en samkvæmt frumvarp- inu sé sú leið ekki heimil. »Viðskiptamogginn Valfrelsi sjóðfélaga skert verulega - Gagnrýnir lífeyrissjóðafrumvarp Arnaldur Loftsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.