Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 RS-Fast Stærðir: 28-35 Verð: 11.995.- Comet Stærðir: 28-35 Verð: 6.995.- Léttir og þægilegir barnastrigaskór Comet Stærðir: 28-35 Verð: 6.995.- Comet 2 FS Stærðir: 22-35 Verð frá: 6.995.- KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS S K Ó V E R S L U N STEINAR WAAGE SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ,,Í handritamálinu börðust Íslend- ingar fyrir menningu sinni og sjálfsmynd. Ástæðan fyrir því að horft var til fornritanna, þar sem þau þóttu lýsa frjálsu fólki í frjálsu landi fyrir hnignun lands- ins. Þjóðum, sem eiga sína sögu, vegnar betur en öðrum, enda hafa þær góðan grunn að byggja á. Að þessu leyti var mikilvægt fyrir Ís- lendinga að endurheimta handritin fyrir 50 árum,“ segir Lilja Alfreðs- dóttir, mennta- og menningar- málaráðherra. Við hátíðlega athöfn í dag munu ráðherrann og Guðni Th. Jóhann- esson, forseti Íslands, leggja grunn að Húsi íslenskunnar á Mel- unum í Reykjavík. Ýmsir atburðir eru raunar á dagskrá nú, 21. apríl, í tilefni þess að á þessum síðasta degi vetrar er liðin rétt hálf öld frá því fyrstu íslensku handritin voru endurheimt frá Dönum. Bæta aðgengi að handritum Sem ráðherra mennta- og menn- ingarmála hefur Lilja Alfreðs- dóttir sýnt handritinum íslensku mikinn áhuga. Síðsumars 2018 opnaði hún á umræðu um að fá fleiri handrit sem enn eru í vörslu Dana aftur til Íslands. Vegna að- stæðna á tímum veirunnar hefur framgangur þess tafist nokkuð, en nú verður farið í málið af nefnd undir formennsku Guðrúnar Nor- dal, forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. ,,Við viljum vissulega fá fleiri handrit til Íslands en megintil- gangurinn í viðræðum við Dani verður að bæta aðgengi að þessum sameiginlega menningararfi þjóð- arinnar. Engin aðstaða er til sýn- inga á handritunum við Kaup- mannahafnarháskóla, auk þess sem efla þarf íslenskukennslu við skólann. Því verðum við Íslend- ingar að leggja lið og almennt tal- að verður að nýta alla möguleika fjórðu iðnbyltingarinnar til þess að efla íslenskuna. Koma þarf ís- lensku fornsögunum á aðgengilegt stafrænt form,“ segir Lilja og heldur áfram: „Íslendingasögurnar eru ein- stakar heimsmyndir. Með frásögn- um Snorra-Eddu varðveittu Ís- lendingar heiðna heimsmynd sem ella hefði glatast. Þess vegna er safn Árna Magnússonar hreinlega arfur mannkyns. Þetta mikilvægi safnsins var staðfest árið 2009 þegar safnið var tekið á varð- veisluskrá Minnis heimsins hjá Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna – UNESCO. Íslendingar mega vera mjög stoltir af sínu framlagi þar.“ Traust og vinátta skilaboð Hávamála Tengja þarf í ríkari mæli Ís- lendingasögur og Eddukvæðin við hina stafrænu veröld 21. aldar- innar, að sögn Lilju. Hún segir þetta vera mikilvægt mál og í anda þess að á yfirstandandi kjör- tímabili hafi stjórnvöld varið tveimur milljörðum króna í ýmis stafræn máltækniverkefni. Sem barn og unglingur segist Lilja hafa lesið eða kynnt sér flest forn- rit Íslendinga og sömuleiðis menn- ingararf Grikkja og Rómverja. Margt í þessu kallist á, svo sem heimspeki og hugmyndir Platóns, Aristótelesar, Cicerós og svo Hávamál. „Meðal goðakvæðanna eru Hávamálin í sérstöku uppá- haldi hjá mér, vegna þeirrar heim- speki sem er kynnt þar. Það er af- ar skemmtilegt að sjá hvernig Hávamál fjalla um vináttu og mik- ilvægi hennar. Það sama má finna í ritum Platóns, Aristótelesar og Cicerós. Samkvæmt Aristótelesi var vináttan sjálf undirstaða sam- félagsins. Hann taldi sameigin- legan skilning borgara á því hvað sé gott og dyggðugt vera skilyrði einingar og samhygðar innan sam- félagsins. Þetta mætti nefna vin- áttu. Hinn rómverski Ciceró fjallaði einnig mikið um vináttuna. Hávamál gera vináttunni sérstak- lega hátt undir höfði í mörgum er- indum,“ segir Lilja og heldur áfram: „Skilaboðin í Hávamálum eru að traust skipti máli í samfélaginu og að sönn vinátta veiti gleði og ham- ingju. Ég er ekki í nokkrum vafa um að það er mikill tenging á milli hugsuða frá Grikklandi, Róm og Íslandi. Fólkið okkar hefur líklega verið vel lesið í þessum bók- menntum. Þá er goðafræðin einkar spennandi, samanber hve margar stórar kvikmyndir byggj- ast á henni með þá Þór og Óðin sem lykilpersónur. Ég er líka ánægð með þá grósku sem á sér stað varðandi barnabókmenntir og Íslendingasögurnar og goðafræð- ina. Þar nefni ég framlag Krist- ínar Rögnu Gunnarsdóttur, Þór- arins Eldjárns, Brynhildar Þórarinsdóttur og fleiri höfunda.“ Nálægt í lífi þjóðar Fornrit Íslendinga eru skrifuð á tíma sem kallaður hefur verið gull- öld Íslands. Á 11. – 13. öld var hér gróska, nýsköpun og margvísleg alþjóðleg samskipti. Þess sér stað í bókmenntunum. „Ég hef alltaf verið heilluð af Njálssögu og þá ekki síst Njáli á Bergþórshvoli; hve hann var ráða- góður og hélt vel á málum þrátt fyrir að vera í þröngri stöðu á margan hátt,“ segir Lilja. „Svo er ég einmitt þessa dagana með syni mínum, sem er í 8. bekk, að lesa Kjalnesingasögu; hvar sagt er frá trúarbrögðum, ást og samskiptum fólks með ólíkan bakgrunn. Og þessi saga gerist á Kjalarnesinu, sem nú tilheyrir Reykjavík, sem aftur undirstrikar að Íslendinga- sögurnar eru þegar allt kemur til alls mjög nálægar í lífi þjóðar- innar.“ Morgunblaðið/Ólafur K. Magnúson - Viljum fá fleiri handrit til Íslands, segir menntamálaráðherra - Leggur hornstein að Húsi íslensk- unnar í dag - Heimspeki og hugmyndir Platóns, Aristótelesar og Cicerós kallast á við Hávamál Skólar á Íslandi og Stofnun Árna Magnússonar sinna, að mati Lilju Alfreðsdóttur, vel því hlut- verki sínu að kynna fornsögurnar og efni þeirra fyrir ungu fólki. Margt af því fái áhuga á þess- um bókmenntum og þar með sögu þjóðarinnar, sem sé mikilvægt. Þá sé vel í hve ríkum mæli kvikmyndagerðarmenn og leikjahönnuðir, myndlistarfólk og ekki síst rithöfundar sæki sér efnivið í bókmenntaarfinn. „Orðfæri, persónur og sögusvið fornritanna spretta ljóslifandi fram í verkefnum nú- tímans,“ segir Lilja og telur þetta undirstrika hve mikilvæg undirstaða bókmenntir Íslendingasagna eru fyrir menningu heimsins. „Endalaust er verið að þýða sögur og rit Íslendinga á hin ýmsu tungu- mál, eða vinna úr þeim með öðru móti. Heimurinn er undir. Þetta með öðru gerir okkur að þjóð meðal þjóða. Forréttindi Íslendinga eru þau að eiga handritin sem við endurheimtum, þau eru undirstaða tungumáls okkar og menningar,“ segir menntamálaráðherra að síðustu. KYNNINGU Á FORNRITUNUM ER VEL SINNT Í SKÓLUNUM Flateyjarbók Eitt af merk- ustu handritunum. Sögusviðið og persónurnar spretta ljóslifandi fram Morgunblaðið/Sigurður Bogi Arfurinn „Koma þarf íslensku forn- sögunum á aðgengilegt stafrænt form,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. Menning okkar og sjálfsmynd Hátíðarhöld Skátar standa heiðursvörð og bíða komu handrita 21. apríl 1971.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.