Morgunblaðið - 21.04.2021, Side 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Ég man þessa atburði eins og þeir
hefðu gerst í gær. Þeir voru ógn-
vekjandi,“ segir Heimir Brynjúlfur
Jóhannsson, fyrrverandi prent-
smiðjustjóri og bókaútgefandi.
Hann fæddist á Grenivík 1. maí 1930
og ólst þar upp til sjö ára aldurs.
Heimir var rúm-
lega fjögurra ára
þegar jarðskjálft-
inn mikli, sem oft
er kenndur við
Dalvík, reið yfir
2. júní 1934.
„Ég var ásamt
Birgi eldri bróður
mínum að leik við
uppistöðulón ofan
við læknisbústað-
inn á Grenivík, þá
vorum við fjögurra og fimm ára
gamlir. Við áttum litla leikfangabáta
sem við sigldum á lóninu og vorum
að ljúka við að byggja litla bryggju
út í lónið. Við stóðum á henni og vor-
um að reyna traustleikann og
burðarþolið.
Þá hófust hamfarirnar með mikl-
um látum. Jörðin nötraði og gekk
upp og niður. Vatnið í lóninu þyrl-
aðist upp í loftið og við lá að við féll-
um af bryggjunni. Það greip okkur
ofsahræðsla. Við hlupum niður fyrir
læknisbústaðinn.“
Hestarnir trylltust
Foreldrar Heimis, þau Jóhann J.
Kristjánsson, héraðslæknir í Höfða-
hverfislæknishéraði, og frú Inga
Guðmundsdóttir, höfðu setið Greni-
víkurjörðina frá 1928. Þau bjuggu í
læknisbústaðnum sem áður hafði
verið prestssetur og voru búin að
koma upp stóru búi samhliða lækn-
isstörfum Jóhanns. Eldri bræður
Heimis, Haraldur og Guðmundur,
voru ásamt Ingu móður sinni að
herfa túnið þegar skjálftinn kom.
Tveir hestar drógu herfið.
„Hestarnir trylltust við hamfar-
irnar en það tókst að róa þá,“ sagði
Heimir. „Túnsléttan gekk í bylgjum
líkt og hafflötur eftir vindóróa. Það
varð mikið hrun í fjöllunum beggja
vegna fjarðarins. Það var stórbrotið
að sjá rykmekkina sem þyrluðust
upp allt frá Ólafsfjarðarmúla í
norðri og inn eftir öllum firðinum,
alveg inn í Svarfaðardal. Það varð
líka töluvert hrun úr fjöllunum á
Látraströnd og eins nokkurt hrun
úr sjávarbökkum út að Látrum. Á
þessum tíma voru nokkrir bæir í
byggð út með Látraströndinni.“
Heimir rifjaði upp bæjarnöfn eins
og Árbakki, Finnastaðir, Hjalli,
Hringsdalur, Jaðar, Svínárnes,
Steindyr, Sker, Grímsnes og gamla
verstöðin Látur. Bæirnir fóru í eyði
um miðja 20. öld.
Allt lék á reiðiskjálfi
Jóhann héraðslæknir sagði frá
jarðskjálftanum í bókinni Leiftur-
myndir frá læknadögum, sem Bóka-
miðstöðin, bókaútgáfa Heimis, gaf
út 1970.
Jóhann kvaðst hafa ákveðið að fá
sér blund eftir hádegismatinn, enda
hafði hann vakað að mestu tvær
undanfarnar nætur vegna læknis-
starfa. Það var runninn á hann
svefnhöfgi þegar hann heyrði óg-
urlegan hvin.
„Tók húsið að hristast ofsalega og
fannst mér það ætla að velta um koll
í vesturátt, en svo tók það að hrist-
ast fram og til baka. Ég reis upp og
ætlaði að komast út úr rúminu, en
komst aldrei nema á fjóra fætur á
rúmdýnunni, sem var harðstoppuð
gormadýna. Rann ég þarna fram og
aftur, því ég sá fram á, að tilgangs-
laust væri fyrir mig að reyna að
stíga út fyrir rúmstokkinn, ég
mundi þegar liggja flatur á gólfinu.
það var alls ekki stætt,“ skrifaði Jó-
hann.
Honum fannst kippurinn langur.
Þegar jarðskjálftinn dvínaði stóð
hann upp og gekk að glugganum. Þá
blasti við moldar- og rykveggur
vestan fjarðarins. Hann sá að fólk
hafði flúið út úr húsum og kvenfólk
sat flötum beinum á jörðinni. Jó-
hann sá elstu synina halda í taum-
ana á prjónandi hestunum úti á túni.
„Öll húsgögn í svefnherberginu,
nema hjónarúm voru á tjá og tundri.
Meðan á kippnum stóð, heyrði ég af-
armikið brothljóð, eins og gler væri
að brotna, en ég áttaði mig ekkert á
því þá, hverju það sætti, fyrr en síð-
ar.“ Jóhann áræddi að fara niður
stigann. „Í eldhúsinu var telpan með
yngsta soninn í fanginu. Hún var
sýnilega skelkuð, sem von var. Bæði
hún og ekki síður drengurinn voru
alsett rauðum slettum á höfði og í
andliti. Ég spurði hvort þau hefðu
dottið og meitt sig. Telpan kvað nei
við því, og er ég fór að athuga þess-
ar rauðu slettur, sá ég strax að ekki
var um blóð að ræða, og engin sár
fann ég á þeim.“
Lyfjabirgðirnar í einni kássu
Hann fór út og athugaði með
skemmdir sem höfðu orðið víða.
Þegar Jóhann kom aftur inn fann
hann torkennilegan þef. Yfir eldhús-
inu var súðarherbergi með einföldu
trégólfi. Þar var apótek héraðslækn-
isins. Þegar hann opnaði hurðina var
ljótt um að litast. „Megnið af lyfja-
birgðunum lá í einni kássu á gólfinu,
og flest glösin mölbrotin. Var megn
óþefur þar inni og rauk upp úr hrúg-
unni. Ég átti glös með salstsýru,
brennisteinssýru og saltpéturssýru,
og þegar sýrurnar blönduðust ýms-
um öðrum efnum, mynduðust efna-
sambönd sem reyk lagði af. Og nú
fékk ég skýringu á rauða litnum á
drengnum og telpunni.
Meðal annars átti ég í lyfjabúðinni
hátt í flösku af rauðum ávaxtalit. Sú
flaska hafði einnig brotnað og lit-
urinn lekið niður í eldhús um rifur á
gólfinu og lent á telpunni og drengn-
um.“
Það var mikil vinna að þrífa her-
bergið. Óþefurinn hvarf ekki fyrr en
eftir heilt ár þar sem gólfið varð
gegnsósa af lyfjunum.
Útihúsin skemmdust mikið
Útihús eins og fjós, fjárhús, hest-
hús og hlöður skekktust og hrundu
meira eða minna. Læknisbústað-
urinn var tveggja hæða timburhús
sem stóð á hlöðnum steinlíms-
bundnum grunni. Það var klætt að
innan og utan með panel. Við jarð-
skjálftann gekk panellinn út og suð-
ur á grindinni. Aðalveggurinn í stof-
unni leit út eins og harmónikku-
belgur. Heimir sagði að strax hefði
verið hafist handa við laga skemmd-
irnar á útihúsunum og íbúðarhúsinu.
Þegar matsmenn komu loksins til
Grenivíkur að skoða skemmdir sem
þar höfðu orðið var búið að laga
megnið af þeim.
Apótek héraðslæknisins Þar fór allt í kássu í jarðskjálft-
anum. Glös og krukkur brotnuðu svo sýrur og efni láku út.
Læknisbústaðurinn Húsið lék á reiðiskjálfi og ruggaði fram
og aftur. Panellinn losnaði af grindinni. Útihús skemmdust.
Bræðurnir F.v.: Haraldur Kristófer, Guðmundur Kristján,
Birgir Jóhann, Heimir Brynjúlfur og Hannes Jóhannssynir.
Ógnvekjandi skjálfti á Grenivík
- Jarðskjálftinn við Dalvík 1934 hristi allt austan fjarðarins - Þar urðu miklar skemmdir á húsum
Ljósmyndir/Úr einkasafni
Grenivík 1925 Þorpið var að byrja að myndast. Ofarlega til hægri má sjá
læknisbústaðinn, kirkjuna og samkomuhúsið sem einnig var barnaskóli.
Morgunblaðið/Ingó
Grenivík 2014 Kauptúnið hefur vaxið mikið síðan jarðskjálftinn varð í júní
1934. Í Grýtubakkahreppi búa um 370 íbúar, þar af um 300 í kauptúninu.
Heimir Brynjúlfur
Jóhannsson
Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is
Komdu í BÍLÓ!
Nýskráður 03/2020, ekinn 9þkm, bensín & rafmagn (plug in hybrid,
56 km drægni), sjálfskiptur. Leður, 19“ álfelgur, stafrænt mælaborð,
hiti og kuldi í sætum. 360° bakkmyndavél
og miklu meira. Raðnúmer 252399
SKODA SUPERB IV LIMO LAURIN &
K
M.BENZ C 300e 4MATIC
AMLEMENT (L&K)
Nýskráður 01/2020, ekinn 14 Þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid
50 km drægni), sjálfskiptur 9 gíra, fjórhjóladrifinn. AMG útlit og
19“ AMG álfelgur. glerþak, stafrænt mælaborð og mikið fleira.
Raðnúmer 251912
G line
VERÐ 6.250.000 VERÐ 8.690.000
Þessir síungu strákar eru klárir
í að selja bílinn þinn
Kíktu við, hringd
eða sendu okkur
skilaboð!
Hlökkum til!
Indriði Jónsson
og Árni Sveinsson
u
M.BENZ A 250e
P
Nýskráður 06/2020, ekinn 3 Þ.km, bensín & rafmagn (plug in hybrid,
69km drægni), sjálfskiptur, stafrænt mælaborð, 18“ álfelgur o.fl.
Raðnúmer 252254
ROGRESSIVE
VERÐ 5.990.000