Morgunblaðið - 21.04.2021, Síða 24
24 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021
Alexander Kristjánsson
alexander@mbl.is
Meistaradeildin hefur um árabil skip-
að sérstakan sess í hugum aðdáenda,
leikmanna og þjálfara og er jafnan
talin stærsta sviðið í félagsliðabolt-
anum, kóróna evrópsks fótbolta. José
Mourinho hefur sagt að sigur í Meist-
aradeildinni sé stærri en í heims-
meistarakeppninni og sagt er að ein-
kennislag keppninnar, sem byggt er á
verki Händels, sé uppáhaldslag Rom-
ans Abramovic, eiganda Chelsea.
En nú stendur til að kippa stoð-
unum undan keppninni. Tólf lið sögðu
sig úr lögum við Knattspyrnu-
samband Evrópu (UEFA) og ætla að
halda sitt eigið partí. Svo mikil er
andstaðan að líklegt er að ekkert
verði af áformunum, en þó rík ástæða
til að fara yfir hvað í þeim felst.
Með stofnun nýrrar deildar, Ofur-
deildarinnar, vakir einkum tvennt
fyrir eigendum félaganna tólf: pen-
ingar og stöðugleiki.
Meistaradeildin er í umsjá Knatt-
spyrnusambands Evrópu (UEFA).
Sambandið skipuleggur keppnina,
semur um sölu á sjónvarpsrétti og
auglýsingum og stjórnar því hvernig
tekjum er dreift milli liða.
Tekjur af Meistaradeildinni og
systurdeild hennar, Evrópudeildinni,
nema um 3,25 milljörðum evra (500
mö.kr.) á ári, einkum frá sölu á sjón-
varpsrétti. Hluti þess fer í utan-
umhald, um 7% eru nýtt til að styrkja
barnastarf um alla Evrópu, en bróð-
urparturinn fer þó beint til þeirra liða
sem tóku þátt í deildinni og forkeppni
hennar. Í fyrra nam þessi fjárhæð
2,05 milljörðum evra (310 mö.kr.).
Mikið vill meira
Tekjuskipting milli liðanna byggist
á árangri í Meistaradeildinni, en einn-
ig svokallaðri markaðshlutdeild.
Stærri og vinsælli lið, sem talin eru
eiga meiri þátt í því að tryggja keppn-
inni sjónvarps- og auglýsingatekjur,
fá þar með stærri skerf en ella, jafn-
vel þótt öðrum minni liðum kunni að
ganga betur í deildinni.
Þannig fékk Barcelona mest allra
liða, 117 milljónir evra, í sinn hlut fyr-
ir Meistaradeildina tímabilið 2018-19
þrátt fyrir að detta út í undan-
úrslitum gegn Liverpool. Púlarar
fóru alla leið í keppninni og fengu að
launum 111 milljónir evra.
Stóru liðin hafa lengi þrýst á að
tekjuskiptingarmódelinu verði
breytt. Mikið vill meira og þótt þau
fái þegar mest í sinn hlut finnst þeim
það ekki nóg í samanburði við að-
dráttaraflið sem liðin hafa um heim
allan.
Aðdáendur þrá spennu –
eigendur ekki
Hitt er stöðugleikinn. Sætin í
Meistaradeildinni eru takmörkuð og
þótt helstu knattspyrnulöndin, Eng-
land, Spánn, Þýskaland og Ítalía, geti
gengið að fjórum sætum vísum þýðir
það að færri komast að en telja sig
eiga erindi. Til þess að komast í
Meistaradeildina þarf lið að ná nógu
góðum árangri í deildinni heima fyrir.
Þetta er auðvitað eitt af því sem
gerir fótboltann svo skemmtilegan.
Deildarleikir sem skilja á milli feigs
og ófeigs, Meistaradeildarsætis eða
eymdar og volæðis í varadeildinni,
Evrópudeildinni. Ekkert er gefins.
Aðeins eru tvö ár síðan Liverpool
vann Meistaradeildina en þegar þetta
er skrifað situr liðið í sjötta sæti
ensku úrvalsdeildarinnar og kemst
ekki í Meistaradeildina að ári nema
að bæta ráð sitt og ná fjórða sætinu.
En þótt fótboltaáhugamenn lifi fyr-
ir þessa spennu gera eigendur lið-
anna það ekki. „Ég veit ekki fyrr en á
lokadegi tímabilsins hvort ég hef 170
milljónir punda eða 70 milljónir
punda til umráða fyrir næsta tíma-
bil,“ hefur BBC eftir ónefndum fyrr-
verandi framkvæmdastjóra í ensku
úrvalsdeildarfélagi, til marks um
þann óstöðugleika sem er inngróinn í
rekstur liðanna. Allt veltur á því
hvernig gengur í deildinni, því eins og
sjá má á grafinu hér að ofan skiptir
öllu máli fyrir fjárhagslega stöðu lið-
anna að þau nái að tryggja sig inn í
Meistaradeildina. Með stofnun Of-
urdeildarinnar er dregið mjög úr
þessari óvissu.
Leitað er í smiðju Bandaríkja-
manna, þar sem deildirnar eru lok-
aðar, hvorki hægt að falla né komast
upp um deild og þar sem íþróttalið
eru lítið annað en vörumerki deild-
arinnar. Ofurdeildin, sem kynnt var á
föstudag, gengur þó ekki alveg eins
langt. Planið er að fimmtán lið fái fast
sæti í deildinni en að fimm sæti til við-
bótar verði í boði fyrir lið sem ná góð-
um árangri heima fyrir.
Þrátt fyrir að fastafulltrúarnir eigi
að vera fimmtán stóðu þó aðeins tólf
lið að tilkynningunni.
Meðal evrópskra liða sem bersýni-
lega vantar í þennan flokk eru Paris
Saint-German frá Frakklandi og
Bayern München frá Þýskalandi, eitt
albesta lið heims, Bæði liðin hafa
hafnað þátttöku í deildinni, sem og
Porto og Borussia Dortmund. Glögg-
ir sjá að ef þessi lið hefðu sagt já væri
fjöldinn kominn yfir fimmtán, sem
vekur spurningar um hvort öll liðin
tólf hafi verið með í upphaflegum
áætlunum.
3-4 sinnum meiri tekjur
Bandaríski fjárfestingarbankinn
JP Morgan er helsti bakhjarl verk-
efnisins. Bankinn hefur skuldbundið
sig til að leggja 3,25 milljarða evra til
keppninnar, sem skipt yrði á milli lið-
anna strax við inngöngu. Talað hefur
verið um að hvert lið fengi á bilinu
80-300 milljónir evra í sinn hlut fyrir
það eitt að hefja keppni. Samkvæmt
gögnum Financial Times verður
tekjum af deildinni skipt með þeim
hætti að stofnliðin fimmtán deila með
sér 32,5% tekna. Öðrum 32,5% verð-
ur skipt jafnt milli liðanna fimmtán
og þeirra fimm sem vinna sér inn
sæti á því tímabili, skipting 20%
tekna mun ráðast af árangri í keppn-
inni og að lokum verður 15% skipt
eftir sjónvarpsáhorfi liðanna –
hversu marga áhorfendur liðin draga
að skjánum.
Sigurliðið í deildinni á að geta
vænst þess að fá í sinn hlut allt að 400
milljónir evra, og önnur lið um og yfir
250 milljónir evra – mun meira en lið
fá fyrir þátttöku í Meistaradeildinni.
Væri það kærkomið fyrir eigendur
enda hafa mörg þeirra verið rekin
með tapi um alllangt skeið. Raunar
hefur oft verið litið á eign fótboltaliðs
síður sem fjárfestingu og frekar sem
leiktæki fyrir menn sem vita ekkert
hvað þeir eiga að gera við peningana
sína.
Ofurdeildin sem enginn bað um
- JP Morgan stærsti fjárfestirinn að baki Ofurdeildinni - Liðin eiga að fá 80-300 milljónir evra í skrán-
ingarbónus og mun hærri greiðslur en í Meistaradeildinni - Áformin umdeild og strax komin í uppnám
Tekjur liðanna tólf af Meistaradeildinni og Evrópudeildinni 2018-19
Upphæðir í milljónum evra *Lið tók þátt í
Evrópudeildinni
2018-19
Atletico Real Madrid Barcelona Chelsea* Arsenal* Liverpool Man. Utd. Man. City Tottenham Juventus Inter Milan AC Milan*
85,7 85
117,7
46
30
111
93,5 93,3
101,6 95,6
48,3
15
AFP
Óvinsælt Mótmælt var við heimavöll Chelsea í gærkvöldi. Síðar spurðist út
að liðið væri hætt við þátttöku í Ofurdeildinni. Fleiri lið ætla að hætta við.
Hugmyndum um Ofurdeildina var
illa tekið frá fyrstu stundu. Áhorf-
endur, sparkspekingar og stjórn-
málamenn allt frá Boris Johnson til
Katrínar Jakobsdóttur sameinuðust
í fordæmingu og stjórnvöld í Bret-
landi hétu því að leita allra leiða til
að koma í veg fyrir breytinguna.
Meðal þeirra leiða sem yrðu skoð-
aðar væri að beita samkeppnislögum
gegn hinni deildinni, neita erlendum
leikmönnum sem spila fyrir ofur-
deildarlið um atvinnuleyfi í Bret-
landi og að breyta reglum um eign-
arhald knattspyrnuliða. Evrópska
knattspyrnusambandið UEFA lét
ekki sitt eftir liggja og hét því að
leikmenn ofurdeildarliða fengju ekki
að taka þátt í EM sem fram fer í sum-
ar. Þá fengju liðin heldur ekki að
leika í deildum í heimalöndum sín-
um. Í raun yrði félögunum og öllum
sem viðriðnir þau eru úthýst úr al-
þjóðaknattspyrnunni.
Í gærkvöldi, þegar tveir sólar-
hringar voru liðnir frá því áformin
voru kynnt, var strax farið að molna
undan þeim. Greint var frá því að
Chelsea, Manchester City og Atletico
Madrid væru öll hætt við þátttöku og
fleiri lið væru í sömu hugleiðingum.
Líklegra er en ekki að fallið verði al-
gjörlega frá hugmyndinni. Þetta
þarf ekki að koma á óvart. Sjálfur
hafði blaðamaður talið sér trú um að
tillagan gæti vart verið annað en út-
spil í samningaviðræðum við UEFA
um framtíð Meistaradeildarinnar og
tekjuskiptinguna þar. Það var enda
engin tilviljun að hin nýja deild var
kynnt til leiks á sunnudegi, degi áður
en til stóð að UEFA myndi kynna
nýja útfærslu á Meistaradeildinni.
En eftir stendur þó heillangur
undirbúningur og milljarða heit um
fjárfestingu frá bandarískum fjár-
festingarbanka. Hvernig fær það
staðist að lagt væri upp í þessa veg-
ferð nema hugur fylgdi máli?
Og nú þegar allt virðist ætla að
snúast í höndunum á stórliðunum,
getur verið að samtakamáttur al-
mennings – og peningamaskínunnar
UEFA – hafi náð að bjarga evrópsk-
um fótbolta frá gróðahyggju?
AFP
Ofurdeild Florentino Perez, forseti
Real Madrid, einn skipuleggjenda.
Útlit fyrir að ekkert
verði af keppninni