Morgunblaðið - 21.04.2021, Side 33
33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021
Í dag fögnum við því
að fimmtíu ár eru liðin
frá því að fyrstu tvö
handritin, Konungsbók
eddukvæða og Flateyj-
arbók, komu heim frá
Danmörku með her-
skipinu Vædderen.
Mannfjöldi safnaðist
saman í miðbæ
Reykjavíkur og frí var
gefið í skólum landsins.
Þann dag var ég á ellefta ári og hélt
eins og aðrir skólakrakkar niður í
bæ til að fylgjast með komu her-
skipsins og hreifst af þeirri spennu
og gleði sem lá í loftinu. Mörgum
fannst sem lokaáfanganum í sjálf-
stæðisbaráttunni hefði þarna verið
náð.
Lausn handritamálsins var stór-
merkileg í alþjóðlegu samhengi og
augljóst að Danir sýndu okkur mikið
vinarbragð. Flutningur um helmings
handrita úr Árnasafni og 141 hand-
rits úr Konungsbókhlöðu til Íslands
varð til að efla mjög vísindastarf í ís-
lenskum fræðum á Íslandi. Hand-
ritastofnun Íslands sem komið var á
fót árið 1962 var breytt í Stofnun
Árna Magnússonar á Íslandi, sem
sameinaðist árið 2006 fjórum öðrum
stofnunum á sviði íslenskra fræða
(Orðabók Háskólans, Örnefna-
stofnun Íslands, Íslenskri málstöð
og Stofnun Sigurðar Nordals) og
fékk heitið Stofnun Árna Magn-
ússonar í íslenskum fræðum. Þannig
varð til breiður og öfl-
ugur vettvangur á sviði
íslenskra fræða þar
sem sinnt er rann-
sóknum á íslenskri
tungu, menningu og
bókmenntum.
Í tilefni af tímamót-
unum í dag leggja for-
seti Íslands og mennta-
og menningar-
málaráðherra hornstein
að Húsi íslenskunnar.
Þar mun Árnastofnun
verða undir sama þaki og náms-
greinar í íslensku og íslensku sem
öðru máli við Háskóla Íslands. Á
þeim stað verður sjálfkrafa miðjan í
íslenskum fræðum í heiminum,
rannsóknar- og sýningaraðstaða eins
og best verður á kosið og gott að-
gengi að handritum og öðrum gögn-
um stofnunarinnar fyrir gesti og
gangandi, ekki síst fyrir nýja kyn-
slóð og liðsmenn íslenskunnar.
Íslensk handrit eru ekki aðeins
varðveitt á Íslandi eða í Danmörku,
heldur er töluverður fjöldi íslenskra
handrita varðveittur á söfnum í öðr-
um löndum. Á grunni þeirra gagna
sem fyrir liggja hefur verið áætlað
að meira en 4.000 íslensk handrit
séu varðveitt í söfnum erlendis. Eru
þá ekki talin með handrit í einkaeigu
afkomenda vesturfaranna í Kanada
og Bandaríkjunum þar sem skrár
yfir þau handrit eru ekki frágengn-
ar.
Á hálfrar aldar afmæli heimkomu
fyrstu handritanna væri skemmti-
legt og við hæfi ef við strengdum
þess heit að skrá íslensk handrit um
allan heim í einn gagnagrunn, eins
og handrit.is þar sem eru nú settar
inn myndir af handritum úr safni
Árna í Reykjavík og Kaupmanna-
höfn og handrit í Landsbókasafni, í
góðu samstarfi við söfn í ólíkum
löndum, mynda þau og skrá eins ná-
kvæmlega og kostur er. Slíkt verk-
efni er vitaskuld kostnaðarsamt og
tímafrekt, en myndi gerbreyta að-
gengi almennings, fræðimanna, lista-
manna, þýðenda og rithöfunda um
allan heim að þessum einstöku heim-
ildum sem spanna meira en 800 ár
og vera vinarbragð okkar við alla
sem unna íslenskum bókmenntum.
Uppskeran yrði margföld.
Eftir Guðrúnu
Nordal
» Á hálfrar aldar af-
mæli heimkomu
fyrstu handritanna væri
skemmtilegt og við hæfi
ef við strengdum þess
heit að skrá íslensk
handrit um allan heim í
einn gagnagrunn.
Guðrún Nordal
Höfundur er forstöðumaður Stofn-
unar Árna Magnússonar í íslenskum
fræðum og prófessor við Háskóla Ís-
lands.
Handritin fyrir heiminn
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Handritin heim Fyrstu tvö handritin komu heim 21. apríl 1971, sem bar þá einnig upp á síðasta vetrardag eins og í
ár. Þrír sjóliðar af Vædderen halda hér á handritunum, Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók í tveimur bindum.
Það er alltaf gott
þegar stjórn-
málaflokkar hafa skýra
stefnu, ekki síst í að-
draganda kosninga.
Með því verða kost-
irnir sem kjósendur
standa frammi fyrir
skýrari. Það er ekki
endilega verra að
draga gömul baráttu-
mál út úr skápnum,
dusta af þeim rykið og pakka þeim
inn að nýju. Slíkt sýnir kannski ekki
mikla hugmyndaauðgi en ákveðna
íhaldssemi og þráa.
Á sama tíma og Samfylkingin
virðist hafa gefist upp á sínu helsta
baráttumáli – aðild Íslands að Evr-
ópusambandinu – hefur Viðreisn
ákveðið að blása að nýju, eftir nokk-
urt hlé, í lúðra Brussel-valdsins.
Þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram
þingsályktun þar sem ríkisstjórninni
er falið „að hefja undirbúning að
endurupptöku viðræðna um aðild að
Evrópusambandinu“.
Ekki er hægt að skilja grein-
argerð þingsályktunartillögunnar á
annan hátt en að kórónuveirufarald-
urinn hafi kveikt aftur vonir í ESB-
hjörtum Viðreisnar. Fullyrt er að af-
leiðingar faraldursins hafi „gjör-
breytt efnahagslegum aðstæðum“
og þess vegna þurfi Ísland „að nýta
öll möguleg tækifæri
sem örvað geta ný-
sköpun, eflt viðskipti
og styrkt hagvöxt“.
Aukin alþjóðleg sam-
vinna sé óhjákvæmileg
og lokaskrefið „til fullr-
ar aðildar að Evrópu-
sambandinu er nær-
tækasti og
áhrifaríkasti kosturinn
í þessu efni“.
Vantrú á íslenskt
samfélag
Rökstuðningur fyrir aðild að Evr-
ópusambandinu hefur því lítið
breyst frá árinu 2009 þegar sam-
þykkt var að sækja um aðild og
meirihluti þingsins kom í veg fyrir
að þjóðin hefði nokkuð um aðild-
arviðræðurnar að segja. Í aðdrag-
anda kosninga máluðu talsmenn að-
ildar svartnættið upp á vegg; höfðu
enga trú á því að Íslendingar hefðu
burði til að vinna sig út úr efnahags-
legum þrengingum í kjölfar falls
bankanna.
Benedikt Jóhannesson, stofnandi
og fyrsti formaður Viðreisnar, dró
upp dökka mynd af framtíð lands og
þjóðar utan Evrópusambandsins. Í
grein í Morgunblaðinu 16. apríl 2009
– níu dögum fyrir alþingiskosningar
– svaraði Benedikt eigin spurningu
um hvað gerðist ef þjóðin sækti ekki
um aðild að Evrópusambandinu,
með skýrum hætti:
„1. Stórfyrirtæki flytja höfuð-
stöðvar sínar úr landi
2. Útlendingar þora ekki að fjár-
festa á Íslandi
3. Fáir vilja lána Íslendingum
peninga
4. Þeir sem vilja lána þjóðinni
gera það gegn okurvöxtum
5. Atvinnuleysi, vaxtaokur og
gjaldþrot verða viðvarandi
6. Þjóðin missir af Evrópulestinni
næstu tíu ár
7. Íslendingar verða áfram fátæk
þjóð í hafti.“
Það var á grunni vantrúar á ís-
lenskt samfélag sem Viðreisn var
stofnuð. Lausnin á flestum vanda-
málum væri aðild að Evrópusam-
bandinu og upptaka evru. Með því
yrði komið í veg fyrir nýtt „hrun“
efnahagslífsins um leið og „skuldir
óreiðumanna“ (Icesave) yrðu gerðar
upp með ábyrgð íslenskra skatt-
greiðenda.
Mantran rifjuð upp
Nokkrum árum síðar settist
Benedikt ásamt samherjum sínum í
Viðreisn í ríkisstjórn með Sjálfstæð-
isflokknum og Bjartri framtíð. Sú
ríkisstjórn var skammlíf (kannski
sem betur fer) en í stjórnarsáttmála
var tekið fram að stjórnin myndi
„byggja samstarf við Evrópusam-
bandið á samningnum um Evrópska
efnahagssvæðið“ og að fylgjast
þyrfti vel með „þróun Evrópusam-
bandsins á næstu árum og gæta í
hvívetna hagsmuna Íslands í sam-
ræmi við aðstæður hverju sinni“.
Allar götur síðan hefur Viðreisn
ekki sinnt þessu helsta stefnumáli
sínu – grunninum undir stofnun
flokksins – sérlega vel. En af og til
vakna forystumenn flokksins upp í
ræðu og riti, svona rétt til að minna
sjálfa sig og áhagendur á að þrátt
fyrir allt sé evran töfralausnin og
Evrópusambandið draumurinn.
Á sama tíma og Viðreisn heldur
sig við möntruna (þegar þingmenn
muna eftir þulunni) um að íslenska
krónan sé ónýt hefur traust í garð
Seðlabanka Íslands stóraukist eða
tvöfaldast á tveimur árum. Sam-
kvæmt mælingum Gallup hefur
traust til bankans aukist úr 31% árið
2019 í 62%. Árið 2011 báru aðeins
20% landsmanna traust til Seðla-
bankans.
„Seðlabankinn er útgefandi og
varðmaður íslensku krónunnar,“
skrifaði Ásgeir Jónsson seðla-
bankastjóri á fésbókarvegg sinn í til-
efni af niðurstöðum Gallup og bætti
við: „Þessi mæling er því vitn-
isburður um nýtt traust á gjaldmiðl-
inum okkar – okkar allra lands-
manna.“
Mat seðlabankastjóra er rökrétt.
Aukið traust til Seðlabankans sýnir
aukna tiltrú á krónuna. Að þessu
leyti er Viðreisn ekki í takt við þró-
unina hér innanlands.
En þingsályktunartillaga Við-
reisnar er hins vegar fagnaðarefni
þar sem hún ætti að gera línurnar
örlítið skýrari í aðdraganda kosn-
inga. Og sjálfsagt neyðist Samfylk-
ingin til að grafa ESB-stefnuna upp
úr rykföllnum skúffum, þótt það
kunni að vera erfitt fyrir einhverja
frambjóðendur flokksins sem í fyrra
pólitíska lífi börðust gegn aðild að
Evrópusambandinu.
Hvort flokkar og frambjóðendur
sem eru fastir í viðjum vantrúar á
flest það sem íslenskt er muni heilla
kjósendur í komandi kosningum á
eftir að koma í ljós. Í utanrík-
isviðskiptum er stefna Sjálfstæð-
isflokksins að fjölga kostunum í
samskiptum við aðrar þjóðir en ekki
fækka þeim líkt og hinir vantrúuðu
telja rétt að gera. Frjálst, opið og
þróttmikið samfélag verður hins
vegar ekki tryggt í gegnum Brussel.
Eftir Óla Björn
Kárason »Hvort flokkar og
frambjóðendur sem
eru fastir í viðjum
vantrúar á flest það sem
íslenskt er muni heilla
kjósendur í komandi
kosningum kemur í
ljós.
Óli Björn Kárason
Höfundur er alþingismaður
Sjálfstæðisflokksins..
Rykið dustað af ESB-draumnum
Nýjasta útspil
vinstrimanna og Við-
reisnar í borginni er
að þrengja enn frekar
að umferð og lengja
ferðatíma fólks. Af-
leiðingarnar eru mikl-
ar. Raunveruleg
hætta er á að umferð-
in leiti meira inn í
íbúðahverfi þegar
þrengt er að helstu
samgönguæðunum.
Svo er það hitt. Fólk
þarf að vera lengur í
bílum og hefur minni
tíma aflögu í annað.
Samkvæmt tölum
úr áætlun borgarinnar
sjálfrar mun ferðatími
fólks lengjast um
5.882 klukkustundir á
dag eftir að aðgerða-
áætlunin hefur verið
framkvæmd. Það ger-
ir 200.000 vinnudaga á
ári. Um 1.000 vinnuár
í aukinn ferðatíma fólks í Reykjavík
á ári hverju. Þetta mun gerast á
sama tíma og talað er um að stytta
vinnuvikuna.
Dagur ei meir
Tími fólks er verðmætur. Þótt það
sé alltaf álitamál hvernig tíminn sé
metinn til fjármuna er hægt að reikna
hvað þetta þýðir miðað við meðallaun.
Þau eru rúmlega 600 þúsund á mán-
uði. Miðað við forsendur borgarinnar
er þessi viðbótarferðatími fólks ígildi
kostnaðar upp á átta milljarða króna
á ári. Það þýðir þjóðhagslegan kostn-
að upp á 320 milljarða á 40 árum.
Verðtryggt.
Það er umhugsunarefni hvernig
sami borgarstjórnarmeirihlutinn get-
ur lagst gegn nauðsynlegum úrbótum
í ljósastýringu, sem enn hafa ekki
orðið, og fer hægt í að bæta snjall-
væðingu og lýsingu gangbrauta
vegna kostnaðar. En slengir svo fram
fimm ára áætlun um að lengja ferða-
tíma fólksins í borginni um eitt þús-
und vinnuár. Sparar við sig hag-
kvæmar úrbætur í öryggismálum en
hikar ekki við að leggja aukabyrðar á
fólkið með töfum og kostnaði. Er ekki
kominn tími til að tengja?
Þúsund ár
Eftir Eyþór
Arnalds
Eyþór
Arnalds
Höfundur er oddviti sjálfstæðis-
manna í borgarstjórn.
»Miðað við forsendur
borgarinnar er
þessi viðbótarferðatími
fólks ígildi kostnaðar
upp á átta milljarða
króna á ári.