Morgunblaðið - 21.04.2021, Side 36
36 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021
Umræðan um nýtt
og þéttara skipulag
höfuðborgarsvæðisins
ásamt borgarlínu hef-
ur nú gengið svo lengi
að bakhliðin er farin
að koma í ljós. Segja
má að öll rök sem tal-
in voru sterk í upp-
hafi hafi bliknað og
sum horfið, eins og
atriðin sex hér á eftir
sýna. Miðað við skrif
undanfarið til framdráttar borg-
arlínu er þar ekkert eftir nema
metnaðurinn. Metnaður er góður
drifkraftur en ekki gott að hann
taki völdin.
1. Ferðatím Borgir eru vinnu-
markaður og reynslan sýnir að því
hraðar sem fólk kemst til vinnu
sinnar, því meiri framleiðni má bú-
ast við í borginni. Þéttleiki byggð-
ar hefur sterka tengingu við um-
ferðartafir. Aukinn þéttleiki skilar
sér þannig ekki aðeins í töfum á
ferðum fólks, líka í síðri efnahag.
2. Umferðin Í Reykjavík kemst
maður yfirleitt milli heimilis og
vinnu í bíl á innan við 10 mínútum
í frjálsu flæði umferðar en sama
ferð tekur 25 mínútur með strætó.
Borgarlínan mun lítið laga þetta
hlutfall og það verður ekki jafnað
nema með því að tefja, hindra og
skattleggja aðra umferð. Eigi
borgarlína að hafa hér sæmilega
hlutdeild í þessum ferðum táknar
það að setja þarf aðra umferð í
varanlegan hnút.
3. Losun koltvísýrings. For-
sendur og niðurstöður um áhrif
þéttingar byggðar á losun koltví-
sýrings hafa verið dregnar í efa.
Minni kolefnalosun og
súrt regn tengist mest
léttari bílum og betri
nýtni véla. Þétting
borgarbyggða hefur
lítil áhrif og losun
vegna vaxandi um-
ferðartafa getur farið
fram úr mögulegum
ávinningi. Það að
spara losun koltvísýr-
ings með þéttingu
byggðar í þéttbýli er
líklega eitt dýrasta
form þess sparnaðar
sem þekkist og árangur getur orð-
ið enginn.
4. Lífskjör Þrenging byggða-
marka takmarkar framboð lands
til bygginga og veldur þannig
hækkun á markaðsverði. Hærri
framkvæmdakostnaður við þröngar
aðstæður og umferðartafir hækkar
verð íbúða. Tafir í úthlutun lóða
hækka verð enn meira. Húsnæð-
iskostnaður verður stærri hluti af
ráðstöfunartekjum fólks sem leiðir
til lakari lífskjara.
5. Búseta Þess sjást merki að
fólk kýs í auknum mæli búsetu á
jaðri stórhöfuðborgarsvæðisins
(Keflavík-Árborg-Akranes) en
ferðast eigi að síður daglega í bíl
sínum til vinnu og skóla mið-
svæðis. Hátt íbúðaverð á höf-
uðborgarsvæðinu ýtir undir þessa
þróun.
6. Vellíðan íbúa Flestar skoð-
anakannanir benda til að fólki líði
betur í sínu hverfi ef það er ekki
of þétt. Vísbendingar eru um að
flestir vilji hafa einhvern smá blett
undir beru lofti sem þeir geti kall-
að sinn eigin. Fyrir suma eru sval-
ir á íbúð betra en ekkert en aðrir
sækjast eftir sérbýli með litlum
bletti ræktarlands. Best virðist
fólki líða í hverfum sem a.m.k. að
hluta til eru einbýli með garði.
Staða máls
Sveitarfélög höfuðborgarsvæð-
isins hafa gert samgöngusáttmála
við ríkið þar sem nokkuð er komið
til móts við kröfur um greiðari um-
ferð. Eigi að síður er borgarlína
hönnuð áfram með sama forgangi
á aðra umferð og járnbrautarlest á
teinum með samsvarandi umferð-
artöfum og haldið er áfram að
þétta byggð af sama krafti og áð-
ur. Annmarkar þeir sem taldir eru
í sex punktum hér að framan og
flestir lágu fyrir virðast hvorki
hafa verið kynntir við samnings-
gerðina né tillit tekið til þeirra í
framhaldinu.
Punktarnir sex fjalla um rök
sem fylgdu borgarlínunni úr hlaði
en þau hafa lítið sést í fjölmiðlum
undanfarið. Nú ber meira á rang-
færslum, t.d. að ÁS (Samtök um
samgöngur fyrir alla) beri fyrst og
fremst hag einkabílsins fyrir
brjósti og fleira í þeim dúr. Til-
lögur þær sem ÁS leggur fram eru
taldar merki um lítinn metnað.
Formælendur borgarlínu vita en
hafa ekki orð á að fjöldi þeirra
sem ferðast með borgarlínu mun
ekki valda öllum þeim jákvæðu
áhrifum sem þeir telja að verði
meðfram þróunarásum, mikla bíla-
umferð þarf til. Hjá þeim er metn-
aðurinn það eina sem eftir stendur.
ÁS ber fyrst og fremst fyrir
brjósti efnahagslega velferð íbú-
anna og atvinnuveganna sem bjóða
þeim launaða vinnu. ÁS leggur
áherslu á greiða umferð fyrir alla,
bíla fyrirtækjanna, bíla íbúanna,
strætó, hjólandi og gangandi. ÁS
fagnar einnig almennt endur-
skoðun á leiðakerfi strætó og telur
rétt að fara leið samgöngumiðaðs
skipulags. ÁS hefur þannig lagt til
mun ódýrari útfærslu borgarlínu -
létta borgarlínu – sem gerir nánast
sama gagn en ÁS telur þá þungu
sóun.
Lokaorð
Það er skoðun margra að þétta
megi sum svæði á höfuðborgar-
svæðinu og bæta þurfi almennings-
samgöngur. En þegar engin rök
eru fyrir frekari aðgerðum og
metnaðurinn einn ræður för er nóg
er komið. Samfastar ferhyrndar
blokkir utan um hellulögð port er
fransk/danskur miðaldastíll. Að
setja slíkt á sem flest græn svæði í
borginni gerir þau ekki að spenn-
andi hverfum. Að kalla það að
byggja græna borg og hrósa sér af
því er sorglegt.
Íbúðirnar á þessum þéttu svæð-
um verða dýrar. Líklega verður
það sæmilega stætt fólk sem kaup-
ir þær fyrst en sagan segir frá fá-
tækrahverfum sem voru byggð á
þann hátt. Það sem er spennandi í
þessu samhengi er hver kjör ann-
arrar og þriðju kynslóðar verða.
Komi annmarkar þá fram er of
seint að snúa við.
Eftir Elías Elíasson » Flestar skoðana-
kannanir benda til
að fólki líði betur í sínu
hverfi ef það er ekki of
þétt
Elías Elíasson
Höfundur er verkfræðingur.
eliasbe@simnet.is
Þegar metnaðurinn einn er eftirMóttaka
aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgun-
blaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í samskiptum
milli starfsfólks Morgunblaðsins
og höfunda. Morgunblaðið birtir
ekki greinar sem einnig eru send-
ar á aðra miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er
valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendi-
kerfið er notað þarf notandinn að
nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar
leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í
skráningarferlinu. Eftir að við-
komandi hefur skráð sig sem not-
anda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til
að opna svæðið. Hægt er að
senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá kl.
8-18.
Allt um
sjávarútveg