Morgunblaðið - 21.04.2021, Side 37

Morgunblaðið - 21.04.2021, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 Tónlist fyrir sálina Matur fyrir líkamann Aðalstræti 2 | s. 558 0000 Kíktu til okkar í góðan mat og notalegt andrúmsloft Borðapantanir á www.matarkjallarinn.is Sæl og takk fyrir frábæran vef. Mig langar svo að athuga hvort ég geti fengið upplýsingar um sóf- ann sem var hjá henni Kristjönu í Heimilislífi. Ég er að leita mér að sófa og finn ekki neitt sem mig langar í en þessi var svo sjúklega kósý. Með fyrirframþökk og með bestu kveðjum, Margrét Sæl og blessuð Margrét. Takk fyrir hlý orð. Sófinn heima hjá Kristjönu M. Sigurð- ardóttur, sem er arkitekt hjá Tark arkitektum, var keyptur í Tekk-Habitat en hún er búin að eiga hann í nokkur ár. Hann er úr grænu flaueli og afar hlýlegur og smart og passar vel við gráu hilluna úr Habitat. Hann fer líka vel við veggljósið Flos 265 sem fæst í Casa. Ef þú ert að leita þér að grænum flauelssófa þá er RINGSTORP-sófinn úr IKEA líka mjög fallegur. Liturinn er flöskugrænn en það er líka hægt að fá hann í svörtu. Vonandi finn- ur þú hlýlegan og notalegan sófa sem þú getur kúrt í meðan þú lest Smartland í símanum þín- um eða í tölvunni þinni. Hlýja, Marta María Ef þér liggur eitt- hvað á hjarta þá getur þú sent mér póst á mm@mbl.is. Hvar fæst svona sófi eins og Kristjana á? Lesendur Smartlands eru duglegir að leita ráða hjá mér og spyrja út í hitt og þetta sem fjallað er um á vefnum. Frá því Smartland fór í loftið hef ég fengið mörg þúsund fyrirspurnir. Hingað til hef ég svarað fyrirspurnum fólks í gegnum tölvupóst en í tilefni af 10 ára afmæli Smartlands ætla ég að svara spurn- ingunum á vefnum sjálfum til að leyfa lesendum að fá innsýn í hvað gerist á bak við tjöldin. Eftir að síð- asti Heimilislífsþáttur fór í loftið fékk ég eftirfar- andi spurningu: Eitursvalt Sófinn var keyptur í Tekk-Habitat. Veggljósið fyrir ofan sófann er Flos 265 og fæst í Casa. Arkitekt Kristjana M. Sig- urðardóttir var gestur Heimilislífs í síðustu viku. Hún á einstakt heimili en hægt er að horfa á þáttinni inni á Smartlandi á mbl.is. Gamla heimilið Hér má sjá sama sófann í húsinu sem Krist- jana bjó í áður. Valkostur? Þessi græni sófi fæst í IKEA.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.