Morgunblaðið - 21.04.2021, Side 38

Morgunblaðið - 21.04.2021, Side 38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 SÓLGLERAUGU frá Aspinal of London LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 Fiskbarinn var opnaður í janúar síðastliðnum og er staðurinn er á Hótel Bergi við Bakkaveg 16 hjá smábátahöfninni í Keflavík. Hótelið var stækkað og endurbyggt að stórum hluta árið 2018 og hafa við- tökur gesta verið mjög góðar en það hafði alltaf vantað veitingastað á hótelið til að skapa heildstæðari upplifun. Að sögn Rósu Maríu Árnadóttur, sölu- og markaðsstjóra, er Reykja- nesið tilvalinn áfangastaður fyrir fólk sem vill losna úr amstri dags- ins og breyta um umhverfi með 30 mínútna akstri frá höfuðborgar- svæðinu í notalegheit og góðan mat. „Þegar við byrjum að ferðast á ný er einnig fullkomið að hefja fríið með dvöl á Hótel Bergi. Þú geymir bílinn hjá okkur og við skutlum þér á völlinn,“ bætir hún við. Fiskmetið sótt í göngufæri við staðinn Fiskbarinn leggur mikla áherslu á að veita góða þjónustu. Staðurinn er í minni kantinum sem skapar skemmtilega og góða stemningu. Það var Hákon Már Örvarsson, matreiðslumeistari og brons Bocu- se d‘Or-verðlaunahafi, sem var sér- stakur ráðgjafi við hönnun stað- arins og sinnti starfi yfirkokks. Hann útbjó matseðil Fiskbarsins sem hefur hlotið mikið lof gesta og byggist að miklu leyti upp á sjáv- arfangi og grænmeti úr næsta ná- grenni. Ævintýralegur matseðill á Fiskbarnum „Frá opnun höfum við boðið upp á ævintýralegan fimm rétta seðil sem byggir á sjávarréttum og grænmeti ásamt því að bjóða upp á góða vínpörun. Á næstunni stendur til að kynna sumarmatseðil með nýjum og spennandi réttum,“ segir Rósa María og segist vera spennt fyrir komandi tímum. „Sigurður Hjartarson tók nýlega við sem yf- irkokkur Fiskbarsins en hann hef- ur unnið í eldhúsi síðan hann var 14 ára gamall. Sigurður starfaði áð- ur á virtum sjávarréttarstað í Nor- egi sem staðsettur er við höfnina í Kristiansand. Þegar heim var kom- ið lærði hann til matreiðslumeist- ara og lauk sínu námi á veit- ingastaðnum Bryggjunni. Sigurður elskar áskorunina sem felst í því að búa til skemmtilega rétti úr sjáv- arfangi og grænmeti. Hann ber mikla virðingu fyrir hráefnunum og hefur mikinn metnað fyrir því að nýta eiginleika þeirra til fulls,“ seg- ir Rósa María. Þess má einnig geta að Manuel Schembri hóf nýlega störf sem yfirþjónn Fiskbarsins, en hann er með Sommelier-gráðu frá Court of Master Sommelier í Evr- ópu og gerði sér lítið fyrir og hlaut 1. sæti á Íslandsmeistaramóti vín- þjóna 2021. „Siggi og Manuel ásamt starfsfólki Hótels Bergs og Fiskbarsins taka svo sannarlega vel á móti þér og þínum,“ segir Rósa María. „Besti þorskur sem ég hef smakkað“ Við spurðum Rósu Maríu hvaða réttur væri vinsælastur á matseðli. „Hingað til höfum við ansi oft feng- ið að heyra „besti þorskur sem ég hef smakkað!““ segir hún og en þorskurinn á matseðlinum er pönnusteiktur þorskhnakki með kirsuberjatómötum, grillaðri papr- iku, ólífum, bankabyggi og sítrónu- og möndlukremsósu. „Eftirrétt- urinn okkar hefur einnig slegið rækilega í gegn enda gerður úr Omnom-súkkulaði, lakkrísfrauði, möndluköku, hindberjasósu og stökkum hindberjum.“ Hugmynd að dagsferð um Reykjanesið Eitt af því skemmtilega við Reykjanesið er ekki bara fjöl- breytileikinn sem það býður upp á heldur einnig hvað það er hægt að skoða margt á stuttum tíma. Á ein- um degi er hægt að skoða hveri, stöðuvötn, hraunbreiður, svartar strendur, ótal vita og fara í hella- skoðun. Nóg er um náttúruundrin. „Heitasti staðurinn í dag er eflaust eldgosið í Geldingadölum. Ef nátt- úran leyfir er upplagt að skella sér í göngu þangað. Eftir gönguna er skemmtilegt að nýta ferðina og staldra við á nokkrum útsýn- isstöðum líkt og Gunnuhver, Brim- katli og brúnni milli heimsálfa. Við mælum svo eindregið með því að hringnum sé lokað hjá okkur, fólk innriti sig á Hótel Berg og endi daginn með dýrindismálsverð á Fiskbarnum og slökun í heitu set- lauginni. Annað sem er auðvitað í boði eru ferðir eins og kayak- og fjórhjólaferðir. Fyrir þá sem kjósa heldur að stunda golf eru fjölmarg- ir flottir golfvellir á Reykja- nesi og einungis fimm mínútna akstur frá hótelinu á Leiruna, einn flottasta golf- völl landsins,“ segir Rósa María að lokum. Ævintýralegur matseðill á Fiskbarnum Ljósmyndir/Sigurjón Ragnar Falleg hönnun Hönnun staðarins var í höndum HAF Studio Matarkista Matur- inn er sóttur í næsta nágrenni og þykir ævintýralegur. Ferskleikinn í fyrirrúmi Mikið er lagt upp úr gæðum hráefnisins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.