Morgunblaðið - 21.04.2021, Qupperneq 43
MINNINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021
✝
Kristinn fædd-
ist í Reykjavík
18. janúar 1939.
Hann lést á heimili
sínu Furugerði 1 að
morgni 26. mars
2021.
Foreldrar hans
voru Gestheiður
Árnadóttir frá
Reykjavík, f. 8. júní
1919, d. 4. júlí 1961,
og Alexander Geirs-
son frá Akranesi, f. 21. ágúst
1911, d. 26. október 1982. Þau
skildu, seinni maður Gestheiðar
var Jóhann Kristinn Þor-
steinsson, f. 30. ágúst 1927, d. 27.
febrúar 1987. Seinni kona Alex-
anders var Irma Geirsson, f. 25.
september 1920, d. 19. mars
2010.
Systkini Kristins eru Árni, f. 4.
janúar 1941, d. 1. júní 2017, Heið-
ar, f. 2. júní 1944, Sigrún, f. 21.
nóvember 1945, d. 19. apríl 2010,
og Þorsteinn Jóhannsson, f. 10.
nóvember 1950.
Kristinn kvæntist 27. mars
1970 Sigríði Jónsdóttur, f. 27.
nóvember 1932, frá Skarðshlíð í
A-Eyjafjallahreppi, hún er dóttir
1963, sonur þeirra er Jón Ómar,
f. 31. mars 1995, fyrri maður
Guðrúnar er Súddi Ólafur Stap-
les, f. 28. september 1952, sonur
þeirra er Sigurður Jón, f. 16.
september 1984, d. 18. janúar
2016.
Kristinn fæddist á Landspít-
alanum í Reykjavík, fyrstu árin
bjó hann í miðbæ Reykjavíkur, í
Kirkjustræti 10, en fluttist síðar
með móður sinni og systkinum í
Camp Knox vestar í bænum.
Hann gekk í Miðbæjarskólann og
Melaskólann og endaði skóla-
gönguna í Gagnfræðaskóla Aust-
urbæjar. Kristinn var sendisveinn
hjá Pósti og síma á unglingsárun-
um, hann starfaði við sundlaug-
arnar í Laugardal frá 1960 til
1972, og stundaði síðan almenn
verkamannastörf. Jafnframt því
starfaði Kristinn sem trommu-
leikari um árabil, hann lék með
ýmsum danshljómsveitum en
lengst af með Hljómsveit Þor-
steins Guðmundssonar frá Sel-
fossi, Steina spil. Einnig var
Kristinn listmálari og málaði
átthagamyndir eftir ljósmyndum
síðustu árin sér til gamans.
Útför Kristins fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 21. apríl
2021, klukkan 15. Streymt verð-
ur á slóðinni, (stytt slóð):
https://tinyurl.com/tc6e36cd
Streymishlekk má líka nálgast
á:
https://www.mbl.is/andlat
Guðrúnar Sveins-
dóttur, f. 25. ágúst
1897, d. 15. maí
1983, og Jóns Hjör-
leifssonar, f. 12. júlí
1898, d. 23. júlí
1973. Börn Kristins
og Sigríðar eru: 1)
Heiðar, f. 20. janúar
1970, búsettur í
Hafnarfirði, kvænt-
ur Pálínu Ósk
Hjaltadóttur, f. 5.
nóvember 1975, synir þeirra eru
Ágúst Hrafn, f. 27. maí 2009, Óli-
ver Máni, f. 31. júlí 2012, og Sig-
urbjörn Snær. f. 7. janúar 2015.
Fyrri eiginkona Heiðars er Ing-
unn Ragna Sæmundsdóttir, f. 11.
september 1975, synir þeirra eru
Alexander, f. 16. ágúst 2000, og
Guðjón Ingi, f. 11. febrúar 2003.
2) Marta, f. 3. janúar 1971, búsett
í Reykjavík, barnsfaðir Stein-
grímur Ólason, f. 25. desember
1970. Sonur Kristinn Þór, f. 10.
ágúst 1989, í sambúð með Huldu
Hjartardóttur, f. 18. desember
1990. Dóttir Sigríðar og stjúp-
dóttir Kristins er Guðrún Jóna
Sæmundsdóttir, f. 3. júlí 1960,
gift Grétari Jónssyni, f. 22. júní
Elsku pabbi. Hvíldu í friði og
blessuð sé minning þín.
Þú komst mér í þennan heim,
þú gafst mér fyrsta kossinn og
mína fyrstu ást. Þú valdir á mig
nafn og gafst mér mína fyrstu af-
mælis- og jólagjöf. Þú fylgdir mér
í skólann á mínum fyrsta skóla-
degi og sást til þess að mér væri
óhætt í lífinu. Þú kenndir mér að
ná árangri og þú passaðir upp á að
mér liði vel. Þú varst mér þolin-
móður og góður við mig alla tíð.
Þú kenndir mér trommuleik sem
þér var ákaflega kær og í raun
mótaði líf þitt að mestu leyti, en
um leið mótaðir þú líf mitt með
þinni arfleifð, þekkingu og visku.
Með umhyggju þinni komstu mér
til manns. Ég er þér ævinlega
þakklátur og vona að þú hafir ver-
ið stoltur af mér. Nú situr þú hjá
guðs englum, situr þar og gætir
mín og minna. Þú fórst veginn,
veginn sem við förum öll, seinna
munt þú taka á móti mér. Á meðan
skal ég halda minningu þinni á
lofti, sjá til þess að þín verði
minnst og passa vel upp á afkom-
endur þína, veita þeim sömu um-
hyggju og ást.
Þó sólin nú skíni á grænni grundu
er hjarta mitt þungt sem blý,
því burt varst þú kallaður á örskammri
stundu
í huganum hrannast upp sorgarský.
Fyrir mér varst þú ímynd hins göfuga og
góða
svo fallegur, einlægur og hlýr
en örlög þín ráðin – mig setur hljóða
við hittumst ei aftur á ný.
Megi algóður Guð þína sálu nú geyma
gæta að sorgmæddum, græða djúp
sár
þó kominn sért yfir í aðra heima
mun minning þín lifa um ókomin ár.
(Höf. ókunnur)
Heiðar Kristinsson.
Í dag fylgjum við honum Kidda,
manninum hennar mömmu, síð-
asta spölinn. Í Kirkjustrætinu
hófst lífsganga hans og vel við
hæfi að enda hana þar í „kirkjunni
hans afa“ sem var dómkirkjuvörð-
ur, með leikvöllinn fyrir utan sem
er Austurvöllur. Ég var um 9 ára
þegar mamma kom og kynnti
mannsefnið hann Kidda sinn fyrir
mér og foreldrum sínum, ári
seinna voru þau gift og tveimur
árum seinna voru komin tvö full-
komin börn sem ég dýrkaði og
dáði. Kiddi var mér alltaf góður,
milli okkar ríkti alltaf gagnkvæm
virðing og væntumþykja, og á full-
orðinsárum gátum við malað
endalaust um allt mögulegt og
þær eru ófáar lífsgáturnar sem við
höfum leyst yfir kaffibolla. Kiddi
var hreinskiptinn, glaðvær og
skemmtilegur maður, hann var
mikill sprelligosi og með húmor-
inn að vopni orti hann ljóð, sagði
skemmtisögur, brandara og gerði
óspart grín að sjálfum sér, hann
fór aldrei í manngreiningu, allir
voru jafnir fyrir honum og enginn
of merki- eða ómerkilegur til að
hafa gaman af, þetta eru góðir eig-
inleikar sem ég mat mikils í hans
fari. Veraldleg gæði voru ekki of-
arlega á baugi hjá honum, hann
var mjög nægjusamur, mikill
safnari, henti engu og nýtti allt,
gat endalaust safnað gömlu dóti
og gert sem nýtt. Hann var skarp-
ur maður og fróður með fullt af
hæfileikum, mjög svo listrænn,
spilaði á trommur, var í mörg ár
hljómsveitargæi, mundaði pensil-
inn svo úr urðu falleg málverk sem
prýða veggi hjá fjölmörgum í fjöl-
skyldunni, einnig stórskemmtileg-
ar skopmyndir helst þá af sjálfum
sér (kjaftaskúmi), jólasveinum og
alþingismönnum. Fjölskyldan var
honum efst í huga, honum var tíð-
rætt um Siggu sína og afkomend-
ur, hversu stoltur og ánægður
okkur fannst vel við hæfi að hann
væri af þeim. Síðast, daginn fyrir
andlátið, ræddum við og létum
mikið yfir þessum gullmolum
hans, öllum sem einum, einnig
sagði hann mér hversu ánægður
hann væri að hafa náð að halda
upp á gullbrúðkaupið og ári betur
núna í byrjun mars með fólkinu
sínu, það væri ekki sjálfgefið. Mín-
um mönnum reyndist hann vel,
alltaf boðinn og búinn bæði sem
tengdapabbi og afi og kunna þeir
honum bestu þakkir fyrir. Lífs-
ganga Kidda var þó ekki alltaf
dans á rósum, reyndar á margan
hátt með ólíkindum, frá unga aldri
og allt til enda var oft vitlaust gef-
ið, hann mætti sorgum, áföllum og
ýmsum veikindum með tilheyr-
andi fötlun og sjúkrahúslegum, en
alltaf stóð hann upp aftur jafn
keikur og hress, eins og nýr úr
kassanum og hélt ótrauður áfram,
með fleiri líf en kötturinn. Kiddi
átti sér líka markmið, hann ætlaði
að halda ræðu á 100 ára afmæli
lýðveldisins 2044 þá 105 ára gam-
all og elstur Íslendinga, en úr því
verður víst ekki, núna er kvótinn
líklega búinn og svei mér þá, það
kom mér meira á óvart en Covid
og eldgos. Ég er stolt og þakklát
að vera stjúpdóttir Kidda, ég mun
sakna samtala okkar, hláturs-
kasta og samskipta, ég á alltaf eft-
ir að minnast hans og rifja upp
sögurnar og brandarana sem eru
oftar en ekki fullir af svörtum
húmor og alls ekki fyrir viðkvæm-
ar eða guðhræddar sálir. Læt
samt fylgja eina vísu sem hann
samdi og sagði mér stuttu fyrir
andlátið, við töldum víst að enginn
prestur mundi hafa þetta eftir,
hvað þá yfir honum gengnum.
Einmana lítil viðkvæm sál
reikar á milli staða.
Þeir í himnaríki segja,
viljum ekki soddann kjaftafinn,
en þeir í helvíti segja
í guðs bænum hleypið honum ekki
inn.
Mér þykir ekki minna vænt um
þig en þér um mig, með einlægum
þökkum fyrir allt og allt.
Guðrún Jóna
Sæmundsdóttir.
Kristinn
Alexandersson
✝
Sigfús Thor-
arensen fædd-
ist 16. apríl 1933 í
Hróarsholti í Flóa.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu
Grund 14. apríl
2021. Hann var
sonur Helga Thor-
arensen, starfs-
manns Skeljungs í
Reykjavík, og
Soffíu Jónasdóttur
húsfreyju. Bróðir hans er Jónas
Thorarensen tannlæknir, f. 7.
janúar 1929.
Eiginkona Sigfúsar var Jó-
hanna Ólafsdóttir, f. 28.10.
1934, d. 2.9. 2009. Þau bjuggu
á Einarsnesi 68 (áður Þverveg-
ur 30). Börn Jóhönnu og Sig-
13.9. 1961. Synir þeirra 2a)
Atli, f. 14.3. 1995. Unnusta
hans er Íris Ósk Jónsdóttir. 2b)
Jóhann Örn, f. 27.12. 1997. 3)
Jónína Þórunn hjúkrunarfræð-
ingur, f. 17.12. 1965, gift Jóni
Sigurðssyni tónlistarmanni, f.
17.4. 1965. Börn þeirra eru 3a)
Ingibjörg Gissunn, f. 18.8.
1993. Sambýlismaður Guð-
mundur E. Gíslason. Synir
þeirra eru Jón Hrannar, f. 7.5.
2016, og Sigfús Jóhann, f.
26.10. 2019, 3b) Soffía, f. 28.1.
1999. Unnusti Sigþór Andri
Sigþórsson 3c) Kristján, f. 27.1.
1997, og 4) Steinunn skurð-
hjúkrunarfræðingur, f. 2.3.
1971. Dætur hennar og Að-
algeirs Hólmgeirssonar eru 4a)
Stefanía, f. 25.6. 1994. Unnusti
Johan F. Alsing, 4b) Silja, f.
9.8. 2002. Unnusti Harun Cr.
og 4c) Jóhanna Guðrún, f.
23.11. 2007.
Sigfús ólst upp í Skerjafirði
og bjó þar síðan allt þar til
hann flutti á Litlu-Grund. Hann
lauk stúdentsprófi frá Verzl-
unarskóla Íslands 1953 og prófi
frá tannlæknadeild Háskóla Ís-
lands 1961. Hann vann sem
tannlæknir í Kaupmannahöfn
veturinn 1961-1962. Eftir heim-
komuna stundaði hann tann-
lækningar, fyrst með bróður
sínum Jónasi og svo á eigin
stofu frá 1964 á Túngötu 3 og
síðar á Suðurgötu 7. Jafnframt
sinnti Sigfús öllum tannsmíð-
um. Sigfús gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir Tannlækna-
félag Íslands og var próf-
dómari við tannlæknadeild
Háskóla Íslands. Sigfús var
stofnfélagi í Myndhöggvara-
félagi Reykjavíkur og tók þátt í
útisýningum á Skólavörðuholti
1971 og í Lækjargötu 1974.
Útför Sigfúsar fer fram í
Neskirkju í dag, 21. apríl
2021,kl. 13 og verður streymt á
slóðinni:
https://youtu.be/fAySJgRBmz8
Streymishlekk má nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
fúsar eru: 1) Helgi
Þór, prófessor við
Háskólann á
Tromsö, f. 4.4.
1956, kvæntur
Guðrúnu Helga-
dóttur, prófessor
við Háskólann í
Suðaustur-Noregi,
f. 9.3. 1959. Börn
þeirra eru 1a) Jó-
hanna háskóla-
nemi, f. 30.9. 1987,
gift Guillaume Rex. Sonur
þeirra er Matthías Helgi Élisée,
f. 2.5. 2017. 1b) Ólafur Helgi, f.
18.08. 1992. Sambýliskona hans
er Paulina Skucińska. 2)
Ólafur barnalæknir, f. 15.4.
1962, kvæntur Hrefnu Guð-
mundsdóttur nýrnalækni, f.
Að vera tekið opnum örmum
er orðtak sem leitar á hugann
þegar ég lít yfir farinn veg með
mínum góða tengdaföður, Sig-
fúsi Thorarensen. Þétta, hlýja
faðmlagið var táknrænt fyrir
hann. Það skipti miklu máli fyr-
ir stelpustráið, sem skaut
óvænt upp kollinum við hlið
frumburðarins einn daginn fyr-
ir margt löngu. Ég hefði ekki
getað eignast betri tengdafor-
eldra en Sigfús og Jóhönnu.
Þau voru samrýnd og samhent,
voru foreldrum sínum stoð og
stytta, stoltir foreldrar og sam-
starfsfólk á tannlæknastofunni,
sem þau ráku. Þau ferðuðust
saman, spiluðu golf og ræktuðu
sambandið við vini og félaga frá
skólaárunum.
Einarsnes 68 var fasti punkt-
urinn í tilverunni; Heimilið,
með stórum staf og greini, fyrir
alla fjölskylduna. Sigfús byggði
húsið eigin höndum og þar bjó
hann þar til hann flutti á Grund
fyrir fáum árum. Sigfús var
frumlegur og listrænn, hafði
gaman af að þróa nýjar lausnir
hvort sem það var við að byggja
skorstein á sumarbústaðinn eða
í matreiðslunni þar sem hann
átti ýmsa sérrétti s.s. Þrusu-
brauð og Siffasalat. Sigfús var
stofnfélagi og fyrsti gjaldkeri
Myndhöggvarafélags Reykja-
víkur og tók þátt í nokkrum
samsýningum. Minnisstæð er
stytta af konu, sem stóð sum-
arið 1974 styrkum fótum með
hendur á mjöðmum í Austur-
stræti og horfði ákveðin á svip
upp Bankastræti. Eftir hann
liggja brjóstmyndir, lágmyndir
og höggmyndir, einnig útskurð-
ur sem hann sinnti á efri árum.
Sigfús lagði listina og það að
smíða tennur alveg að jöfnu
enda var hann algerlega laus
við snobb og hafði lúmskt gam-
an af að ögra öllu slíku.
Það var mikill missir þegar
Jóhanna féll frá árið 2009. Í
veikindum Jóhönnu annaðist
Sigfús hana og það hvað hann
átti auðvelt með að tjá tilfinn-
ingar sínar var börnunum og
sérstaklega barnabörnunum
ómetanlegt og skapaði fegurð á
erfiðum stundum. Söknuðurinn
eftir elskaða eiginkonu og lífs-
förunaut var sár. Sigfúsi var
mikil huggun í samvistunum við
skemmtilega fólkið, það er
barnabörnin, og langafastrák-
arnir þrír voru gleðigjafar.
Síðustu árin bjó Sigfús á
Grund þar sem hann naut frá-
bærrar umönnunar og vináttu.
Þar tók hann aftur upp þráðinn
og teiknaði andlitsmyndir af
starfsfólki, heimilisfólki og fjöl-
skyldunni. Nú þegar leiðir skil-
ur eftir rúm fjörutíu ár er
margs að minnast og ég kveð
hann með innilegu þakklæti
fyrir samfylgdina. Sigfús er
farinn í friði og sátt áleiðis í
Sumarlandið og skilur fólkið
sitt eftir í faðmlaginu góða.
Guðrún Helgadóttir.
Sigfús
Thorarensen
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
ÁRNÝ SIGURLÍNA RAGNARSDÓTTIR,
Mallandi á Skaga,
verður jarðsungin frá Sauðárkrókskirkju
föstudaginn 23. maí klukkan 14.
Í ljósi aðstæðna verða því miður einungis hennar nánustu
aðstandendur og vinir viðstaddir.
Streymt verður frá útförinni á vefslóðinni
https://www.youtube.com/watch?v=P6LAM-g11LE
Sigurður Leó Ásgrímsson Kristín Guðbjörg Snæland
Ásgrímur Gísli Ásgrímsson Gerður Guðjónsdóttir
Helga Baldvina Ásgrímsd. Sigtryggur Snævar Sigtryggs.
Anna María Ásgrímsdóttir Guðmundur Örn Jensson
barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn
Bróðir okkar og mágur,
STEINÞÓR KRISTJÁNSSON,
vörubílstjóri frá Geirakoti,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju
föstudaginn 23. apríl klukkan 13:30.
Vegna fjöldatakmarkana verða einungis
nánustu aðstandendur viðstaddir.
Streymt verður frá útförinni á vef Selfosskirkju.
Katrín Kristjánsdóttir
Sigrún Kristjánsdóttir Gunnar Kristmundsson
Ólafur Kristjánsson María Hauksdóttir
Aðalheiður Edilonsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐBJÖRG KRISTINSDÓTTIR
frá Brautarholti/Fallandastöðum í
Hrútafirði,
lést á sjúkrahúsinu á Akranesi 9. apríl.
Útförin fer fram frá Staðarkirkju í Hrútafirði
föstudaginn 23. apríl klukkan 14.
Athöfninni verður streymt á FB-síðu Melstaðarprestakalls:
https://tinyurl.com/wm2tp8
Einnig verður útsending á FM 106,5 við kirkjuna.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á sjúkrahúsið á
Hvammstanga.
Björn Ingi Sverrisson Margrét K. Guðmundsdóttir
Kristín Anna Sverrisdóttir
Ásgeir Sverrisson Kathrin Schmitt
Alda Berglind Sverrisdóttir Lárus Jón Lárusson
ömmubörn og langömmubörn
Ástkær dóttir okkar, systir, móðir, amma og
frænka,
FANNEY JÓNA JÓNSDÓTTIR
frá Siglufirði,
lést á heimili sínu laugardaginn 10. apríl.
Útför frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn
24. apríl klukkan 16. Fjölskyldan er harmi slegin yfir að komið sé
að kveðjustund elsku Fanneyjar okkar.
Sandra Guðnadóttir Sveinn Óskar Bergþórsson
Aron Heimir Tyrfingsson
Jón Nonni Jónasson Sigríður Þórdís Júlíusdóttir
Jóhanna Ásta Jónsdóttir Gio Pagnacco
Júlía Margrét Jónsdóttir Guðmundur Fr. Matthíasson
Jónas Ríkarð Jónsson Berglind Magnúsdóttir
Júlíus Sigurður Jónsson Steinunn B. Jósteinsdóttir
Arnar Þór Sigríðarson Hulda Marín Kristinsdóttir
barnabarn Embla Sigríður
& aðrir aðstandendur