Morgunblaðið - 21.04.2021, Page 44

Morgunblaðið - 21.04.2021, Page 44
44 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 ✝ Helga var fædd í Reykja- vík 27. maí 1947 og lést á Skógarbæ 8. apríl 2021 eftir langvinnan sjúk- dóm. Helga ólst upp á Grenimel, var síðan að mestu hjá foreldrum í Bólstaðarhlíð og Efstalandi. Faðir hennar var Björn Björnsson, f. 12.5. 1912, d. 10.3. 1989, og móðir hennar Guðrún Pétursdóttir, f. 2.8. 1916, d. 8.11. 2007. Elst systkina Helgu var Sigríður Björnsdóttir, f. 30.4. 1938, d. 6.10. 2016. Eftir lifa Dagný Björns- dóttir, Pétur Haf- steinn Björnsson og Björn Logi Is- foss. Helga gekk í Melaskóla og Hagaskóla og út- skrifaðist stúdent frá Menntaskól- anum í Reykjavík. Bálför fór fram 20. apríl í Fossvogskapellu að viðstöddum nánustu ættingjum. Helga sem unglingur og ung kona átti gott bókasafn. Það er henni að þakka að ég við ellefu ára aldur var orðinn vanur að lesa Al- bert Camus, Jean-Paul Sartre og Bertrand Russell. Þetta var hvíld frá Anders And, sem ég fékk að láni hjá henni í stórum stíl frá átta ára aldri. Helga var þess valdandi að mér fannst störf fyrir fullorðna bæði áhugaverð og aðlaðandi. Fyrst þegar hún fékk stöðu sem af- greiðsludama í ísbúðinni Dairy Queen á Melhaga. Ég bar út Vísi í því hverfi og kom við hjá henni til að fá ís. Hún var svo mórölsk að ef ég fékk ókeypis ís af henni, þá var hann svo aumkunarvert lítill að hann hefði ekki staðist neina teg- und af gæðaeftirliti. Annað starf Helgu var einnig mjög ánægjulegt fyrir litla bróð- urinn: símadama hjá Ríkisútvarp- inu á Skúlagötunni. Ég heimsótti hana eins oft og hægt var. En ég vildi eiginlega helst vera í hljóð- einangraða klefanum, með gler- vegg á milli mín og þularins, sem öruggur í fasi sagði hverja frétt- ina á fætur annarri og gaut aug- unum til mín inn á milli. Eftir stúdentspróf í Mennta- skólanum í Reykjavík fékk hún starf á Ferðaskrifstofu ríkisins. Hún var stolt yfir að forstöðumað- ur stofnunarinnar, fyrrum frönskukennari við MR, hafði treyst henni fyrir þessu starfi og hún vildi gera sitt besta. Nafn for- stöðumannsins varð nokkru síðar heimsþekkt. Helgu fannst mikilvægt að kenna mér - eftir að hún hafði búið í Englandi um tíma - borðsiði. Það var ekki auðvelt að halda út undir þessari kennslu, sem mér fannst óþörf, en ég skildi síðar mikilvægi siða meðal fólks í þeim heimsálf- um þar sem ég hef eytt hálfri æv- inni. Það var í barnæsku minni aug- ljóst og sjálfsagt að Helga hafði bestu vini í heimi. Á unglingsárun- um átti hún ríkt félagslíf, og virtist vinsæl. Einu sinni var hún sótt í bíl sem náin vinkona sendi eftir henni. Bifreiðin var stór, svört og amerísk. Helga sagði mér síðar að hún hefði verið i sjokki og starað á íslenska flaggið alla leiðina til Álftaness. Helga fékk á efri unglingsárum alvarlegan geðrænan sjúkdóm, sem kom og fór. Hún sagði mér að henni hefði liðið verst á þeim tíma- bilum sem hún var frísk. Hún minntist sérstaklega á vini og fólk í því sambandi. Síðar fékk hún MS-sjúkdóm, sem er ekki í ætt við hinn fyrrnefnda. Það er okkur systkinunum ráðgáta hvernig hún fór að því að kvarta aldrei yfir þessari hrikalegu ógæfu. Á Skóg- arbæ fékk Helga framúrskarandi umönnun og átti góðar vinkonur meðal starfsfólksins þar og á öðr- um góðum stofnunum. Bless kæra Helga. Björn Logi Isfoss. Helga Björnsdóttir ✝ Guðrún Svein- bjarnardóttir fæddist í Kothúsum í Garði 13. júní 1951. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 9. apríl 2021. Foreldrar hennar voru Anna Steinsdóttir frá Neðra-Ási í Hjalta- dal, f. 26. nóvember 1913, d. 29. nóv- ember 1989, og Sveinbjörn Árnason skólastjóri, f. í Kot- húsum í Garði 2. október 1899, d. 3. júní 1977. Systir Guðrúnar er Edda, f. 12. maí 1944. Bræður Guðrúnar samfeðra voru Ágúst þeirra eru a) Karen Mist, f. 9. febrúar 2000, og b) Rebekka Marín, f. 22. september 2005. 2) Hólmar Már, f. 22. maí 1973, giftur Sigríði Fjólu Benoný- sdóttur. Dætur hans eru a) Emelía Rut, f. 17. mars 1998, sambýlismaður Ragnar Grön- dal, sonur þeirra Sigurður Hólmar, b) Ásthildur Eva, f. 29. ágúst 2003, og c) Eyrún Arna, f. 24. febrúar 2013. Sigríður Fjóla á dæturnar Svövu Lind og Helgu Rut. 3) Árni, f. 26. nóvember 1975, giftur Aðalheiði Erlu Björgvinsdóttur. Börn þeirra eru a) Arnar Freyr, f. 4. október 1996, sambýliskona Rakel Vic- toria Júlíudóttir, dóttir þeirra er Ísabella Ósk, b) Rakel Ósk, f. 5. september 2003. Sambýlismaður Guðrúnar var Karvel Hreið- arsson, þau slitu samvistum. Sonur þeirra er Sveinbjörn Æg- ir, f. 2. júlí 1984, sambýliskona hans er Inga Gestsdóttir, sonur þeirra er Nökkvi Blær, f. 5. ágúst 2019. Guðrún ólst upp í Kothúsum. Hún gekk í Gerða- skóla og síðar lauk hún gagn- fræðaprófi úr verslunardeild frá Hagaskóla í Reykjavík. Guðrún starfaði lengst af við skrif- stofustörf, meðal annars hjá Kothúsum sem síðar varð Garð- skagi, Gerðahreppi og Strætó bs., einnig starfaði hún í mót- tökunni á Hótel Keflavík. Hún var meðlimur í slysavarnadeild- inni Unu þar sem hún var m.a. gjaldkeri. Guðrún bjó í Dan- mörku á árunum 1995-2002. Útför Guðrúnar fer fram frá Útskálakirkju í dag, 21. apríl 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. Streymt verður frá athöfn- inni, https://www.facebo- ok.com/groups/gudrunsvein- bjarnardottir, stytt slóð: https://tinyurl.com/4mnkus3t Streymishlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Guðmundur, f. 10. maí 1922, d. 29. des- ember 2012, Þor- valdur Örn, f. 26. mars 1931, d. 27. september 2008, og Gunnar Ragnar, f. 24. nóvember 1933, d. 3. apríl 2008. Guðrún giftist 1970 Gunnlaugi Gunnlaugssyni. Þau skildu. For- eldrar hans voru Guðmunda Sumarliðadóttir og Gunnlaugur Karlsson. Börn Guðrúnar og Gunnlaugs eru: 1) Anna Stein- unn, f. 25. júlí 1971, gift Arn- geiri Arngeirssyni. Dætur Elsku mamma. Þá er kveðju- stundin runnin upp. Það er erfitt að kveðja en ég veit að hvíldin var þér kærkomin. Það er gott að ylja sér við allar góðu minningarnar sem munu styrkja mig í sorginni. Þú kenndir mér svo margt og varst alltaf tilbúin að aðstoða ef þess þurfti. Líf þitt var ekki alltaf dans á rós- um og þegar þú fékkst heilablóð- fallið 2007 vorum við viss um að þarna væri kveðjustundin komin. En þú varst sko ekki á því. Það var alltaf sama harkan í þér, aðeins þremur mánuðum seinna varstu mætt aftur í vinnu. Þessa hörku og vinnusemi kenndir þú okkur börnunum þínum og vonandi get ég kennt mínum dætrum það. Það var svo yndisleg stund sem við átt- um saman þann 8. apríl og ég er svo þakklát fyrir að hafa haldið í hönd þína þegar þú kvaddir. Það hefur svo sannarlega verið tekið vel á móti þér í sumarlandinu og spilin tekin upp. Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá í alsælu og fögnuði himnum á, er sofnum vér síðasta blundinn. (Hugrún) Elsku mamma hafðu þökk fyrir allt, takk fyrir að velja mig sem dóttur þína, elska þig alltaf. Þín Anna. Elsku mamma þá er komið að kveðjustund, þó svo að við höfum vitað í hvað stefndi þá erum við aldrei viðbúin þegar kallið kemur. Þú varst ávallt til staðar fyrir mig þegar ég þurfti. Þú varst sú mann- eskja sem alltaf var hægt að treysta á og ég leit upp til. Þú varst dugleg, ósérhlífin, sam- viskusöm og sú manneskja sem allir vilja hafa með sér í vinnu. Þú varst okkur systkinunum góð fyr- irmynd. Við Eyrún Arna eigum eftir að sakna samverustunda okkar þeg- ar við heimsóttum þig á Nesvell- ina. Þegar Eyrún Arna kom til okkar þá var það það fyrsta sem hún gerði að hringja í þig og þið ákváðuð saman hvenær væri best fyrir okkur að koma til þín þar sem þið Eyrún Arna spiluðuð og spjölluðuð og ekki má gleyma súkkulaðinu sem við fengum. Mitt fyrsta barnabarn var þitt fyrsta langömmubarn og ég gleymi því ekki hvað þú varst stolt að fá langömmutitilinn. Ég er þakklátur fyrir þá stund sem við áttum saman daginn fyrir andlát þitt, sú stund var ómetan- leg fyrir okkur öll. Þú varst sátt og þú gast kvatt fólkið þitt. En nú er þinn tími kominn til að hefja aftur ferðalög og laxveiði í sumarlandinu. Takk fyrir allt og allt elsku mamma. Þinn sonur, Hólmar Már. Elsku mamma. Með fátækleg- um orðum langar okkur Heiðu að þakka þér samfylgdina í þeirri fullvissu að við munum hittast á ný síðar. Með orðunum einum saman náum við ekki að lýsa þeim tilfinningum og söknuði sem við berum til þín. Það var alltaf gott að koma til þín og eiga með þér stundir sem gleymast seint og verða minning- ar um ókomna tíð. Takk fyrir að vera þú sem mót- aðir okkur að því sem við erum í dag og þar sem þú ert komin í sumarlandið fagra þá sendum við okkar bestu kveðjur. Vertu nú yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Presthólum) Kveðja Árni og Aðalheiður. Í dag kveð ég elskulegu tengda- mömmu mína til átta ára. Það var ávallt gott að spjalla við hana og ég á eftir að sakna þess að heyra heimasímann hringja en Guðrún var nánast orðin sú eina sem hringdi í hann. Fyrst þegar ég kvaddi hana í símanum og sagði ókei bæ, þá sagði Guðrún að mað- ur segði ekki bæ heldur bless. Hún var ákveðin en ljúf og náðum við vel saman. Hún benti mér oft á góðar bækur til að lesa en Guðrún var mikill bókaunnandi og las mik- ið. Hún gat þulið upp langar vísur án þess að hika. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Takk fyrir samveruna elsku Guðrún. Sigríður Fjóla Benónýsdóttir. Elsku amma Guðrún. Það er sárt að kveðja en ég veit að þér líð- ur vel núna. Takk fyrir allar sam- verustundirnar og spilamennsk- una sem við áttum saman. Ég passa upp á að það verði alltaf eft- irréttur á sunnudögum. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elska þig alltaf, Rebekka Marín. Elsku amma Guðrún mín, núna ertu orðin verndarengillinn minn. Allar minningarnar sem við áttum saman og allan ísinn sem við fór- um og fengum okkur geymi ég í hjarta mínu. Ég er svo þakklát fyrir að hafa komið heim og náð að kveðja þig. Fimmtudagurinn 8. apríl er mér mjög kær. Hendur mínar voru ískaldar en þú leyfðir mér samt að halda í höndina þína. Ég hugsa alltaf til baka þegar þú opnaðir augun, sást að ég var komin til þín og gafst mér bros. Þig langaði að segja mér svo margt en ég veit hvað þú vildir segja við mig og það mun ég alltaf hafa hjá mér. Ég ætla að gera þig stolta alla daga upp úr og ofan í lauginni. Ég sakna þín rosalega mikið en ég veit að þér líður vel. Þú varst okkur amma svo undur góð og eftirlést okkur dýran sjóð, með bænum og blessun þinni. Í barnsins hjarta var sæði sáð, er síðan blómgast af Drottins náð, sá ávöxtur geymist inni. Við allt viljum þakka amma mín, indælu og blíðu faðmlög þín, þú vafðir oss vina armi. Hjá vanga þínum var frið að fá þá féllu tárin af votri brá, við brostum hjá þínum barmi. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. Leiddu svo ömmu góði guð í gleðinnar sælu lífsfögnuð, við minningu munum geyma. Sofðu svo amma sætt og rótt, við segjum af hjarta góða nótt. Það harma þig allir heima. (Halldór Jónsson frá Gili) Elska þig alltaf. Karen Mist. Kæra amma Guðrún. Þú varst ein af sterkustu konum sem ég hef fengið að þekkja. Þú varst mjög yndisleg og vitur kona. Alltaf þeg- ar ég kom í heimsókn heilsaðir þú mér með brosi og gast alltaf komið mér í gott skap, sama hversu slæman dag ég eða þú áttir. Þú áttir svo mikla þolinmæði þegar það kom að því að kenna mér um margt og mikið. Þú hjálpaðir mér að tala íslenskuna betur og hjálp- aðir mér líka svo mikið með dönskuna. Ég er svo þakklát fyrir öll spilin sem við spiluðum saman (þótt þú leyfðir mér mjög oft að vinna), krossgáturnar sem þú reyndir að kenna mér, orðaleitar- blöðin sem þú geymdir fyrir mig þegar ég kom í heimsókn til þín og öll púslin sem þú leyfðir mér að hjálpa þér með. Ég var heppin að eiga svo margar góðar og skemmtilegar stundir með þér og ég er svo þakklát fyrir hverju ein- ustu minningu sem ég á um þig og vildi óska að ég ætti fleiri. Kveðja, Rakel Ósk. Liðið er nokkuð á aðra öld síðan hjónin Árni Árnason og Guðrún Sveinbjarnardóttir byggðu sér myndarlegt hús á jörð sinni Kot- húsum í Garðinum. Þau voru afi og amma Guðrúnar Sveinbjarnar- dóttur. Húsið stendur enn stórt og reisulegt. Um miðja síðustu öld fæddist hjónunum Önnu Steins- dóttur og Sveinbirni Árnasyni í Kothúsum dóttir sem fékk nafn ömmu sinnar. Þar ólst Guðrún upp með fjölskyldu sinni, kraft- mikil og glaðvær og fylgdi það henni alla tíð. Kothúsaheimilið var menningar- og rausnarheimili, Sveinbjörn skólastjóri barnaskól- ans þar til hann helgaði krafta sína alfarið fiskvinnslu og útgerð. Áhrifamenn í samfélaginu og listamenn voru tíðir gestir í Kot- húsum á þeim tíma. Í fiskvinnslu- húsunum sem standa niður við sjó var saltfiskverkun, síldarvinnsla, frumkvæði í humarvinnslu og frystingu fjölbreyttra fiskafurða. Af þessari athafnasemi heillaðist Guðrún ung. Henni stóð til boða að fara til þess náms sem hún hefði kosið og víst er að það hefði hún gert með sama myndarskap og annað sem hún tók sér fyrir hendur. Hún kaus ung að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem voru til staðar í fiskvinnslunni heima. Dugnaður hennar og stjórnsemi þannig að eftir var tek- ið. Byggt myndarlegt hús í Kot- húsatúninu og börnin fjögur virkir þátttakendur í starfseminni og líf- inu. Börnin hennar og afkomend- ur þeirra eru myndarlegt dugnað- arfólk, stolt af uppvexti sínum og foreldrum. Þegar hægðist um í at- vinnulífinu í Kothúsum varð Guð- rún öflugur stafsmaður sveitarfé- lagsins í Garðinum. Síðustu starfsárin sín var Guðrún starfs- maður Strætó bs. í Reykjavík, sinnti þar lengst af störfum tengd- um ferðaþjónustu fatlaðs fólks. Sami áhuginn til starfans, vinsæl af samstarfsfólki og notendum þjónustunnar. Síðustu árin voru Guðrúnu erf- ið. Líkamlegri heilsu þannig kom- ið að óhindruð þátttaka í lífinu var takmörkuð. Þó aldrei kvartað eða gefið eftir, tekist á við hvert við- fangsefni af æðruleysi og reisn. Nú er þessi glaðværa og vinnu- sama frænka gengin, eftir lifir minning um ævilöng kynni og samstarf. Megi Guðrún Svein- bjarnardóttir í friði fara og gott eitt mæta henni á nýjum lendum. Hörður Gíslason. Mjög kær vinkona okkar er fallin frá. Gunnu kynntust við þeg- ar hún flutti til Reykjavíkur og byrjaði í Hagaskólanum. Við vorum allar fjórar saman í 3. og 4. bekk í verslunardeildinni og þar myndaðist vinskapur okkar sem haldist hefur alla tíð síðan. Eftir skóla byrjuðum við að koma saman í saumaklúbb og hitt- umst við alltaf reglulega þar til Gunna fluttist til Danmerkur og Helga út á land. Við hittumst alltaf þegar hún kom til Íslands og eftir að hún flutti aftur heim höfum við alltaf verið í góðu sambandi. Við eigum margar ljúfar minn- ingar frá þessum árum og margt var brallað. T.d. má ekki gleyma skemmtilegu ferðunum til for- eldra Gunnu sem bjuggu í Garð- inum og þá var gist og farið á ball í Stapann sem ekki var leiðinlegt. Við eigum mikið eftir að sakna hennar Gunnu okkar, hún var yndisleg manneskja og trygg. Hún var ekki að flíka tilfinningum sínum og kvartaði aldrei, þrátt fyrir að vera núna búin að berjast við alvarleg veikindi í mörg ár þá var aldrei kvartað. Börnin hennar Gunnu hafa stutt vel við bakið á henni í þess- um veikindum, alltaf verið til stað- ar fyrir mömmu sína. Takk fyrir samfylgdina, Gunna mín, við munum sakna þín og góða ferð í fyrirheitna landið. Kveðja, vinkonurnar Lilja, Björg og Helga. Guðrún Sveinbjarnardóttir - Fleiri minningargreinar um Guðrúnu Sveinbjarn- ardóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Stapahrauni 5, Hafnarfirði Sími: 565 9775 www.uth.is - uth@uth.is Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Kristín 699 0512

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.