Morgunblaðið - 21.04.2021, Page 48

Morgunblaðið - 21.04.2021, Page 48
48 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is GÓÐUR FERÐA FÉLAGI MOKKAKANNA 6. BOLLA – 5.990,- 70 ÁRA Friðrik Ás- mundsson Brekkan er sjö- tugur í dag. Hann hefur lengi starfað með ólíkum þjóðum heimsins í sendi- ráðum og sem leiðsögu- maður. Hann hefur komið víða við og flakkað heims- hornanna á milli, eignast vini um allan heim og talar ein níu tungumál. Á árunum 1970-1980 setti Friðrik á laggirnar lítið fyrirtæki sem sér- hæfði sig í silkiþrykki, eða prentun á boli, fána og spjöld, aðeins 19 ára að aldri. Á árunum 1974-1977 flutti hann inn sjúkrabíla til landsins, þá um 23 ára. Ævintýraþrá opnaði dyrn- ar fyrir starfi sem leiðsögumaður á Kan- aríeyjum veturna 1975- 1979. Fjölþjóðamaður með sænskar rætur vann Friðrik síðar störf í bandaríska sendiráðinu á árunum 1982-1987, sænska 1994-1997 og í því finnska í eitt ár. Friðrik hefur ásamt fjölskyldu sinni ferðast til ótal landa og kynnst ólíkum menningarheimum. Kona Friðriks er Jóhanna Jóhannsdóttir, f. 1962, þau eru búsett í Hafnar- firði. Dætur þeirra eru Júlía Brekkan, f. 1994, og Ragna Brekkan, f. 1996. Friðrik átti fyrir þau Hönnu Friðriksdóttur, f. 1970, og Vilhjálm Goða Frið- riksson, f. 1972. Barnabörnin eru Finnbogi Vilhjálmsson, f. 1989, og Guðrún Gígja Vilhjálmsdóttir, f. 2004. Barnabarnabarnið er Ólafur Ingi Finnboga- son, f. 2021. Friðrik Á. Brekkan Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Sambönd sem ganga vel og ánægjulega með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur. 20. apríl - 20. maí + Naut Það er gott að þekkja til viðmæl- anda síns. Mundu að þú getur lært margt um sjálfa/n þig af samskiptum þínum við aðra og því hvernig þú tekur á hlutunum. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú verður að átta þig á aukinni þörf fyrir einveru. Haltu kvittunum til haga. Notaðu hvert tækifæri til að fara þér hægar í lífinu. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Það er auðvelt að hugsa bara um eigin mál, sérstaklega þegar þau eru hrein skemmtun. Ef þú ferð ekki vel með þig nýtist þú engum. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Ekki hika við að breyta útliti þínu í dag. Þér fer fram í því að segja nei. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú skammast þín ekki fyrir tilfinn- ingar sínar og uppskerð heilbrigði fyrir vikið. Vertu bjartsýn/n og opnaðu hjarta þitt. 23. sept. - 22. okt. k Vog Notaðu daginn til að taka því létt og slappa af. Vertu umburðarlynd/ur og láttu ekki aðra fara í taugarnar á þér. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Gættu þess að búa sjálfum þér og fjölskyldunni öruggt skjól. Sýndu manneskju sem er með mikinn fagurgala tortryggni. Pískur um aðra á ekki upp á pallborðið hjá þér. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Það er engin ástæða til sjálfs- vorkunnar, þótt þú þurfir að leggja þitt af mörkum heima fyrir. Láttu aðra um að hafa áhyggjur af öllu og engu. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Beittu orku þinni á jákvæðan hátt til að koma verkefnum þínum í fram- kvæmd. Ástarsamband er á hreinu og þú munt áfram svífa um á bleiku skýi. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Það væri óviturlegt að taka þátt í veðmálum í dag. Hógværð er dyggð. Dagurinn verður frábær í alla staði. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Lífið hefur mikinn tilgang núna, þar sem viss manneskja leikur stórt hlut- verk. Ekki leita langt yfir skammt. Þér verður boðið í dekur. legum verkefnum. Ég hafði umsjón með verkefnum ÍAV á Austurlandi og sat í stjórn Kollufells sf. sem reisti 2.000 manna vinnubúðir við Álver á Reyðarfirði. Ég vann að stofnun ÍAV-þjónustu ehf. sem var Íslenskum aðalverktökum 1.10. 2003 og vann þar til 2015, lengst- um sem framkvæmdastjóri mann- virkjasviðs. „Ég sá um umsvif fé- lagsins önnur en húsbyggingar og tók þar þátt í ýmsum skemmti- S igurður Sigurðsson fædd- ist 21. apríl 1961 í Reykjavík og ólst upp í Smáíbúðahverfinu. Ég æfði handbolta og fót- bolta með Víkingi og er reyndar fæddur á afmælisdegi Víkings, 21. apríl,“ og var Sigurður formaður handknattleiksdeildar Víkings 1993-1995. Hann var í sveit hjá móðursystur sinni, á Kornsá í Vatnsdal, í tvö sumur. Sigurður gekk í Breiðagerðis- skóla og Réttarholtsskóla og varð stúdent frá Menntaskólanum við Sund 1981. „Samhliða námi í menntaskóla og í verkfræði vann ég sumarvinnu við malbikunar- framkvæmdir hjá fyrirtækinu Mið- felli hf. Þar fékk ég áhuga á verk- fræði og man stað og stund þegar ég ákvað að verða verkfræðingur. Ég fékk sem 18 ára flokksstjóri í vinnuflokki Miðfells á Ísafirði að sitja verkfund hjá Vegagerðinni þar sem ræddar voru fram- kvæmdir í bænum. Þar hlustaði ég á verkfræðinga ræða verkefnið og tæknilegar lausnir og vandamál og ákvað þarna að fara í verkfræði.“ Sigurður lauk prófi í bygging- arverkfræði við HÍ 1985 og mast- ersprófi frá DTH í Kaupmanna- höfn 1987. „Auk almennrar verkfræðimenntunar reyndi ég að sérhæfa mig í verkefnastjórnun, vega- og slitlagagerð.“ Sigurður hóf störf hjá Hlaðbæ- Colas hf. 1989 og var fram- kvæmdastjóri frá 1.12. 1993. „Fyrirtækið starfar við framleiðslu og útlögn malbiks og var því kjör- inn starfsvettvangur í kjölfar sumarstarfa og menntunar.“ Sig- urður var síðan framkvæmdastjóri Steypustöðvarinnar 1.9. 2002 til ágúst 2003. Ég réð mig til Steypu- stöðvarinnar í spennandi verkefni við að hagræða í rekstri og færa fyrirtækið til nútímalegra stjórn- unarhátta. Við náðum ágætum ár- angri í rekstrinum, en eigendurnir sem keyptu fyrirtækið í júní 2003 ákváðu að sameina Steypustöðina ehf. og Steinsteypuna ehf., sem einnig var í þeirra eigu.“ Sigurður hóf síðan störf hjá stofnuð um samninga ÍAV um við- hald fasteigna fyrir stærri fast- eignafélög og eignir á Keflavíkur- flugvelli. Ég sá um rekstur Ósafls sf. um gerð Óshlíðarganga og síðar Vaðlaheiðarganga og hafði for- göngu og umsjón með uppbygg- ingu umsvifa ÍAV í Noregi sem á árinu 2011 varð til þess að félagið, í samstarfi við Marti Contractor (eiganda ÍAV), fékk sitt fyrsta jarðgangaverkefni í Noregi. Vegna aukinna umsvifa ÍAV og Marti í Noregi var þörf á að koma framtíð- arskipulagi á starfsemina, með skrifstofu í Ósló. Tók ég að mér að veita því starfi forstöðu og var þar 2013-2015.“ Frá 2016 hefur Sigurður verið forstjóri Jarðborana hf. sem er sérhæft borfyrirtæki á sviði jarð- hita. Bæði er borað í leit að gufu og heitu vatni. „Félagið aflar verk- efna um allan heim og hef ég í störfum mínum farið til ýmissa landa sem maður annars færi ekki til alla jafna, eins og Filippseyja, Indónesíu, Nýja-Sjálands, Djibútís, Eþíópíu og Síle. Ég hef því stóran hluta af mínum starfsferli unnið í samstarfi við erlend félög eða unn- ið að verkefnum erlendis. Mitt starf núna felst einmitt í að afla verka erlendis og kljást við Covid. Það eru engar nýframkvæmdir hér á landi. Orkuöflun er ekki vinsæl- asta orðið í dag og við höfum kannski næga orku í bili, en við þurfum meira af henni í framtíð- inni.“ Sigurður er áhugamaður um veiðar og golf og hefur farið holu í höggi. „Ég er að mestu hættur í rjúpna- og gæsaveiði en stang- veiðin lifir enn. Ég legg mikið upp úr golfferðum með vinahópi sem einnig heldur góðu sambandi utan golfsins. Við höfum farið í golf- ferðir til Flórída, Dúbaí, Taílands, Marokkós og fleiri landa. Svo er ég að reyna að stunda meiri hreyfingu og geng talsvert og keypti mér fyr- ir tveimur árum mitt fyrsta reið- hjól frá því að ég var 12 ára. Við hjónin eigum síðan sumarbústað í Grímsnesi þar sem við erum mikið. Ég hef ekki þolinmæði í rólegheit Sigurður Sigurðsson, forstjóri Jarðborana hf. – 60 ára Ljósmynd/Þórdís Reynisdóttir Fjölskyldan Sigurður, Ingibjörg, dætur þeirra, Aníta Eir barnabarn og Guðbjörg, móðir Sigurðar, á 90 ára afmæli hennar 2017. Með verkefni út um allan heim Ljósmynd/Sigurður Elvar Þórólfsson Golfarinn Sigurður mundar kylfuna á El Plantio á Spáni 2018. Ljósmynd/Aðsend Með barnabörnunum Aron Mikael, Sigurður, Aníta Eir og Andrea Vigdís. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.