Morgunblaðið - 21.04.2021, Síða 51

Morgunblaðið - 21.04.2021, Síða 51
ÍÞRÓTTIR 51 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir er skrefi nær sænska meistaratitlinum í blaki með liði sínu Hylte Halmstad eftir sig- ur á ríkjandi meisturum Engelholm, 3:1, á útivelli í fyrsta úrslitaleik lið- anna. Jóna og samherjar hennar töp- uðu fyrstu hrinunni 20:25 en unnu síð- an 27:25, 25:21 og 25.15. Jóna var að vanda í stóru hlutverki í sínu liði og var þriðja stigahæst með 18 stig. Þrjá sigra þarf til að hreppa meist- aratitilinn og Hylte Halmstad fær nú tækifæri til að tryggja sér meistaratit- ilinn á sínum heimavelli því tveir næstu leikir fara fram í Halmstad, í kvöld og á sunnudaginn. _ Ryan Mason verður í dag yngstur til að stjórna liði í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hann hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Tottenham til bráða- birgða, eftir að José Mourinho var sagt upp störfum í fyrradag og stýrir liðinu til vorsins. Mason er 29 ára gamall og lék með Tottenham í átta ár en þurfti að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla fyrir þremur árum. Tottenham tekur á móti Southampton í kvöld. _ Kvennalið Grindavíkur í knatt- spyrnu sem vann 2. deild Íslandsmóts- ins á síðasta ári hefur fengið góðan liðsauka fyrir keppnistímabilið. Christabel Oduro, sem hefur leikið fimm leiki með A-landsliði Kanada, en það er í hóp sterkustu landsliða heims, er gengin til liðs við Grindavík. Oduro er 28 ára framherji sem lék í vetur með Birkirkara á Möltu og skor- aði þar sjö mörk í tíu leikjum, ásamt því að spila með liðinu í Meistaradeild Evrópu síðasta haust. _ Knattspyrnumaðurinn Nikulás Val Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við Fylki. Nikulás, sem er 21 árs gamall, er uppalinn í Árbænum en hann var í stóru hlutverki hjá Árbæing- um á síðustu leiktíð þar sem hann lék fjórtán af átján leikjum liðsins í efstu deild. Fylkismenn höfnuðu í sjötta sæti deildarinnar með 28 stig og voru í baráttu um Evrópusæti þegar tímabil- ið var blásið af vegna kórónuveiru- faraldursins. Eitt ogannað ÁLABORG Kristján Jónsson kris@mbl.is Danska félagið Álaborg virðist ætla að hrista hressilega upp í „valda- jafnvæginu“ í handboltaheiminum í Evrópu. Álaborg fær til sín Mikkel Hansen frá París St. Germain og Ar- on Pálmarsson frá Barcelona á næsta tímabili. Morgunblaðið hafði sam- band við Arnór Atlason sem er að- stoðarþjálfari Álaborgar og hann er skiljanlega ánægður með að fá Aron Pálm- arsson til liðsins. „Aron verður að sjálfsögðu í áhrifamiklu hlut- verki. Þegar mað- ur með svona feril kemur til liðsins þá verður hann í lykilhlutverki. Ar- on getur spilað hvort heldur sem skytta eða leik- stjórnandi. Hann kemur sjálfsagt til með að leysa báðar stöður enda er það einn af hans kostum. Hann verð- ur viðbót við gott lið. Liðið er mjög fínt eins og það er í dag. Við áttum marga leikmenn á HM í janúar og lið- ið mun klárlega styrkjast enn frekar með komu Arons. Við vorum komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrra og áttum að mæta Portó þegar því var aflýst og nú erum við komnir í 8-liða úrslit. Okkur langar rosalega að stíga það skref að komast til Köln- ar í úrslitahelgina. Þótt við séum glettilega nálægt því í dag þá gerum við okkur grein fyrir því að við þurf- um að styrkja okkur til að eiga mögu- leika á því á hverju ári. Þá getum við ekki alltaf misst okkar bestu menn frá okkur,“ sagði Arnór og neitar því ekki að hann hafi átt hlut að máli þeg- ar Álaborg nældi í íslenska landsliðs- fyrirliðann. „Forráðamenn félagsins vissu auðvitað að ég þekkti Aron vel eftir að hafa spilað með honum í landslið- inu í mörg ár. Við Aron höfum rætt mikið saman og hann hefur þá getað spurt mig að ýmsu varðandi Ála- borg. Hann hefur því fengið frá fyrstu hendi upplýsingar um hvern- ig hlutirnir virka hjá félaginu. Ég tók auðvitað þátt í því að tala hann til og var því með í að ræða þetta bæði við stjórnendurna og Aron sjálfan. Mér finnst þetta sýna metn- að hjá Aroni að vilja koma til Dan- merkur og spila í þessari sterku deild. Hann mun hjálpa liðinu að halda áfram að safna bikurum.“ Hansen afar vinsæll Mikkel Hansen hefur verið í aðal- hlutverki hjá Dönum í sigrum lands- liðsins á stórmótum. Arnór segir fé- lagaskipti Hansen frá París St. Germain til Álaborgar hafa verið eins og sprenging í dönsku íþrótta- lífi. „Það var alger sprenging í danska handboltasamfélaginu en Hansen er sennilega vinsælasti íþróttamaður Danmerkur. Það er frábært fyrir danska handboltann að fá svona leikmann inn í deildina og fyrir Álaborg er það viðurkenn- ing fyrir gott starf á síðustu árum,“ benti Arnór á en sjálfur gerði hann nýlega tveggja ára samning. „Ég er ánægður og fjölskyldunni líður rosa vel í Álaborg. Verkefnið sem er í gangi hjá liðinu er spenn- andi og verður enn meira spennandi með tilkomu Arons,“ sagði Arnór og minnti á að ekki væri hlaupið að því að vinna danska meistaratitilinn. Álaborg þurfi að hafa fyrir því að komast í undanúrslit áður en þeir geta hugsað lengra vegna þess að deildin sé orðin mjög sterk. Sjálfbær rekstur Arnór segir skiljanlegt að kaupin á Hansen og Aroni veki athygli en seg- ir að algengara sé að Álaborg kaupi efnilega leikmenn. „Hansen og Aron eru kannski öðruvísi innkaup en verið hafa síð- ustu ár en hjá Álaborg hafa menn alltaf verið duglegir að fá til sín leik- menn ef á þarf að halda. En þeir eru stærri leikmenn en við höfum áður keypt. Mörg stór nöfn hafa spilað í Álaborg þótt það hafi ekki endilega verið þannig síðustu árin. Félagið var stofnað árið 2011 og hefur stækkað og stækkað. Er þetta afleiðing af því og við erum greinilega komnir á þann stað að geta stefnt hærra. En algeng- ara hefur verið að Álaborg hafi fengið hæfileikaríka unga leikmenn sem vilja ná langt. Svíarnir Felix Claar og Lukas Sandell voru ekki landsliðs- menn þegar þeir komu til okkar en spiluðu báðir úrslitaleikinn á HM í janúar. Sander Sagosen kom 18 ára til Álaborgar og fór til Parísar þegar hann var 21 árs,“ sagði Arnór og bendir á að Álaborg sé einnig að fá til sín leikmenn af því aðrir séu á förum. „Stutt er síðan við misstum Ómar [Inga Magnússon] og Janus [Daða Smárason] til Þýskalands. Svíinn Jesper Nielsen er til dæmis að koma til okkar vegna þess að Magnus Saugstrup er að fara til Magde- burgar en hann er orðinn einn af bestu línumönnum í heimi. Martin Larsen er að koma til okkar frá Leip- zig en hann er frá Álaborg og spilaði hér áður. Umræða hefur átt sér stað um að verið sé að búa til nýtt AG-lið. Mér finnst þetta ekki sambærilegt. Það er ekki eins og það séu að koma tíu leikmenn til okkar á einu bretti. Nálgun félagsins er allt öðruvísi og uppbyggingin hefur átt sér stað hægt og rólega. Félag- ið er byggt á sterkum grunni. Á þessum tíu árum hefur fé- lagið alltaf skilað hagnaði,“ sagði Arnór Atlason í samtali við Morg- unblaðið. Ákvörðunin sýnir metnað - Arnór Atlason segir Álaborg vilja stefna hærra - Annar tónn sleginn en áður með tilkomu Arons og Hansen - Samanburður við AG á þó engan veginn við Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson Þekktur Aron Pálmarsson nýtur mikillar virðingar í handboltaheiminum. Arnór Atlason Keppni á Íslandsmótinu í körfu- knattleik hefst á ný í kvöld eftir mánaðar hlé. Heil umferð verður leikin í úrvalsdeild kvenna, Dom- inosdeildinni, en þar höfðu verið leiknar fimmtán umferðir af 21 þegar keppnin var stöðvuð seint í marsmánuði. Toppbaráttan er hnífjöfn þar sem Valur og Keflavík eru með 24 stig á toppnum, Haukar eru með 22 stig og Fjölnir 20 og allt bendir til þess að þessi fjögur lið leiki til úrslita um Íslandsmeist- aratitilinn í vor. Þau leika öll við lið úr neðri hlutanum í kvöld þar sem helst má búast við að Skallagrímur gæti staðið í Keflvíkingum. Liðin mættust líka í síðustu umferðinni fyrir hlé og þá vann Keflavík öruggan sigur, 74:51. Snæfell og KR heyja einvígi um áframhaldandi sæti í deild- inni en þau eru langneðst í deild- inni með fjögur stig hvort. Skallagrímur með 12 stig og Breiðablik með 10 sigla hins veg- ar lygnan sjó til vors miðað við stöðuna í dag. Körfuboltinn af stað á ný Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Toppbarátta Valur og Keflavík eru jöfn á toppi deildarinnar. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Smárinn: Breiðablik – Fjölnir ............. 19.15 Stykkishólmur: Snæfell – Haukar ...... 19.15 Borgarnes: Skallagrímur – Keflavík .. 19.15 Origo-höllin: Valur – KR...................... 20.15 Í KVÖLD! NBA-deildin Detroit – Cleveland .......................... 109:105 Boston – Chicago................................ 96:102 Philadelphia – Golden State .............. 96:107 Indiana – San Antonio........................ 94:109 Miami – Houston ................................ 113:91 Washington – Oklahoma City ......... 119:107 Milwaukee – Phoenix .............. (frl.) 127:128 Denver – Memphis ................. (2frl) 139:137 LA Lakers – Utah .............................. 97:111 086&(9,/*" Hin leikreynda Anna Úrsúla Guð- mundsdóttir kemur inn í lands- liðshópinn sem mætir Slóveníu í síðari leik liðanna í umspili fyrir HM kvenna í handknattleik. Leik- urinn fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst klukkan 19:45. Vegna sótt- varnareglna eru engir áhorf- endur leyfðir. Anna Úrsúla er viðbót við sex- tán manna hópinn sem fór utan og mætti Slóveníu í fyrri leiknum í Ljubljana á laugardaginn. Þar hafði Slóvenía betur 24:14 og því þarf íslenska liðið á stórsigri að halda til að komast á HM sem fram fer á Spáni í desember. Ís- landi gekk ekki vel í sókninni í fyrri leiknum eins og úrslitin sýna og því þarf markaskorunin að ganga miklu betur í kvöld til að íslenska liðið geti hleypt spennu í umspilssrimmuna. Anna Úrsúla kemur inn í hópinn - Síðari umspilsleikurinn gegn Slóveníu í kvöld - Verk að vinna fyrir íslenska liðið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Landsliðið Anna Úrsúla fyrir miðri mynd á æfingu í síðustu viku.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.