Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 51
ÍÞRÓTTIR 51 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir er skrefi nær sænska meistaratitlinum í blaki með liði sínu Hylte Halmstad eftir sig- ur á ríkjandi meisturum Engelholm, 3:1, á útivelli í fyrsta úrslitaleik lið- anna. Jóna og samherjar hennar töp- uðu fyrstu hrinunni 20:25 en unnu síð- an 27:25, 25:21 og 25.15. Jóna var að vanda í stóru hlutverki í sínu liði og var þriðja stigahæst með 18 stig. Þrjá sigra þarf til að hreppa meist- aratitilinn og Hylte Halmstad fær nú tækifæri til að tryggja sér meistaratit- ilinn á sínum heimavelli því tveir næstu leikir fara fram í Halmstad, í kvöld og á sunnudaginn. _ Ryan Mason verður í dag yngstur til að stjórna liði í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hann hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Tottenham til bráða- birgða, eftir að José Mourinho var sagt upp störfum í fyrradag og stýrir liðinu til vorsins. Mason er 29 ára gamall og lék með Tottenham í átta ár en þurfti að leggja skóna á hilluna vegna meiðsla fyrir þremur árum. Tottenham tekur á móti Southampton í kvöld. _ Kvennalið Grindavíkur í knatt- spyrnu sem vann 2. deild Íslandsmóts- ins á síðasta ári hefur fengið góðan liðsauka fyrir keppnistímabilið. Christabel Oduro, sem hefur leikið fimm leiki með A-landsliði Kanada, en það er í hóp sterkustu landsliða heims, er gengin til liðs við Grindavík. Oduro er 28 ára framherji sem lék í vetur með Birkirkara á Möltu og skor- aði þar sjö mörk í tíu leikjum, ásamt því að spila með liðinu í Meistaradeild Evrópu síðasta haust. _ Knattspyrnumaðurinn Nikulás Val Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við Fylki. Nikulás, sem er 21 árs gamall, er uppalinn í Árbænum en hann var í stóru hlutverki hjá Árbæing- um á síðustu leiktíð þar sem hann lék fjórtán af átján leikjum liðsins í efstu deild. Fylkismenn höfnuðu í sjötta sæti deildarinnar með 28 stig og voru í baráttu um Evrópusæti þegar tímabil- ið var blásið af vegna kórónuveiru- faraldursins. Eitt ogannað ÁLABORG Kristján Jónsson kris@mbl.is Danska félagið Álaborg virðist ætla að hrista hressilega upp í „valda- jafnvæginu“ í handboltaheiminum í Evrópu. Álaborg fær til sín Mikkel Hansen frá París St. Germain og Ar- on Pálmarsson frá Barcelona á næsta tímabili. Morgunblaðið hafði sam- band við Arnór Atlason sem er að- stoðarþjálfari Álaborgar og hann er skiljanlega ánægður með að fá Aron Pálm- arsson til liðsins. „Aron verður að sjálfsögðu í áhrifamiklu hlut- verki. Þegar mað- ur með svona feril kemur til liðsins þá verður hann í lykilhlutverki. Ar- on getur spilað hvort heldur sem skytta eða leik- stjórnandi. Hann kemur sjálfsagt til með að leysa báðar stöður enda er það einn af hans kostum. Hann verð- ur viðbót við gott lið. Liðið er mjög fínt eins og það er í dag. Við áttum marga leikmenn á HM í janúar og lið- ið mun klárlega styrkjast enn frekar með komu Arons. Við vorum komnir í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í fyrra og áttum að mæta Portó þegar því var aflýst og nú erum við komnir í 8-liða úrslit. Okkur langar rosalega að stíga það skref að komast til Köln- ar í úrslitahelgina. Þótt við séum glettilega nálægt því í dag þá gerum við okkur grein fyrir því að við þurf- um að styrkja okkur til að eiga mögu- leika á því á hverju ári. Þá getum við ekki alltaf misst okkar bestu menn frá okkur,“ sagði Arnór og neitar því ekki að hann hafi átt hlut að máli þeg- ar Álaborg nældi í íslenska landsliðs- fyrirliðann. „Forráðamenn félagsins vissu auðvitað að ég þekkti Aron vel eftir að hafa spilað með honum í landslið- inu í mörg ár. Við Aron höfum rætt mikið saman og hann hefur þá getað spurt mig að ýmsu varðandi Ála- borg. Hann hefur því fengið frá fyrstu hendi upplýsingar um hvern- ig hlutirnir virka hjá félaginu. Ég tók auðvitað þátt í því að tala hann til og var því með í að ræða þetta bæði við stjórnendurna og Aron sjálfan. Mér finnst þetta sýna metn- að hjá Aroni að vilja koma til Dan- merkur og spila í þessari sterku deild. Hann mun hjálpa liðinu að halda áfram að safna bikurum.“ Hansen afar vinsæll Mikkel Hansen hefur verið í aðal- hlutverki hjá Dönum í sigrum lands- liðsins á stórmótum. Arnór segir fé- lagaskipti Hansen frá París St. Germain til Álaborgar hafa verið eins og sprenging í dönsku íþrótta- lífi. „Það var alger sprenging í danska handboltasamfélaginu en Hansen er sennilega vinsælasti íþróttamaður Danmerkur. Það er frábært fyrir danska handboltann að fá svona leikmann inn í deildina og fyrir Álaborg er það viðurkenn- ing fyrir gott starf á síðustu árum,“ benti Arnór á en sjálfur gerði hann nýlega tveggja ára samning. „Ég er ánægður og fjölskyldunni líður rosa vel í Álaborg. Verkefnið sem er í gangi hjá liðinu er spenn- andi og verður enn meira spennandi með tilkomu Arons,“ sagði Arnór og minnti á að ekki væri hlaupið að því að vinna danska meistaratitilinn. Álaborg þurfi að hafa fyrir því að komast í undanúrslit áður en þeir geta hugsað lengra vegna þess að deildin sé orðin mjög sterk. Sjálfbær rekstur Arnór segir skiljanlegt að kaupin á Hansen og Aroni veki athygli en seg- ir að algengara sé að Álaborg kaupi efnilega leikmenn. „Hansen og Aron eru kannski öðruvísi innkaup en verið hafa síð- ustu ár en hjá Álaborg hafa menn alltaf verið duglegir að fá til sín leik- menn ef á þarf að halda. En þeir eru stærri leikmenn en við höfum áður keypt. Mörg stór nöfn hafa spilað í Álaborg þótt það hafi ekki endilega verið þannig síðustu árin. Félagið var stofnað árið 2011 og hefur stækkað og stækkað. Er þetta afleiðing af því og við erum greinilega komnir á þann stað að geta stefnt hærra. En algeng- ara hefur verið að Álaborg hafi fengið hæfileikaríka unga leikmenn sem vilja ná langt. Svíarnir Felix Claar og Lukas Sandell voru ekki landsliðs- menn þegar þeir komu til okkar en spiluðu báðir úrslitaleikinn á HM í janúar. Sander Sagosen kom 18 ára til Álaborgar og fór til Parísar þegar hann var 21 árs,“ sagði Arnór og bendir á að Álaborg sé einnig að fá til sín leikmenn af því aðrir séu á förum. „Stutt er síðan við misstum Ómar [Inga Magnússon] og Janus [Daða Smárason] til Þýskalands. Svíinn Jesper Nielsen er til dæmis að koma til okkar vegna þess að Magnus Saugstrup er að fara til Magde- burgar en hann er orðinn einn af bestu línumönnum í heimi. Martin Larsen er að koma til okkar frá Leip- zig en hann er frá Álaborg og spilaði hér áður. Umræða hefur átt sér stað um að verið sé að búa til nýtt AG-lið. Mér finnst þetta ekki sambærilegt. Það er ekki eins og það séu að koma tíu leikmenn til okkar á einu bretti. Nálgun félagsins er allt öðruvísi og uppbyggingin hefur átt sér stað hægt og rólega. Félag- ið er byggt á sterkum grunni. Á þessum tíu árum hefur fé- lagið alltaf skilað hagnaði,“ sagði Arnór Atlason í samtali við Morg- unblaðið. Ákvörðunin sýnir metnað - Arnór Atlason segir Álaborg vilja stefna hærra - Annar tónn sleginn en áður með tilkomu Arons og Hansen - Samanburður við AG á þó engan veginn við Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson Þekktur Aron Pálmarsson nýtur mikillar virðingar í handboltaheiminum. Arnór Atlason Keppni á Íslandsmótinu í körfu- knattleik hefst á ný í kvöld eftir mánaðar hlé. Heil umferð verður leikin í úrvalsdeild kvenna, Dom- inosdeildinni, en þar höfðu verið leiknar fimmtán umferðir af 21 þegar keppnin var stöðvuð seint í marsmánuði. Toppbaráttan er hnífjöfn þar sem Valur og Keflavík eru með 24 stig á toppnum, Haukar eru með 22 stig og Fjölnir 20 og allt bendir til þess að þessi fjögur lið leiki til úrslita um Íslandsmeist- aratitilinn í vor. Þau leika öll við lið úr neðri hlutanum í kvöld þar sem helst má búast við að Skallagrímur gæti staðið í Keflvíkingum. Liðin mættust líka í síðustu umferðinni fyrir hlé og þá vann Keflavík öruggan sigur, 74:51. Snæfell og KR heyja einvígi um áframhaldandi sæti í deild- inni en þau eru langneðst í deild- inni með fjögur stig hvort. Skallagrímur með 12 stig og Breiðablik með 10 sigla hins veg- ar lygnan sjó til vors miðað við stöðuna í dag. Körfuboltinn af stað á ný Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Toppbarátta Valur og Keflavík eru jöfn á toppi deildarinnar. KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Smárinn: Breiðablik – Fjölnir ............. 19.15 Stykkishólmur: Snæfell – Haukar ...... 19.15 Borgarnes: Skallagrímur – Keflavík .. 19.15 Origo-höllin: Valur – KR...................... 20.15 Í KVÖLD! NBA-deildin Detroit – Cleveland .......................... 109:105 Boston – Chicago................................ 96:102 Philadelphia – Golden State .............. 96:107 Indiana – San Antonio........................ 94:109 Miami – Houston ................................ 113:91 Washington – Oklahoma City ......... 119:107 Milwaukee – Phoenix .............. (frl.) 127:128 Denver – Memphis ................. (2frl) 139:137 LA Lakers – Utah .............................. 97:111 086&(9,/*" Hin leikreynda Anna Úrsúla Guð- mundsdóttir kemur inn í lands- liðshópinn sem mætir Slóveníu í síðari leik liðanna í umspili fyrir HM kvenna í handknattleik. Leik- urinn fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði í kvöld og hefst klukkan 19:45. Vegna sótt- varnareglna eru engir áhorf- endur leyfðir. Anna Úrsúla er viðbót við sex- tán manna hópinn sem fór utan og mætti Slóveníu í fyrri leiknum í Ljubljana á laugardaginn. Þar hafði Slóvenía betur 24:14 og því þarf íslenska liðið á stórsigri að halda til að komast á HM sem fram fer á Spáni í desember. Ís- landi gekk ekki vel í sókninni í fyrri leiknum eins og úrslitin sýna og því þarf markaskorunin að ganga miklu betur í kvöld til að íslenska liðið geti hleypt spennu í umspilssrimmuna. Anna Úrsúla kemur inn í hópinn - Síðari umspilsleikurinn gegn Slóveníu í kvöld - Verk að vinna fyrir íslenska liðið Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Landsliðið Anna Úrsúla fyrir miðri mynd á æfingu í síðustu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.