Morgunblaðið - 21.04.2021, Page 52
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
AYJA - K129
3ja sæta, 2ja sæta og stóll.
Margir litir af áklæði eða leðri.
Komið og skoðið úrvalið
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Í sinni einföldustu mynd má segja
að verkið fjalli um vonda hugmynd
sem umbreytir góðu samfélagi, en
við dýpri lestur og þegar líður á
seinni hluta verksins þá finnst mér
hugmyndin vera víkkuð,“ segir Bene-
dikt Erlingsson
leikstjóri Nas-
hyrninganna eftir
Eugène Ionesco
sem Þjóðleikhúsið
frumsýnir á Stóra
sviðinu annað
kvöld í nýrri þýð-
ingu Guðrúnar
Vilmundardóttur.
Nashyrning-
arnir, sem skrif-
aðir voru 1959, voru heimsfrumfluttir
í París 1969 og fljótlega fór verkið
eins og eldur í sinu um leikhús í Evr-
ópu og rataði á svið Þjóðleikhússins
1961. Ári síðar kom út bókin The
Theatre of the Absurd þar sem
bresk-ungverski leikhús-
fræðingurinn Martin Esslin fjallaði
um verk Samuels Becketts, Harolds
Pinters, Jeans Genets og Ionescos
sem hann taldi eiga það sameiginlegt
að sýna fram á fáránleika mann-
legrar tilveru og hvernig raunveru-
leg samskipti væru ómöguleg við
þær aðstæður.
Eru til góðir nashyrningar?
Í Nashyrningunum fá áhorfendur
að fylgjast með því hvernig íbúar í
smábæ breytast smám saman í nas-
hyrninga, allir nema söguhetjan
Lárus (Berenger) sem Guðjón Davíð
Karlsson leikur. Verkið hefur oftast
verið túlkað sem viðbragð Ionescos
við seinni heimsstyrjöld og lýsing á
því hvernig fasísk öfl geta umbreytt
heilu samfélögunum. „Það verður
auðvitað ekki horft framhjá fasískum
pælingum verksins. Mín kvöl sem
höfundur þessarar sýningar er að
brjóta upp og opna aðeins hugmynd-
ina um hvað það sé að vera nashyrn-
ingur. Mér finnst það vera verkefni
okkar tíma að velta fyrir okkur hvort
til séu góðir nashyrningar. Ef hug-
myndir smitast eins og vírusar á milli
okkar getum við þá ekki líka sagt að
góðar hugmyndir hafi smitast á milli
okkar eins og nashyrningar og um-
breytt okkur? Ég get í því samhengi
nefnt jafnréttishugmyndina. Súffra-
gettur voru eins og brjálaðir nas-
hyrningar á götum úti á sínum tíma,“
segir Benedikt og tekur fram að
hann hafi að leiðarljósi í nálgun sinni
þau orð úr vígsluræðu Vilhjálms Þ.
Gíslasonar, formanns þjóðleikhús-
ráðs, frá apríl 1950 að Þjóðleikhúsið
skuli ekki aðeins vera „musteri
íslenskrar tungu“ heldur einnig „víg-
völlur hugsjóna og gagnrýni, þar sem
menn rísa þó heilir og sáttir að morgni
eftir bardaga kvöldsins“.
„Nashyrningarnir eru verk sem
skoðar hvernig lítil hugmynd verður
að stórri hugmynd sem umbreytir
heilu samfélagi. Hvernig jaðarhug-
mynd smitast sem vírus og verður að
lokum að meginhugsjón heillar þjóðar.
Nokkuð sem í raun og veru er alltaf að
gerast á hverjum degi. Í raun má
segja að leikhúsið sé staðurinn þar
sem við getum öðlast einhvers konar
sjúkdómsinnsæi inn í okkar eigin höf-
uð og skynjað og skilið vígvöllinn,“
segir Benedikt.
Þótt undirtónn leikritsins sé alvar-
legur er húmorinn samt áberandi.
Hvert er gildi húmorsins?
„Húmorinn er besta leiðin til að
miðla hlutum. Það verður spennu-
losun þegar við uppgötvum árekstur
hugmynda og þá hlæjum við. Ég
nenni ekki drama lengur og þoli ekki
hörmungarklám. Ég held að ég eigi
það sameiginlegt með mjög mörgum
að ég vil geta grátið og hlegið á sama
tíma,“ segir Benedikt og tekur fram
að með væntingastjórnun í huga vilji
hann samt ekki gera of mikið úr húm-
or verksins fyrirfram. „Ég segi vænt-
anlegum áhorfendum frekar að vera
tilbúnir að láta sér leiðast, því þá er
kannski einhver von um að það verði
gaman,“ segir Benedikt með stríðnis-
blik í auga.
Hver voru þín fyrstu kynni af
Nashyrningunum?
„Ég lék í uppfærslu Leikfélags
Menntaskólans við Hamrahlíð árið
1989 sem Andrés Sigurvinsson leik-
stýrði,“ segir Benedikt, sem fór með
hlutverk Jeans sem í uppfærslu Þjóð-
leikhússins nefnist Róbert og Hilmir
Snær Guðnason leikur. „Ég held að í
þeirri uppfærslu hafi kviknað í mér
leikstjórinn, því ég man að ég var ekki
ekki alltaf á sama máli og leikstjórinn
um nálgun hans á verkið. Nú fæ ég því
tækifæri til að svara Andrési og sýna
honum hvernig mér finnst að setja eigi
upp verkið,“ segir Benedikt og bætir
við: „Það er svo erfitt fyrir okkur lista-
menn að gagnrýna hver annan, sér-
staklega á opinberum vettvangi, og
einhvern veginn finnst mér að við eig-
um að gera það í gegnum verk okkar.
Nú kemur svarið til Andrésar sem
sagt rúmum 30 árum seinna.“
Absúrdleikhús ekki sexí orð
Hvernig kom það til að verkið ratar
á svið Þjóðleikhússins núna?
„Þetta verk var búið að vera svolítið
lengi í pípunum og í viðræðum mínum
við leikhússtjórana. Í ljósi þess að
verkið fjallar um faraldur er samt
skemmtilegt að segja frá því að
ákvörðunin um að setja það á svið var
tekin áður en kórónuveirufaraldurinn
braust út.“
Hefur kófið haft áhrif á uppfærsl-
una og breytt sýn þinni á verkið?
„Já, það hefur ýmislegt breyst. Að
sumu leyti hefur ekki verið pláss fyrir
konsept sem mig langaði að hafa.
Stundum verða hlutir svo æpandi
aktúel að maður þarf sem leikhús-
maður að vinna gegn þeim og ekki
undirstrika þá því þá fá áhorfendur
ógeð. Í miðju hruni langar engan að
gera leikhús um hrun og í miðri far-
sótt langar engan hvorki að sjá né búa
til eitthvað um farsótt.
Ég held að ég sem leikhúsmaður
standi mitt á milli þess að vera sögu-
maður og myndlistarmaður. Meðan
sögumaðurinn þarf alltaf að vera
mjög skýr í öllu sínu reynir myndlist-
armaðurinn að skilja eftir pláss og
sprengja upp hugmyndir og skynjun
áhorfandans til að senda hann í ferða-
lag. Leikhúsmaðurinn stendur ein-
hvers staðar þarna mitt á milli og það
eru gryfjur í báðar áttir, sem við
stundum dettum í og getum ekki gert
alla hópa ánægða. Fyrir suma verður
eitthvað of skýrt og fyrir aðra of
óskýrt. Ég er enn að fikra mig áfram í
því hvað ég geti verið skýr í því að
svara hvað nashyrningar geta verið
og svarið hefur breyst í ferlinu.“
Fyrir tveimur árum leikstýrðir þú
hér í Þjóðleikhúsinu Súper eftir Jón
Gnarr sem vinnur markvisst með
absúrdisma eða leikhús fáránleikans í
anda Ionescos. Heillast þú sem leik-
stjóri af absúrdismanum?
„Já, þessi verk skilja eftir pláss í
höfðinu á manni. Að mínu mati er
Súper eitt besta leikritið sem skrifað
hefur verið hérlendis síðustu áratug-
ina, enda búa samtöl Jóns yfir ein-
hverjum kjarnorkukrafti sem spenn-
andi er að leysa úr læðingi.
Absúrdleikhús er ekki mjög sexí orð
og ég held að markaðsdeildin vilji ekki
að við tölum um absúrdleikhús. Ef ég
væri áhorfandi myndi absúrdleikhús
kveikja í mér, en mér er sagt að það
virki ekki nógu vel á markhópinn svo
við skulum ekki tala of mikið um það.
Segjum bara að þetta sé geðveik
gleðisprengja og sirkusverk,“ segir
Benedikt stríðnislega.
Kurteislegir avant-garde-stælar
Ionesco minnir áhorfendur reglu-
lega á að þeir séu staddir í leikhúsi.
Hvernig vinnur þú með það?
„Það er ákveðinn tilgangur með því
að gera leikhúsið sýnilegt með þess-
um hætti sem skilar sér með áhrifa-
ríkum hætti undir lok sýningar. Ég
hef alltaf verið mjög upptekinn af
samkomulaginu sem verður til þegar
við segjum áhorfendum sögu, hvort
heldur er í leikhúsi eða kvikmyndum.
Það er langt síðan leikhúsið uppgötv-
aði hversu auðvelt er að gera sam-
komulag við áhorfendur. Það er svo
auðvelt að það er nánast orðið að
vandamáli, eins og Bertolt Brecht
benti á. Við erum svo ótrúlega næmar
hugrænar verur að öll trikk hins póli-
tíska leikhúss, svo sem „Verfremd-
ungseffekt“, koma ekki í veg fyrir að
við gerum samkomulag og sogumst
inn í söguna og melódramað í stað
þess að heyra boðskapinn og sjá stóra
samhengið til að læra af,“ segir Bene-
dikt og viðurkennir fúslega að hann sé
í sviðsetningu sinni að gera ákveðnar
tilraunir með samkomulagið við
áhorfendur enda „er ekkert gaman
nema tekin sé smá áhætta. Að því
sögðu þá er þetta mjög hefðbundin
sýning. Þetta er engin alvöru dekonst-
rúksjón í anda þýska leikhússins.
Þetta er miklu frekar franskt leikhús
með kurteislegum avant-garde-
stælum,“ segir Benedikt og brosir út í
annað.
Ég verð að forvitnast hvernig þú
útfærir nashyrningana í uppfærsl-
unni. Ertu fyrst og fremst að virkja
ímyndunarafl áhorfenda?
„Allar uppfærslur á Nashyrning-
unum þurfa að svara því hvernig sýna
eigi nashyrningana. Ef maður fer í
gömlu hugmyndina um fasismann og
skoðar hvað hann er tilfinningalega þá
er hann ofsi og ofbeldi gagnvart þeim
sem ekki eru með sama vírusinn og þú
sjálfur og ofbeldi gagnvart þeim sem
þú hefur skilgreint af annarri tegund.
Að því sögðu þá lofa ég því að það er
lifandi dýr í þessari sýningu, sem við
höfum ekki alveg fulla stjórn á. Og ég
vil að það komi sérstaklega fram í við-
talinu að þetta er ekki sýning fyrir
viðkvæma. Áhorfendur gætu orðið
skelfingu lostnir mitt á milli allra
gleðisprenginganna sem markaðs-
deildin hefur uppálagt mér að leggja
áherslu á,“ segir Benedikt og hlær.
„Geðveik gleðisprengja og sirkus“
Ljósmyndir/Jorri
- „Það er lifandi dýr í þessari sýningu,“ segir Benedikt Erlingsson leikstjóri Nashyrninganna eftir
Eugène Ionesco sem Þjóðleikhúsið frumsýnir - „Við erum svo ótrúlega næmar hugrænar verur“
Benedikt
Erlingsson
Myndræn þögn Hin myndræna þögn er lýsingin sem
leikstjórinn notar um leikmynd Barkar Jónssonar og
tekur fram að það þurfi snilling til að myndgera tóma
rýmið sem hann vilji vinna með á sviðinu. Hilmir
Snær og Guðjón Davíð í hlutverkum sínum.
Samband Ilmur Kristjánsdóttir og Guðjón Davíð Karlsson í uppfærslunni.