Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 53
MENNING 53 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ FRANCESMcDORMAND MYND EFTIR CHLOÉ ZHAO PEOPLE’S CHOICE AWARD TORONTO FILM FESTIVAL SIGURVERARI GOLDEN LION BEST FILM VENICE FILM FESTIVAL SIGURVERARI EVENING STANDARD THE GUARDIAN TOTAL FILM THE DAILY TELEGRAPH TIME OUT EMPIRE BESTA MYNDIN BESTALEIKONAN ÍAÐALHLUTERKI Frances McDormand BESTI LEIKSTJÓRI Chloé Zhao 6 ÓSKARS TILNEFNINGAR MEÐAL ANNARS ® 94% 96% 99%BESTA MYNDIN Sýnd með íSlenSku og enSku tali 94% Vinsælasta mynd ársins í bíó á Heimsvísu! Stórmynd sem allir verða að sjá í bíó. Kvikmyndahá- tíðin í Cannes hefst 7. júlí með sýningu á nýj- ustu kvikmynd franska leikstjór- ans Leos Carax, Annette. Adam Driver og Marion Cotillard fara með aðalhlut- verk hennar og er myndin sögð rómantísk söngva- mynd í frétt á vef Variety. Myndin verður einnig í aðalkeppni hátíð- arinnar, verður sýnd í frönskum kvikmyndahúsum og einnig á Ama- zon Prime-streymisveitunni. Ann- ette er fyrsta kvikmynd Carax á ensku og höfundar handrits, laga og söngvatexta eru Ron Mael og Russell Mael úr rokksveitinni Sparks. Sögusvið myndarinnar er Los Angeles og leikur Driver grín- istann Henry sem verður ástfang- inn af heimskunnri óperusöngkonu, Ann, sem Cotillard leikur. Eignast þau dótturina Annette sem umturn- ar lífi þeirra. Annette opnunar- myndin í Cannes Marion Cotillard Að vera vera er titill sýningar Maríu Gísladótt- ur sem opnuð hefur verið í Galleríi Gróttu á Seltjarnarnesi. Hugmyndin að sýningunni kem- ur djúpt úr völ- undarhúsi hugar og hjarta. Við skulum segja að þetta sé fyrsta skrefið í uppgjöri. Árið 2014 var ég komin út í horn. Ég þurfti að endur- skipuleggja sjálfa mig. Þá uppgötv- aði ég klippitæknina, hana hef ég notað mikið til sjálfshjálpar,“ skrif- ar María um sýninguna. Hún hafi þurft að endurskoða sig sem konu og allt sem tilheyrði því að vera manneskja. Ég þurfti að læra að reiðast og gefa sjálfri mér leyfi til að finna til. Það er ekki hægt að fjalla um skuggahliðar lífsins án þess að hafa húmor og leyfa því blíða að kíkja inn,“ skrifar hún. Að vera vera í Galleríi Gróttu Eitt verka Maríu. R isaapanum King Kong skolaði fyrst að austur- strönd Ameríku og um leið í íslensk kvikmynda- hús, þeirra á meðal Gamla bíó, árið 1934. King Kong þótti „nýr sigur fyrir hugvit og snilli kvikmynda- tækninnar“ (hér er vitnað í 17. tölu- blað „Fálkans“ sama ár) og hefur orðspor myndarinnar og goðsögn górillunar dafnað æ síðan. Ímynd klífandi apakonungsins á Empire State-byggingunni er sem greypt í vitund hvers mannsbarns, þrátt fyr- ir að mörg þeirra hafi aldrei séð kvikmynd tileinkaða hilmi, hvað þá svarthvítu frumperluna. King Kong ruddi veginn fyrir ákveðna tegund óvættamynda og voru japönsku „Kaiju“-skrímslamyndirnar eitt helsta afsprengið en ófétið Godzilla er þekktasta afurð þeirrar frjóu kvikmyndagreinar. Godzilla kom fyrst fram í samnefndu meist- araverki leikstjórans Ishiro Honda frá árinu 1954. Fyrir utan að valda óreiðu og eyðileggingu í stórborgum eiga ófreskjurnar, og frásagnirnar um þær, mikla myndhverfa eiginleika sameiginlega. Godzilla var kaþarsísk leið til að fjalla um áhrif kjarnorku- sprengjanna á japanskt samfélag sem Bandaríkjamenn létu falla á Hírosíma og Nagasaki undir lok heimsstyrjaldar en King Kong gaf til kynna þrælastefnu Bandaríkj- anna (og ber skýr merki kynþátta- hyggju þess tíma; „svarta dýrið“ að nema á brott „hvítu konuna“ o.s.frv.) og samband manns og náttúru. Þessir eiginleikar verða ætíð hluti af goðsögunum, sama hversu útþynnt seyðið er. Köppunum tveim var fyrst att saman árið 1962 í King Kong vs. Godzilla sem Toho-myndverið jap- anska stóð að en önnur lota einvíg- isins er upprunnin í Godzilla gegn Kong. Sú ku vera 41. kvikmynd God- zillu en níunda ræman sem skartar Kong (að teiknimyndum frátöldum). Þessi stórmynd er fjórði liðurinn í nýrri syrpu „MonsterVerse“- veldisefnisins (e. franchise) sem hef- ur þótt vel heppnuð. Godzilla gegn Kong er gáskafull og taumlaus kvik- mynd sem gerir sér glaðan dag á forsendum poppkornsins. Kong, áttunda undur veraldar, er tvímælalaust hetja frásagnarinnar. Honum hefur verið komið fyrir í manngerðum heimi sem á að líkja eftir heimkynnum hans á Haus- kúpueyju. Þráin um að komast „heim“ er öllu yfirsterkari og miklar tilfinningar og einhverjar gáfur (tungumálahæfni m.a.) láta á sér kræla í konungskroppi. Kjarn- orkusýrða eðlukynið Godzilla er í hlutverki andhetjunnar framan af er hún ræðst óvænt á strendur Flórída. Hún kvað oftast nær hafa ástæður fyrir bræði sinni en orsökin er óljós og heimurinn skelfur af hræðslu. Al- þjóðlegi tæknirisinn Apex tekur það í sínar hendur að berjast gegn vánni með því fá apann mikla í sína þjón- ustu. Til þess að koma því í kring þarf föruneyti vísindamanna að fylgja konunginum niður í möttul jarðar en samkvæmt kenningu þeirra er jörðin hol og þar að finna lífríki sem mögulega er upprunalegt vé jötunsins geðþekka. Ansi hreint langsótt flétta – sem stokkið er hratt yfir. (Varist, spilliefni væntanleg). Engan skal undra að áform alþjóða- samsteypunnar séu annarlegs eðlis og apinn og vinir hans hafðir að fífl- um. Godzilla hefur á réttu að standa eftir allt saman og úr öskunni rís gamli góði fjandinn Mechagodzilla, vélmennatvífari eðlunnar, settur saman af peningaaflinu til vegsemd- ar Mammoni. Mekkakynstrið er knúið áfram með orku úr möttli jarðar sem skýrir allt vesenið og leynimakkið. Myndlíking frásagn- arinnar er nokkuð sígild – um mann- inn og náttúruna, manninn að leika guð og jafnvel auðjöfurinn sem arð- rænir – á mjög svo banal og almenn- an hátt. Því minna sem sagt er um fjöl- mennt persónusafnið því betra, en þó má hafa gaman af klisjunum með háðið að vopni. Vondi kapítalista- karlinn er sannkallað fúlmenni í fræðimannafötum, kyngjandi ein- möltungi í massavís þannig að typpafýla fæst af. Heyrnarlaus töfrastúlka (sú sem talar við Kong) og tveir táningar (þ. á m. Millie Bobby Brown) eru fulltrúar mark- hópsins í ævintýrinu og senda hug- ann til forvera úr kvikmyndasögunni eins og gosans í Indiana Jones og musteri dauðans og Elliott í E.T. Að því sögðu er þetta allt nokkurn veg- inn aukaatriði þar sem hasarinn og fjörið stendur fyrir sínu. Sjónarspilið einkennist af ofgnótt, hraða og kímni – Kong er hálfgerður fulltrúi hinnar hefðbundnu karl- mannlegu hasarhetju. Barist með hnefaafli, á meðan Godzilla spýr geislum, bætir apinn gráu ofan á svart og skallar fjanda sinn! Bar- dagar þeirra ná undir sjávarmál og til skýjakljúfa stórborga en Kong lumbrar líka á furðudýrum neð- anjarðar og étur á þeim slímugt fés- ið þegar sá gállinn er á. Undir- heimarnir eru afar heillandi og bjánalegir í senn og hefði gjarnan mátt staldra lengur við. Vísað er á glettinn hátt í hasarhetjur fyrri daga (og eldri myndir um skrímslin tvö). Kong fer í og úr axlarlið eins og Martin Riggs á flugi sínu milli há- hýsa og hermir einnig eftir frægu svifi John McClane. Godzilla gegn Kong er sjónræn og fyndin þeysireið fyrir unga sem aldna unnendur kjánalegrar skemmtunar. Áflog Risaskepnurnar Godzilla og King Kong fljúgast á í Godzilla vs. Kong sem er kjánaleg skemmtun. Slímugur en bragðgóður Borgarbíó, Laugarásbíó, Sambíóin, Smárabíó Godzilla gegn Kong/Godzilla vs. Kong bbbnn Leikstjórn: Adam Wingard. Handrit: Terry Rossio, Michael Dougherty, Eric Pearson, Max Borenstein, Zach Shields. Kvikmyndataka: Ben Seresin. Klipping: Josh Schaeffer. Aðalleikarar: Alexander Skarsgård, Millie Bobby Brown, Re- becca Hall, Brian Tyree Henry. Bandaríkin, 2021. 113 mín. GUNNAR RAGNARSSON KVIKMYNDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.