Morgunblaðið - 21.04.2021, Blaðsíða 56
56 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 2021
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Viðtökur bókarinnar hafa komið
mér ánægjulega á óvart,“ segir
Matilda Voss Gustavsson blaða-
maður og höfundur bókarinnar
Klúbburinn sem nýverið kom út hjá
Uglu í íslenskri þýðingu Jóns Þ.
Þórs. Í bókinni fjallar Gustavsson um
tilurð forsíðufréttar sinnar í sænska
dagblaðinu Dagens Nyheter 21. nóv-
ember 2017 þar sem 18 konur lýstu
því hvernig Jean-Claude Arnault
hefði um langt árabil áreitt þær kyn-
ferðislega, hótað þeim og nauðgað. Á
þessum tíma starfrækti Arnault
menningar- og listaklúbbinn Forum í
Stokkhólmi ásamt eiginkonu sinni
Katarinu Frostenson, sem setið hafði
í Sænsku akademíunni frá 1992.
Við skrif bókarinnar rannsakaði
Gustavsson m.a. bakgrunn Arnault
og komst að því að hann hafði farið
mjög frjálslega með upplýsingar er
sneru að uppvexti hans og fyrri störf-
um í Frakklandi. Í bókinni skoðar
hún valdaöflin í sænsku menningar-
lífi og fjallar um þau hörðu átök sem
urðu innan Sænsku akademíunnar
sem leiddi til þess að m.a. Frosten-
son og Sara Danius, þáverandi ritari
akademíunnar, stigu til hliðar.
Klúbburinn hefur komið út á öllum
Norðurlöndunum, í Hollandi og á
Ítalíu og er einnig væntanleg í Japan,
Taívan og Búlgaríu. Bókin var mest
selda bókin almenns efnis í Svíþjóð
árið 2019 og hlaut menningar-
verðlaun sænska dagblaðsins
Expressen. Um þessar mundir vinn-
ur Maren Louise Käehne að því að
skrifa kvikmyndahandrit byggt á
bókinni.
Þaggaði niður í þolendum
„Þegar ég skrifaði upphaflegu
greinina haustið 2017 þá vissi ég að
efnið væri eldfimt, ekki síst vegna
þess hversu verndaður Arnault væri
af Sænsku akademíunni, en völd sín
innan listheimsins fékk hann í krafti
tengsla sinna við hana. Ég reiknaði
með að fólk innan listheimsins myndi
lesa bókina þar sem það vildi fá betri
innsýn í gang mála, en óttaðist að
almenningi fyndist of langt um liðið
frá atburðunum og þar með ekki taka
því að fjalla meira um þá. Viðtök-
urnar glöddu mig því mjög, enda
beinir bókin sjónum að sammann-
legum tilvistarlegum spurningum.“
Eitt af því sem er svo áhrifaríkt í
bókinni er sú innsýn sem þú veitir í
það sem gerist bak við luktar dyr
Sænsku akademíunnar. Fram að
krísunni hafði almenningur nánast
engar upplýsingar um starfshætti
hennar. Geturðu sagt mér meira frá
leyndarhyggjunni?
„Leyndarhyggjan sem alla tíð hef-
ur umlukt Sænsku akademíuna veitir
henni ákveðin völd þar sem hún hef-
ur verið ósnertanleg. Í þeim skilningi
voru skrif mín í raun óhugsandi. Ég
hefði aldrei trúað því sem gerðist
eftir birtingu upphaflegu greinar-
innar, sem var að Sænska akademían
afhjúpaði sig og starfshætti sína.
Eftir því sem krísunni vatt fram
fengum við sífellt betri innsýn þegar
meðlimirnir byrjaðu að leka upplýs-
ingum frá fundum og samskiptum
sín á milli. Þannig má segja að
dyrnar hafi í raun opnast upp á gátt.
Ég gat að minnsta kosti veitt innsýn í
það sem gerðist á bak við tjöldin, í
hverju átökin fólust og milli hverra.
Allt voru þetta upplýsingar sem ég
hefði aldrei trúað fyrir fram að hægt
væri að fá,“ segir Gustavsson og
tekur fram að Sænska akademían sé
í dag allt önnur en sú sem hún var
fyrir krísuna.
Hefðir þú trúað því fyrir fram að
grein þín sem birtist 21. nóvember
2017 myndi hafa jafn afdrifaríkar
afleiðinga fyrir Sænsku akademíuna
og raunin varð?
„Nei, engan veginn. Mér fannst
afhjúpun mín vera mjög mikilvæg
sökum þess hversu alvarlegt málefnið
var. Á sama tíma fannst mér einboðið
að þetta hlyti að hafa einhverjar
afleiðingar, en ég vissi þó ekki hvers
eðlis þær yrðu. Ég var hræddust um
að greinin myndi engu breyta og mál-
efnið yrði fljótt gleymskunni að bráð.“
Ertu að vísa til þess að 20 árum áð-
ur hafði sænska dagblaðið Expressen
fjallað um kynferðisofbeldi Arnault án
þess að það hefði neinar neikvæðar
afleiðingar fyrir hann?
„Nákvæmlega. Sú staðreynd að sú
umfjöllun hafði engin áhrif á stöðu
Arnault í listheiminum styrkti ein-
ungis vald hans. Það þaggaði ótvírætt
niður í þolendum hans að sjá að frá-
sagnir annarra af svipuðu ofbeldi
breyttu engu. Með þeim hætti styrkti
það Arnault og stuðningsfólk hans í
því að þau væru ósnertanleg,“ segir
Gustavsson og rifjar upp að viðmæl-
endur hennar haustið 2017 hafi ein-
mitt vísað til þess að aðrar konur
hefðu áður reynt að segja frá ofbeldis-
verkum Arnault með litlum árangri.
Hversu mikil áhrif telur þú að
#metoo-byltingin hafi haft á breyttar
viðtökur uppýsinganna um ofbeldis-
verknað Arnault?
„Allt breyttist með #metoo og
afhjúpuninni á Harvey Weinstein og
Bill Cosby þegar fjöldi kvenna steig
fram og sagði frá því ofbeldi sem þeir
höfðu um langt árabil beitt. Það veitti
fleiri konum þor til að segja líka frá
sinni reynslu. Í fyrsta sinn í sögunni
hafði það afleiðingar fyrir gerendur að
þolendur þyrðu að segja frá. Fram að
því höfðu karlmenn í valdastöðum
ekki þurft að hafa neinar áhyggjur af
því að frá ofbeldinu væri sagt, því það
virtist aðeins hafa neikvæðar afleið-
ingar fyrir þolendur,“ segir Gustavs-
son og tekur fram að umfjöllun New
York Times um Weinstein og New
York Magazine um Cosby hafi verið
sér mikilvægar fyrirmyndir. „Þær
greinar undirstrikuðu að hægt er að
fjalla um svona erfið og flókin mál ef
það er gert af fullri alvöru og veittur
sá tími sem nauðsynlegur er til að
rannsaka mál ítarlega.“
Óttaðist þú að Arnault myndi reyna
að stöðva umfjöllun þína?
„Arnault hefur í gegnum tíðina tal-
að fjálglega um það hversu mikil völd
hann hafi innan listheimsins í Svíþjóð
og hótað þolendum sínum öllu illu ef
þeir segðu frá. Hann þóttist sem
dæmi geta komið í veg fyrir að ungir
höfundar fengju verk sín birt ef þeir
hlýddu honum ekki. Sökum þess
hversu óljós völdin innan listheimsins
eru þá var engin leið fyrir fólk að
sannreyna þessar fullyrðingar hans. Í
upphafi rannsóknar minnar velti ég
því eðlilega fyrir mér hvort ritstjóri
blaðsins myndi vilja að ég afhjúpaði
Arnault. Þær áhyggjur mínar reynd-
ust algjörlega óþarfar því um leið og
ég lagði fram gögn mín umfjölluninni
til sönnunar naut ég þegar í stað mik-
ils stuðnings yfirmanns míns og rit-
stjóra.“
Lygar geta verið lokkandi
Þegar þú fórst að rannsaka bak-
grunn Arnault kom það þér þá á óvart
hversu marga í listheiminum hann gat
blekkt án afleiðinga?
„Bæði já og nei. Það er hluti af
mannlegu eðli og samfélagssáttmál-
anum að efast ekki um lýsingar fólks á
sjálfum sér og sínum bakgrunni. Eins
og ég bendi á í bókinni getur falist
ákveðið frelsi í því að umgangast
manneskju sem hefur afslappaða
afstöðu gagnvart sannleikanum.
Þannig geta lygar verið lokkandi.“
Hversu stóran þátt áttu Katarina
Frostenson, eiginkona Arnault, og
Horace Engdahl, náinn vinur hans til
margra ára, í völdum Arnault í
sænsku menningarlífi?
„Stuðningur þeirra við hann hefur
verið algjörlega afgerandi í því að
skapa honum þau völd sem hann
hafði,“ segir Gustavsson og bendir á
að Frostenson hafi haft töglin og
hagldirnar innan Sænsku akademí-
unnar í krafti stöðu sinnar sem eitt
virtasta ljóðskáld Svía. „Völd hennar
birtust t.d. í því að hún var formaður
nefndar innan Sænsku akademíunnar
sem tók ákvörðun um það hvaða ungu
rithöfunda í Svíþjóð skyldi styrkja
með fjárframlögum.“
Slíkt væri gróf sögufölsun
Undir lok árs 2018 var Arnault
dæmdur fyrir tvær nauðganir. Áttir
þú von á því að hann yrði dæmdur?
„Nei, engan veginn. Í ljósi reynsl-
unnar taldi ég nær útilokað að hann
yrði dæmdur fyrir brot sín. Hvað það
varðar má segja að #metoo hafi
hreyft við málum, því ungt fólk virðist
orðið óhræddara við að segja frá því
þegar það hefur verið beitt ofbeldi og
þorir í auknum mæli að kæra kyn-
ferðisofbeldi. Þegar ég var yngri datt
fæstum í hug að kæra slíkt ofbeldi til
lögreglunnar því það vissu allir að það
hefði ekkert upp á sig. Dómurinn yfir
Arnault jók því traust mitt á sænska
dómskerfinu,“ segir Gustavsson og
bendir á að í grunninn hafi krísan inn-
an Sænsku akademíunnar snúist um
það hvort taka ætti konur trúanlegar
þegar þær deildu reynslu sinni af því
að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi.
„Ýmsir innan Sænsku akademíunn-
ar hafa viljað láta líta út fyrir að krís-
una í tengslum við Arnault mætti
fyrst og fremst rekja til ágreinings um
fagurfræði og að gagnrýnin á Arnault
væri drifin áfram af nýrri kynslóð sem
hefði önnur siðferðisleg sjónarmið að
leiðarljósi og vildi uppgjör við fyrri
sjónarmið þess efnis að list væri list-
arinnar vegna. Krísan um Arnault
snerist aldrei um pólitík, fagurfræði
eða ólíka afstöðu til listarinnar. Að
halda slíku fram er gróf sögufölsun.
Mál Arnault snerist um kynferðislegt
ofbeldi og því miður held ég að mörg-
um innan Sænsku akademíunnar hafi
þótt of sársaukafult að horfast í augu
við það og því reynt að líta framhjá því
og færa fókusinn annað.“
Það vakti einmitt athygli mína þeg-
ar þú í bókinni lýsir því hversu hrædd-
ir meðlimir Sænsku akademíunnar
voru við að gagnrýna hver annan þar
sem slíkt gæti skapað vonda stemn-
ingu sem væri erfitt í ljósi þess að
meðlimir eru valdir til lífstíðar og
þurfa því að starfa saman um ókomin
ár. Getur þú sagt mér meira frá því?
„Mér fannst mikilvægt að draga
fram hvernig meðlimir ræddu saman
innbyrðis um það sem gerst hafði og
hversu hræðslan var mikil við vonda
stemningu innan hópsins. Meðlimirnir
vorkenndu Katarinu Frostenson og
vildu fyrir alla muni ekki styggja hana
með gagnrýni sinni. Það birtist ákveð-
in írónía í því að öll höfum við tilhneig-
ingu til að vilja ekki særa eða styggja
fólk og veljum fyrir vikið frekar að
þegja og reyna að bíða hlutina af okk-
ur. Viðbrögð meðlimanna eru því svo
sammannleg. Fram að krísunni voru
meðlimir Sænsku akademíunnar yfir
okkur hafin og nánast í guðatölu.
Fyrir vikið voru þau líka algjörlega
ósnertanleg. Þegar á reyndi kom í ljós
að þau eru bara mannleg og breysk
eins og við.“
Hver er, að þínu mati, staða
Sænsku akademíunnar í dag? Mun
hún lifa krísuna af?
„Krísan hafði þau áhrif að allir töfr-
arnir sem áður umluktu Sænsku aka-
demíuna eru horfnir og ég sé ekki að
þeir verði nokkurn tímann endur-
heimtir. Það er í sjálfu sér mjög
dapurlegt, því ég held að við sem
manneskjur höfum þörf fyrir að geta
litið upp til einhvers. Fyrir krísuna
hefði engum sem bauðst að taka sæti í
Sænsku akademíunni hugkvæmst að
afþakka slíkt boð, en það hefur breyst
og vandasamt hefur reynst að full-
manna hana síðustu misserin. Þótt
Sænska akademían hafi misst dýrðar-
ljóma sinn hefur hún enn mjög mikil
völd í krafti þess fjármagns sem hún
ræður yfir og úthlutar í formi styrkja
til bókmenntaheimsins. Virðingin og
traustið sem Sænska akademían hafði
áunnið sér í 230 ára sögu stofnunar-
innar glataðist hins vegar á einni
nóttu og það mun taka marga áratugi
að endurheimta það traust.“
Ljósmynd/Thron Ullberg
Ósnertanleg „Leyndarhyggjan sem alla tíð hefur umlukt Sænsku akademíuna veitir henni ákveðin völd þar sem
hún hefur verið ósnertanleg. Í þeim skilningi voru skrif mín í raun óhugsandi,“ segir Matilda Voss Gustavsson.
Dýrðarljóminn glataður að eilífu
- „Mér fannst afhjúpun mín vera mjög mikilvæg sökum þess hversu alvarlegt málefnið var,“ segir
Matilda Voss Gustavsson um bók sína Klúbburinn sem fjallar um krísu Sænsku akademíunnar