Morgunblaðið - 21.04.2021, Side 60

Morgunblaðið - 21.04.2021, Side 60
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is laugardaga og sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 Sófar ORTO TUNGUSÓFI, 2JA SÆTA + LEGUBEKKUR með grænu, dökkgráu eða bláu áklæði. L292 x D164 cm. 279.900 kr.Nú 225.711 kr. BASTIA Sófaborð, fléttuð hilla og glerplata. Ø80 cm. 89.900 kr.Nú 72.495 kr. CHISA Hægindastóll. Grænn eða blár. 44.900 kr.Nú 36.207 kr. SAVONA Svefnsófimeð legubekk. Ljósgrár eða dökkgrár. Svefnflötur 198x140 cm. 109.900 kr. Nú 88.623 kr. TAX FREE AF ÖLLUM SÓFUM, HÆGINDASTÓLUM, SÓFABORÐUM OGMOTTUM* *Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 24% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 19,36% er alfarið á kostnað ILVA *Gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði. Gildir á meðan birgðir endast. 15. APRÍL - 3. MAÍ TAX FREE AF ÖLLUM PÚÐUM OG ÁBREIÐUM* Jazzklúbburinn Múlinn heldur áfram með vor- dagskrá sína í kvöld með tón- leikum í Flóa í Hörpu sem hefjast kl. 20. Saxófón- leikarinn Jóel Pálsson og hljóm- sveit hans munu fagna tíu ára út- gáfuafmæli plöt- unnar HORN sem hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin 2010 sem plata árs- ins í djassflokki og Jóel var einnig tilnefndur til Tónlist- arverðlauna Norðurlandaráðs fyrir plötuna. Í kvöld koma fram með honum trompetleikarinn Ari Bragi Kárason, hljómborðsleikararnir Eyþór Gunnarsson og Tómas Jónsson og trommuleikarinn Einar Scheving. Jóel og félagar fagna tíu ára afmæli verðlaunahljómplötu í Múlanum MIÐVIKUDAGUR 21. APRÍL 111. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Við Aron höfum rætt mikið saman og hann hefur þá getað spurt mig að ýmsu varðandi Álaborg. Hann hefur því fengið frá fyrstu hendi upplýsingar um hvernig hlutirnir virka hjá félaginu. Ég tók auðvitað þátt í því að tala hann til og var því með í að ræða þetta bæði við stjórnendurna og Aron sjálfan. Mér finnst þetta sýna metnað hjá Aroni að vilja koma til Danmerkur og spila í þessari sterku deild. Hann mun hjálpa liðinu að halda áfram að safna bikurum,“ segir Arnór Atlason, aðstoð- arþjálfari Álaborgar, m.a. í viðtali í blaðinu í dag. »51 Arnór segir félagaskipti Arons Pálmarssonar sýna metnað ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Dr. Gunnlaugur A. Jónsson, prófess- or í gamlatestamentisfræðum við Há- skóla Íslands, á 99 tréstyttur eftir sænska útskurðarmeistarann Fritz Urban Gunnarsson, fleiri en nokkur annar í veröldinni. Fáir hafa séð safn Gunnlaugs en í dag og til og með 2. maí geta gestir og gangandi skoðað djásnin um leið og þeir kynna sér framleiðslu franska kampavínshúss- ins Pol Roger á svonefndum Kampa- vínsdögum, sem Kampavínsfjelagið og veitingastaðurinn Vox Brasserie standa fyrir á Hilton Reykjavík Nor- dica. Gunnlaugur og Stefán Einar Stefánsson, formaður Kampavíns- fjelagsins og fyrrverandi nemandi Gunnlaugs í guðfræðideildinni, verða með fræðslustund um útskurðinn og safnið klukkan 16 á morgun. Söfnun Gunnlaugs hófst í Stokk- hólmsferð 2009, þegar hann keypti fimm styttur, þar á meðal Winston Churchill. „Þá festist ég í netinu,“ segir hann. Bætir við að hann hafi síðan litið inn á verkstæði Fritz að jafnaði tvisvar á ári og bætt í safnið, nema í fyrra af augljósum ástæðum. Fótbolti, styttur og ævisögur Fritz, sem er á áttræðisaldri og tók við fjölskyldufyrirtækinu af föður sín- um, hefur skorið út margar fígúrur að beiðni Gunnlaugs, meðal annars nokkra þekkta Íslendinga. Stjórn- málamenn víðs vegar að eru áberandi í safninu, ekki síst Svíar og banda- rískir forsetar. Trúarleiðtogar eiga sinn stað, vísindamenn, listamenn og Nóbelsverðlaunahafar auk annarra. „Winston Churchill er langvinsælasti karlinn, sem feðgarnir hafa tálgað, og enginn þeirra er eins,“ segir Gunn- laugur. Honum þykir vænt um allar stytturnar en nefnir sérstaklega fí- gúrur sem hann hefur látið Fritz gera og hafa kostað mörg símtöl og mikla vinnu. „Ég spurði Fritz eitt sinn hvort hann gæti skorið út mann með bæði bolta og vindil og hann sagði það ekkert vandamál. Því er séra Friðrik Friðriksson einna skemmti- legastur, þótt margir aðrir séu í sér- stöku uppáhaldi.“ Gunnlaugur byrjaði snemma að safna fótboltamyndum, hélt lengi úr- slitum í fótbolta og frjálsum til haga og enginn gat rekið hann á gat í þeim efnum, en hann segist ekki vera með söfnunaráráttu. Hann hafi samt oft keypt ævisögur þeirra sem hann hafi látið Fritz skera út, og líkindi séu með helsta áhugamálinu í æsku og söfnun spýtukarlanna. „Þegar ég var í 5. flokki á Selfossi þóttumst við vera þekktir leikmenn. Flestir héldu með Skaganum og báru nöfn eins og Helga Dan og Donna. Ég heillaðist af KR-liðinu, þar sem Þórólfur Beck var helsta hetjan, en ég valdi að vera Garðar Árnason, sem varð afburða- leikinn og traustur miðvallarspilari og auk þess stór og þéttur rétt eins og ég varð síðar!“ Svo skemmtilega vill til að Pol Ro- ger var uppáhaldskampavínshús Churchills. Það endurgalt breska for- sætisráðherranum tryggð sína með framleiðslu víns honum til heiðurs 10 árum eftir að hann lést. Ber það nafn hans og er frægasta og besta vín fyrirtækisins. Vegna samkomutakmarkana verð- ur fólk að skrá sig (vox.is) til að hlusta á spjall Gunnlaugs og Stefáns Einars og er glas með kampavíni innifalið í gjaldinu. Tvær flugur í höggi - Tréstyttur úr stærsta einkasafni heims á Kampavínsdögum Morgunblaðið/Eggert Safn Gunnlaugur A. Jónsson hefur áhuga á persónusögu í íþróttum, sagn- fræði og guðfræði. Heldur hér á Albert Schweitzer og Winston Churchill. Bernard „Monty“ Montgomery hershöfðingi til hliðar. Íslendingar Sigvaldi Kaldalóns, Sigurbjörn Einarsson biskup, sr. Friðrik Friðriksson, Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson eldri, Vigdís Finnboga- dóttir, Davíð Oddsson og Haraldur Níelsson, prófessor í guðfræði. Ghurchill Andinn svífur yfir vötnum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.