Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.10.2021, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 02.10.2021, Qupperneq 2
Þingflokkar ræða stjórnarmyndun Jóhannes V. Reynisson í Bláa naglanum segir það áfall að Landspítalinn sé hættur við að þiggja 68 milljóna króna söfnunarfé til kaupa á ómtæki til brjóstakrabbameinsleitar. gar@frettabladid.is HEILBRIGÐISMÁL „Þetta er meiri­ háttar skandall fyrir háskólasjúkra­ húsið á Íslandi og sorglegt fyrir konur á Íslandi,“ segir Jóhannes V. Reynisson í Bláa naglanum, um þá ákvörðun Landspítalans að hætta við að þiggja 68 milljónir króna til kaupa á ómtækjum til krabba­ meinsleitar frá samtökunum. Að sögn Jóhannesar má rekja upp­ haf söfnunarinnar fyrir nýju tækj­ unum til þess að hann fór að velta fyrir sér hví röntgentækni sem hér er beitt við krabbameinsleit væri ekki skilvirkari. „Hvað er það sem menn sjá ekki, hver er blindi punkturinn?“ segist hann hafa spurt sig. Jóhannes segir athuganir sínar hafi leitt hann að nýju tæki sem General Electric hafi kynnt árið 2018. Hann hafi kynnt sér málið og tæknina í þaula og átt símafundi með læknum. Náðst hafi að safna 68 milljónum króna. Eitt tæki kosti 23 milljónir. Tæknin skili 30 pró­ sent betri árangri við leit að krabba­ meini í brjóstum en röntgentæknin. Ákvörðun Landspítalans er út­ skýrð í tölvupósti til Jóhannesar frá Pétri Herði Hannessyni, yfirmanni röntgendeildar Landspítalans. Vitn­ ar Pétur til þess að nýir læknar hafi leyst af hólmi lækni sem hafi viljað þiggja ABUS­ómtæki. „Þeirra álit er að tæknin sé ekki nægilega skilvirk til þess að réttlæta fjárfestingu í henni. Tækið myndi að öllum líkindum verða í mjög takmarkaðri notkun. Það er því ekki réttlætanlegt að þiggja tækið og kasta þannig fjármunum á glæ,“ útskýrir Pétur. Að því er Pétur segir í bréfinu er verðugasta verkefnið í brjósta­ myndgreiningu nú að auka þátt­ tökuna í skimun sem sé alltof lítil. „Á óskalista okkar sem við höfum tjáð meðal annars ráðherra er að hafa færanlega röntgeneiningu í sérstökum bíl sem gæti farið milli staða, ekki aðeins úti á landi heldur einnig á suðvesturhorninu. Þetta myndi færa skimun nær konunum og hjálpa til við að auka skimunar­ hlutfall,“ lýsir Pétur. Jóhannes segir þetta bakslag fyrir þróun í samspili tvenns konar gervigreindar. „Þetta er meiriháttar skandall fyrir háskólasjúkrahúsið á Íslandi og sorglegt fyrir konur á Íslandi,“ segir hann. Mjög alvarlegt sé að Landspítalinn hafni tækinu. Í Evrópu og Bandaríkjunum sé verið að taka þessa tækni upp og heims­ frægir röntgenlæknar noti hana. „Röntgenlæknar hér eru kannski hræddir við að þeir missi starfið en það er ástæðulaust því þetta er einfaldlega viðbótartæki við rönt­ genmyndatöku. Þótt það komi ný hjálpartæki munu þeir alltaf verða til staðar,“ undirstrikar Jóhannes. Stóra málið sé að röntgentæknin sé ekki að finna meinin nógu vel. „Ég held að það þurfi að koma til nýsköpun varðandi leit að krabba­ meini í brjóstum hjá konum. Það er algerlega óásættanlegt að nú á 21. öldinni deyi ein kona á viku úr brjóstakrabbameini.“ ■ Landspítalinn hafnar 68 milljóna króna söfnunarfé ABUS-ómskoðunartækið frá General Electric sem Blái naglinn vildi gefa Landspítalanum en hætt var við að þiggja. MYND/AÐSEND Röntgenlæknar hér eru kannski hræddir við að þeir missi starfið en það er ástæðulaust. Jóhannes V. Reynisson, í Bláa naglanum kristinnpall@frettabladid.is NÁTTÚRUVÁ „Það er farin af stað ákveðin hrina, ekki jafn kröftug og í byrjun þessa árs en breytingin er sú að við erum að sjá skjálftavirkni sem mælist yfir þrjá í fyrsta sinn frá því að gosið hófst. Það verður að koma í ljós hvað þetta þýðir en það er áhuga­ vert að þetta sé að eiga sér stað á sama tíma og eldgosið hefur legið niðri að undanförnu.“ Þetta segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ, aðspurður um jarðskjálftahrinuna sem staðið hefur undanfarna daga. Magnús Tumi segir erfitt að segja hvort þetta boði að gosið sé að hefjast að nýju. „Það er ekki hægt að útiloka að þetta boði að gosið hefjist á ný en um leið getur þetta verið spenna sem hefur safnast í svolítinn tíma. Það er of snemmt að segja til um hvort þetta þýði að það fari að gjósa á ný,“ segir Magnús sem telur um leið vera erfitt að spá til um hvort f leiri skjálftar verði um helgina. „Þessi jarðskjálftahrina er ekki orðin stór en hefur haldist stöðug í nokkra daga. Það er ekki hægt að segja ennþá hvort að það sé von á mörgum skjálftum á næstunni.“ ■ Of snemmt að spá fyrir um hvort að gosið í Geldingadal sé að hefjast á ný Magnús Tumi Guð- mundsson, jarð- eðlisfræðingur ingunnlara@frettabladid.is adalheidur@frettabladid.is STJÓRNMÁL Það er fínt hljóðið í þing­ flokki Vinstri grænna en nóg af verk­ efnum, að sögn Svandísar Svavars­ dóttur heilbrigðisráðherra eftir fund þingflokksins í gær. „Katrín gerði þingflokknum grein fyrir stöðu við­ ræðna og við skiptumst á skoðunum. Þetta er bara alveg á fyrstu stigum,“ segir Svandís. Aðspurð um umhverfismálin sem hafa verið erfið í stjórnarsamstarf­ inu, einkum hálendisþjóðgarðs­ málið, segir Svandís ekkert liggja fyrir þar að lútandi. „Það er ekki búið að botna það en það er eitt af þeim verkefnum sem liggur fyrir að þurfi að komast til botns í, í þessum stjórnarmyndunarviðræðum,“ segir hún. Heimildir blaðsins herma að Sjálfstæðisflokkurinn leggi áherslu á að fá heilbrigðismálin til sín. „Það eru öll spil á borðinu, ótímabært að ræða þessa hluti,“ segir heilbrigðis­ ráðherra innt eftir því hvað Vinstri græn myndu vilja fá í staðinn. ■ Annasamt hjá stjórnarflokkum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráð- herra segir gott hljóð í þingflokki VG. Formenn stjórnarflokkanna gerðu þingflokkum sínum grein fyrir stöðu viðræðna þeirra í gær. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru þöglir sem gröfin eftir fund sinn í gær en heimildir herma að jákvæðni fyrir viðræðunum ríki í meirihlutanum. Forsætisráðherra hefur einnig gert forsetanum grein fyrir stöðu við- ræðnanna. Fundum verður framhaldið eftir helgi en formennirnir vinna hver í sínu lagi yfir helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 2 Fréttir 2. október 2021 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.